Bandarískur dómstóll segir að það megi kenna börnum um samkynhneigð

Hommabókin hræðilegaAlríkisdómari í Boston hefur vísað frá kröfu foreldra sem héldu því fram að það væri brot á "trúfrelsi" þeirra að skóli barnanna þeirra vogaði sér að segja börnunum að til væri samkynhneigt fólk, og að þetta fólk væri ekkert verra, eða betra, en annað fólk. Skv. Reuters:

The families last year filed the suit asserting that the reading of a gay-themed book and handing out to elementary school students of other children's books that discussed homosexuality without first notifying parents was a violation of their religious rights.

Federal Judge Mark Wolf ruled on Friday that public schools are "entitled to teach anything that is reasonably related to the goals of preparing students to become engaged and productive citizens in our democracy."

"Diversity is a hallmark of our nation. It is increasingly evident that our diversity includes differences in sexual orientation," he said.

Þetta er auðvitað svo augljóst að það er furða að nokkurri manneskju skuli detta í hug að það sé hægt að krefjast þess að almenningsskólar, sem eru fjármagnaðir af almannafé, spyrji foreldra leyfis í hvert sinn sem þeir ætla að tala um eitthvað sem er óneitanlega partur af samfélaginu, bara ef það er einhver hætta á að einhverjir foreldrarar kunni að hafa fordóma gegn þessum sama hlut! Því þó foreldrarnir tali um "trúfrelsi" sitt snýst málið ekki um "trúfrelsi" - ekki nema maður vilji skilgreina trúfrelsi þannig að það gangi út á að menn hafi "frelsi til að afneita samfélaginu og raunveruleikanum, og eigi heimtingu á því að samfélagið viðurkenni þessa verileikafirringu sem eðlilega". Það er ekki verið að brjóta á trúfrelsi eins né neins með því að segja börnum að það séu til hommar og lesbíur - og það er ekki verið að brjóta á trúfrelsi neins með því að sýna börnum að hommar og lesbíur séu líka fólk. Ekki nema trú þessa foreldra gangi beinlínis út á að ala á fordómum hjá börnunum sínum - og ef svo er tel ég að ríkið hafi fullan rétt til að bjóða börnunum upp á aðra sýn á veröldina.

Málið er nefnilega ekki að það sé verið að reyna að setja lög um að foreldrar megi ekki segja börnunum sínum hvaða vitleysu sem þeim dettur í hug. Ef foreldrar vilja kenna börnunum sínum að fólk sem er öðru vísi sé slæmt eða einhvernveginn óeðlilegt, er það þeirra mál. En skólar sem eru reknir fyrir almannafé hljóta að þurfa að búa börnin undir að vera pródúktívir meðlimir þessa sama almennings?

En hvað var það sem foreldrarnir voru svona æstir yfir?

The complaint filed against the town of Lexington, about 12 miles west of Boston, had said the school had "begun a process of intentionally indoctrinating very young children to affirm the notion that homosexuality is right and normal in direct denigration of the plaintiffs' deeply held faith."

The book that sparked the case was "King & King" which tells the story of a crown prince who rejects a bevy of beautiful princesses, rebuffing each suitor until falling in love with a prince. The two marry, sealing the union with a kiss, and live happily ever after.

The Lexington school system had said reading the book was not intended as sex education but as a way to educate children about the world in which they live, especially in Massachusetts, the only U.S. state where gays and lesbians can legally wed.

Það er semsagt "kerfisbundinn áróður" að börn lesi eina bók. En það er merkilegt að þessir foreldrar skuli hafa svona litla trú á þessari "trú" sinni, eða þeirri heimsmynd sem þau hafa kennt börnunum, að ein barnabók eigi að geta kollvarpað henni allri! En þannig virkar áróður og indoctrination: allar efasemdaraddir þarf að kveða niður.

M

ps: það er hægt að kaupa þessa hommaáróðursbók á Amazon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Er að spá í að gefa Jóni Val Jenssyni vini mínum þessa bók í jólagjöf - hann kynni örugglega að meta hana sbr. þessi skrif hans um "innrás samkynhneigðarstefnunnar í leikskóla"  http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/113999/

Róbert Björnsson, 26.2.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband