Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Trent "Lets bring segregation back" Lott kominn inn úr kuldanum!

Lott like the South rises again.jpg

Þegar Macaca Allen féll af þingi óttaðist ég um stund að það yrði enginn Repúblíkani í öldungadeildinni sem myndi geta haldið uppi fána Suðurríkjanna og sagt ljóta hluti um minnihlutahópa. En maður ætti aldrei að vanmeta útsjónarsemi og dómgreind repúblíkanaflokksins: Trent Lott, sem þurfti að segja af sér öllum ábyrgðarstöðum (þó ekki þingsætinu) í kjölfar ummæla þess efnis að bandaríkin myndu betur sett ef Strom Thurmond, alræmdur rasisti og skíthæll, hefði verið kosinn forseti árið 1948, var í dag valinn sem "minority whip".

Ég óska Repúblíkaflokknum til hamingju með þetta val! Long live the Confederacy!

M


Talandi Jesú Action Man - óhæfur sem jólagjöf, skv bandaríkjaher

Jeesus-man lítur út eins og Val Kilmer og tekur menn í bakaríið með handklæðinu.jpg

Jesúiðnaðurinn í Bandaríkjunum er stór bissness, því trúað fólk á ekki að þurfa að neita sér um neitt af neyslumenningunni. Hverskonar fúl kristni væri það? Að þurfa að afneita materíalískri gleði? Reyndar held ég að fílósófían sé sú að það sé hægt að gera fólk kristið og frelsa það með því að hafa nógu mikið af jesú allt í kringum mann. Sú heimspeki kemur hvergi betur fram en í allskonar jesúleikföngum. Fyrirtækið one2belief hefur látið framleiða jesú actionkalla, sem er hægt að kaupa á netinu, stykkið kostar 20 dollara, sem er hreint ekki svo mikið, ef haft er í huga að sáluheill barnanna er í veði!

Action-Jesú er hið frábærasta leikfang:

Product Features:
• 12" tall
• Fully articulated, with 18 points of articulation including hands and fingers that can gasp and hold
• Realistic eyes
• Hand-sewn cloth outfits and sandals
63 seconds of Scripture, recorded in an easy-to-memorize style.

Það er líka hægt að kaupa Móse, Davíð og Esther, og svo auðvitað Maríu Mey. Jesú er samt flottastur, langflottastur meira að segja... Samkvæmt vörulýsingunni er Jesú nefnilega mikilvæg söguleg fígura, svona ef við hefðum kannski aldrei heyrt minnst á hann:

Jesus was the most important person in history. Ever.

Móses eiginlega uppáhaldið mitt - aðallega vegna þess að hann virðist vera svolítið rangeygur og svo fer hann með boðorðin tíu. Hann er líka með einhverskonar prik sem hann getur notað til þess að slást við aðra actionkalla. Davíð er með lítinn slöngvivað en Jesú er bara með handklæði. Kannski á hann að bleyta og snúa uppá það? Það getur verið helvíti effektíft vopn í höndunum á vönum mönnum!

Svo kunna þessar fígúrur allar að tala - það er hægt að hlusta á upptökur af þeim á heimasíðunni. Jesú getur t.d. sagt: "For God so loved the world that he gave his one and only Son, that whoever believes in him shall not perish but have eternal life", og "I tell you the truth, no one can see the kingdom of God unless he is born again" - sem er flott að láta Jesú segja þegar hann gerir útaf við hina actionkallana með sprengjuvörpunni... Að vísu er leiklesturinn frekar fúll, sálarlaus og vantar alla innlifun - það hefði verið miklu flottara að láta Samuel L. Jackson tala inná Jesú.

En Marine Toys for Tots, sem er góðgerðarstofnun á vegum bandaríkjahers, sem gefur fátækum börnum leikföng fyrir jólin finnst Jesú hreint alls ekki nógu flott leikfang - one2believe reyndi nefnilega að pranga 4000 jesúköllum upp á Toys for Tots, en fengu þá alla senda aftur til baka:

Toys are donated to kids based on financial need and “we don’t know anything about their background, their religious affiliations,” said Bill Grein, vice president of Marine Toys for Tots Foundation, in Quantico, Virginia. As a government entity, Marines “don’t profess one religion over another,” Grein said Tuesday. “We can’t take a chance on sending a talking Jesus doll to a Jewish family or a Muslim family.”

Michael La Roe, director of business development for both companies, said the charity’s decision left him “surprised and disappointed.”

“The idea was for them to be three-dimensional teaching tools for kids,” La Roe said. “I believe as a churchgoing person, anyone can benefit from hearing the words of the Bible.”

Herinn hefði kannski tekið við Jesú ef hann hefði verið með eitthvað merkilegri vopn en handklæði? Talsmaður Marine Toys for Tots heldur því reyndar fram að ástæðan sé sú að Jesú sé hundfúlt leikfang:

Grein questioned whether children would welcome a gift designed for religious instruction.

"Kids want a gift for the holiday season that is fun," he said.

The program distributed 18 million stuffed animals, games, toy trucks and other gifts to children in 2005.

Pandagon sem fjallaði um þetta Jesúmál um daginn heldur því fram að þessi leikfangagjöf hafi verið úthugsað publicity-stunt: Fyrirtækið hafi fengið fullt af ókeypis umfjöllun og auglýsingu, og svo geta kristnir Bandaríkjamenn notað þetta sem enn eitt dæmið um ofsóknir á hendur kristinni trú og kristnu fólki almennt. Kristnir Bandaríkjamenn eru nefnilega margir handvissir um að þeir sæti skipulögðum ofsóknum! Það er líka orðinn fastur liður þegar líður að jólum að "kristnir" hægrimenn byrji að væla og grenja yfir því að trúlausir vinstrimenn og kynvillingalobbíið haldi úti hernaði gegn jólumum, og reyni með öllum ráðum að úthýsa trú og jesú-kristi úr jólahaldinu. Þetta ímyndaða "War on Christmas" er fastur liður í jóladagskrá Fox news og á öllum AM talk radio útvarpsstöðvum.

 

M

ps. Ég biðst afsökunar á bloggleysi undanfarinna daga - það tekur smá tíma að komast aftur í gír eftir kosningarnar!


mbl.is Góðgerðarsamtök afþökkuðu talandi Jesú-dúkkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleir frambjóðendur "Hip Hoppin" to election: frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Louisiana Lee Horn og Lil'Nuke

The ladies like the hip-hoppin Leehorn-man.jpg

Rapptónlist og stjórnmál virðast ekki fara mjög vel saman. Fyrir kosningarnar um daginn reyndi Michael Steele, frambjóðandi repúblíkana til öldungadeildarinnar í Maryland að höfða til ungs og "bræðra" sinna með því að lýsa sjálfum sér á Facebook síðu sinni með þessum orðum: "About Me: I’m hip hoppin my way to the United States Senate!” Þar með þóttist Steele vera orðinn mjög down with it og hafa sannað fyrir öllum að hann væri sko alveg með á nótunum. Eins og Santorum, sem vildi veiða atkvæði róle-play narða (nörður, um nörð, frá nerði til narðar - ekki það ekki rétt málfræði?!) með því að tala um auga Mordor og Hobbita.

En það eru ekki bara vonlausir og clueless frambjóðendur Repúblíkana sem sjá fyrir sér að það sé hægt að höfða til unga fólksins með því að slá um sig með dægurmenningu. Lee Horn, sem er frambjóðandi frjálshyggjuflokksins til fylkisstjóra Louisiana er nefnilega líka hip-hoppin to office. Lil'Nuke, sem er lókal rappari hefur samið kosninga-athem fyrir mr. Lee Horne. Það er hægt að hlusta á lagið á heimasíðu The Libertarian Party. Myndbandið er ekki sérstaklega gott, en viðlagið frekar catchy: "we need to make a stand, and vote libertarian, this is the things we need to stand on, so make a stand in your life and vote for Leehorn", og svo erum við kvött til þess að "prófa eitthvað nýtt", þ.e. kjósa mr Lee Horn.  Mr Lee Horn er hálf álkulegur í fylgd með Lil'Nuke og "his homies".

Myndin að ofan er af mr Horn, ásamt ónefndri konu og er á heimasíðu hans: Mr. Lee Horn, sem er  er greinilega a ladies man!

M


Skrifstofuhúsgögn til sölu af kosningaskrifstofu Rick Santorum

Santorumskriftofurnar.jpg

Á craigslist er hægt að kaupa Office Cubicles, 2600 dollara stykkið:

We have 13 office cubicles for sale. They are high quality and in good shape. The have desks, shelves, drawers. We're located in Greentree. You dismantle and move. They are available after November 20th.

We also have 8' folding tables, office chairs, filing cabinets available.

Please email if you're interested.

Eins og Wonkette bendir á, sýna ljósmyndirnar að þetta hlýtur að vera kosningaskrifstofa Rick Santorum!

M


Málshöfðun gegn Borat í Bandaríkjunum - og Borat bannaður í Rússlandi!

Boratskjölin

Áður hafa samtök húmorslausra sígauna höfðað mál á hendur Borat í þýskalandi, en þetta er fyrsta málshöfðunin gegn honum í Bandaríkjunum! Tveir unglingspiltar sem birtast í Boartmyndinni hafa höfðað mál gegn Sasha Baron Cohen fyrir að hafa logið að sér, gabbað sig til þess að taka þátt í fylleríi og fyrir að hafa neytt sig til að horfa á klám... en það vita allir að heiðarlegir ungir menn myndu ekki drekka vín eða horfa á myndband með Pamelu Anderson og Tommy Lee Jones í rúmini nema tilneyddir af vondum dónum með yfirvaraskegg!

The plaintiffs -- listed as John Doe 1 and John Doe 2 -- were allegedly assured the film would not be shown in the U.S. and their identities would not be revealed. They were both selected to appear in the movie and, according to the suit, taken "to a drinking establishment 'to loosen up' and provided alcoholic beverages." They claim they signed the movie releases after "heavy drinking."

Kvikmyndatökumennirnir eiga að hafa hvatt þá til þess að halda áfram að drekka - og að Borat hafi þvínæst gabbað þá til þess að horfa á dónalegt myndband með sér.

The plaintiffs claim they suffered "humiliation, mental anguish, and emotional and physical distress, loss of reputation, goodwill and standing in the community..." because the movie was indeed released in the U.S.

Því það vita allir að í "the fratboy community" er ekkert meira niðurlægjandi en að standa fyrir fylleríisólátum, horfa á Pamelu Anderson nakta og hegða sér almennt eins og deli... Það er hægt að sjá afrit af málsskjölunum hér, og þau eru stórskemmtileg lesning.

Ungmennin krefjast þess að fá minnstakosti 25.000 dollara í bætur - en láta dómstólum eftir að ákveða hversu mikið beri að greiða sér fyrir allt hugarangrið.  

Í öðrum Borattengdum fréttum er það helst að velsæmis- og listmatsskrifstofa Rússlands (The Federal Culture and Cinematography Agency) hefur ákveðið að banna kvikmynd Borat! Ekki vegna þess að hann geri grín að Bandaríkjamönnum, heldur vegna þess að ritskoðunarapparatið telur að Rússar muni ekki fatta brandarana... Samkvæmt The Chicago Tribune:

An agency official, Yury Vasyuchkov, cited the film's potential to offend religious and ethnic feelings...

The agency's decision amounted to the first such restriction on a film's public distribution--pornography aside--since the Soviet system of censorship collapsed in the late 1980s. In doing so, Russia has gone further even than Kazakhstan, the country that bears the brunt of Baron Cohen's mock documentary by Borat, a boorish state television reporter who visits the United States.

Ég get ekki með neinu einasta móti skilið hvernig Borat getur æst til haturs á neinu öðru en Suðurríkjamönnum. En kannski hafa Rússar, Sígaunar og fratboys annarskonar húmor en við hin?

M


mbl.is Segjast hafa verið plataðir til að koma fram í mynd Borats
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bill Maher segir að Ken Mehlman, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, sé gay - Mehlman tilkynnir að hann ætli að segja af sér daginn eftir...

Mehlman að reyna að koma orðum að einhverju gáfulegu.jpg

Það er engin leið að segja hvort sem það séu einhver tengsl á milli þess að Bill Maher hafi í viðtali við Larry King á CNN haldið því fram að Kenneth Mehlman, RNC chairman, sé gay og svo yfirlýsingar þess síðarnefnda að hann myndi láta af störfum í janúar. Ummæli Maher komust í loftið í beinni útsendingu, en voru svo klippt út af CNN þegar viðtalið var endurflutt. Óklippta útgáfan lítur þannig út: 

Maher: A lot of the chiefs of staff, the people who really run the underpinnings of the Republican Party, are gay. I don't want to mention names, but I will Friday night...
Larry King:You will Friday night?
Maher: Well, there's a couple of big people who I think everyone in Washington knows who run the Republican...
Larry King: You will name them?
Maher: Well, I wouldn't be the first. I'd get sued if I was the first. Ken Mehlman. Ok, there's one I think people have talked about. I don't think he's denied it when he's been, people have suggested, he doesn't say...
Larry King: I never heard that. I'm walking around in a fog. I never...Ken Mehlman? I never heard that. But the question is...
Maher: Maybe you don't go to the same bathhouse I do, Larry.

 

Þegar viðtalið var endurflutt var búið að klippa athugasemdina um Mehlman út - og viðtalið er nú orðið nánast óskiljanlegt.

Maher: A lot of the chiefs of staff, the people who really run the underpinnings of the Republican Party, are gay. I don't want to mention names, but I will Friday night...
Larry King:You will Friday night?
Maher: Well, there's a couple of big people who I think everyone in Washington knows who run the Republican...
Larry King: You will name them?
Maher: Well, I wouldn't be the first. I'd get sued if I was the first.
Larry King: But the question is...
Maher: Maybe you don't go to the same bathhouse I do, Larry. 

 

Það er hægt að sjá báðar upptökurnar hér. CNN hefur reynt að fá YouTube til þess að stöðva sýningar á óklipptu útgáfunni, en hver einasta vinstrisinnaða bloggsíða í Bandaríkjunum er búin að birta viðtalið.

Maher, sem er skemmtikraftur og stjórnmálaskýrandi, er þekktur fyrir libertarian skoðanir - og þó hann sé bæði umhverfissinni og dýravinur er ekki með nokkru móti hægt að segja að hann sé einhverskonar vinstrimaður. Ekki nema við notum skilgreiningarfræði sumra bandarískra íhaldsmanna að hver sá sem ekki marserar "lock step" með forsetanum sé hættulegur kommúnisti. Jú, og svo eru Maher og Ann Coulter bestu vinir. Maher gæti alveg eins verið að vekja athygli á sjálfum sér með ummælum sínum um Mehlman, eða að sparka á hetjulegan hátt í liggjandi fórnarlamb. Repúblíkanaflokkurinn, eins og hann leggur sig, liggur þessa dagana steinrotaður í gólfinu, eftir að hafa eytt seinustu sex árum í skipulagslaust fyllerí á kostnað skattgreiðenda. Stjórnmálaskýrendur eru ekki búnir að átta sig á því hvort það hafi verið Howard Dean, formaður DNC og Rahm Emanuel, formaður DCCC (kosningaskrifstofu demokrataflokksins) sem hafi rotað repúblíkanaflokkinn, eða hvort repúblíkönunum hafi bara skrikað fótur í the santorum...

Eftir að ljóst var að Repúblíkanaflokkurinn myndi tapa í kosningunum tóku hinar aðskiljanlegustu blokkir hægrimanna, sem höfðu setið sæmilega sáttar saman í "the big tent" að rífast innbyrðis - og kenna hvor öðrum um ósigurinn. Þetta rifrildi hefur ekki batnað síðan á þriðjudaginn. Sumir kenna nýíhaldsmönnunum um, nýíhaldsmennirnir benda á Bush - aðrir halda því fram að "the religious right" hafi of mikil áhrif, og efir að upp komst um Mark Foley hefur trúarofstækisarmurinn reynt að halda því fram að það sé einhverskonar "hommasamsæri" innan flokksins, og það væri þessum kynvillingum að kenna hversu ílla væri komið.

En hvað sem því líður hefur Mehlman sagt af sér. Það er alveg jafn líklegt að hann sé að taka ábyrgð á því að hafa stýrt flokknum inn í stórkostlegasta skipbrot bandarísks stjórnmálaflokks síðan á fyrrihluta tíunda áratugarins. Heimildarmenn innan flokksins gera samt allt sem þeir geta til þess að afstýra því að nokkur komist að þeirri niðurstöðu:

Two sources, speaking on condition of anonymity, said Mehlman has made clear to close associates for some time he was likely to leave after the 2006 elections -- and that there is no dissatisfaction with his performance in the midterm cycle. A third source confirmed Mehlman's leaving is a good possibility but said a final decision has not been made. "It would be wrong to call it a done deal," this source said.

Ég skil ekki af hverju Mehlman getur ekki sýnt þá karlmennsku að viðurkenna að flokkurinn hafi beðið algjört skipbrot meðan hann var við stjórnvölin, og þó hann tæki ekki á sig alla ábyrgð, því forsetinn ber auðvitað mikið af ábyrgðinni, finnst mér að hann ætti að viðurkenna að flokkurinn sé "off course". En Repúblíkanaflokkurinn virðist ekki virka eins og venjulegur ábyrgur stjórnmálaflokkur, heldur frekar eins og einhverskonar hræðileg dysfunctional fjölskylda, með allskonar fjölsylduvandamál og harmleiki falda í skápunum.

Afsögn Rumsfeld og Mehlman, ásamt brottfalli margra af spilltustu og gölnustu þingmanna flokksins er fyrsta skrefið í að hreinsa til í flokknum, en þeir eiga enn langt í land.

M


Dramatískar sorgarfréttir: George Macaca Allen viðurkennir að hafa tapað

Alltaf í boltanum... Macaca Allen viðurkennir ósigur.jpg

Fyrir akkúrat tíu mínútum síðan viðurkenndi Macaca að hafa tapað fyrir demokratanum Jim Webb. Örstuttu fyrr lýsti Conrad Burns sig sigraðan. Og við þurfum því að kveðja þessa tvo skemmtilegustu öldungardeildarþingmenn Bandaríkjanna. Það hefur að vísu ekkert sést til Burns - Allen mætti nefnilega á fund, og flutti ræðu, meðan Burns lét sér nægja að hringja í mótframbjóðanda sinn Jon Tester.

Burns, 71, didn't say what he plans to do now, though he indicated he was looking forward to taking some time off. "I hope there is still a good-sized buck out there, because I am going hunting," he said.

Burns er semsagt að fara að skjóta dýr. Dick Cheney eyddi þriðjdeginum á skytteríi einhverstaðar í Suður Dakóta. Það er sennilega mjög róandi fyrir taugarnar að drepa eitthvað? Samkvæmt áræðanlegum fréttum ætlar Allen hins vegar ekki að drepa neinn, eða neitt, þó hann hafi tapað á þriðjudaginn. Hann segist hins vegar hafa fundið það í biblíunni að hann ætti að játa sig sigraðann:

"The Bible teaches us there is a time and place for everything, and today I called and congratulated Jim Webb," he said.

Wonkette segir að Allen hafi hins vegar haft (bandarískan) fótbolta með sér á fundinn, og kastað honum glettnislega til eins gestanna. Myndin að ofan sýnir Allen með boltann. Ræðan var víst mjög kurteisleg - Allen gekk þá út með sæmd, en ekki í einhverskonar skrýtnu fýlukasti eins og Burns. Samkvæmt Wonkette, sem livebloggaði ræðuna:

Actually a gracious speech, and it sounded sincere. Nice to show a little class, we like.

Og þar sem Allen er seinasti öldungardeildarþingmaður Repúblíkana til þess að viðurkenna ósigur (það á ennþá eftir að klára að telja, eða telja aftur, í kosningum til nokkurra þingsæta) hef ég ákveðið að setja upp sorgarbúning á síðuna - þar til í fyrramálið, í það minnsta. Um hvað á ég að blogga núna, eftir að Conrad Burns, Rick Santorum, Katherine Harris og Macaca Allen eru öll dottin út af þingi, og búið að reka Donald Rumsfeld? Það er eins gott að Nancy Pelosi sé eins galin og hægrimenn og AM Talk radio hafa lofað okkur!

Allen hefur gefið í skyn að hann sé ekki alfarinn úr pólítík - það verði "a grand Macaca comeback" 2008. Að vísu ætlar Allen ekki lengur að reyna að bjóða sig fram til forseta. Núna er markið sett á fylkisstjórastól Virginíu eða sæti John Warner í öldungadeildinni.

M


mbl.is Allen játar ósigur í Virginíu; fer ekki fram á endurtalningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bill O'Reilly hefur lausn á ástandinu í Miðausturlöndum: Ekki þessi leiðindi - fólk ætti að hætta þessu veseni!

Rivera veit líka allt um miðausturlönd.jpg

O'Reilly, eins og annað skilningssljótt og ílla upplýst fólk, er auðvitað fullkomlega orðlaus yfir því að allt þetta fólk í útlöndum þurfi að vera með stöðugt vesen. Spurningin sem brennur á huga hans er hversvegna þetta fólk allt þarf að láta svona? Stríð og sprengingar. Eftir að hafa velt þessu fyrir sér í langan, langan tíma komst O'Reilly að þeirri óumflýjanlegu, og klókindalegu niðurstöðu, að lausnin væri að þetta fólk barasta hætti að vera með vesen! "Stop being this crazy country"! O'Reilly bauð sjónvarpsáhorfendum upp á þessa snilldarlausn sína í viðtali við Geraldo Rivera á Fox:

I think the Iraqis have got to step up and at least try to fight for their democracy, instead of being this crazy country of Shiia against Sunni — I don’t ever want to hear Shiia and Sunni again.

Þetta er klókt plan: "just stop this shit", eins og Paul Hipp söng í sumar. Upptaka af Hipp á Huffingtonpost er hér. Þetta er auðvitað lausnin á öllum heimsins vandamálum. Fólk ætti bara að hætta þessu helvítis veseni, ekki þessi leiðindi...

M


Bush viðurkennir að hafa logið um Rumsfeld, hryðjuverkamennina

Djöfuls lýðræðið.jpg

Það þýðir ekkert að vera að blogga um kosningaúrslitin alveg strax. Sérstaklega meðan Macaca Allen neitar að viðurkenna að hafa tapað. Ef Allen væri hégómlegur og athyglissjúkur maður, myndi honum ábyggilega finnast mjög þægilegt að vita að augu allra fréttaskýrenda og bloggara hvildu á honum. Ok, Allen er hégómlegur, tilgerðarlegur og athyglissjúkur maður, ég veit samt ekki hvort hann sé trallandi kátur akkúrat núna... Af virðingu við Macacawitz ætla ég semsagt ekki að sega eitt aukatekið orð um hversu verðskuldaða rasskellingu Repúblíkanaflokkurinn hafi fengið í gær.

Fyrir kosningarnar hélt Bush því fram að ef demokratarnir myndu vinna meirihluta jafngilti það því að hryðjuverkamennirnir hefðu unnið, og gleði mín yfir stórtapi repúblíkanaflokksins þýðir því, samkvæmt þessari lógík, að ég sé að gleðjast yfir sigri terroristanna, enda hlýtur andúð mín á óstjórn, getuleysi og ólýðræðislegum vinnubrögðum Bush stjórnarinnar að stafa af einhverskonar ást á íslamskri bókstafsstrú. En á blaðamannafundi fyrr í dag varaði Bush okkur við því að gleðjast of mikið, því nú heldur hann því fram að sigur demokrataflokksins hafi ekkert með sigur eða ósigur Al Qaeda að gera! Kosningarnar hafi barasta snúist um eitthvað "working of our democracy"... hvað sem það nú er:

To our enemies, do not be joyful. Do not confuse the workings of our democracies with a lack of will. Our nation is committed to bringing you to justice. Liberty and democracy are the source of America’s strength and liberty and democracy will lift up the hopes and desires of those you are trying to destroy. 

Nú er mér sagt að lýðræði og frelsi væru "the source of America's strength"! Hvað er næst? Að mannréttindi, málfrelsi eða the virðing fyrir lögum og rétti séu líka góð bandarísk gildi, sem eigi að halda í heiðri? Ég hélt að það þyrfti að afnema allt einstaklingsfrelsi til þess að eiga séns í að sigra "the war on terror". Þetta hljómar allt eins og Bush sé orðinn "soft on terror". Og það virðist líka vera raunin, því hann segist ætla að reka Rumsfeld! Fyrir örfáum dögum sagði Bush að Rumsfeld myndi fylgja sér út kjörtímabilið. Nú kemur í ljós að það var bara einhverskonar plat:

Last week, President Bush unequivocally told a group of reporters that Defense Secretary Rumsfeld and Vice President Cheney would “remain with him until the end of his presidency, extending a job guarantee to two of the most-vilified members of his administration.” Bush said, “Both those men are doing fantastic jobs and I strongly support them.”

Today, he announced Rumsfeld is resigning and being replaced by former CIA Director Robert Gates. At the press conference, Bush said that “the only way to answer that question, and get it on to another question, was to give you [the reporters] that answer.” Bush admitted that he had talked to Rumsfeld about resigning and was actively searching for his replacement at the time.

Hvað kemur næst?

M


mbl.is Bush: Réttur tími til að skipta um forustu í Pentagon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningarnar í Virginíu enda ekki fyrr en einhverntímann næsta janúar...

Macaca á góðri suðurríkjastund.jpg

Það lítur út fyrir að George Macacawitz ætli að krefjast endurtalningar á atkvæðum í Virginíu - og samkvæmt lögum fylkisins má ekki byrja að telja atkvæði upp á nýtt fyrr en í lok mánaðarins! Og það þýðir að við fáum sennilega ekki að vita hvort öldungadeildin verði Macaca-free eða ekki.

Virginia’s election laws allow an apparent loser to request a recount if a contest’s margin is less than 1 percent — and the margin in the preliminary results of the state’s Senate election stood this morning at about one-third of 1 percent.

According to a statement issued this month by the state’s Board of Elections, no request for a recount may be filed until the vote is certified, which is scheduled to happen this year on Nov. 27th.

Á þessari stundu er Webb með um það bil 8 þúsund atkvæða forskot, af 2.3 milljón greiddum atkvæðum. Þó ég vilji að demokratarnir nái meirihluta í öldungadeildinni er ég eiginlega farinn að kvíða því að sjá á eftir Allen. Núna þegar demokratarnir eru búnir að fella alla vitlausustu og gölnustu þingmönnum repúblíkana er orðið fátt um fína drætti í þinginu - og það þarf alltaf að hafa minnst einn suðurríkjarasista sem dreymir um að endurreisa the Confederacy!

Í Montana er Tester með 3100 atkvæða forskot. Frambjóðandi frjálshyggjuflokksins (The Libertarian Party) er með 3% fylgi, eða 10.300 atvæði samkvæmt nýjustu tölum. Frjálshyggjumenn eru sennilega sá hluti stóra tjaldsins sem er hvað ósáttastur við þá stefnu sem Repúblíkanaflokkurinn hefur tekið.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband