Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
Þetta er sennilega ein fyndnasta frétt dagsins: Fox News, sem hefur einkunnarorðin "fair and balanced", ætlar að bæta við grínþætti, í anda The Daily Show sem Jon Stewart stýrir á Comedy Central. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Stewart bæði einn fyndnasti maðurinn í bandarísku sjónvarpi - og the Daily Show, þrátt fyrir að vera grín, einn besti fréttaskýringaþátturinn. (Ég er samt meir Bill Maher fan).
Fox sem fram að þessu hefur sent út áróður fyrir Bush stjórnina, dulbúinn sem "fréttir" og "viðtöl" ætlar semsagt að bæta við fleiri uppdiktuðum og leiknum dagskrárliðum:
It's a satirical news format that would play more to the Fox News audience than the Michael Moore channel," Surnow said. "It would tip more right as 'The Daily Show' tips left."
Taped before a studio audience in Los Angeles, the show will feature two co-anchors, actors Kurt Long ("Cuts," "Games Across America") and Susan Yeagley ("Curb Your Enthusiasm," "Reno 911!"). It also will feature person-on-the-street interviews and correspondent reports like other shows. But Surnow said that it's not going to be strictly conservative but more in the spirit of the old and rebellious "Saturday Night Live.""It's not going to hit you over the head with partisan politics," Surnow said. "It'll hit anything that deserves to be hit."
Ég á satt best að segja mjög erfitt með að sjá fyrir mér hvernig þessi þáttur á að geta virkað, en hlakka til að sjá þessa þætti þeirra í janúar. Við ættum sennilaga að vera þakklát fyrir að Fox ætli sér ekki að reyna að stæla The Colbert Report. Repúblíkanísk útgáfa af Colbert? Það hefði getað leitt til a rupture in the time-space continiuum...
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 20.11.2006
Sannanir fyrir því að CIA hafi látið drepa Bobby Kennedy
Frásögn the Guardian af aðdraganda morðsins á Bobby Kennedy er frábær lesning! Ég er samt ekki sáttur fyrr en það er búið að sýna tengsl Mossad og OAS við morðið á Bobby Kennedy - OAS (Organisation Armee Secrete) er, eins og allir áhugamenn um fasísk terroristasamsæri vita, langsamlega skemmtilegasta conspiracy-organization seinustu fimmtíu ára eða svo. Ekki síst vegna tengsla OAS við Frönsku útlendingaherdeildina og liðhlaupa úr SS, og svo vegna þess að toppmenn og launmorðingjar úr OAS virðast hafa verið viðstaddir morðið á stóra bróður Bobby í Dallas. (Mossad er auðvitað efst á lista þegar kemur að öllum samsærum allra tíma!)
Rannsókn á vettvangi sýndi að fleiri skotum hafði verið hleypt af en höfðu geta komist fyrir í byssu Sirhan B Sirhan, sem var ásakaður fyrir morðið - og þess utan að Bobby Kennedy hafi verið skotinn af stuttu færi í bakið, en Sirhan á að hafa staðið fyrir framan hann...
M
ps: Það er rétt að taka fram að Sirhan B Sirhan fellur, samkvæmt dýrafræði George Allen í flokkinn "macaca" - og þá er rétt að hafa í huga að Allen er sjálfur einhverskonar "pied noir", þó að Allen tengslin séu til Túnís, en ekki Alsír, þar sem OAS starfaði. Sirhan B. Sirhan hljómar líka grunsamlega líkt nafni Shekar R. Sidarth, sem Allen uppnefndi "macaca"...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 20.11.2006
Joe Lieberman rekinn úr eigin einkaflokki?
Fyrir kosningarnar tapaði Joe Lieberman í forkjöri demokrataflokksins í Connecticut fyrir vinstrimanninum Ned Lamont. Lieberman þótti full "bipartisan" í stuðningi sínum við forsetann og misheppnaða utanríkispólítík hans. Lieberman hins vegar þóttist vera meiri maður en aðrir, eins og Kerry, sem höfðu stundum greitt atkvæði með vondum málum, en svo seinna snúist til að berjast gegn þeim. Samkvæmt "the flip-flop theory" þykir það mjög vont að skipta um skoðun - sérstaklega ef sýnt er fram á að fyrri skoðuninhafi verið hörmulega vond... Og Lieberman er ekki "flip flopper".
Vinstrimenn í Connecticut voru hins vegar lítið hrifnir af "staðfestu" Lieberman, og völdu Lamont sem frambjóðanda flokksins. Lamont hafði fátt annað á stefnuskránni en að enda stríðið. Það þótti hægrimönnum ægilega fyndið og sýna hversu ómerkilegur stjórnmálamaður Lamont væri. Lieberman er hins vegar alvöru stjórnmálamaður, og veit að stjórnmálamenn eiga ekki að hafa önnur stefnumál en sjálfa sig - og gerði sér lítið fyrir og stofnaði sinn eigin prívat stjórnmálaflokk, sem fékk hið skáldlega nafn: "Connecticut for Lieberman". Og hver voru stefnumál þessa stjórnmálaflokks? Jú, að sjá til þess að Lieberman fengi að vera áfram öldungadeildarþingmaður.
Lieberman vann svo glæsilegan kosningasigur, aðallega vegna þess að repúblíkanar í Connecticut kusu frambjóðanda "Connecticut for Lieberman", en ekki frambjóðanda Repúblíkana, Alan Schlesinger sem var að vísu hálf fúll yfir því að flokksmaskínan hefði snúist gegn sér. Ken Mehlman var búinn að lýsa yfir stuðningi við Lieberman um það bil fimm mínútum eftir að það var ljóst að hann myndi ekki vera í framboði fyrir Demokrata.
Síðan þá hefur Lieberman verið með allskonar yfirlýsingar - til skiptis sagst ætla að vinna með Demokrötum, og að "hann útilokaði ekki" að ganga til liðs við Repúblíkana. Lieberman er nefnilega útsjónarsamur eiginhagsmunapotari:
I'm not ruling it out, but I hope I don't get to that point. And, and I must say, and with all respect to the Republicans who supported me in Connecticut, nobody ever said, 'We're doing this because we, we want you to switch over,' ...
I am going to Washington beholden to no political group except the people of Connecticut and, of course, my conscience.
Það er auðvitað mjög virðingarvert að hafa sannfæringu, hver sem hún svosem er. Vandamálið er bara að Lieberman stofnaði stjórnmálaflokk - og hann var í framboði fyrir þennan sama stjórnmálaflokk. Stjórnmálaflokkurinn heitir "Connecticut for Lieberman". Lieberman hafði reyndar ekki haft fyrir því að setja reglur fyrir flokkinn, kjósa stjórn eða gera aðrar ráðstafanir. Og það besta var að flokkurinn hafði enga skráða meðlimi! Lieberman hafði ekki einu sinni sjálfur fyrir því að skrá sig formlega í nýja flokkinn! Og það gaf háskólaprófessor að nafni John Orman tækifæri til þess að "ræna" flokknum:
With Connecticut for Lieberman having achieved its victory earlier this month, Orman made his move. He contacted the secretary of the state, learned the new minor party had no registered members, then visited the registrar in Trumbull, where he lives, to switch from a Democrat to a Connecticut for Lieberman-ite.
"Then I went home and called a meeting of all registered Connecticut for Lieberman members to reflect on our party's victory in the U.S. Senate race (and) organize and submit rules to the secretary of the state," Orman said.
He nominated himself chairman, seconded the nomination, cast his vote for himself and proceeded to establish party rules.
Orman said the "party" is upset that Lieberman has abandoned it and says he is an "Independent Democrat."
"I want to organize it as a group that will keep (Lieberman) accountable," Orman said. "It will be dedicated to critics, opponents, bloggers. . . . I'm just trying to carry it to the next step."
Með því að halda formlegan stofnfund, skrifa upp reglur fyrir flokkinn og "kjósa" flokksformann og stjórn, skrifa allt þetta upp á blað, og leggja það formlega fyrir yfirvöld í fylkinu gat John Orman skipað sjálfan sig formann í einkaflokki Joe Lieberman!
According to bylaws established by Orman, anyone whose last name is Lieberman may seek the party's nomination - or any critic of the senator.
Orman has triggered a process that will force Lieberman and state elections officials to decide the future of a party created solely to return the senator to Washington.
"It's an interesting little wrinkle," said Michael Kozik, managing attorney for the secretary of the state's legislation and elections administration division. Orman has forwarded his intention to register with the party and keep it alive to the secretary of the state for review.
Orman hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á hvort einkaflokkur Lieberman geti talist lögmætur stjórnmálaflokkur. Lieberman þarf sennilega að segja sig úr sínum eigin prívat stjórnmálaflokki og ganga aftur í demokrataflokkinn?
M
lau. 18.11.2006
Meira af heilaþvottastarfsemi SÞ, paþólógískri kurteisi bandaríkjamanna og því að kalla hlutina sínum réttu nöfnum
Í gær skrifaði ég færslu um "fox news alert" - uppljóstrun öldungadeildarþingmannsins James Inhofe (R-OK) að guð myndi redda okkur útúr þessum vandræðum, og að það væri hvort sem er ekki ástæða til að hafa áhyggjur því sólin hitaði upp jörðina. Þ.e. ef sameinuðu þjóðunum tækist ekki fyrst að heilaþvo börnin okkar með litríkum myndum.
Inhofe hefur nú einnig sýnt fram á að nýleg ráðstefna sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var allsherjar heilaþvottahátið.
WASHINGTON (Reuters) - The U.S. Senate's most vocal global warming skeptic, James Inhofe, on Thursday dismissed a U.N. meeting on climate change as "a brainwashing session."
Inhofe, an Oklahoma Republican who will step down as chairman of the Environment and Public Works Committee in January, told a news conference, "The idea that the science (on global warming) is settled is altogether wrong." ... What we learned in Nairobi is ... that the real focus has little to do with the fate of the planet and more to do with money -- who has it and who wants it," he said.
Samsærið lítur semsagt þannig út í grundvallaratriðum: stórfyrirtæki eiga peninga og vondir vinstrimenn vilja stela þessum peningum með því að ljúga því upp að mengun sé alvarlegt vandamál sem þurfi að takast á við á ábyrgan máta. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt. Og hvaðan hefur Inhofe þessar fréttir?
Inhofe did not attend the Nairobi meeting but said some of his staff did.
Samkvæmt fréttum byggir Inhofe upplýsingar sínar á Marc Morano, sem TPMuckracker bendir á að sé einhverskonar fréttafulltrúi Inhofe, og fyrrverandi starfsmaður Rush Limbaugh, sem hafði verið boðið til þess að taka þátt í einhverskonar pallborðsumræðum um hvernig fjallað er um gróðurhúsaáhrifin í fjölmiðlum. Morano fannst allir þessir fancy-pants vísindamenn ekki taka nógu mikið mark á "skeptics" á borð við sig sjálfan, Limbaugh og Inhofe:
"The skeptics who get vocal are vilified," said Marc Morano, director of communications for the Senate Environment and Public Works Committee. The committee chairman, Republican Sen. James Inhofe of Oklahoma, has enraged environmentalists by calling global warming alarmist and a hoax.
Morano was invited to be part of a panel discussion on how best to convey the issue of climate change in the media. His fellow panelists, including Jules Boykoff of Pacific University in Oregon, argued that skeptics actually get too much attention in the press.
Efforts by journalists to create "balanced" stories on global warming allow "a handful of skeptics ... to be treated as equals to thousands of scientists," said Boykoff, an assistant professor in the department of politics and government.
Og auðvitað er þetta hið raunverulega vandamál. Efasemdarmenn eins og Inhofe senda blaðafulltrúa sína á ráðstefnur, þar sem saman eru komnir helstu alvöru vísindamenn sem eru að rannsaka loftslagsbreytingar - og svo þegar blaðafulltrúinn kemur til baka getur Inhofe haldið því fram að hann hafi það frá "þátttakendum" á ráðstefnunni að umhverfisvernd sé einhverskonar heilaþvottastarfsemi, og geta líka haldið því fram að "sumir af þátttakendunum" á ráðstefnunni hafi efasemdir - svo mætir Inhofe í "viðtal" á Fox þar sem hann getur haft allt þetta yfir, og áhorfendur sem sitja heima geta sagt við sjálfa sig: "þetta gróðurhúsalofttegundamál virðist allt vera málum blandið og það virðast vera uppi skiptar skoðanir um það... þar með er kannski best að bíða þar til "all the facts are in" og vera ekki að rasa að neinu..."
Ég hef reyndar aldrei skilið af hverju fréttamenn og blaðamenn finna sig knúna til þess að þurfa að sýna að öll mál hafa "tvær hliðar", því sum mál hafa ekki nema eina hlið - og önnur þrjár og fjórar hliðar. Þessi hugmynd um að það þurfi að gefa "báðum hliðum" rými í umfjöllun er sérstaklega útbreidd hér í Bandaríkjunum, og hefur eitthvað með sjúklega kurteisi bandaríkjamanna að gera. Ég segi sjúklega, því kurteisi bandaríkjamanna er oft ekkert annað en sjúkleg. Eftir að hafa t.d. horft á Borat get ég ekki sagt annað en að umburðarlyndi og þolinmæði Bandaríkjamanna sé nánast óskiljanleg. Það er vinsælt hjá "upplýstum" Evrópubúum að tala um fordóma og kynþáttahatur bandaríkjamanna, hroka þeirra og sjálfsánægju, og þó það sé mikið til í því að það séu rasistar og hálfvitar í Bandaríkjunum (eins og á Íslandi og í öðrum löndum!) eru alvarlegust vandamál bandaríkjanna ekki hroki eða rasismi - heldur kurteisi! Það hefði t.d. mátt benda á það fyrir kosningarnar 2000 að annar frambjóðandinn væri hálfviti og augljóslega ekki starfinu vaxinn, meðan hinn frambjóðandinn væri augljóslega vitiborin manneskja. En ónei. Og sama gildir um hómófóbíuna í "trúuðum" bandaríkjamönnum. Meira að segja NPR (Sem er nokkurskonar RÚV kananna) leyfir sér að fjalla um viðhorf "trúaðra" bandaríkjamanna til samkynhneigðar eins og það sé einhverskonar spurning um "skoðun" eða "trú", þegar hómófóbía er það sem hún er: mannhatur og fordómar.
En Repúblíkanaflokkurinn undir handleiðslu Bush og Rove hefur komist að því að það er miklu auðveldara að stjórna þegar öll mál eru flækt með því að halda því fram að það séu margar hliðar á öllum málum, og að það sé fullkomlega legitimate að leyfa "umræðu" um hvort sköpunarsaga biblíunnar eða vísindi lýsi betur gangi veraldarinnar. Það sem er skelfilegast er að þetta væri ekkert vandamál ef Demokrataflokkurinn og skynsamt og upplýst fólk í Bandaríkjunum hefði bein í nefinu til þess að standa upp og kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Sem betur fer virðist sem demokrataflokkurinn hafi loksins vaknað upp og sé tilbúinn til þess að benda á að raunveruleg vandamál séu mikilvægari en ímynduð vandamál, það sé til dæmis mikilvægara að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir almenning en að banna fánabrennur, eða að það sé alvarlegra að ríkissjóður sé að verða gjaldþrota og þúsundir manna séu drepnir að ástæðulausu en að samkynhneigðir fái að giftast!
Vandamálið er að menn eins og Inhofe, sem er augljóslega hálfviti, fær að vaða uppi og senda út fréttatilkynningar þar sem sameinuðu þjóðirnar eru ásakaðar um lygar og heilaþvott vegna þess að þær vilja hvetja fólk til þess að taka ábyrgð á umhverfismálum. En við Íslendingar ættum ekki að vera of roggin með okkur - því við erum fólk sem heldur að Árni Johnsen eigi erindi á þing! Meðan Íslendingar kjósa menn eins og Árna og Magnús Þór Hafsteinsson á þing hafa þeir ekki efni á að hlæja of mikið að Bandaríkjamönnum. En sem betur fer er fólk á Íslandi sem er tilbúið til að kalla hlutina sína réttu nöfnum; Árna glæpamann og Magnús fífl.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 18.11.2006
Karl Rove að yfirgefa Bush?
Fyrst var það Rumsfeld, og nú er það Rove! Samkvæmt orðrómi á pólítískum bloggsíðum í Bandaríkjunum ætlar Bush að losa sig við Karl Rove, sem hefur verið uppnefndur "pólítískur snillingur" og "heili Bush". Ástæðan á víst að vera sú að Rove stendur í vegi þess að foresetinn geti þóst vera "bipartisan" og unnið með demokrataflokknum, svona fyrst þeir demokratarnir hafa náð völdum í báðum deildum þingsins. Samkvæmt The White House Bulletin, (sem krefst áskriftar):
The rumors that chief White House political architect Karl Rove will leave sometime next year are being bolstered with new insider reports that his partisan style is a hurdle to President Bushs new push for bipartisanship. Karl represents the old style and hes got to go if the Democrats are going to believe Bushs talk of getting along, said a key Bush advisor.
Other elements are also at play: The election yesterday of Sen. Trent Lott to the number two GOP leadership position in the Senate is also a threat to the White House and Rove, who worked against him when he battled to save his majority leaders job after his insensitive remarks about Sen. Strom Thurmond.
And insiders report that Bush counsel Harriet Miers isnt a fan, believing that Rove didnt do enough to help her failed Supreme Court nomination among conservatives. In fact, one top West Wing advisor said that the unexpected ouster of Rove aide Susan Ralston over ethics questions was orchestrated by Miers as a signal to Rove to leave. The advisor said that Rove is aware of the situation and that a departure might come in weeks, not months. A Rove ally, however, noted that he has a record of out-witting his critics.
Ergileg ummæli forsetans eftir kosningarnar þess efnis að hann hefði augljóslega lagt harðar að sér en Rove í kosningabaráttunni komu sumum á óvart - því forsetinn er ekki vanur að láta styggðarorð falla um "arkítektinn". Það virðist þó eitthvað málum blandið hvort Rove sé á förum, því fyrir Insightmag flutti fyrir stuttu fréttir þess efnis að Bush myndi halda í Rove "til loka kjörtímabilsins". Insightmag er lokað öðrum en áskrifendum, og þar sem ég hef ekki efni á að kaupa mig inná hægrisinnuð veftímarit, þurfti ég að treysta á endursögn Free Market News Network:
President Bush has decided to keep White House Deputy Chief of Staff Karl Rove on his team for the remainder of his administration despite disappointment over the recent election outcome, according to InsightMag.com.
A source told InsightMag.com that the president was especially concerned that Rove might write a memoir about his White House experience. Unlike other reports on the White House under the current administration, a negative "tell-all" by Rove - President's Bush's closest political confidante - would be difficult to shrug off or deny.
The administration has been hit by a wave of defections, with more administration staffers reportedly planning to leave as Bush seeks some level of cooperation with the Democratic-led Congress. So far, Rove appears to be an exception, despite bearing the brunt of criticism for the Republicans' loss of power.
Nú er rétt að hafa í huga að fyrir kosningar lofaði Bush líka að Rumsfeld myndi vera kyrr til "loka kjörtímabilsins" - og það er aldrei að vita nema "til loka kjörtímabilsins" sé einhverskonar reúblíkanískt dulmál, og þýði að viðkomandi verði rekinn einhverntímann í næstu viku. Mér finnst líka mjög ólíklegt að Rove myndi fara að skrifa "tell all" bók um störf sín fyrir Hvíta Húsið. En eitt er víst: Ef Rover fer er smá séns að forsetinn geti unnið með demokrötunum, því það er sennilega ekki neinn maður sem demokrataflokkurinn hefur meiri ímigust á en Karl Rove.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 17.11.2006
Shelley Sekula-Gibbs: nógu íllgjörn til þess að græta fyrrverandi starfsmenn Tom DeLay
Shelley Sekula-Gibbs tók við sæti Tom DeLay, sem gerði "tæknileg mistök" (það heitir það þegar þingmenn þiggja mútur, brjóta lög og stela peningum skattgreiðenda) og þurfti að segja af sér þingmennsku. Í kosningunum fyrir viku kusu íbúar Sugar-Land og 22 kjördæmis Texas Sekula-Gibbs til þess að taka við sæti DeLay í þær sjö vikur sem eftir eru af þessu þingi, en í almennu kosningunum, þ.e. þar sem kosið var um hver skyldi fulltrúi kjördæmisins næsta kjörtímabil, tapaði Sekula-Gibbs fyrir demókratanum Nick Lampson.
En Sekula-Gibbs ætlar ekki að sitja auðum höndum þær fáeinu vikur sem hún fær að þykjast vera þingmaður í Washington. Hún lýsti því yfir að hún ætlaði að lækka skatta, herða á innflytjendalöggjöfinni, reisa girðingu meðfram landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og almennt gera allsherjar skurk... Það var samt ekki djörf frammistaða hennar í baráttunni gegn sköttum eða útlendingum sem hefur vakið mesta athygli, því Sekula-Gibbs virðist vera jafn galin og Katherine Harris og íllgjörn og Jean Schmidt. Sekula-Gibbs var svo vond og andstyggileg að allir starfsmennirnir á þingskrifstofu hennar gengu út á þriðjudaginn!
Sekula-Gibbs erfði nefnilega skrifstofu Tom DeLay og með henni alla fyrrverandi starfsmenn hans. Þetta er semsagt fólk sem hefur unnið undir stjórn harðjaxls sem lét kalla sig "the hammer" - og er því öllu vant. En eftir að hafa unnið fyrir Sekula-Gibbs í fáeina daga var þetta fólk búið að fá nóg! Starfsmannastjóri skrifstofunnar hafði þetta að segja:
Never has any member of Congress treated us with as much disrespect and unprofessionalism as we witnessed during those five days, he said. He declined to detail specific behavior.
Ástæður uppþotsins eru eitthvað óljósar - það hefur enginn viljað segja hvað Sekula-Gibbs á að hafa gert eða sagt. Hún þarf að vera reglulega mikið ílla innrætt til þess að starfsmenn Tom DeLay gangi út. Samkvæmt orðrómum á internetinu hefur uppreisnin eitthvað með það að gera að Sekula-Gibbs trompaðist þegar Bush bandaríkjaforseti og Dick Cheney mættu ekki í einhverskonar opið hús sem hún hélt á mánudaginn. En það er ekki allt búið - því Sekula-Gibbs hefur heimtað opinbera rannsókn á dónaskapnum í starfsmönnum DeLay:
The turmoil in newly elected Rep. Shelley Sekula-Gibbs office deepened Thursday with the Houston Republican demanding a congressional investigation of aides who quit in a mass walkout earlier this week.
Sekula-Gibbs said the staffers, holdovers from her predecessor Tom DeLay, deleted records from the offices computers Monday, the day before seven of them resigned in apparent protest of their treatment.
Ástæða þess að starfsmennirnir eyddu gögnum af tölvunum eru að vísu þeir voru að fara eftir reglum þingsins, sem segja að öllum tölvugögnum skuli eytt áður en nýjir þingmenn taka við skrifstofum. Sekula-Gibbs er læknir, og bæjarstjórafulltrúi í Huston, og þrígift. Tveir fyrstu eiginmenn hennar létust báðir óvænt... Konan er allavegana nógu scary útlítandi til þess að geta átt piparkökuhús útí skógi.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 17.11.2006
Gróðurhúsaáhrifin ekkert vandamál, því "guð er ennþá þarna uppi"
Ein mikilvægasta afleiðing þess að Macaca Allen skyldi hafa tapað fyrir Jim Webb (fyrir utan auðvitað að hafa komið fulltrúa Hins Róttæka Bylitingarflokks Alþýðunnar, Verkalýðs og Bænda, Jim Webb inn á þing!) var að Repúblíkanar þurfa að láta af nefndarforystu í öllum nefndum öldungadeildarinnar - þeirra á meðal The Senate Committee on Environment and Public Works, sem hefur yfirumsjón með umhverfismálum fyrir hönd öldungandeildarinnar. Fram til þessa hefur nefndin verið leidd af James Inhofe, sem hefur helst getið sér frægðar fyrir einkakrossferð sína gegn þeirri fáránlegu kenningu að athafnir mannsins geti haft einhver áhrif á náttúruna eða umhverfið. Samkvæmt Inhofe er keningin um gróðurhúsaáhrifin nefnilega stórfelldasta lygasúpa sem vinstrimenn hafa kokkað upp.
Inhofe mætti í eitt af þessum "viðtölum" sem Fox setur á svið fyrir þingmenn repúblíkana, og útskýrði af hverju gróðurhúsaáhrifin væru ekkert til að hafa áhyggjur af. Og það er nú nokkuð borðleggjandi: 1) Guð vakir yfir okkur, 2) Sólin hitar jörðina. Og svo talaði hann líka um einhvera vísindamenn, sem hann vildi að vísu ekki nefna á nafn, en þeir hefðu allir með tölu verið sammála honum:
INHOFE: Now look, Gods still up there. We still have these natural changes, and this is whats going on right now. New science comes out...
We had all these scientists and all of them came to the conclusion, yes, part of the globe is warming. Lets keep in mind, now, the southern hemisphere has never been warming and changing in the last 25 years. The last time I checked thats part of the globe.
But if the northern hemisphere is warming up, its not due to manmade gases. And thats what these people all come to the conclusion. And yet the other side, the far left, the George Soros, the Hollywood elitists, the far left environmentalists on the committee that I chair all of them want us to believe the science is settled and its not.
By the way, theres all kinds of new things. Gretchen, youll enjoy this. Get your violin out and get ready. They came out with a great discovery just a few weeks ago. And this came from the geophysical research letters and you know what they said? Hold on now! They said the warming is due to the sun. Isnt that remarkable?
GRETCHEN: Wow.
BRIAN: Thats a Fox News alert.
GRETCHEN: That is a Fox News alert.
Þetta er svo sannarlega fréttnæmt efni: Coocoohead Inhofe hefur komist að því að George Soros og víðfemt Kommúnístískt Hollywood samsæri sé að reyna að hylma yfir því að sólin hiti jörðina. Það er hægt að horfa á viðtalið á ThinkProgress.
Það er kannski ágætt að Inhofe hafi ákveðið að eyða seinustu dögum sínum í embætti í að boða þessa merkilegu uppgötvun, frekar en t.d. að ofsækja barnabókahöfunda. Fyrir rétt viku síðan var hann nefnilega búinn að æsa sjálfan sig upp í ægilega hysteríu yfir því að Sameinuðu Þjóðirnar skuli hafa látið gefa út barnabók sem hvetti börn til þess að umgangast umhverfið af virðingu. Bókin fjallar um bráðnun heimskautanna. Inhofe þótti þessi barnabók varhugavert dæmi um heilaþvótt, og benti sérstaklega á að bókin væri full af litríkum teikningum!
The book features colorful drawings and large text to appeal to young children.
Þetta er augljóslega það alvarlegt mál að háttsettur öldungadeildarþingmaður frá Oklahóma þurfi að láta til sín taka! Hvar væri heimurinn staddur ef Inhofe fletti ekki ofan af heilaþvottastarfsemi Sameinuðu Þjóðanna, og sendi út langar ítarlegar fréttatilkynningar til þess að ásaka barnabækur fyrir að vera með litríkar myndir?
M
Ps. Meðan ég var að "gera rannsóknir" fyrir þessa bloggfærslu mína - (maður þarf að vita hvað maður er að skrifa um, andskotinn hafi það!) - rakst ég á þessa frábæru athugasemd Inhofe um samkynhneigð:
INHOFE: As you see here, and I think this is maybe the most important prop well have during the entire debate, my wife and I have been married 47 years. We have 20 kids and grandkids. Im really proud to say that in the recorded history of our family, weve never had a divorce or any kind of homosexual relationship.
Þetta tilkynnti Inhofe í öldungadeildinni, og bætti við að hann "réði aldrei neina hommatitti í vinnu heldur..." Þetta er maður fjölskyldugilda og hreinnar samvisku.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 16.11.2006
Meira um "íhaldssama" demokrata: Jim Webb
Vinsælasti söngur íhaldsmanna undanfarna daga hefur verið sá að nýkjörnir fulltrúar demokrata séu flestir einhverskonar íhaldsmenn. Vinsælasta dæmið um "íhaldssama" demokrata er Jim Webb, sem sigraði George "Macaca" Allen í Virginíu. En Webb er ekki meiri "íhaldsmaður" en svo að hann skrifar langa grein í Wall Street Journal í gær þar sem hann lýsir þungum áhyggjum af misskiptingu auðæfa og félagslegu óréttlæti í Bandaríkjunum...
Ég held að ef fréttaskýrendur og bandarískir íhaldsmenn væru ekki í að reyna á örvæntingarfullan hátt að afneita ósigri repúblíkanaflokksins í seinustu viku myndi Webb vera uppnefndur kommúnisti og varhugaverður rauðliði! Greinin í heild sinni er bráðgóð - en ég klippti nokkra búta úr henni:
Class Struggle
American workers have a chance to be heard.
The most important--and unfortunately the least debated--issue in politics today is our society's steady drift toward a class-based system, the likes of which we have not seen since the 19th century. America's top tier has grown infinitely richer and more removed over the past 25 years. It is not unfair to say that they are literally living in a different country. Few among them send their children to public schools; fewer still send their loved ones to fight our wars. They own most of our stocks, making the stock market an unreliable indicator of the economic health of working people. The top 1% now takes in an astounding 16% of national income, up from 8% in 1980. The tax codes protect them, just as they protect corporate America, through a vast system of loopholes. ...
This ever-widening divide is too often ignored or downplayed by its beneficiaries. A sense of entitlement has set in among elites, bordering on hubris. When I raised this issue with corporate leaders during the recent political campaign, I was met repeatedly with denials, and, from some, an overt lack of concern for those who are falling behind. A troubling arrogance is in the air among the nation's most fortunate. Some shrug off large-scale economic and social dislocations as the inevitable byproducts of the "rough road of capitalism." Others claim that it's the fault of the worker or the public education system, that the average American is simply not up to the international challenge, that our education system fails us, or that our workers have become spoiled by old notions of corporate paternalism
Still others have gone so far as to argue that these divisions are the natural results of a competitive society. Furthermore, an unspoken insinuation seems to be inundating our national debate: Certain immigrant groups have the "right genetics" and thus are natural entrants to the "overclass," while others, as well as those who come from stock that has been here for 200 years and have not made it to the top, simply don't possess the necessary attributes.
Most Americans reject such notions. But the true challenge is for everyone to understand that the current economic divisions in society are harmful to our future. It should be the first order of business for the new Congress to begin addressing these divisions, and to work to bring true fairness back to economic life. Workers already understand this, as they see stagnant wages and disappearing jobs.
The politics of the Karl Rove era were designed to distract and divide the very people who would ordinarily be rebelling against the deterioration of their way of life. Working Americans have been repeatedly seduced at the polls by emotional issues such as the predictable mantra of "God, guns, gays, abortion and the flag" while their way of life shifted ineluctably beneath their feet. But this election cycle showed an electorate that intends to hold government leaders accountable for allowing every American a fair opportunity to succeed.
With this new Congress, and heading into an important presidential election in 2008, American workers have a chance to be heard in ways that have eluded them for more than a decade. Nothing is more important for the health of our society than to grant them the validity of their concerns. And our government leaders have no greater duty than to confront the growing unfairness in this age of globalization.
Verkalýðurinn þurfi að standa saman, auðæfum samfélagsins þurfi að skipta upp á réttlátari máta... Hvaða "hægrimenn" eða "íhaldsmenn" tala um stéttabaráttu, samstöðu verkalýðsins og græðgi stórkapítalistanna og nauðsyn réttlátari auðsskiptingar?
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur verið mjög forvitnilegt að fylgjast með bandarískri stjórnmálaumræðu síðan á þriðjudaginn fyrir viku. Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum að demokrataflokkurinn vann stórsigur á repúblíkönum - repúblíkanar töpuðu báðum deildum bandaríkjaþings með svo afgerandi hætti að ekki einn einasti demokrati var falldur af þingi af frambjóðendum repúblíkanaflokksins. Þessi sigur í þingkosningunum er þó bara toppurinn á ísjakanum, því banadaríkjamenn kusu líka til fylkisþinga og nokkra fylkisstjóra. Demokratarnir rúlluðu þeim kosningum öllum líka upp!
- Demokrataflokkurinn vann 6 fylkisstjórasæti - Fram að því höfðu repúblíkanar haft 28 fylkisstjóra en deomkratar 22. Nú hafa demokratar 28 en repúblíkanar 22.
- Demokrataflokkurinn náði meirihluta í níu fylkisþingsdeildum, (annað hvort efri eða neðri deild), og töpuðu einni. Demokratar hafa nú meirihluta í 56 fylkisþings-deildum , meðan repúblíkanar hafa meirihluta í 40. Samtals hafa Demokratar nærri 700 fleiri þingsæti í fylkisþingum bandaríkjanna.
- Demokratar hafa fulla stjórn í 16 fylkjum bandaríkjanna (meirihluta í báðum þingdeildum og fylkisstjóra), meðan repúblíkanar hafa fulla stjórn á aðeins 10 fylkjum.
Meðan það er kannski hægt að blása á stórsigur demokrata í þingkosningunum, og nauman sigur í öldungadeildinni - ekki að fyrir tveimur mánuðum síðan bjóst enginn við því að demokrötum myndi takast að ná öldungadeildinni - eru sigrar þeirra í fylkisþingunum það afgerandi að það er ekki hægt að halda því fram að kosningarnar hafi verið neitt annað en fullkomið og algert burst. Bandaríska þjóðin greiddi atkvæði, ekki bara gegn Bush, heldur gegn öllum repúblíkanaflokknum og fullkomlega misheppnaðri pólítík þeirra undanfarin 6, eða 12 ár, hvernig sem á það er litið. (MyDD, sem er eitt af þessum netrootsbloggum demokrataflokksins var með ágætis umfjöllun um þetta um daginn.)
En þetta hefur ekki stöðvað repúblíkana í að reyna að halda því fram að kosningarnar í seinustu viku hafi alls alls ekki verið einhverskonar áfellisdómur yfir frammistöðu þeirra. Nei, þvert á móti. Repúblíkanar og ihaldssamir fréttaskýrendur hafa keppst við að halda því fram að kosningarnar hafi verið einhverskonar sönnun á því að bandaríska þjóðin væri mun íhaldssamari en áður var haldið, og að til þess að ná aftur meirihluta þurfi repúblíkanaflokkurinn helst að þramma lengra til hægri! Nýleg kosning Trent Lott er til marks um í hvaða átt flokkurinn haldi að hann þurfi að fara. Eftir að Macaca Allen tapaði kosningu í Virginíu fyrir rasísk komment heldur repúblíkanaflokkurinn að það sé klók strategía að tefla fram Trent Lott! Manni sem hefur lýst því yfir að Bandaríkin væru betur stödd ef þau hefðu aldrei afnumið aðksilnaðarstefnu Suðurríkjanna! En Lott er góður "íhaldsmaður".
Og það er í þessari "íhaldspólítík" sem flokkurinn heldur að framtíðin sé falin. Einn af spekingum flokksins sem hefur haldið þessu fram er Tom DeLay, sem líkt og Árni Johnsen trúir því enn að hann hafi ekkert brotið af sér. DeLay er einhverskonar amatörbloggari á Redstate.com, þar sem hann tjáir sig um stjórnmál. Grein DeLay er að mestu frekar meinlausar heimspekilegar vangaveltur um mikilvægi þess að lög og reglur séu haldnar í heiðri. Jú, og frelsi. DeLay hefur með verkum sínum sýnt að hann trúir í það minnsta á frelsið, þ.e. frelsi sitt til að gera nákvæmlega það sem honum dettur í hug.
Niðurstöður DeLay eru þær að repúblíkanar hafi ekkert gert rangt þau 6 ár sem þeir hafa verið við völd, nema helst að hafa ekki verið nógu íhaldssamir:
On Wednesday the President accurately described Tuesdays election as a thumping. ...
I would assert that this election was not so much won by the Democrats as it was lost by the Republicans. Too many Republicans failed to continue an aggressive fight for the principles which bring us together as Republicans and as conservatives. ...
So for me, and I hope for many conservatives, this week is a time of reflection and rededication and not one of recrimination and retreat. The thumping I hear is of a conservative movement with a strongly beating heart.
Það er í sjálfu sér mjög skiljanlegt að Repúblíkanar á borð við Tom DeLay geti ekki horfst í augu við hið augljósa, að bandaríska þjóðin var búin að fá sig fullsadda af þeim og þessu "thumping heartbeat" þeirra. Seinustu sex árin hafa bandarískir "íhaldsmenn" fengið tækifæri til þess að gera bandaríkin að betra samfélagi, dreifa lýðræði og frelsi um heiminn. Árangurinn er ekki glæsilegur.
Ég hef enn ekki alveg áttað mig á því hver raunveruleg útkoma kosninna var. Repúblíkanaflokkurinn eins og hann lagði sig tapaði - en það er ekki enn alveg ljóst hverjir unnu. Demokrataflokkurinn, líkt og repúblíkanaflokkurinn er nefnilega "stórt tjald", og innan þess eru allt frá mjög hörðum vinstrimönnum (á borð við Wellstone, sem fórst í flugslysi fyrir fjórum árum), til moderate repúblíkana á borð við Joe Lieberman. Netroots bloggin hafa öll lýst yfir sigri progressive elementsins - og hafa þjappað sér í kringum Howard Dean, meðan Beltway og flokksestablishmentið hefur ýmist lýst yfir sigri "moderate" demokrata eða "blue dog" (þ.e. pro-military og íhaldssamari) demokrata, og hafa þjappað sér í kringum Rahm Emanuel. Pelosi sýnist mér að tileyri fyrri fylkingunni, og Murtha hinni síðari, en það er þó eitthvað óljóst líka.
En eitt er víst - yfirgnæfandi meirihluti demokrata sem voru kosnir eru "umhverfisvænni" en þeir þingmenn sem þeir sigruðu. Og það boðar gott.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkævmt rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er bara 1.1% af internetinu klám - en rannsóknin gerir enga tilraun til þess að flokka afganginn, 98.9%, niður. Mig grunar að blogg um ketti og hvað var í kvöldmatinn taki upp hærra hlutfall en öll klámvæðingin.
Bandaríkjastjórn lét gera þessa rannsókn til þess að sýna fram á hversu mikilvægt það væri að njósna um netnotkun í almenningsbókasöfnum og almennt að ritskoða allt internetið. Samkvæmt Forbes:
About 1 percent of Web sites indexed by Google and Microsoft are sexually explicit, according to a U.S. government-commissioned study.
Government lawyers introduced the study in court this month as the Justice Department seeks to revive the 1998 Child Online Protection Act, which required commercial Web sites to collect a credit card number or other proof of age before allowing Internet users to view material deemed "harmful to minors."
The U.S. Supreme Court blocked the law in 2004, ruling it also would cramp the free speech rights of adults to see and buy what they want on the Internet. The court said technology such as filtering software may work better than such laws.
The American Civil Liberties Union, which challenged the law on behalf of a broad range of Web publishers, said the study supports its argument that filters work well.
Rannsóknin sýndi nefnilega fram á að netfilterar hreinsuðu út 91% af öllu því klámi sem netið hafði upp á að bjóða, og þá stendur eftir rétt tæpur einn tíundi úr prósenti. En Bandaríkjastjórn, sem trúir á ritskoðun er samt þeirrar skoðunar að rannsóknin sanni mikilvægi þess að koma á víðtækri netritskoðun. Ég hef einhvernveginn staðið í þeirri meiningu að the world wide intertubes væru öll yfirfull af klámi og allskonar öðrum ósóma, og að útúr þeim flæddi slík holskefla af mannskemmandi og klámvæðandi efni, að siðmenningunni stafaði af því bráð hætta. 1.1% hljómar ekkert sérstaklega dramatískt. Kannski eru allar holskeflur svona ómerkilegar þegar einhver tekur sig til og fer að mæla þær?
M