Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Stórtap Repúblíkana á öllum vígstöðvum

Suður Dakóta.jpg

Demokratarnir unnu stórsigur í þinginu, unnu 6 fylkisstjórasæti af repúblíkönum auk stórsigra í öllum fylkisþingum. Við þurfum ennþá að bíða eftir fréttum af afdrifum Macaca og Burns, að vísu er demokratinn Webb þegar búinn að lýsa yfir sigri í Virginíu, og Burns er undir í Montana. Ef þeir tapa báðir ná demokratarnir líka öldungadeildinni.

En þetta er ekki allt, því í mörgum fylkjum var líka kosið um stjórnarskrárbreygingar og allskonar voter initiatives - þeirra á meðal bönn við hjónaböndum samkynhneigðra og bönn við fóstureyðingum. Tvö þessara voru felld! Í Arizona felldu kjósendur "The Protect Marriage Initiative":

The Protect Marriage Initiative, which would amend the state Constitution to ban same-sex unions, is trailing by a slim margin. With 96 percent of the polls reporting, 48.6 percent have voted for while 51.4 percent are voting against the proposition.

Þetta er fyrsta anti-gay stjórnarskrárbreytingartillagan sem er felld, og þó nokkur fylki hafi samþykkt viðlíka löggjöf í gær, er niðurstaðan í Arizona mjög mikilvæg. En það er þó kannski merkilegra að almenningur (56%) í Suður Dakóta hafnaði fóstureyðingarbanni fylkisins - en þing Suður Dakóta var búið að banna allar fóstureyðingar.

The law in South Dakota banned nearly all abortions except to save the life of the pregnant woman. Lawmakers made no secret that it was written for the sole purpose to challenge Roe v. Wade. Opponents were intending to sue but then gathered signatures to put the law in the hands of South Dakota voters. Stoetz says while she expects lawmakers to continue to debate how to restrict abortions, she doesn't expect the issue in January's legislative session

Ef kjósendur í Suður Dakóta - sem eru mun íhaldssamari en kjósendur í flest öllum öðrum fylkjum Bandaríkjanna -  hafna löggjöf eins og þessari er útilokað að kjósendur í öðrum fylkjum muni samþykkja hana!

[Sarah Stoetz is the CEO of Planned Parenthood of Minnesota and the Dakotas] says when South Dakota passed the abortion ban earlier this year, there were 16 other states attempting the same thing. She says when opponents collected enough signatures to put the law to a public vote, the other lawmakers dropped their legislation.

"The fact that the people in this conservative state are rebelling against this kind of cynical political move is very significant and I think it sends a strong message to everyone in the country," Stoetz said.

Húrra fyrir Suður Dakóta!

M


Síðustu fréttir frá Montana og Virginíu - Conrad Burns í fýlu og the Macacas styðja Webb, en ekki Macaca Allen

Macacas for webb.png

Kosningaþátttaka í Virginíu er óvenjulega góð - og liberal blogospherið er sannfært um að það sé Webb að þakka. Á seinasta kosningafund Webb fyrir kosningar mættu 6-7000 manns, meðan Allen hélt fund með 250 stuðningsmönnum.

Reports from around Virginia early Tuesday indicated an extraordinarily high turnout for a midterm election, with perhaps 65 percent of registered voters expected to cast ballots, state elections officials said. That would double the midterm turnout in 2002.

Ég var búinn að sætta mig við að hafa Allen í þinginu - en það lítur út fyrir að við þurfum að lifa án "the wit and wisdom of the Macaca". Svo lítur líka út fyrir að Conrad Burns sé undir í Montana. Undanfarna daga voru búnar að koma nokkrar kannanir sem sýndu að Burns væri að saxa á forskot demokratans Tester - en seinasta könnnin sem var gerð í Montana sýnir að Tester hafi stuðning 49% kjósenda en Burns 44%.

Burns er víst í fýlu yfir þessum niðurstöðum. Talsmaður Burns, Jason Klindt gagnrýndi The Great Falls Tribune fyrir að birta tölurnar.

Running a bogus poll on the day before an election to try and suppress Republican voter turnout is irresponsible and in poor taste.

Og af hverju voru starfsmenn Burns þeirrar skoðunar að könnunin væri "bogus"?

The only evidence Klindt offered for characterizing the poll as “bogus” was that the numbers “just don’t smell right.”

Það er þetta með lyktina af skoðanakönnunum og tölum. Think Progress bendir á að Tester hafi verið með meira fylgi en Burns í öllum könnunum síðan í apríl. Demokratarnir fella vini okkar Santorum, Allen og Burns, auk þess Mike DeWine í Ohio og Lincoln Chafee í Rhode Island. Það er séns á að repúblíkaninn Jim Talent í Missouri tapi. Og ef svo fer missa Repúblíkanar meirihluta í öldungadeildinni.

M


Tvær hugsanlegar útkomur

Kosningar

Það fer eftir því hvaða könnun er lögð til grundvallar:

Stórsigur Demokrata

CNN (föstdagur-sunnudagur): Demokratar 58% - Repúblíkanar 38%
Newsweek (fimmtudagur-föstudagur): Demokratar 54% - Repúblíkanar 38%
Time (miðvikudagur-föstudagur): Demokratar 55% - Repúblíkanar 40%

Sigur eða naumur sigur Demokrata

USA Today/Gallup (fimmtudagur-sunnudagur): Demokratar 51% - Repúblíkanar 44%
ABC News/Washington Post (miðvikudagur-laugardagur): Demokratar 51% - Repúblíkanar 45%
Pew (miðvikudagur-laugardagur): Demokratar 47% - Repúblíkanar 44%

Og seinasta Fox könnunin, sem er byggð á "likely voters": Demokratar 49% - Repúblíkanar 36%

Fyrir utan WaPo/ABC könnunina virðist ekki sem repúblíkanaflokkurinn sé að sækja í sig veðrið - það er ekki hægt að merkja neina stórfellda sveiflu frá demokrötunum dagana fyrir kosningar, svo útlitið er sæmilega gott...

M


Kosningar

Fleiri kannanir og kosningaspár

Michelle Bachmann.jpg

Ég er mjög efins um að þetta geti gengið eftir - en það má alltaf láta sig dreyma. America Blog, sem einbeitir sér að því að fylgjast með skoðanakönnunum er gríðarlega bjartsýnt og vitnar máli sínu til stuðings í Larry Sabato. (Freedom Fries hefur, eins og önnur háalvarleg og hátíðleg stjórnmálablogg, hefur einbeitt sér að því að fylgjast með Macaca Allen, enda skoðanakannanir fullar af tölum og tölfræði). Sabato spáir eftirfarandi niðurstöðum:

Öldungadeildin: Demokratarnir vinna 6 sæti, ná meirihluta:
AZ: GOP Kyl
CT: Ind Lieberman
MD: Dem Cardin
MI: Dem Stabenow
MN: Dem Klobuchar
MO: Dem McCaskill
MT: Dem Tester
NE: Dem Nelson
NJ: Dem Menendez
OH: Dem Brown
PA: Dem Casey
RI: Dem Whitehouse
TN: Rep Corker
VA: Dem Webb
WA: Dem Cantwell

Neðri deild þingsins: Demokratar vinna 29 sæti, en þurfa bara 15 til að fá meirihluta.

Ég hef ákveðnar efasemdir um þessa spá - ég hef t.d. ekki séð neinn annan þora að spá því að demokratarnir nái meirihluta í öldungadeilidinni - því til þess þurfa þeir að fella Allen í Virginíu og Talent í Missouri - en kannanir hafa sýnt mjög mjótt á milli demokrata og repúblíkana í báðum fylkjum - og líka að sigra Conrad Burns í Montana. Burns, þrátt fyrir að vera senílt og spillt gamalmenni, en hefur sótt í sig veðrið undanfarna viku. En það má alltaf vona. Spá hans um þingið er trúverðugri. Hann er t.d. búinn að færa Minnesota 6 yfir til Repúblíkana - en margir liberal bloggarar og fréttaskýrendur (t.d. NYT) hafa verið að reyna að halda því fram að Michelle Bachmann (sem er nett spooky btw!) myndi geta tapað fyrir Patty Wetterling.

Og svo að lokum listi yfir hverja við ætlum að fylgjast með á kosningavökunni í kvöld (eftir að ég er búinn í vinnunni klukkan 9 þarf ég að bruna á eina minnstu, en sennilega bestu kosningavöku tvíburaborganna!) Ég setti líklega niðurstöður innan sviga.

CO 04: Angie Paccione (D) og Marily Musgrave (R) - Eftir að upp komst um Ted Haggard er óvíst um hvort value voters í Colorado mæti á kjörstað. Musgrave er í forystu fyrir fósturvísa-lobbíið, og einn helsti krossfarinn í baráttunni gegn "hommaplágunni" og "fóstureyðingafaaldrinum" (Toss up)

FL 13: Tim Mahoney (D) og Joe Negron (R) - Negron kom inn í staðinn fyrir Maf54 Foley. (Tossup-leans Dem)

IN 08: Brad Ellsworth (D) og John Hostettler (R) - Hostettler trúir því að fánabrennur séu alvarlegasta ógnin við Bandaríkin - og er í forystusveit "íhaldsmanna" sem telja hæstarétt eiga að hlýða framkvæmdavaldinu. (Likely Dem)

MI 07: Tim Walberg (R) og Sharon Renier (D) - Sharon er organískur bóndi og Walberg var studdur af Club for Growth og the Minutemen (Likely Rep)

MN 02: John Kline (R) og Coleen Rowley (D) - Rowley varð fræg fyrir að afhjúpa að FBI vissi af sumum 9/11 flugræningjunum, en gerði ekkert til að stöðva þá. Hún hefur hins vegar rekið einhverja ömurlegustu kosningabaráttu haustsins (Solid Rep)

MN 06: Michelle Bachmann (R) og Patty Wetterling (D) - MN 6 var búið til til þess að tryggja öruggt GOP kjördæmi í úthverfum the Twin Cities. Bachmann er eins solid culture warrior og þeir verða - einu málin sem hún hefur áhuga á eru fóstur og samkynhneigð. (Likely Rep)

OH 02: Victoria Wulsin (D) og Jean Schmidt (R) - "Mean Jean" Schmidt er bæði andstyggileg og heimsk. (Toss up - leans dem)

PA 07: Joe Sestak (D) og Curt Weldon (R) - Weldon hefur átt í viðskiptum við rússnesku mafíuna og serbneska stríðsglæpamenn, ég meina rússneska bissnessmenn og serbneska þjóðernissinna. (Leans Dem)

PA 10 Chris Carney (D) og Don Sherwood (R) - The Pennsylvania Strangler hefur reynt að höfða til fjölskyldugildanna í kosningabaráttunni... (Leans dem)

TX 22: Nick Lampson (D) og Shelley Sekula Gibbs (R) - TX 22 er kjördæmi Tom DeLay - og Sekula Gibbs er "write in candidate" (Toss up)

Þar að auki er mikilvægt að sjá hvernig demokrötunum reiðir af í kosningum til fylkisstjóra og fylkisþinga - en það er í fylkjunum sem það ræðst hvernig næstu kosningar fara. Það er í fylkjunum sem kjördæmi eru ákveðin, og það er í fylkjunum sem atkvæði í forsetakosningunum 2008 verða talin. Velgengni repúblíkana undanfarin ár hefur að miklu leyti ráðist af sterkri stöðu þeirra bæði í fylkisþingum og á fylkisstjórastólum.

M


Seinustu fréttir fyrir kosningar: Macaca Allen undir í Virginíu

Webb og Macaca Allen.jpg

Þá er komið að kosningum - og nú er ekkert að gera annað en að sitja og bíða. Ég hef líka ákveðið að lesa engin stjórnmálablogg í dag! Morgndagurinn og afgangurinn af vikunnu verður svo undirlagður af post-election analysis og vangaveltum. Við þurfum t.d. að sætta okkur við að frambjóðendur Repúblíkana hafi allir unnið með grunsamlegum 1% mun...

En þangað til er hægt að athuga með gengi gamalla vina okkar - og hvaða Bandaríski pólítíkus er skemmtilegri en "the mysterious Macaca"? Síðan í gær hef ég séð nýja könnun um gengi George Macacawitz Allen. Þessi var gerð af SurveyUSA fyrir lókal sjónvarpsstöð, en samkvæmt henni er Webb kominn með öruggt forskot:

Democrat Jim Webb has surged ahead of Republican George Allen in the last poll of the campaign, conducted for News-7 by SurveyUSA. The survey shows Webb with 52% of the likely voters, with 44% going to Allen.

 

Allar aðrar kannanir hafa sýnt Allen með örmjótt forskot á Webb, en ef Demokrötum tekst að ná Webb inn í virginíu eiga þeir smá séns á að ná meirihluta í öldungadeildinni. Það er forvitnilegt að skoða niðurstöðurnar í heild sinni: Það kemur t.d. ekki á óvart að Allen njóti frekar lítils stuðnings svartra kjósenda (22% segjast ætla að kjósa hann, en 71% Webb), og sömuleiðis að Allen rúlli upp atkvæðum þeirra sem hættu í skóla fyrir 18 ára aldur (53% á móti 42% fyrir Webb), og að Webb fái atkvæði 63% þeirra sem hafa lokið MA eða doktorsnámi. Við eigum eftir að sakna Allen ef hann nær ekki kjöri. En Webb er víst líka góður suðurríkjadrengur.

M

 


Bush bræðurnir eyða deginum og kvöldinu með Katherine Harris

buuhuu það eru allir búnir að vera svo vondir við mig.jpg

Það er eitthvað bæði hjartnæmt og líka pínulítið disturbing við að báðir Bush bræðurnir ætli að eyða seinasta deginum fyrir kosningar með Katherine Harris. Samkvæmt Wall Street Journal verða nefnilega bæði George og Jeb Bush Harris innan handar á lokasprettinum:

Appearing with the president instead will be his brother, Gov. Jeb Bush, and Senate candidate Katherine Harris – whom White House strategists regarded as so hapless that they tried to ease her out of the race last summer.

Fylgi Harris er einhverstaðar á milli 20-30% lægra en mótframbjóðandans, og ég get ekki alveg séð hvernig nærvera Bushbræðranna getur komið í veg fyrir að hún skíttapi. Það eru aðrir frambjóðendur, eins og "The Pennsylvania strangler" Don Sherwood eða Conrad Burns í Montana sem eiga ennþá smá séns á að ná kosningu, og hafa sóst eftir félagsskap forsetans. En Bush er auðvitað góðhjartaður maður. Að vera viðstaddur pólítískan dauðdaga Harris er það minnsta sem hann gat gert, í ljósi þess að Harris var viðstödd fæðingu Bushstjórnarinnar: hún var secertary of state fyrir Flórída þegar Bush vann, á mjög svo dúbíus hátt, öll atkvæði Flórída í forsetakosningunum 2000. Harris stoppaði endurtalningu atkvæða þegar ljóst var að útkoma endurtalningarinnar myndi verða Al Gore í vil. Harris færði Bush Hvíta Húsið að gjöf, svo örlög hennar og Bush eru mjög svo samtvinnuð!

En það er annað en hugmyndin um Bushbræðurna að hugga Harris eftir niðurlægjandi kosningaósigur sem mér finnst disturbing. Eftir tvö ár þarf W líka að fara að leita sér að nýrri vinnu, og þá þarf Bandaríska þjóðin að leita sér að nýjum forseta. Jeb Bush er að yfirgefa fylkisstjórastólinn, og það er ekkert leyndarmál að sumir repúblíkanar hafa látið sig dreyma um að koma þriðja meðlimi Bush fjölskyldunnar á forsetastólinn.

The White House has been quick to refute suggestions that Bush is losing relevance, however. Asked about how Bush feels about being on his last campaign, spokesman Tony Snow said, “I know you guys are desperate for, you know, the President sort of putting on the spurs and walking off into the sunset, but there’s also a 2008 campaign to come and two more years of this presidency. Trust me, you guys need to strap on your running shoes, because it’s going to be a busy two years.

Indeed.

M


Ted Haggard: "það fer enginn til helvítis ef hann býr í Colorado Springs" og nýjasta lag Paul Hipp um Haggard

haggard boðar ást og náungakærleik - og hatur á syndsamlegu óeðli.jpg

Paul Hipp er einhverskonar pólítískur tónlistarmaður eða grínisti, ég get ekki alveg áttað mig á hvort - en á myspace síðu hans eru nokkur lög um Cheney, Rumsfeld og Bush. Fyrir þá sem hafa ekkert betra að gera en að lesa veraldarrrörin og hafa sæmilega góða nettengingu er það vel þess virði að heimsækja heimasíðu Hipp. Nýjasta lag hans er um Haggard, og það er hægt að hlusta á það hér. Tekstinn er svo við endann á þessari færslu. Af Haggard virðist hins vegar allt gott að frétta. Hann sendi söfnuði sínum tárvotar ástar- og saknaðarkveðjur á sunnudaginn - baðst afsökunar á að vera syndgari og hvaðeina. Og samkvæmt hans eigin prívat guðfræði er víst alveg öruggt að hann endi ekki í helvíti, hvað sem fyrirgefningu syndanna og persónulegri ábyrgð líður, því með því að láta nógu marga sanntrúaða biðjast nógu mikið fyrir og ákalla jesú nógu hátt er hægt að frelsa heilu borgirnar í einu!

In Ted Haggard’s book, "Primary Purpose", published in 1995, it is said that the spiritual climate in your city can be changed to such an extent that it will be "hard for people to go to hell from your city ... It happened in Colorado Springs, and it can happen in your city too.

Það hlýtur að koma sér vel fyrir Haggard? Haggard á að hafa hvatt trúaða til þess að keyra um hraðbrautir og götur og biðjast fyrir á meðan, svo íbúar í nágrenninu myndu líka frelsast. Haggard rak líka "worldwide prayer center", sem hann sagði að væri stærasta bænastöð sinnar tegundar - þaðan voru bænir tugþúsunda sanntrúaðra samræmdar. Haggard og sérfræðingar á vegum kirkjunnar rýndu í fréttir til þess að ákveða fyrir hverju ætti að biðja hverju sinni, og svo voru send út fyrirmæli til safnaðarmeðlima um fyrir hverju ætti að biðja. Þetta hefur verið einhverskonar hugarorkuveita?

M

Tekstinn við The Ballad of Haggard:

I been preachifying moralizing every day
Trying to get all lost souls to come my way
Cause I know what you sinners lack
and I know what you need
A back rub from a muscle man and godspeed
(CHORUS)

Give me meth and man ass on a sunday morning
Meth and man ass sure as I am born again
Meth and man ass I dont need nothing more
Just meth and man ass and well praise the lord
(CHORUS)

This train dont take no sinners
No murderers, no thieves no gays
You ask me what keeps this train running smooth
Well Ill bow my head and softly say
(CHORUS)

If a man lays with a man as with a woman
The bible says so shall he be killed
If a man snorts a gram with a male prostitute
Someones collection baskets geting filled
(CHORUS)

I'm looking for someone to turn the other cheek
I'll go on Larry King and tell him "Larry, I was weak"
Deliver me from evil and deliver me from greed
Deliver me a hot stud and a couple grams of speed


Myndarlegri frambjóðendur vinna kosningar, skv nýrri rannsókn

Never mind the words coming out of my mouth - focus on the jawline.jpg

Og það sem skiptir mestu máli er að vera grannvaxinn, með skýra kjálkalínu og einbeitt augnarráð. Í rannsókninni var fólk látið horfa á tíu sekúndna hljóðlaus myndbandsskeið af frambjóðendum demokrata og repúblíkana í 58 fylkisstjórakosningum 1988-2002, og látið spá fyrir um hvor frambjóðandinn myndi vinna. Ef þátttakendur þekktu annan hvorn frambjóðandann var svarið ógilt - og því hefði niðurstaðan átt að vera fullkomlega random, þ.e. ef útlit skiptir engu máli. En útkoman var sú að spár fólks um hver vann voru nokkuð góðar.

The research did not show that any individual volunteers were exceptionally good at making predictions -- individuals regularly made predictions that were right and wrong. But when the answers were averaged over the whole group, the volunteers were able to spot winners more often than mere chance would dictate.

Curiously, when the sound was on and the volunteers could hear what each candidate said for 10 seconds, the viewers became much more confident in their guesses about who won, but their predictions became worse -- no better than chance. ...

"Economists have focused on the performance of the economy under the incumbent," he said. "Those factors explain at most 10 percent of the variation in the election outcomes and probably much less, whereas the personal factors explain between 20-30 percent." ... My guess is it affects undecided voters, these are the guys who swing the elections at the end," said Alexander Todorov, a psychologist at Princeton University who has conducted similar experiments. He found that when people are shown two photographs of political candidates but given no other information, they usually have a quick feeling about who looks more competent.

Fyrir tveimur vikum flutti Washington Post frétt um að frambjóðendur demokrata væru óvenjulega myndarlegir í ár. Mark Kennedy (sjá mynd að neðan) ætti samkvæmt þessu ekki að ná kosningu, enda með hálf þorskslegt andlitslag og sljótt augnaráð. Möguleikar Macaca Allen virðist hins vegar nokkuð góðir. Og þegar við bætist að Allen á flottari stígvél en Webb (allavegana skv NYT) er útkoma kosninganna nokkurnveginn ráðin!

M


Tvær nýjustu kannanirnar sýna demokrata missa fylgi

Þorskurinn Mark Kennedy - R Minnesota - reynir að sannfæra kjósendur um að hann sé ekki lengur taglhnýtingur Bushstjórnarinnar.jpg

Daginn fyrir kosningar virðist sem kjósendur repúblíkana hafi ákveðið að ástandið væri ekki svo slæmt, stríðið í Írak kannski ekki alveg vonlaust (forsetinn hefur vissulega lofað okkur leyniplönum, svo hann hlýtur að vita hvað hann er að gera?), fjárlagahallinn hreint ekki eins slæmur og af er látið, flokksforystan ekki eins spillt og fjölmiðlar hafa gefið í skyn og ríkisstjórnin ekki fullkomlega vanhæf.

Ótti við Nancy Pelosi? Þakklæti fyrir að Saddam hafi verið dæmdur til þess að hanga? Skopskyn Kerry? Eitthvað virðist hafa kynt undir stuðningi við Repúblíkanaflokkinn. Í könnun sem Washington Post og ABC gerðu kemur í ljós að: 43% eru ósáttir við embættisfærslu forsetans, 55% sátt - fyrir tveimur vikum voru þessar tölur 40% og 58%. 53% segjast munu styðja Demokrata, en 43% Repúblílkana - fyrir tveimur vikum voru tölurnar 54% og 41%. Meðal líklegra kjósenda er hlutfallið 51% á móti 43%, en var 54% og 41%. Þegar spurt er hvort landið sé á réttri leið segja 39% já og 59% nei, fyrir tveimur vikum sögðu 32% já og 66% nei.

Í könnun sem Pew birtir í dag, en í henni lítur ástandið eiginlega enn verr út, forskot demokrata meðal kvenna og "óháðra" kjósenda hefur minnkað. Og í þessari könnun kemur fram að Kerrybrandarinn virðist hafa haft áhrif. Bæði Pew og WaPo/ABC gerðu kannanir sínar í lok seinustu viku, þegar umfjöllun um skopskyn Kerry var hvað mest. The Plank efast reyndar um að það sé hægt að túlka niðurstöðurnar þannig:

Nearly 20 percent of independents told Pew that the joke raised doubts in their minds about voting Democratic (versus 36 percent of Republicans and 5 percent of Dems). John thinks that's a disastrously high number. I think it could be bad news, but it need not be. My feeling is that a good quarter to a third of all independents are basically Republicans. And, if you'll permit me a little armchair psychologizing, I think people who call themselves independents but are almost certain to vote Republican typically look for a convenient pretext to justify their vote. My guess is that the Kerry joke has provided that pretext, even though the outcome of their vote was never really in doubt.

Þetta er hugsanlega rétt. Það er ekki svo auðvelt að skipta á milli stjórnmálaflokka, og þó kjósendur sem áður studdu innrásina í Írak, og tóku undir með forsetanum þegar hann lagði allar efasemdir um flokkslínuna og visku foringjas að jöfnu við landráð og hatur við "the men and women in uniform", hafi tímabundið fyllst viðbjóði á GOP getuleysi og spillingu, gátum við ekki reiknað með því að þeir myndu allir haldast vakandi og með fullri meðvitund fram að kjördegi. Þó þessar kananir líti ílla út er nýjasta könnun Gallup aðeins betri, þó hún sýni líka repúblíkana ná öldungadeildinni.

Ef þessar tölur eru réttar - og ef ástandið batnar ekki - er næsta ólíklegt að Demokrötum takist að vinna meirihluta í öldungadeildinni, þó það sé enn næsta öruggt að þeir nái þinginu. Hversu stór sigur þeirra þar verður er svo aftur spurning. En þetta er samt ekki öll sagan, því bandaríkjamenn eru líka að kjósa til fylkisþinga og fylkisstjóra, og það er enn óvíst hvernig þær kosningar allar fara. "The national media" hefur ekki flutt mikið af fréttum af lókal kosningum, og ég hef hreinlega ekki haft tíma eða orku til þess að reyna að setja mig inn í neitt af þeim, nema í Ohio og Minnesota - og í báðum fylkjum lítur ástandið enn vel út.

Svo er auðvitað mikilvægt, hvor sem demokratar vinna meirihluta í öldungadeildinni eða ekki, að flestir ömurlegustu frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til öldungadeildarinnar munu tapa: Mark Kennedy í Minnesota, en hann er sennilega með vitlausustu stjórnmálamönnum síðari ára. Sömuleiðis Katherine Harris í Flórída og Rick Santorum í Pennsylvaníu. Conrad Burns í Montana og Macaca Allen í Virginíu virðast hins vegar eiga séns.

M


Sómalskir leigubílstjórar neita að keyra fólk með duty-free vín frá Minneapolis-St Paul flugvellinum...

I 94.jpg

Þetta er ein af þessum local fréttum sem eru ekki bara fyndnar, heldur líka stórmerkilegar. Semsagt: í Kóraninum, sem er víst einhverskonar helgirit fyrir sómalska innflytjendur í Minnesota, segir m.a. að áfengi sé stórt no-no. Og furðulega hátt hlutfall sómölsku innflytjendanna í Minneapolis og St Paul hefur fundið sér vinnu við að keyra leigubíla. Að vísu er hægt að finna leigubílstjóra af öðru þjóðerni, og flestir þeirra eru tilbúnir til þess að eiga í löngum samræðum um hversu ómugulegir leibubílstjórar sómalirnir séu. Vegna þess að þeir kunna ekki ensku, kunna ekki á umferðarreglurnar, eða vita ekki hvar neitt sé, og kunni ekki á hraðbrautirnar. Þetta síðasta er að vísu rétt: Ég hef sjálfur þurft að útskýra fyrir leigubílstjóra hvernig hann eigi að finna I 94 - sem er á eftir I 35 mikilvægasta hraðbraut the Twin Cities. I 94 liggur þvert í gegn um bæði St Paul og Minneapolis, og þaðan eins og leið liggur alla leið til Seattle með viðkomu í Fargo.

En það er ekki þetta sem hefur verið að angra farþega á alþjóðaflugvellinum, heldur hitt, að sómölsku leigubílstjórarnir hafa tekið upp á því að horfa eftir því hvort farþegar séu með duty free poka, vínflöskur og spyrja fólk hvort það væri með áfengi. Og ferðamenn sem eru með vín, eða játa í eifeldni sinni að hafa keypt sér viskípela í fríhöfninni þurfa að bíða eftir næsta leigubíl takk fyrir!

Þessi frétt var búinn að birtast í nokkrum lókal blöðum þegar Washington Post fjallaði um ástandið:

Over the past few years, a growing number of Somali taxi drivers in the Twin Cities have been interpreting Koranic prohibitions on carrying alcohol to include ferrying passengers with alcohol in their bags.

"If you are a cabdriver and a practicing Muslim, you can't carry alcohol," said Idris Mohamed, an adjunct professor of strategic management at Metropolitan State University in St. Paul.  

"Some people have been refused by driver after driver after driver," said Pat Hogan, a spokesman for the Metropolitan Airports Commission.

Last month, the airports commission proposed putting colored lights on top of cabs to indicate which ones will carry alcohol, a compromise worked out in discussions ongoing since May with the Muslim American Society of Minnesota. But the commission got about 2,000 e-mails opposing the idea and announced this month that it had scuttled the plan.

"Opposition came from both sides politically," Hogan said. "There are people who say, 'If they don't like the job, they should go back to Somalia.' And on the other side people are saying, 'We support diversity, but the Christian right is trying to tell us what to do, and now we're getting it from Muslims, too.' People were saying they wouldn't take a cab at all. . . . There was concern the industry as a whole would suffer."

Það merkilega er að þetta áfengisbann í leigubílum er alls ekki í kóraninum - og múslimskir leigubílstjórar frá öðrum löndum en Sómalíu eru ekki í neinum vandræðum með að flytja áfengi í aftursætinu:

"This is a Somali issue more than a Muslim issue," said Hogan, noting that Muslim drivers from other countries tend not to interpret the Koran the same way.

Eftir að hafa glímt við þetta trúar- eða menningarárekstrarvandamál í dálítinn tíma komust flugvallaryfirvöld að því að leigubílstjórar sem neituðu að flytja farþega, hvort sem þeir þættust hafa trúarlegar ástæður til þess eða ekki, þyrftu að fara aftast í leigubílaröðina. Sómalir í Minneapolis eru þó þeirrar skoðunar að trúbræður þeirra í fólksflutningaiðnaðinum eigi að hafa rétt til þess að neita hverjum sem er um þjónustu:

Somalis interviewed at several late-night coffee shops on a strip of Somali grocery stores, cafes and money-transfer outlets in downtown Minneapolis all thought Muslim drivers should have the right to refuse passengers visibly carrying alcohol.

Í fólksflutningaiðnaðinum má líka finna dæmi um kristna heimsku og fordóma: Strætisvagnabílstjóri í Minneapolis neitaði að keyra vagn sem var með auglýsingu frá gay tímariti.  Og hvað með "kristna" lyfsala sem hafa neitað að selja ógiftum konum getnaðarvarnir, eða hafa neitað að selja konum plan B eða daginn eftir pilluna? Þeir vísa í "trúarsannfæringu" sína til þess að réttlæta að þeir geti mismunað viðskiptavinum.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband