Heimskulegasta hryðjuverkaplotti síðari tíma afstýrt

Fort DixAlríkislögreglan hefur upplýst að hún hafi komið í veg fyrir fyrirætlanir sex manna um að leggja undir sig Fort Dix í New Jersey

The plan, reported this morning by New York's WNBC television and confirmed to The Washington Post by officials from the FBI and the New Jersey U.S. Attorney's Office, involved storming the base with automatic weapons and attempting to kill as many soldiers and other personnel as possible. The World War I-era base is approximately 17 miles from Trenton in central New Jersey and is used now as a training and mobilization site for U.S. Army reservists.

Yfirvöld hafa enn ekki gefið upp neitt um þessa vesalinga, annað en að þeir minnst þrír þeirra séu ólöglegir innflytjendur og einn bandarískur ríkisborgari:

An FBI official said that at this point the men did not appear to have connections with any overseas terrorist groups other than "an ideology."

Fyrirætlanir "The Dix Six" voru ekki klókari en svo, að þeir ætluðu að kaupa sér sjálfvirka riffla, af ríkinu hvorki meira né minna, og gera svo áhlaup á herstöð.  

AP reported that the men were arrested attempting to buy automatic weapons from federal authorities.

Nú ætla ég ekki að gera lítið úr hryðjuverkum þegar þau eru framin af alvöru hryðjuverkamönnum - en það er full ástæða til að benda á að einu hryðjuverkaarásirnar sem hafa heppnast í Bandaríkjunum hafa verið framdar af heimaræktuðum vitfirringum sem eru í stríði við fóstureyðingalækna eða alríkisstjórnina, möo vitfirringum lengst á hægrivæng stjórnmálanna. Allir Jihadistarnir sem eiga að vera í stríði við Bandaríkin virðast einhverskonar aular eins og þessir "Dix Six". Enda minnir Washington Post á þessa gagnrýni:

Others have raised questions about FBI tactics, particularly the arrest of several Miami men accused of plotting attacks, including the bombing of the Sears Tower in Chicago, as part of a "jihad" against the United States. The men's contacts were with undercover FBI agents posing as al-Qaeda operatives, and paid FBI informants had suggested targets to the men.

Það "Jihad" var ekki merkilegra en svo að hryðjuverkamennirnir áttu ekkert sprengiefni, né höfðu þeir neinn aðgang að sprengiefni, vopnum eða öðru sem gæti gert þeim kleift að hrinda áætlun sinni í framkvæmd. Engu að síður hefur stjórnin reynt að sannfæra borgarana um að þeir þurfi að gefa eftir stjórnarskrárvarin réttindi sín, leyfa alrikislögreglunni að lesa póstinn, fara i gegn um tölvupóstinn, skoða vísareikningana og hlera símann hjá venjulegu fólki.

Ef það væri einhverskonar alvöru hryðjuverkaógn í Bandaríkjunum gæti ég skilið tilraunir Cheney-Bush stjórnarinnar til að koma upp lögregluríki í Norður Ameríku.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

O.k. mér fannst ég þurfa að taka fram að ég var að tala um hryðjuverkaárásir síðan haustið 2001, þegar hryðjuverkaþráhyggja stjórnvalda hófst. Auðvitað hafa alvöru hryðjuverkaárásir heppnast í USA, t.d. 9/11... og svo hafa líka vinstrimenn framið sæmilega vel heppnaðar hryðjuverkaárásir, t.d. the Weather Underground. En miðað við að síðan 2001 hefur "color coded" "threat level" þjóðaröryggisstofnunarrinnar verið orange eða rauðara hefði maður mátt ætla að hryðjuverkaógnin væri eitthvað trúverðugri en þessir hálfvitar sem ætluðu að leggja undir sig herstöð...

Ég veit svosem ekki, kannski eru símahleranir og persónunjósnir FBI búnar að afstýra fullt af öðrum hryðjuverkaárásum, en einhvernveginn finnst mér að við hefðum heyrt eitthvað af því í fréttum. Og þessir bjánar náðust ekki í einhverju símhlerunardragneti, heldur komst upp um þá þegar þeir fóru með einhverskonar "jihad-þjálfunar" myndbönd af sjálfum sér í fjölföldun!

FreedomFries, 10.5.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband