Á ríkið að skifta sér af ofáti barnanna þinna?

McCreaddie 8 ára og vegur 100 kílóÉg hef töluvert fylgst með umræðu um "réttindi foreldra" og tilraunir ríkisins til að segja foreldrum hvað sé börnunum þeirra fyrir bestu. Því þó ég sé sannfærður um að ríkið eigi ekki undir neinum kringumstæðum að taka alvarlegar (hvað þá minna alvarlegar) siðferðislegar eða persónluegar ákvarðanir fyrir fólk vandast þetta mál þegar kemur að börnum. Fullorðið fólk getur tekið ákvarðanir fyrir sjálft sig - og ef fólk vill taka ákvarðanir sem öðrum kunna að þykja rangar eða vitlausar, er það þeirra eigin einkamál. Það má kannski reyna að benda mér á að ég sé að hegða mér heimskulega, en ef ég kýs engu að síður að hegða mér heimskulega hlýtur það að vera mitt vandamál. Það er jú ég sem þarf að lifa með ákvörðunum mínum.

Börn eru hinsvegar ófær um að taka sjálfstæðar upplýstar ákvarðanir, og foreldrar taka ákvarðanir fyrir börnin sín - ákvarðanir sem foreldrarnir þurfa ekki að lifa með, heldur börnin. Og sumir foreldrar eru einfaldlega vanhæfir, og geta ekki með neinu móti passað upp á börn. T.d. eru margir foreldrar sannfærðir um að það sé allt í lagi að beita börn líkamlegum refsingum. Og þó ríkið geti ekki fylgst með því hvað gerist inni á heimilum og lögsótt fólk fyrir rasskellingar er í lagi að setja lög sem banna rasskellingar, nema milli fullorðins fólks. Nýlega hefur slíkt rasskellingabann verið rætt í Kalíforníu, en talsmenn "fjölskyldugilda" berjast harkalega gegn þessu banni. Svipuð deila milli talsmanna "fjölskyldugilda" og þeirra sem hafa áhyggjur af velferð barna og unglingum, hefur sprottið upp í Texas, en fylkið hafði ætlað sér að bólusetja stúlkur gegn papapilloma vírusnum sem veldur bæði kynfæravörtum og flestum tilfellum leghálskrabbameins. Þetta fannst talsmönnum "fjölskyldugilda" auðvitað óhæfa, því ríkið væri þar með að "hvetja börn til að stunda kynlíf"...

Í báðum þessum tilfellum finnst mér ríkið vera í fullum rétti að hafa vit fyrir foreldrum. En það er hægt að ganga of langt. Í Bretlandi eru félagsmálayfirvöld að velta því fyrir sér að svipta einstæða móður forræði yfir 8 ára syni sínum því hann þjáist af hættulegri offitu. Ég rakst á þessa frétt á Reason magazine blogginu, Hit and Run:

Authorities are considering taking an 8-year-old boy who weighs 218 pounds into protective custody unless his mother improves his diet, officials said Monday. Social service officials will meet with family members Tuesday to discuss the health of Connor McCreaddie, who weighs more than three times the average for his age....

A spokeswoman for health officials in Wallsend, North Tyneside, 300 miles north of London, said the hearing was part of a process that could eventually lead to Connor being taken into protective care. She declined to comment further....

An unidentified health official was quoted as telling The Sunday Times that taking custody of Connor would be a last resort, but said the family had repeatedly failed to attend appointments with nurses, nutritionists and social workers.

"Child abuse is not just about hitting your children or sexually abusing them, it is also about neglect," the official was quoted as saying....

Connor's mother said he steals and hides food, frustrating her efforts to help him. He eats double or triple what a normal seven-year-old would have, she said.

(fréttin kemur frá AP)

Þarf þá ekki að stofna nefnd sérfræðinga sem ákveður hvenær börn eru of feit til að fá að vera í umsjá foreldra sinna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Offita er hættuleg heilsu fólks og í raun ekki óeðlilegt að gripið sé í taumana þegar komið er út í svona dæmi.  Það er búið að reyna að hjálpa fólkinu að taka á þessu með því að bjóða fræðslu en þau vilja ekki nýta sér það.  Þar með eru þau að hætta heilsu og lífi barnsins.

Ester Sveinbjarnardóttir, 27.2.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Opinber forsjárhyggja getur gengið út í öfga. Það er absúrd að setja lögjöf, sem ekki er hægt að fylgja eftir. Það að refsa eftir að brotin verða uppvís, er þjónar ekki verndartilgangi, sem skyldi.  Í tilfelli drengsins, þá snist mér vandinn ekki rétt greindur, hann er greinilega með einhverja efnaskiptaröskun eða fíknisjúkdóm, sem hann ætti að fá meðferð við.  Það er hins vegar ekki vel séð að bæta byrðum á heilbrigðiskerfið og auka útgjöld, svo svona absúrd refsingartillaga er látin nægja. Ég efast ekki um að móðirin elsakar drenginn sinn og hann móður sína. Hún er bara ráðlaus með sjúkleika hans. Það er grimmilegt að taka hann af henni og valda henni og honum sálarkvöl.  Ótrúleg heimska og fáfræði þarna á ferð.

Þessi Family value hreyfing er greinilega ein af þessum nutcase þrýstihópum, sem hafa allt of mikið vægi í ákvörðunum stjórnvalda.  Þar eru að sama skapi á ferð einstaklingar uppfullir af hræsni og sjálfsréttlætingu, sem skyrrast einskis til að trana egóum sínum fram og baða sig spámannsljóma á kostnað varnarlausra smælingja. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Ár & síð

Opinber afskipti eru auðvitað alltaf spurning. En það er ljóst að þegar þetta umrædda barn fær sykursýki af gerð 2 og stoðkerfissjúkdóma af ýmsu tagi þá finnst okkur sjálfsagt að njóta ,,afskipta" hins opinbera í formi hjúkrunar. Spurningin hlýtur að vera hvenær þau afskipti hefjast - af öllum ástæðum. heilsufarslegum sem fjárhagslegum. Ég man  eftir konu sem ég þekkti og þurfti að fara í aðgerð en læknirinn neitaði að skera hana nema hún hætti að reykja vegna þess að hann taldi aðgerðina tilgangslausa annars. Eru það eðlileg afskipti? Á læknir að búa við að sjúklingur eyðileggi mögulegan árangur með  áhættuhegðun sem augljóslega vinnur beinlínis gegn því sem verið er að reyna að lækna?

Ár & síð, 27.2.2007 kl. 22:11

4 identicon

Hver hefur hinn raunverulega lagalega umönnunarrétt yfir börnum? Foreldrarnr eða hið opinbera? Á Íslandi er börnum skylt að sækja uppeldisstofnanir  (skóla) frá 6 ára aldri. Á Íslandi er foreldrum barna yngri en 6 ára ekki gefin raunverulegur valkostur varðandi uppeldi barna, þar sem kostnaður við dvöl á uppeldisstofnunum (leikskóla) er mikið niðurgreidd af skattfé en foreldrar fá ekki fjárhagslega umbun ef þau kjósa sjálf að annast uppeldi yngri barna. Á Íslandi þarf oftast tvær fyrirvinnur á heimili til að lifa af, svo sá munaður að leyfa sér að ala upp sín eigin börn að 6 ára aldri er einungis fært þeim sem efnameiri eru.

Elías

Elías (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband