Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
mið. 28.2.2007
George Bush: "Double dipping" og aðrir glæpir
Í gær las ég frétt þess efnis að forseti Bandaríkjanna hefði gerst sekur um það sem heitir "double dipping", þ.e. bíta í snakk og dýfa því svo aftur oní ídýfuna. "Double dipping" þykir mjög alvarlegur ósiður - það gildir það sama um snakk og hnífapör: maður stingur aldrei einhverju sem hefur farið uppí mann í mat sem aðrir eiga eftir að fá sér af. Samkvæmt þessari reglu er stranglega bannað að stinga snakki oftar en einu sinni í ídýfuskálina...
Ósiðurinn "double dipping" varð frægur eftir að George Costanza, í Seinfeld, lenti í útistöðum við einhvern "Timmy" karakter fyrir að dýfa snakki tvisvar í ídýfuskálina:
Timmy: What are you doing?
George: What?
Timmy: Did, did you just double dip that chip?
George: Excuse me?
Timmy: You double dipped a chip!
George: Double dipped? What, what, what are you talking about?
Timmy: You dipped a chip. You took a bite. And you dipped again.
George: So?
Timmy: That's like putting your whole mouth right in the dip. From now on, when you take a chip, just take one dip and end it.
George: Well, I'm sorry, Timmy, but I don't dip that way.
M
mið. 28.2.2007
Laura Bush, Maria Antoinette og Imelda Marcos
Það er sorglegt hvernig sagan hefur farið með eiginkonur ömurlegra þjóðarleiðtoga. Lagalega bera þessar konur enga ábyrgð á hörmulegri óstjórn eða ofstjórn eiginmanna sinna, en ef skríllinn hálsheggur þær ekki sjá sagnfræðingar um það. Imelda Marcos, með skósafn sitt og Maria Antoinette með kökubakstur sinn, eru frægar fyrir fullkomna veruleikafyrringu sína. Meðan þær léku sér og höfðu það gott þjáðust þjóðir þeirra undan hörmungarstjórn eiginmanna þeirra.
Í gærkvöld þegar ég var að horfa á fréttirnar benti konan mín mér á að Laura Bush sótt um aðild að þessum merkilega klúbb. Í viðtali við CNN í fyrradag sagði Laura Bush nefnilega að það væri allt í himnalagi í Írak, ef ekki væri fyrir "eina sprengingu daglega", og að almenningur myndi ekki vera á móti stríðinu ef ekki kæmi til fréttaflutningur fjölmiðla!
And many parts of Iraq are stable now. But, of course, what we see on television is the one bombing a day this discourages everybody.
Þessi skilningur Bush á ástandi í Írak er jafn hlægilega fáránlegur og skilningur Maríu Antoinette á ástandi franskrar alþýðu vorið 1789. Að meðaltali eru um 190 árásir hemdarverkaárásir daglega í Írak. Ekki ein, heldur 190... Annað hvort er Laura Bush fullkomlega veruleikafirrt - sem segir kannski eitthvað um veruleikafyrringu annarra fjölskyldumeðlima, eða Lauru Bush finnst allt í lagi að ljúga að þjóðinni.
Það er líka merkilegt að Lauru fannst aðalleiðindin sem stríðið skapaði vera óþægilegar fréttamyndir í sjónvarpinu. Með öðrum orðum: stríðið er leiðinlegt vegna þess að það gerir að verkum að við þurfum að hlusta á "leiðinlegar" fréttir í The Teevee? Eins og John Stewart benti á í The Daily Show í gærkvöld, það er meira "discouraging" að vera sprengdur í loft upp... en það er lífsreynsla sem þúsundir bandarískra hermanna og tugþúsundir írakskra borgara hafa upplifað, þökk sé snilldarherstjórn eiginmanns hennar!
M
Írak | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 27.2.2007
Á ríkið að skifta sér af ofáti barnanna þinna?
Ég hef töluvert fylgst með umræðu um "réttindi foreldra" og tilraunir ríkisins til að segja foreldrum hvað sé börnunum þeirra fyrir bestu. Því þó ég sé sannfærður um að ríkið eigi ekki undir neinum kringumstæðum að taka alvarlegar (hvað þá minna alvarlegar) siðferðislegar eða persónluegar ákvarðanir fyrir fólk vandast þetta mál þegar kemur að börnum. Fullorðið fólk getur tekið ákvarðanir fyrir sjálft sig - og ef fólk vill taka ákvarðanir sem öðrum kunna að þykja rangar eða vitlausar, er það þeirra eigin einkamál. Það má kannski reyna að benda mér á að ég sé að hegða mér heimskulega, en ef ég kýs engu að síður að hegða mér heimskulega hlýtur það að vera mitt vandamál. Það er jú ég sem þarf að lifa með ákvörðunum mínum.
Börn eru hinsvegar ófær um að taka sjálfstæðar upplýstar ákvarðanir, og foreldrar taka ákvarðanir fyrir börnin sín - ákvarðanir sem foreldrarnir þurfa ekki að lifa með, heldur börnin. Og sumir foreldrar eru einfaldlega vanhæfir, og geta ekki með neinu móti passað upp á börn. T.d. eru margir foreldrar sannfærðir um að það sé allt í lagi að beita börn líkamlegum refsingum. Og þó ríkið geti ekki fylgst með því hvað gerist inni á heimilum og lögsótt fólk fyrir rasskellingar er í lagi að setja lög sem banna rasskellingar, nema milli fullorðins fólks. Nýlega hefur slíkt rasskellingabann verið rætt í Kalíforníu, en talsmenn "fjölskyldugilda" berjast harkalega gegn þessu banni. Svipuð deila milli talsmanna "fjölskyldugilda" og þeirra sem hafa áhyggjur af velferð barna og unglingum, hefur sprottið upp í Texas, en fylkið hafði ætlað sér að bólusetja stúlkur gegn papapilloma vírusnum sem veldur bæði kynfæravörtum og flestum tilfellum leghálskrabbameins. Þetta fannst talsmönnum "fjölskyldugilda" auðvitað óhæfa, því ríkið væri þar með að "hvetja börn til að stunda kynlíf"...
Í báðum þessum tilfellum finnst mér ríkið vera í fullum rétti að hafa vit fyrir foreldrum. En það er hægt að ganga of langt. Í Bretlandi eru félagsmálayfirvöld að velta því fyrir sér að svipta einstæða móður forræði yfir 8 ára syni sínum því hann þjáist af hættulegri offitu. Ég rakst á þessa frétt á Reason magazine blogginu, Hit and Run:
Authorities are considering taking an 8-year-old boy who weighs 218 pounds into protective custody unless his mother improves his diet, officials said Monday. Social service officials will meet with family members Tuesday to discuss the health of Connor McCreaddie, who weighs more than three times the average for his age....
A spokeswoman for health officials in Wallsend, North Tyneside, 300 miles north of London, said the hearing was part of a process that could eventually lead to Connor being taken into protective care. She declined to comment further....An unidentified health official was quoted as telling The Sunday Times that taking custody of Connor would be a last resort, but said the family had repeatedly failed to attend appointments with nurses, nutritionists and social workers.
"Child abuse is not just about hitting your children or sexually abusing them, it is also about neglect," the official was quoted as saying....
Connor's mother said he steals and hides food, frustrating her efforts to help him. He eats double or triple what a normal seven-year-old would have, she said.(fréttin kemur frá AP)
Þarf þá ekki að stofna nefnd sérfræðinga sem ákveður hvenær börn eru of feit til að fá að vera í umsjá foreldra sinna?
M
mán. 26.2.2007
Bush fjármagnar leynilega öfgahópa tengda Al-Qaeda
Tilgangur þessa er að styrkja súnní-hópa gegn shíum, en Íranir styðja shíahópa á borð við Hezbollah, sem Bush hefur meiri áhyggjur af en Al-Qaeda, því Hezbollah gerði árásir á Bandaríkin fyrir fimm árum, en Al Qaeda er aðallega upptekið við lókal stríðsrekstur í suður Líbanon...? Nei, þetta meikar ekki mikinn sens, því ég hélt að stríðið í Írak væri hluti af stríðinu gegn hryðjuverkum, og að hættulegasta hryðjuverkaógnin væri Al-Qaeda, það hefur jú enginn annar gert árásir á Bandaríkin. En það ætti kannski ekki að koma manni á óvart að Bandaríkjaforseta standi á sama um þjóðaröryggi, eins og honum virðist standa á sama um nokkurnveginn allt.
Greinin öll er djöfullega góð - og frekar scary líka. Jafnvel þó bara helmingur alls sem Hersh segir sé rétt höfum við fulla ástæðu til að hafa alvarlegar áhyggjur. Fyrir hálfu ári síðan var ég sannfærður um að Bush og Cheney myndu aldrei vera svo vitlausir að fara í stríð við Íran - en ég er ekki svo viss lengur. Ég yrði ekki hissa ef það yrði búið að gera loftárásir á Tehran áður en Bandaríkjamenn kjósa arftaka Bush.
Einn merkilegasti partur arfleiðar Bush stjórnarinnar verður vafalaust að hún hefur gert meira en nokkur ríkisstjórn, að Nixon og LBJ til að blása eld að glæðum samsæriskenninga. Ekki vegna þess að vinstrimenn og "óvinir" Bush séu allir vænisjúkir - nei, vegna þess að Bush stjórnin hegðar sér svo furðulega, lýgur svo kerfisbundið og óforskammað, og fer fram með slíkri leynd, að venjulegt fólk getur ekki með nokkru móti treyst stjórninni, eða trúað yfirlýsingum hennar. Þó allar ásakanir um leyniplön um fjárveitingar til öfgafullra hópa tengdum Al-Qaeda séu tilbúningur hefur stjórnin þó glatað allri tiltrú. Og það eitt er nóg til að fordæma Bush sem einn versta forseta fyrr og síðar.
M
ps. Ég biðst afsökunar á fljótfærnisvillu í þessari færslu, sem ég svo leiðrétti... Höfuðborg Íran er auðvitað ekki Kabúl - það kemur fyrir að manni verði á mistök, og yfirleitt prófarakales ég ekki færslurnar, ég þarf stundum að gera eitthvað annað en að blogga um samsæriskenningar The New Yorker allan daginn, jafnvel þó það sé bráðskemmtilegt - annars myndi ég varla nenna þessu?
Írak | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Alríkisdómari í Boston hefur vísað frá kröfu foreldra sem héldu því fram að það væri brot á "trúfrelsi" þeirra að skóli barnanna þeirra vogaði sér að segja börnunum að til væri samkynhneigt fólk, og að þetta fólk væri ekkert verra, eða betra, en annað fólk. Skv. Reuters:
The families last year filed the suit asserting that the reading of a gay-themed book and handing out to elementary school students of other children's books that discussed homosexuality without first notifying parents was a violation of their religious rights.
Federal Judge Mark Wolf ruled on Friday that public schools are "entitled to teach anything that is reasonably related to the goals of preparing students to become engaged and productive citizens in our democracy."
"Diversity is a hallmark of our nation. It is increasingly evident that our diversity includes differences in sexual orientation," he said.
Þetta er auðvitað svo augljóst að það er furða að nokkurri manneskju skuli detta í hug að það sé hægt að krefjast þess að almenningsskólar, sem eru fjármagnaðir af almannafé, spyrji foreldra leyfis í hvert sinn sem þeir ætla að tala um eitthvað sem er óneitanlega partur af samfélaginu, bara ef það er einhver hætta á að einhverjir foreldrarar kunni að hafa fordóma gegn þessum sama hlut! Því þó foreldrarnir tali um "trúfrelsi" sitt snýst málið ekki um "trúfrelsi" - ekki nema maður vilji skilgreina trúfrelsi þannig að það gangi út á að menn hafi "frelsi til að afneita samfélaginu og raunveruleikanum, og eigi heimtingu á því að samfélagið viðurkenni þessa verileikafirringu sem eðlilega". Það er ekki verið að brjóta á trúfrelsi eins né neins með því að segja börnum að það séu til hommar og lesbíur - og það er ekki verið að brjóta á trúfrelsi neins með því að sýna börnum að hommar og lesbíur séu líka fólk. Ekki nema trú þessa foreldra gangi beinlínis út á að ala á fordómum hjá börnunum sínum - og ef svo er tel ég að ríkið hafi fullan rétt til að bjóða börnunum upp á aðra sýn á veröldina.
Málið er nefnilega ekki að það sé verið að reyna að setja lög um að foreldrar megi ekki segja börnunum sínum hvaða vitleysu sem þeim dettur í hug. Ef foreldrar vilja kenna börnunum sínum að fólk sem er öðru vísi sé slæmt eða einhvernveginn óeðlilegt, er það þeirra mál. En skólar sem eru reknir fyrir almannafé hljóta að þurfa að búa börnin undir að vera pródúktívir meðlimir þessa sama almennings?
En hvað var það sem foreldrarnir voru svona æstir yfir?
The complaint filed against the town of Lexington, about 12 miles west of Boston, had said the school had "begun a process of intentionally indoctrinating very young children to affirm the notion that homosexuality is right and normal in direct denigration of the plaintiffs' deeply held faith."
The book that sparked the case was "King & King" which tells the story of a crown prince who rejects a bevy of beautiful princesses, rebuffing each suitor until falling in love with a prince. The two marry, sealing the union with a kiss, and live happily ever after.
The Lexington school system had said reading the book was not intended as sex education but as a way to educate children about the world in which they live, especially in Massachusetts, the only U.S. state where gays and lesbians can legally wed.
Það er semsagt "kerfisbundinn áróður" að börn lesi eina bók. En það er merkilegt að þessir foreldrar skuli hafa svona litla trú á þessari "trú" sinni, eða þeirri heimsmynd sem þau hafa kennt börnunum, að ein barnabók eigi að geta kollvarpað henni allri! En þannig virkar áróður og indoctrination: allar efasemdaraddir þarf að kveða niður.
M
ps: það er hægt að kaupa þessa hommaáróðursbók á Amazon.
Samkvæmt Times munu "fjórir eða fimm" háttsettir herforingjar og flotaforingjar segja af sér ef Cheney fyrirskipar loftárásir á Íran. Ég segi Cheney, því einhverra hluta vegna eru liberal bloggarar og margir stjórnmálaskýrendur þeirrar skoðunar að það sé Cheney, en ekki Bush, sem sé raunverulega við völd í Washington. Og þetta Cheneytal er sérstaklega bundið við loftárásir á Íran.
Svo virðist reyndar sem Cheney sé í einhverjum rosalegum ham þessa dagana, því það líður varla sá dagur að hann sé ekki í fjölmiðlum með einhverjar stórkarlalegar yfirlýsingar um pólítíska andstæðinga sína - en eins og karlmennið sem hann er, hefur hann ákveðið að einbeita sér að árásum á konur og gamalmenni: Nancy Pelosi og John Murtha. Það er eitthvað alveg sérstaklega heillandi við fullorðna karlmenn sem froðufella af bræði yfir því að konur séu að gagnrýna þá.
En ég ætlaði ekki að fara að skrifa um Cheney og ómerkilegar árásir hans á Pelosi og Murtha, heldur um þessa frétt Times.
There are four or five generals and admirals we know of who would resign if Bush ordered an attack on Iran, a source with close ties to British intelligence said. There is simply no stomach for it in the Pentagon, and a lot of people question whether such an attack would be effective or even possible.
There are enough people who feel this would be an error of judgment too far for there to be resignations.
A generals revolt on such a scale would be unprecedented. American generals usually stay and fight until they get fired, said a Pentagon source. Robert Gates, the defence secretary, has repeatedly warned against striking Iran and is believed to represent the view of his senior commanders.
Ég vona svo sannarlega að þetta verði að veruleika, því það er alveg augljóst að það væri fullkomið glapræði að gera árásir á Íran - ég tala nú ekki um meðan Bandaríkjamenn eru uppteknir við að tapa öðru stríði hinum megin landamæranna.
Cheney og Bush virðast hins vegar trúa því staðfastlega að stríð sé pólítík - þ.e. það snúist fyrst og fremst um orð og yfirlýsingar, og að það sé hægt að gera nokkurnveginn hvað sem er ef viljinn er fyrir hendi. Í pólítík er nefnilega hægt að lofa hlutum, og jafnvel gera hluti - og meðan það lítur út fyrir að þú sért að gera þá skiptir minna máli hvort þú ert raunverulaga að gera þá. Meðan þú hefur peninga til að starta einhverju metnaðarfullu prógrammi, og getur svo farið og látið taka af þér ljósmyndir fyrir framan þetta sama prógramm, mæta í kokteilboð og móttökur þar sem blaðamenn fá að hitta yfirmenn þessa nýja prógramms og þú getur látið taka af þér myndir (í þessu tilfelli á flugvélamóðurskipi með borða "Mission Accomplished"), skiptir minna máli hvort prógrammið er raunverulega að gera nokkurn skapaðan hlut.
Eina vandamálið er að heyja stríð er dálítil alvara - eins og alvöru herforingjar skilja. Og herforingjar skilja að það er ekki hægt að ana út í stríð sem er fyrirséð að muni ekki vinnast. Þeir skilja að stríð sem tapast á vígvellinum er ekkki hægt að vinna í þingsölum.
M
Írak | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 23.2.2007
Fyrsti kandídatinn dottinn úr forsetaslagnum: Tom Vilsack
Tom Vilsack er fyrsti forsetaframbjóðandinn til að játa sig sigraðan! Og það eru enn tuttugu mánuðir til kosninga! Vilsack hafði sóst eftir tilnefningu demokrataflokksins, en lagði ekki í Obama, Clinton og Edwards, sem virðast vera sigurstranglegustu kandídatar flokksins. Vilsack er fyrrverandi fylkisstjóri Iowa, sem er mikilvægt fylki í forkjöri flokksins.
Vilsack, 56, left office in January and traveled to early voting states, but he attracted neither the attention nor the campaign cash of his top-tier rivals _ Sen. Hillary Rodham Clinton, Sen. Barack Obama and John Edwards. He even faced obstacles in his home state. ...
Trying to counter perceptions that as one of the least known of the prospective candidates he was too much of an underdog to succeed, Vilsack said in a campaign video: "I've never started a race that I've been expected to win, and I've never lost."
Vilsack var fjármagnaður af Jógúrtmógúlnum Gary Hirshberg, stofnanda Stonyfield Farm yougurt, og þeir félagar efuðust um að geta keppt við fjáröflunarmaskínu Clinton. En að öðru leyti er þessi frétt alveg hreint afspyrnu ómerkileg. Það vissi ekki nokkur maður utan Iowa hver þessi Vilsack væri. En ástæða þess að ég sá mig tilneyddan til að skrifa færslu um þessa frétt er að ég hugsa að þetta sé síðasti séns sem ég mun hafa til að birta myndina til hliðar - Vilsack er nefnilega þekktur fyrir að bregða á leik og skemmta börnunum!
M
fös. 23.2.2007
Michelle Bachmann (R-Coocooland): Bandaríkjastjórn ætlar að gefa Íran hálft Írak, stofna þar "a terrorist safe haven zone"
Þegar Michelle Bachmann náði kjöri á Bandaríkjaþing fyrir norðurúthverfi Minneapolis og St Paul glöddust fréttaskýrendur og áhugamenn um undarleg stjórnmál - því Bachmann er merkileg kona. Ekki nóg með að hún sé "class A Jeesus Freak" heldur er hún uppátækjasöm og aktíf í meiralagi. Konan rekur barnabúgarð og á þrjátíu og eitthvað börn, og svo þegar hún kom til Washington lét hún það verða eitt fyrsta verk sitt að áreita forsetann kynferðislega.
Og Bachmann hefur ekki svikið okkur! Nýjasta skets hennar í því leikhúsi fáránleikans sem Bandaríkjaþing er, er yfirlýsing um að hún hafi séð "leyniplön" sem "þeir" eigi að hafa samið - og ganga út á að gefa Íran helminginn af Írak, svo það sé hægt að stofna þar "a terrorist safe haven zone". Samkvæmt Star Tribune, sem er aðaldagblað Minnesota:
U.S. Rep. Michele Bachmann claims to know of a plan, already worked out with a line drawn on the map, for the partition of Iraq in which Iran will control half of the country and set it up as a a terrorist safe haven zone and a staging area for attacks around the Middle East and on the United States.
Bachmann lét þessi ummæli falla í viðtali við blaðamann St Cloud Times - sem er frekar ómerkilegt dreifbýlisdagblað. (Þeir kalla heimasíðuna sína "Central Minnesota's Home on the Web") Blaðamaður Star Tribune skemmtir sér augljóslega yfir vitleysunni í Bachmann;
There are other interesting and provocative statements in the interview. But the most amazing is at the end, when the discussion turned to Iran and Iraq, Bachmanns reasons for sticking with the stay-until-victory camp, and her beliefs, stated as established fact, that Iran has reached an agreement to divide Iraq and set up a free-terrorism zone.
Og hvað segir Bachmann? Jú - það eru einhverjir "þeir" sem eru búnir að ákveða að stofna terroristaríki í Írak, og það á að heita "The Iraq State of Islam... Something like that"!
Iran is the trouble maker, trying to tip over apple carts all over Baghdad right now because they want America to pull out. And do you know why? Its because theyve already decided that theyre going to partition Iraq.
And half of Iraq, the western, northern portion of Iraq, is going to be called . the Iraq State of Islam, something like that. And Im sorry, I dont have the official name, but its meant to be the training ground for the terrorists. Theres already an agreement made.
They are going to get half of Iraq and that is going to be a terrorist safe haven zone where they can go ahead and bring about more terrorist attacks in the Middle East region and then to come against the United States because we are their avowed enemy.
Við fáum hins vegar ekkert að vita hvar Bachmann sá þessi leynilegu leyniskjöl, né hverjir þessir dularfullu "þeir" eru... Pelosi? Cheney? Nú brennum við öll í skinninu! Bachmann er augljóslega nógu galin til að bæta upp fyrir bæði Kitty Harris OG Rick Santorum!
M
fös. 23.2.2007
Conservapedia stofnuð - því Wikipedia hefur "liberal bias"?!
Það sem er kannski skríngilegast við afturhaldssömustu anga Repúblíkanaflokksins - og sérstaklega evangelistana, er að þeir hafa byggt í kringum sig nokkurskonar hliðarraunveruleika af neysluefni. Í þessum kristna hliðarveruleika eru til "kristnar" rokkhljómsveitir, "kristinar" líkamsræktarstöðvar og "kristið" lesefni, tölvuleikir, sjónvarpsefni, og jafnvel matvörur. Þessi hliðarraunveruleiki þeirra nær svo líka til fréttaflutnings, því stór hluti þessa fólks treystir á Fox news sem helstu fréttauppsprettu sína. Og við vitum öll að Fox news flytur ekki fréttir, nema að mjög litlu leyti.
Þetta er svosem ekkert nýtt, því kristilegt neysluefni og fréttir sem neysluefni eða áróður eru minnst jafn gamalt og fjöldafjölmiðlun, sjónvarp og útvarp. En á undanförnum fimm til tíu árum hefur þessi hreyfing fyrir því að smíða "kristinn" hliðarraunveruleika tekið mikinn kipp. Og vöxtur þessa hliðarraunveruleika þar sem allt á að vera þóknanlegy siðgæðiskenningum og stjórnmálaheimspeki Pat Robertson og félaga virðist síst hafa hægt á sér. Heimaskólunarhreyfingin á vafalaust sinn þátt í þessu, en mikið af kristnum foreldrum kennir börnunum sínum heima, frekar en að senda þau í almenningsskóla (Því þeir eru víst forarstíur kynvillu, guðleysis og annars ósóma...). Foreldrar sem kenna börnunum sínum heima þurfa nefnilega að geta keypt allskonar kennsluefni: vídeómyndir, tölvuleiki og bækur. Og einhver þarf að selja þetta efni - og því hefur vaxið heljarmikill iðnaður í kringum að framleiða og selja kristið kennsluefni.
Öll þessi "creationist ministries" og allir sköpunarsögukennarar sem fara um og halda fyrirlestra gegn háum gjöldum eru nefnilega ekkert annað en frekar óprúttinn atvinnurekstur, sem gengur út á að selja falsvísindu til foreldra sem halda að þeir séu að gera börnunum sínum greiða með því að kenna þeim heima, og halda að þeim biblíunni og "heimsmynd biblíunnar". Hernaður Lynn Cheney og annarra forkálfa akademísku menningarstríðanna snérist einnig að því að fá skólabókum í almenningsskólum breytt, svo þeir falli heimssýn evangelista betur að geði.
En hvað sem hagfræði menningarstríðanna líður hefur vaxið upp stór "menningariðnaður" (Adorno og Horkheimer dreymdi sennilega um svona menningariðnað í svörtustu martröðum sínum!) sem framleiðir kennsluefni og "vísindi" fyrir heimaskóla. Þá geta evangelískir kjósendur repúblíkanaflokksins vafið sig inn í:
- kristna neyslumenningu,
- kristnar og GOP-friendly fréttir og
- "kristin" vísindi!
Það erut tvö vandamál við þennan hliðarraunveruleika evangelista og Fox-kjósenda repúblíkanaflokksins. I fyrsta lagi er að þessi ímyndaði hliðarraunveruleiki þeirra er ekki til í alvörunni... og áróðurinn og ruglið sem hann byggir á stangast stundum á við raunveruleikann, stundum með saðvænlegum afleiðingum, samanber stríðið í Írak. Í öðru lagi eru æðstuprestar þessa raunveruleika - sjónvarpsmenn á borð við Bill O'Reilly og trúarleiðtogar á borð við Pat Robertson og "vísindamenn" á borð við "dr" Paul Cameron, í stöðugu trúboði og stríði við fólk í "the reality based community". Fyrir vikið er ekki nóg að þetta fólk fái að lesa um sköpunarsöguna heima - öll önnur börn þurfa líka að verða neydd til að lesa um sköpunarsöguna. Og svoleiðis vitfirring er frekar pirrandi fyrir okkur hin sem viljum fá að búa í raunveruleikanum - ekki coocoo veröld þar sem fóstureyðingar eru alvarlegasa samfélagsvandamál samtímans! Ekki kannski umhverfisvernd? Félagslegt réttlæti? Nei?
Það er engin leið að gera sér grein fyrir því hvað kom fyrst: 1) Repúblíkanaflokkurinn og pólítískir entrepreneurs sem fundu út að þeir gætu lifað góðu lífi og fengið aðgang að völdum með því að höfða til og espa upp kjósendur sem eru með ranghugmyndir um veröldina sem við búum í eða, 2) Prestar og trúarleiðtogar sem lifa kóngalífi á að kreista peninga út úr kirkjugestum sínum. En eitt er víst, að síðan skemmtana og fræðiiðnaður evangelista komst af stað hefur þessari hreyfingu vaxið fiskur um hrygg. "Kristna" neyslumenningin hefur virkað eins og olía á eld fáfræðibáls "the base"...
Það sem kemur í veg fyrir að manni fallist fullkomlega hendur þegar maður stendur frammi fyrir þessari þjóðfélagsþróun og því skelfilega fasíska afturhaldi sem þetta fólk vill að stjórni Bandaríkjunum, er að þessi hliðarraunveruleiki þeirra allur er yfirleitt svo hörmulega barnalegur eða einfeldningslegur að maður getur ekki annað en hlegið. Dæmi um það er "Conservapedia" sem er "conservative alternative to Wikipedia", því Wikipedia er víst öll uppfull af "Liberal Bias". Og hvað eru dæmi um "liberal bias":
Wikipedia often uses foreign spelling of words, even though most English speaking users are American. Look up "Most Favored Nation" on Wikipedia and it automatically converts the spelling to the British spelling "Most Favoured Nation", even there there are far more American than British users. Look up "Division of labor" on Wikipedia and it automatically converts to the British spelling "Division of labour," then insists on the British spelling for "specialization" also. Enter "Hapsburg" (the European ruling family) and Wikipedia automatically changes the spelling to Habsburg, even though the American spelling has always been "Hapsburg". Within entries British spellings appear in the silliest of places, even when the topic is American. Conservapedia favors American spellings of words
Unlike most encyclopedias and news outlets, Wikipedia does not exert any centralized authority to take steps to reduce bias or provide balance; it has a "neutral point of view" policy but the policy is followed only to the extent that individual editors acting in social groups choose to follow it. For example, CNN would ensure that Crossfire had a representative of the political right and one from the political left. In contrast, Wikipedia policy allows bias to exist and worsen. For example, even though most Americans (and probably most of the world) reject the theory of evolution. Wikipedia editors commenting on the topic are nearly 100% pro-evolution. (Því við þurfum alltaf að hafa "báðar" hliðar: talsmenn vísindlegrar stærðfræði og talsmann "kristilegarar" stærðfræði?)
Og þar fram eftir götunum. Það furðulegasta við langan lista sem forsvarsmenn "conservapedia" hafa sett saman yfir "glæpi" Wikipedia snúast fæstir um "liberal bias" - heldur um að það sé of mikið af upplýsingum um tónlist á Wikipedíu (sérstaklega virðist þeim í nöp við Moby!) eða að það sé of mikið af quirky historical anecdotes í færslum um sagnfræði - með öðrum orðum, að færslur um sagnfræði á Wikipedíu séu of oft skemtilegar! (sem ég get vitnað um að er ekki rétt - ég hef lesið mikið af sagnfræðifærslum á Wikipedíu - og flestar færslurnar eru einstaklega þurrar). Jú, og svo er eitt annað sem stofnendur Conservapedíu eru ósáttir við: Wikipedía er of full af Anglophulíu!?
Þetta Conservapedia er eitt furðulegasta dæmið um internet entrepreneurship sem ég hef séð!
M
Menningarstríðin | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
fim. 22.2.2007
Plamegate og Scooter
Þartil Lewis Libby braust fram á sjónarsviðið tengdum við öll nafnið Scooter við miðevrópskt nútímatónskáldatríó. Mér dat í hug að halda því fram að ástæða þess að ég hef ekkert skrifað um Plamegate og Lewis Libby sé að ég sé að reyna að mótmæla því að hann hafi svert nafnið Scooter. Þegar fólk heyrir minnst á "Scooter" hugsa núna allir Libby, sem þykist þjást af minnistapi, en ekki hugljúfa samkvæmistónlist að sannri miðevrópskri fyrirmynd.
Raunveruleg ástæða þess að ég hef ekkert skrifað um Lewis Libby er að aðalatriði málsins virðast liggja nokkuð ljós fyrir: Cheney hefndi sín á Joseph Wilson fyrir að hafa vogað sér að benda á að Team Cheney hefði logið upp þeirri sögu að Saddam væri að reyna að byggja kjarnorkusprengju. Og þar sem Cheney er karlmenni ákvað hann að hefna sín með því að ráðast á eiginkonu Wilson - Valerie Plame, og eyðileggja starfsframa hennar hjá CIA. Og þegar upp komst um þessa ómerkilegu ófrægingarherferð voru Cheney og Libby ekki búnir að semja nógu sannfærandi afsakanir, og Libby endaði með því að ljúga við yfirheyrslur.
Þetta mál allt verður sennilega ekki almennilega áhugavert nema ef Lewis Libby verður sakfelldur fyrir þessar lygar - því þá fyrst geta óvinir Bush-stjórnarinnar snúið sér að the dark lord - varaforsetanum sjálfum!
En fyrir þá sem eru eldheitir áhugamenn um Lewis Libby og Plamegate mæli ég með þessum stuttermabol. Fyrir 17$ getur maður sýnt öllum sem vilja vita að maður sé stjórnmála- og conspiracy nörd af verstu gerð. Svo þegar Libby verður kominn bak við lás og slá getum við aftur farið að tengja Scooter við menningarlega úrkynjun af bestu gerð - en ekki ómerkilega pólítíska spillingu!
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)