Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Dick Cheney á lista yfir viðskiftavini í Washington DC nuddþjónustu skandalnum?

Cheney á góðri stunduÍ síðustu viku flutti ABC æsifréttir af því að þeir hefðu undir höndum lista yfir tugi, ef ekki hundruðir karlmanna sem hefðu verið viðskiftavinir "the DC madam", en eins og lesendur þessa bloggs kannast við þurfti einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Bush, Randall Tobias, að segja af sér eftir að upp komst að hann hafði fengið "píur" til að koma og veita sér "nuddjónustu":

Tobias told ABC News he had several times called the "Pamela Martin and Associates" escort service "to have gals come over to the condo to give me a massage."  

Þáttastjórnendur á kapalsjónvarpsstöðvunum voru að vonum kátir, því það er ekkert skemmtilegra en kynlífsskandalar, og bloggarar voru ekki síður spenntir, því ABC lét í veðri vaka að það væri fullt af allskonar háttsettum skriffinnum og meðlimum ríkisstjórnarinnar á þessum lista.

En svo hvarf þessi frétt einhvernveginn, og þegar "expose" ABC var loks flutt á föstudag var það hreint ekkert sérstaklega merkilegt. Þeir sem höfðu verið að fylgjast með fréttum fannst þetta mjög skrýtið. Hvað hafði gerst? Hvað varð um alla þessa háttsettu hórkarla? Liberal bloggarar voru að vonum fúlir, því það fóru af stað allskonar furðulegar og stórfyndnar tengingar á milli Washington og hóreríislistans.

En maður ætti aldrei að segja aldrei, því nú er farinn af stað einhver mögnuð samsæriskenning/getgáta um hver sé á listanum og af hverju ABC hafi allt í einu misst áhuga á að flytja æsifréttir af kynlífi í Washington DC: Dick Cheney "vara"forseti Bandaríkjanna á að hafa verið meðal viðskiftavina "nuddjónustunnar"!

Samkvæmt fréttum og sögusögnum á minnst einn frægur "fyrrverandi forstjóri" að vera á listanum, og nú telja sumir að sá fyrrverandi forstjóri sé fyrrum forstjóri Haliburton - maður að nafni Richard Bruce Cheney, kallaður "Dick". Lýsingar á þessum fyrrverandi forstjóra, heimili hans osfv. þykja allar benda á Cheney. Cheney á svo að hafa hótað ABC öllu íllu ef þeir hættu ekki við að flytja fréttir af viðskiftavinum nuddþjónustunnar. Skv Wayne Madsen (það þarf að fletta niður á blaðsíðunni, þessi færsla er undir 8. maí:

WMR has confirmed with extremely knowledgeable CIA and Pentagon sources that the former CEO who is on Deborah Jeane Palfrey's list is Vice President Dick Cheney.Cheney was CEO of Halliburton during the time of his liaisons with the Pamela Martin & Associates escort firm. Palfrey's phone invoices extend back to 1996 and include calls to and from Cheney.Ironically, in 2000 Cheney was appointed by Bush to head his Vice President selection committee, a task that enabled Cheney to gather detailed personal files on a number of potential candidates, including Bill Frist, George Pataki, John Danforth, Fred Thompson, Chuck Hagel, John Kasich, Chris Cox, Frank Keating, Tom Ridge, Colin Powell, and Jim Gilmore, before he selected himself as the vice presidential candidate.

The White House saw to it that ABC/Disney killed the DC Madam's storybefore yet another scandal swamped the Bush administration.

Þetta er auðvitað stórskemmtilegur orðrómur! Wonkette, sem sérhæfir sig í stjórnmálaslúðri Washington finnst þó lítið til alls þessa koma:

Do you know why we’re underwhelmed by this rumor? Because even if it’s a fact, which it probably is, there’s no way it would have any impact on Cheney’s “career.” This is a draft-dodging half-human war criminal with a pregnant lesbian daughter who tells senators to fuck themselves and shoots his own friends in the face. Ordering an outcall hooker is positively innocent compared to the well-known things Cheney does every day.

Smá hórerí væri sennilega ómerkilegasti glæpur eða yfirsjón Dick Cheney.

M


Heimskulegasta hryðjuverkaplotti síðari tíma afstýrt

Fort DixAlríkislögreglan hefur upplýst að hún hafi komið í veg fyrir fyrirætlanir sex manna um að leggja undir sig Fort Dix í New Jersey

The plan, reported this morning by New York's WNBC television and confirmed to The Washington Post by officials from the FBI and the New Jersey U.S. Attorney's Office, involved storming the base with automatic weapons and attempting to kill as many soldiers and other personnel as possible. The World War I-era base is approximately 17 miles from Trenton in central New Jersey and is used now as a training and mobilization site for U.S. Army reservists.

Yfirvöld hafa enn ekki gefið upp neitt um þessa vesalinga, annað en að þeir minnst þrír þeirra séu ólöglegir innflytjendur og einn bandarískur ríkisborgari:

An FBI official said that at this point the men did not appear to have connections with any overseas terrorist groups other than "an ideology."

Fyrirætlanir "The Dix Six" voru ekki klókari en svo, að þeir ætluðu að kaupa sér sjálfvirka riffla, af ríkinu hvorki meira né minna, og gera svo áhlaup á herstöð.  

AP reported that the men were arrested attempting to buy automatic weapons from federal authorities.

Nú ætla ég ekki að gera lítið úr hryðjuverkum þegar þau eru framin af alvöru hryðjuverkamönnum - en það er full ástæða til að benda á að einu hryðjuverkaarásirnar sem hafa heppnast í Bandaríkjunum hafa verið framdar af heimaræktuðum vitfirringum sem eru í stríði við fóstureyðingalækna eða alríkisstjórnina, möo vitfirringum lengst á hægrivæng stjórnmálanna. Allir Jihadistarnir sem eiga að vera í stríði við Bandaríkin virðast einhverskonar aular eins og þessir "Dix Six". Enda minnir Washington Post á þessa gagnrýni:

Others have raised questions about FBI tactics, particularly the arrest of several Miami men accused of plotting attacks, including the bombing of the Sears Tower in Chicago, as part of a "jihad" against the United States. The men's contacts were with undercover FBI agents posing as al-Qaeda operatives, and paid FBI informants had suggested targets to the men.

Það "Jihad" var ekki merkilegra en svo að hryðjuverkamennirnir áttu ekkert sprengiefni, né höfðu þeir neinn aðgang að sprengiefni, vopnum eða öðru sem gæti gert þeim kleift að hrinda áætlun sinni í framkvæmd. Engu að síður hefur stjórnin reynt að sannfæra borgarana um að þeir þurfi að gefa eftir stjórnarskrárvarin réttindi sín, leyfa alrikislögreglunni að lesa póstinn, fara i gegn um tölvupóstinn, skoða vísareikningana og hlera símann hjá venjulegu fólki.

Ef það væri einhverskonar alvöru hryðjuverkaógn í Bandaríkjunum gæti ég skilið tilraunir Cheney-Bush stjórnarinnar til að koma upp lögregluríki í Norður Ameríku.

M


Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins, þróunarkenningin og Ronald Reagan

Kappræður forsetaframbjóðenda Repúblíkanaflokksins voru haldnar um daginn, og ólíkt kappræðum demokrata voru ekkert nema gamlir hvítir karlar uppi á sviði. Kappræðurnar voru ekkert sérstaklega áhugaverðar, og fjölmiðlar hafa sýnt þeim furðulitla athygli. Fyrir utan tvö atriði sem hafa vakið töluverða athygli. Í fyrsta lagi voru frambjóðendurnir spurðir hvort þeir "tryðu" á þróunarkenninguna, og þrír sögðust ekki trúa á þróunarkenninguna. Sbr þessa upptöku:

Það er auðvitað einkamál hvers og eins hverju hann trúir, en það er full ástæða til að efast um að maður sem kýs sköpunarsögu biblíunnar fram yfir nútíma vísindi geti stjórnað þróuðu lýðræðisríki. Ef þessir frambjóðendur bera þetta litla virðingu fyrir vísindum og skilja veröldina þetta ílla hvernig er þá hægt að búast við því að þeir geti tekið upplýstar og skynsamlegar ákvarðanir?

En þetta þróunarkenningarmál er samt ekkert sérstaklega merkilegt. Við höfum vitað um nokkurt skeið að mikið af kjósendum og fulltrúum flokksins hafa mjög sérkennilegar hugmyndir um gangverk veraldarinnar. Sam Brownback, Mike Huckabee, and Tom Tancredo eiga hvort sem er aldrei eftir að vinna tilnefningu flokksins, svo þetta skiptir svosem ekki miklu máli.

Það sem er merkilegra er að enginn af frambjóðendumum virðist trúa á George Bush.

Það var ekki raunverulega fyrr en i fyrra haust að fréttaskýrendur gerðu sér grein fyrir því að óvinsældir stríðsins í Írak, og ekki síst óvinsældir forsetans, gætu skaðað flokkinn. Síðan þá hafa vinsældir stríðsins og forsetans síst aukist. Samkvæmt síðustu könnun Newsweek er "job approval rating" forsetans 28%. Innan við þriðjungur þjóðarinnar telur að forseti landsins sé að leiða landið í rétta átt. Það þarf að leita allt aftur til 1979 til að finna forseta með jafn lítið fylgi! Með öðrum orðum: Það hefur enginn forseti Bandaríkjanna í 28 ár verið jafn óvinsæll meðal þjóðarinnar...

Þetta er auðvitað meiriháttar vandamál fyrir flokkinn, sem kom skýrt fram í kappræðum forsetaframbjóðenda þeirra um daginn. Nafn forsetans var nefnt einu sinni allt kvöldið! Samhengið var þetta. Chris Matthes, sem stýrði umræðunum spurði Brownback út í Scooter Libby:

MATTHEWS: Let me go to, Senator — do you think Scooter Libby should be –
BROWNBACK: Let the legal process move forward, and I’d leave that up to President Bush. And I think he could go either way on that.

(Sjá uppskrift MSNBC á umræðunum.) Til samanburðar var Ronald Reagan nefndur 19 sinnum á nafn... Hver ætli hafi nefnt Reagan oftast?

  • Giuliani: 5
  • Romney: 3
  • Brownback: 1
  • Hunter: 2
  • Huckabee: 1
  • Thompson: 3
  • McCain: 3
  • Gilmore: 1

Þessi Reaganást stafar vitaskuld af því að flokkurinn hefur ekkert annað til að grípa til - eftir áralanga óstjórn Bush getur flokkurinn ekki með góðu móti bent á afrek sín. En það að frambjóðendur flokksins finni sig knúna til að segja "Ronald Reagan" í hvert sinn sem þeir þurfa að útskýra afstöðu sína til erfiðra mála, þegar þeir þurfa að útskýra hvaða "sýn" þeir hafa á framtíð Bandarikjanna bendir til djúpstæðari vanda. Það sem gerði Ronald Reagan vinsælan var að honum tókst einhvernveginn að koma í orð draumum og hugsunum margra Bandaríkjamanna. Ég er ekki að segja að ég telji Reagan hafa stýrt Bandaríkjunum í rétta átt - heldur að honum hafi einhvernveginn tekist að telja flestum Bandaríkjamönnum trú um að hann hefði framtíðarsýn, hærri hugsjónir og að hann væri leiðtogi. Þetta virðast frambjóðendur flokksins ekki hafa skilið. Peggy Noonan, sem er dálkahöfundur og mjög hægrisinnuð benti á að þessi Reagan-fixasjón væri ekki til marks um leiðtogahæfileika, heldur skort á þeim. (Að vísu kennir hún "fjölmiðlum" um - en ég held að það hafi ekki þurft fjölmiðla til að kítla Giuliani til að líkja sjálfum sér við Reagan fimm sinnum).

[T]he media’s fixation with which Republican is the most like Reagan, and who is the next Reagan, and who parts his hair like Reagan, is absurd, and subtly undermining of Republicans, which is why they do it. Reagan was Reagan, a particular man at a particular point in history. What is to be desired now is a new greatness. Another way of saying this is that in 1960, John F. Kennedy wasn’t trying to be the next FDR, and didn’t feel forced to be. FDR was the great, looming president of Democratic Party history, and there hadn’t been anyone as big or successful since 1945, but JFK thought it was good enough to be the best JFK. And the press wasn’t always sitting around saying he was no FDR. Oddly enough, they didn’t consider that an interesting theme.

They should stop it already, and Republicans should stop playing along.

Hvað segir það um frambjóðendur flokksins að þeir geti hvorki sagt kjósendum sínum hver afstaða þeirra til sitjandi forseta er, eða hvernig og hvert hann hefur leitt þjóðina seinustu árin, né hvert þeir sjálfir myndu leiða hana?

M


Minningarorð um Pétur Pétursson þul

Í dag var borinn til grafar Pétur Pétursson þulur. Pétur lést þann 23. apríl eins og hann hafði lifað öllu lífi sínu, í faðmi fjölskyldu sinnar. Ég kynntist Pétri fyrst þegar ég heimsótti heimili hans og Birnu Jónsdóttur fyrir um fimmtán árum síðan ásamt tilvonandi eiginkonu minni, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, en hún er dótturbarn þeirra hjóna. Ef ég man rétt drukkum við kaffi og Pétur hlýddi mér yfir hverra manna ég væri. Pétur hafði mikla trú á því að hægt væri að segja til um karakter manna út frá ættum þeirra. Sólveig sagði mér að afa sínum hefði líkað vel við mig, hann hefði þekkti afa minn, Magnús Sveinsson, barna- og unglingaskólakennara, sem honum þótti hafa verið góður maður.

Pétur sagði skemmtilega frá eins og allir sem þekktu til hans kannast við. Pétri fannst líka gaman að segja sögur. Í brúðkaupi okkar Sólveigar flutti hann til dæmis ekki eina, heldur heilar þrjár ræður. Í gegn um árin kynntist ég Pétri betur, bæði í fjölskylduboðum og sem fræðimanns og heimildarmanns. Hann var nærri óþrjótandi brunnur heimilda um sögu Reykjavíkur, og þekking hans á mönnum og tengslum þeirra var óviðjafnanleg. Ég leitaði oft til Péturs eftir að ég byrjaði í sagnfræði við Háskóla Íslands, sérstaklega meðan ég starfaði sem aðstoðarmaður Þórs Whitehead prófessors. Pétur nafngreindi menn á ljósmyndum, rifjaði upp sérkennileg atvik og ummæli, og ef hann gat ekki sjálfur svarað brást ekki að hann gat bent á rétta heimildamenn. Sumar af sögum sínum sagði hann oftar en einu, og oftar en tvisvar sinnum, en þær glötuðu þó ekki fróðleiks og skemmtigildi sínu. Það er einnig til marks um frásagnarlist Péturs að þó sögurnar væru fyndnar í hans frásögn voru þær þess eðlis að þær lifðu oft ekki af að vera festar á blað. Þó það væri hægt að skrifa upp eftir Pétri glötuðu sögurnar yfirleitt kímni sinni og því lífi sem þær öðluðust í frásögn hans.

Pétur var því ekki aðeins brú til Reykjavíkur fyrri tíma, hann brúaði önnur bil. Hann var í senn heimild um sögu Reykjavíkur og sjálfmenntaður fræðimaður, og naut virðingar sagnfræðinga sem slíkur. Um leið var hann lifandi fulltrúi munnlegrar frásagnarhefðar fyrri alda. Pétur á því merkilegan sess bæði í íslenskri sögu og íslenskri sagnfræði.

En þó ég eigi ótal minningar um grúskarann Pétur Pétursson, umkringdan bóka og blaðastöflum á heimili sínu á Garðastræti, mun ég fyrst og fremst minnast hans sem hjartahlýs afa og langafa. Pétur skilur eftir sig raunverulega stórfjölskyldu, því hann eignaðist fjögur barnabörn, níu barnabarnabörn og fjögur barnabarnabarnabörn. Pétur kunni að meta barnamergðina sem spratt upp í kringum hann, og ást sína fékk hann endurgoldna. Börn okkar Sólveigar, Jón Múli og Guðný Margrét tóku fréttum af fráfalli langafa síns mjög nærri sér, enda var þeim báðum fjarska hlýtt til hans.

Pétur mun lifa áfram í minningu allra þeirra sem kynntust honum, en hans mun sárast saknað af þeim sem elskuðu hann. Minning hans mun lifa í hugum okkar allra, en þó sérstaklega í hugum afabarna hans, langafabarna og langa-langafabarna.

Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur

-- 

Þessi grein birtist einnig í prentútgáfu Morgunblaðsins, og ég hef hugsað mér að blogga ekkert í dag.


Bush: "I'm the commander guy"

Þetta var víst eitthvað málum blandið, en forsetinn virðist loksins vera búinn að átta sig á því hvað hann á að vera að gera í vinnunni: hann er "the commander guy"...! Og ég sem hélt að hann væri "the decider"? Sjá upptöku (af Youtube, nb. sennilega plantað þar af samsærissveitum marxískra googleverja?):

Þessi fleygu orð féllu í ræðu sem forsetinn flutti í gærmorgun í Washington. Samkvæmt uppskrift Hvíta hússins:

And that’s what we do. We put in more troops to get to a position where we can be in some other place. The question is, who ought to make that decision? The Congress or the commanders? And as you know, my position is clear — I’m the commander guy.

M


Youtube er "vinstrisinnað"? Ekki QubeTV sem er "conservative alternative to Youtube"!

Öll þúrör internetsins flytja bara vinstriáróðurYoutube er víst einhverskonar "vefsíða" þar sem hver sem er getur hlaðið inn vídeómyndskeiðum af nokkurnveginn hverju sem er, og er í eigu "the, Google.com". Ég hef reyndar ekki orðið var við einhverskonar "vinstri slagsíðu" á Youtube - enda hef ég aðallega notað hana/það (hvers kyns er "youtube"? og eigum viðað tala um það eða þau rörin? Þúrörið?) til að horfa á tónlistarmyndbönd. En það hefur ekki stöðvað hægrisinnaða athafnamenn í að stofna nýtt "hægrisinnað" Youtube!

Republican White House veterans Charlie Gerow and Jeff Lord have created a new conservative video Web site called QubeTV, which they describe as an alternative to YouTube, a popular clearinghouse for sharing video files.

Both Mr. Gerow and Mr. Lord, who served as aides during the Reagan administration, say QubeTV is necessary because of what they view as an anti-conservative bias by the administrators of YouTube.

"We saw a need for a social-networking site for the center-right," Mr. Gerow said of the site, at www.Qubetv.tv. "They want something that isn't controlled by our good friends at Google."

Er Youtube nú orðin "social networking site" sem hefur "anti-conservative bias"? Ég skal viðurkenna að þessir skriffinnar sem störfuðu í ríkisstjórn Reagan (sem var við völd fyrir umþaðbil hálfri öld síðan, eða svo) þekkja kannski betur til veraldarröranna allra en ég, svo það má vel vera að Youtube sé hluti af einhverju marxísku samsæri, stjórnað af milljarðamæringunum í Google...

Washington Times útskýrir reyndar þetta fáránlega upphlaup í annarri málsgrein fréttarinnar:

YouTube rose to prominence in political circles last year when former Sen. George Allen, Virginia Republican, had his infamous "macaca" moment posted on the site, which many believe led to his defeat by Democrat James H. Webb Jr.

Þessir vefsnillingar telja semsagt að það sé hægt að sporna einhvernveginn við heimskulegum "macaca" kommentum rasískra frambjóðenda repúblíkanaflokksins með því að setja upp "vefsíðu"?

Þetta virðist reyndar vera einhverskonar trend hjá bandarískum hægrimönnum - fyrir nokkrum mánuðum síðan skrifaði ég um Conservapedia, sem er "conservative alternative to Wikipedia" - því Wikipedia er víst líka "vinstrisinnað". Ég held að lausnin sé ekki að setja upp nýjar hægrisinnaðar vefsíður: Er ekki allt internetið með vinstrislagsíðu? Þarf ekki að setja upp nýtt hægrisinnað internet til að stemma stigu við öllum marxismanum sem grasserar á "the world-wide intertubes"?  

M


George Tenet flýr sökkvandi skip

Tenet var dugleur og þægur og hélt sér saman þangað til hann fattaði að hann yrði að bjarga því litla sem eftir væri af samvisku sinni og mannorði...Undanfarna daga og vikur hefur verið mikið um að vera í bandarískum stjórnmálum. Eiginlega of mikið, því það eru þrjár eða fjórar fréttir í gangi - vandamálið er að þær virðast allar geta orðið risavaxnar, en það sér þó ekki fyrir endann á neinni þeirra.

Fyrst er auðvitað að nefna fréttir af saksóknarahreinsuninni. Það mál allt mund sennilega dragast fram í janúar 2009 þegar næsti forseti Bandaríkjanna tekur við. Dómsmálaráðuneytið og Alberto Gonzales virðast hafa ákveðið að besta leiðin til að sigrast á því hneykslismáli sé að bíða það út og vona að áhugi almennings og blaðamanna þorni upp, en láta samt líta út fyrir að starfsmenn ráðuneytisins séu að sýna þinginu samvinnu. Á hverjum föstudagseftirmiðdegi afhendir ráðuneytið ný skjöl tengd hreinsununum, og það líður varla sá dagur að það berist ekki einhverjar fréttir af Gonzales, Kyle Simspon, Monicu Goodling (Goodling virðist lykillinn að þessu máli öllu...) eða öðrum republican apparatchicks í ráðuneytinu. En því miður er engar þeirra nógu dramatískar að maður geti séð fyrir endann á þessu máli. Flestar fréttirnar eru eiginlega of undarlegar til þess að maður geti alveg áttað sig á því hvað var í gangi. Dómsmálaráðuneytinu undir Gonzales virðist hafa verið breytt í einhverskonar kafkaíska martröð.

Hitt stórmálið eru svo átök þingsins og forsetans um hvort herinn verði kallaður frá Írak. Forsetinn segir nei og þingið víst, og forsetinn fær samt sínu framgengt. Sú saga er eiginlega ekki mikið flóknari. Ástæðan er vitaskuld að þingið getur varla kallað herinn heim úr miðju stríði, sama hversu ílla það stríð gengur - í það minnsta ekki gegn vilja forsetans. Þó yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar styðji þingið gætu repúblíkanar auðveldlega snúið því máli sér í vil. Það eru því allar líkur til þess að næstu vikur og mánuði muni þessi leikur endurtekinn nokkrum sinnum. Ég yrði allavegana mjög undrandi ef forsetinn gæfi eitthvað eftir.

Hinar stórfréttirnar sem dragast endalaust út hafa ekki fengið eins mikla spilun í fjölmiðlum. Annarsvegar er rannsókn á starfsemi og spillingu á vegum Karl Rove. Ef sú rannsókn leiðir eitthvað bitastætt í ljós gæti það orðið afdrifaríkara en bæði deilur forsetans og þingsins um Írak eða saksóknarahreinsunin, því ef Rove er fjarlægður úr Hvíta Húsinu myndu demokratar geta sótt þeim mun harðar að forsetanum. Gildir þá raunverulega einu hvort brotthvarf Rove hafi einhver áhrif á Bush eða (vara)-forsetann Dick Cheney, aðalatriðið er að í hugum pólítískra andstæðinga er Rove heilinn á bak við alla opperasjónina.

Hins vegar er það svo innrásin í Írak. Það er ótrúlegt að bandaríkjamenn séu enn, meira en fjórum árum seinna, að deila um réttmæti innrásarinnar. Ekki að deilan virðist hafa verið leidd til lykta: innrásin var óþörf, röng og ílla undirbúin. Vandamálið er að forsetinn og stjórnin hafa neitað að viðurkenna nokkurn skapaðan hlut, og hanga í því að innrásin hafi bæði verið réttmæt og nauðsynleg. Henry Waxman, formaður endurskoðunar og eftirlitsnefndar þingsins (House Oversight and Government Reform Committee) hefur t.d. stefnt Condoleezza Rice fyrir nefndina til að útskýra aðdraganda stríðsins.

Vandamálið er að það bendir allt til að stjórnin hafi beinlínis logið að bandarísku þjóðinni í aðdraganda innrásarinnar, nýjar vísbendingar koma fram daglega sem renna stoðum undir þann ílla grun margra að þessi "gereyðingarvopna"-saga stjórnarinnar hafi ekki bara verið "faulty intelligence", heldur beinlínis uppspuni. Seinastur til að koma út úr skápnum og viðurkenna þetta var auðvitað George Tenet, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar þegar innrásin var skipulögð, og varð frægur fyrir "slam dunk" komment sitt um gereyðingarvopn Saddam.

Í nýrri bók sinni heldur Tenet því svo fram að hann hafi aldrei sagt neitt þessu líkt, og ásakar fyrrverandi yfirmenn sína um að hafa dregið þjóðina út í stríð sem hafi ekki átt rétt á sér.

Þetta eru auðvitað stórfréttir, og þó. Auðvitað vissu allir sem hafa fylgst með bandarískum stjórnmálum að Bush og Cheney drógu þjóðina á asnaeyrunum í aðdraganda stríðsins. Svo lyktar þessi bók Tenet af mjög ómerkilegri sjálfsréttlætingu. Það er auðvelt að koma fram núna, mörgum árum seinna, og halda því fram að maður hafi allan tímann vitað að þetta væri vond hugmynd. Fréttaskýrendur og aðrir hafa því spurt hvernig standi á því að Tenet hafi ekki reynt að stöðva innrásina á sínum tíma, hann var í aðstöu til að gera eitthvað, fyrst hann vissi svona vel að þetta væri vond hugmynd?

En viðurkenning Tenet er þó mikilvægasta sönnun þess að innrásin í Írak hafi verið röng - jafnvel glæpsamleg - sem fram hefur komið til þessa. Eins og Howard Kurtz á Washington Post, sem er frekar hægrisinnaður og hefur á undanförnum árum oft ásakað blaðamenn sem voga sér að efast um utanríkisstefnu forsetans "landráðamenn", benti á fyrir nokkrum dögum:

So what's interesting here is: This is no longer the liberal media saying this. This is no longer a bunch of journalists of questionable patriotism saying the Bush administration rushed to war; wanted to invade Iraq all along; didn't have a serious debate. This is the former director of the Central Intelligence Agency and I think, in some ways -- leaving his motivation aside -- he has validated the press accounts that we've seen about the way that this war unfolded.

Ef George Tenet getur ekki lengur varið innrásina í Írak - ef yfirmaður CIA meðan á undirbúningi innrásarinnar stóð, kemur fram og segir að innrásin hafi verið röng og að forsetinn hafi dregið þjóðina á asnaeyrunum - hvernig getur nokkur önnur manneskja vogað sér að verja stríðið?

Undir þessari frétt er svo önnur, sem tengir allar þessar fréttir saman: Ríkisstjórn Bush virðist vera að liðast í sundur. Ef George Tenet telur að það sé vænlegra að gerast liðhlaupi úr "the pro-Bush camp" er ílla komið fyrir forsetanum. Tenet var einn af valdamestu mönnum Bandaríkjanna, og fyrir nokkrum árum afhenti forsetinn honum "The Presidential Medal of Freedom" fyrir þjónustu sína við landið. Þegar liðhlaupið er komið inn í innsta hring er ljóst að það er farið að þrengjast að forsetanum - og ef þetta liðhlaup heldur áfram er óvíst að forsetinn geti beðið út sókn demokrata sem sækja nú að honum úr öllum áttum.

M

ps. ég breytti fyrirsögninni - upprunalega ætlaði ég að skrifa um bæði Tenet og Rick Renzi, (þá átti þetta að vera "George Tenet, Rick Renzi og aðrar rottur flýja... sem er kannski frekar hallærisleg stuðlun og höfuðstöfun eða "brandari" en ég hef svosem aldrei haldið því fram að ég sé neitt stórskáld eða húmoristi...) sem er þingmaður og töluvert minni spámaður en Tenet, og sætir þess utan FBI rannsókn vegna spillingarmála - Renzi hefur nefnilega líka kosið að reyna að kenna ríkisstjórninni um allar ógöngur sínar, ásakað dómsmálaráðuneytið um kosningasvindl, og almennt reynt að skjóta sjálfum sér undan allri ábyrgð... ég skil reyndar ekki alveg röksemdir Renzi, en það er kannski ekki meiningin:

Renzi defended himself against the corruption allegations Tuesday in an interview with 12 News. He said the inquiry and the public disclosure of it were aimed at defeating him politically.

"And to make that up and put that out means the Department of Justice was engaged in electioneering, and it needs to be investigated," he said.

Svo ákvað ég að sleppa því að vera að rifja upp þessa Renzisögu, því hún er eiginlega ekkert sérstaklega áhugaverð. Fyrir utan að Renzi virðist vera óttalegur djöfulsins mörður.


Karl Rove og Richard Nixon

Undanfarnar vikur hafa fréttaskýrendur og bloggarar verið duglegir við að nefna nöfn Nixon og Bush í sömu andrá. Aumingja Bush, sem hélt að hann væri einhverskonar endurholdgerfingur Ronald Reagan virðist hins vegar ætla að verða minnst í sömu andrá og Richard Nixon. Það er því kannski ekki skýtið að við heyrum fréttir af því að hann æði um gólf í Hvíta Húsin, í veruleikafirrtri vænisýki, tuðandi um leynileg samsæri og að allir séu á móti sér, enginn skilji sig...

En í þessu, eins og öllu öðru, virðist sem þræðirnir leiði inn á skrifstofu Karl Rove, því áður en Rove varð "the brain" á bak við það ævintýralega fíaskó sem ríkisstjórn George Bush hefur verið, var hann ungur luralegur piltur og eyddi dögum sínum í kjallaranum á kosningaskrifstofu Richard Nixon. Eftirfarandi myndskeið sýnir Dan Rather segja fréttir af kosningabaráttu Nixon 1972. Rove birtist þegar ca 4 mínútur eru búnar:

  

Það er ekkert merkilegt við þetta myndband, annað en að Rove var jafn hallærislegur og allir ungir menn í upphafi áttunda áratugarins, með sítt hár og barta. En það meikar samt einhvernveginn fullkominn sens að Rove hafi fengið pólítískt uppeldi sitt í kjallaranum hjá Nixon.

David Greenberg skrifar um Nixon-Rove tengslin í NYT í dag:

In my own research on Nixon, I discovered that during Watergate itself, Rove used a phony grassroots organization to try to rally Americans to the president’s defense against what he called “the lynch-mob atmosphere created” by “the Nixon-hating media.” And according to Nixon’s former counsel John Dean, the Watergate prosecutor’s office took an interest in Rove’s underhanded activities before deciding “they had bigger fish to fry.”

 

En smáseiðin vaxa síðan upp og verða sjálf að stórum fiskum.

M


Katarína, New Orleans, Nígería og Jeb Bush

Jeb að heilsa sjálfboðaliðum frá Flórída meðan hjálparstarfi vegna Katarína stóð yfirSumar spillingarfréttir eru svo fáránlegar að þær gætu hægast verið lygasögur. Frétt AP frá í gær um kaup bandaríkjastjórnar á gölluðum dælum fyrir New Orleans. Forsaga málsins er auðvitað að New Orleans sökk þegar fellibylurinn Katarína gekk yfir. Í kjölfarið fór stjórnin af stað og keypti nýjar dælur fyrir flóðgarðana, og eins og lög gera ráð fyrir, var verkið boðið út. Þegar blaðamenn athuguðu útboðslýsinguna kom hins vegar í ljós að hún var kópíeruð, orðrétt, úr auglýsingabæklingi þess fyrirtækis sem fékk verkefnið:

NEW ORLEANS - When the Army Corps of Engineers solicited bids for drainage pumps for New Orleans, it copied the specifications — typos and all — from the catalog of the manufacturer that ultimately won the $32 million contract, a review of documents by The Associated Press found.

The pumps, supplied by Moving Water Industries Corp. of Deerfield Beach, Fla., and installed at canals before the start of the 2006 hurricane season, proved to be defective, as the AP reported in March. The matter is under investigation by the Government Accountability Office,  the investigative arm of Congress. ...

The specifications were so similar that an erroneous phrase in MWI catalogs — "the discharge tube and head assembly shall be abrasive resistance steel" — also appears in the Corps specifications. The phrase should say "abrasion resistant steel." An incorrect reference to the type of steel that would be required apparently was also lifted.

Þetta þykir auðvitað ekki mjög gott:

While it may not be a violation of federal regulations to adopt a company's technical specifications, it is frowned on, especially for large jobs like the MWI contract, because it could give the impression the job was rigged for the benefit of a certain company, contractors familiar with Corps practices say.

Þetta er það sem heitir "understatement". Það kemur auðvitað engum á óvart að yfirmenn MWI voru rausnarlegir í fjárframlögum sínum til Repúblíkanaflokksins. En það sem meira er, Jeb Bush vann fyrir MWI áður en hann varð fylkisstjóri Flórída, meðal annars við að selja umræddar dælur...

Í lok fréttarinnar leyndist síðan þessi gullmoli:

Purcell, a former MWI employee, is a plaintiff in a federal whistleblower lawsuit accusing MWI of fraudulently helping Nigeria obtain $74 million in taxpayer-backed loans for overpriced and unnecessary pumping equipment. The U.S. Justice Department has joined the suit as a plaintiff.

Ríkisstjórnin keypti ónýtar dælur í útboði sem var klæðskerasaumað fyrir fyrirtæki sem hafði áður haft bróður forsetans á launum við að selja umræddar dælur, fyrirtæki sem hefur hjálpað nígerískum svikahröppum að svíkja tugi milljóna út úr bandarískum skattgreiðendum?

M


Forsetinn vælir yfir því að enginn skilji sig, sjái ekki hversu stórkostlegur leiðtogi hann sé

BushÍ dag rakst ég á eina af þessum stórkríngilegu fréttum - það er reyndar alveg á mörkunum að hægt sé að kalla þetta frétt. Ef aðalleikarinn í þessu kómíska drama væri ekki forseti Bandaríkjanna væri sennilega ekki hægt að kalla þetta frétt. Kannski nær þetta því að teljast slúður. Og þar sem ég hef alltaf haft gaman af íllgjörnu slúðri finnst mér full ástæða til að dreifa þessari sögu víðar! Semsagt:

Nelson Report, sem er fréttablað í Washington, sagði frá því að einhverjir auðmenn frá Texas hefði verið boðið í heimsókn í Hvíta Húsið til að hitta forsetann: (Nelson krefst áskriftar, sem ég augljóslega tími ekki að borga. Því byggi ég alfarið á endurbirtingu bloggarans Sean-Paul á Huffington Post)

Sometimes insider gossip seems to confirm what all us outsiders think we're seeing, so, for what it's worth...we're hearing that some big money players up from Texas recently paid a visit to their friend in the White House. The story goes that they got out exactly one question, and the rest of the meeting consisted of The President in an extended whine, a rant, actually, about [how] no one understands him, [how] the critics are all messed up, [and that] if only people would see what he's doing things would be OK...etc., etc.

Samkvæmt þessu á forsetinn að hafa haldið einhverskonar sjálfsvorkunar-einræðu yfir gestunum. Það eru auðvitað tvær hliðar á þessu máli - annarsvegar er það merkilegt að forsetinn skuli væla og finnast að allir miskilji sig. Það er reyndar ekki frétt, því það hefur verið ljóst í langan tíma að forsetinn ímyndaði sér að hann væri einhverskonar misskilinn stjórnsnillingur. Hin hliðin á þessu máli er að þessari sögu hafi verið lekið. Nelson Report heldur áfram:

This is called a "bunker mentality" and it's not attractive when a friend does it. When the friend is the President of the United States, it can be downright dangerous. Apparently the Texas friends were suitably appalled, hence the story now in circulation.

Með öðrum orðum: Forsetinn hélt að hann væri meðal "vina" og gæti því "let out some steam", og vælt og grenjað, öruggur um að viðmælendurnir myndu hugga hann og segja honum hversu vondir demokratarnir væru, og hversu frábærlega hann stæði sig. En það er semsagt það ílla komið fyrir forsetanum að meira að segja auðmenn frá Texas er ofboðið. Og það eru þó fréttir. Fyrir ári síðan er útilokað að saga á borð við þessa hefði farið af stað - Bush hefði getað treyst á þagmælsku flokksbræðra sinna, sem hafa umborið verri lesti í honum en sjálfsvorkun, og ekið undir ranghugmyndir hans (þ.e. að hann væri einhverskonar "leiðtogi" en ekki brjóstumkennanlegur einfeldningur), og svo hefðu flokksbræður hans sennilega verið sammála vælukjóanum: þar til fyrir skemstu deildu flestir repúblíkanar og fréttaskýrendur þessari sömu ranghugmynd.

Carpetbagger Report bendir líka á varhugaverðar sögulegar hliðstæður:

...if the insights from the Nelson Report are right, the president has reached full self-pity mode. Bush is more aware of current events than he lets on, and for all of his rhetoric about disinterest in the polls, he’s at least tacitly familiar with his stunning lack of public approval.

A mature, sensible leader might become introspective, wondering how best to get back on track. Bush has apparently taken to whining about how unappreciated he his. As I recall, Nixon started talking the same way, right before he was driven from office.

This isn’t encouraging. In fact, if Bush starts wondering what he can do to prove everyone wrong about his greatness, this kind of thinking could get scary.

Íran? 

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband