Talandi Jesú Action Man - óhæfur sem jólagjöf, skv bandaríkjaher

Jeesus-man lítur út eins og Val Kilmer og tekur menn í bakaríið með handklæðinu.jpg

Jesúiðnaðurinn í Bandaríkjunum er stór bissness, því trúað fólk á ekki að þurfa að neita sér um neitt af neyslumenningunni. Hverskonar fúl kristni væri það? Að þurfa að afneita materíalískri gleði? Reyndar held ég að fílósófían sé sú að það sé hægt að gera fólk kristið og frelsa það með því að hafa nógu mikið af jesú allt í kringum mann. Sú heimspeki kemur hvergi betur fram en í allskonar jesúleikföngum. Fyrirtækið one2belief hefur látið framleiða jesú actionkalla, sem er hægt að kaupa á netinu, stykkið kostar 20 dollara, sem er hreint ekki svo mikið, ef haft er í huga að sáluheill barnanna er í veði!

Action-Jesú er hið frábærasta leikfang:

Product Features:
• 12" tall
• Fully articulated, with 18 points of articulation including hands and fingers that can gasp and hold
• Realistic eyes
• Hand-sewn cloth outfits and sandals
63 seconds of Scripture, recorded in an easy-to-memorize style.

Það er líka hægt að kaupa Móse, Davíð og Esther, og svo auðvitað Maríu Mey. Jesú er samt flottastur, langflottastur meira að segja... Samkvæmt vörulýsingunni er Jesú nefnilega mikilvæg söguleg fígura, svona ef við hefðum kannski aldrei heyrt minnst á hann:

Jesus was the most important person in history. Ever.

Móses eiginlega uppáhaldið mitt - aðallega vegna þess að hann virðist vera svolítið rangeygur og svo fer hann með boðorðin tíu. Hann er líka með einhverskonar prik sem hann getur notað til þess að slást við aðra actionkalla. Davíð er með lítinn slöngvivað en Jesú er bara með handklæði. Kannski á hann að bleyta og snúa uppá það? Það getur verið helvíti effektíft vopn í höndunum á vönum mönnum!

Svo kunna þessar fígúrur allar að tala - það er hægt að hlusta á upptökur af þeim á heimasíðunni. Jesú getur t.d. sagt: "For God so loved the world that he gave his one and only Son, that whoever believes in him shall not perish but have eternal life", og "I tell you the truth, no one can see the kingdom of God unless he is born again" - sem er flott að láta Jesú segja þegar hann gerir útaf við hina actionkallana með sprengjuvörpunni... Að vísu er leiklesturinn frekar fúll, sálarlaus og vantar alla innlifun - það hefði verið miklu flottara að láta Samuel L. Jackson tala inná Jesú.

En Marine Toys for Tots, sem er góðgerðarstofnun á vegum bandaríkjahers, sem gefur fátækum börnum leikföng fyrir jólin finnst Jesú hreint alls ekki nógu flott leikfang - one2believe reyndi nefnilega að pranga 4000 jesúköllum upp á Toys for Tots, en fengu þá alla senda aftur til baka:

Toys are donated to kids based on financial need and “we don’t know anything about their background, their religious affiliations,” said Bill Grein, vice president of Marine Toys for Tots Foundation, in Quantico, Virginia. As a government entity, Marines “don’t profess one religion over another,” Grein said Tuesday. “We can’t take a chance on sending a talking Jesus doll to a Jewish family or a Muslim family.”

Michael La Roe, director of business development for both companies, said the charity’s decision left him “surprised and disappointed.”

“The idea was for them to be three-dimensional teaching tools for kids,” La Roe said. “I believe as a churchgoing person, anyone can benefit from hearing the words of the Bible.”

Herinn hefði kannski tekið við Jesú ef hann hefði verið með eitthvað merkilegri vopn en handklæði? Talsmaður Marine Toys for Tots heldur því reyndar fram að ástæðan sé sú að Jesú sé hundfúlt leikfang:

Grein questioned whether children would welcome a gift designed for religious instruction.

"Kids want a gift for the holiday season that is fun," he said.

The program distributed 18 million stuffed animals, games, toy trucks and other gifts to children in 2005.

Pandagon sem fjallaði um þetta Jesúmál um daginn heldur því fram að þessi leikfangagjöf hafi verið úthugsað publicity-stunt: Fyrirtækið hafi fengið fullt af ókeypis umfjöllun og auglýsingu, og svo geta kristnir Bandaríkjamenn notað þetta sem enn eitt dæmið um ofsóknir á hendur kristinni trú og kristnu fólki almennt. Kristnir Bandaríkjamenn eru nefnilega margir handvissir um að þeir sæti skipulögðum ofsóknum! Það er líka orðinn fastur liður þegar líður að jólum að "kristnir" hægrimenn byrji að væla og grenja yfir því að trúlausir vinstrimenn og kynvillingalobbíið haldi úti hernaði gegn jólumum, og reyni með öllum ráðum að úthýsa trú og jesú-kristi úr jólahaldinu. Þetta ímyndaða "War on Christmas" er fastur liður í jóladagskrá Fox news og á öllum AM talk radio útvarpsstöðvum.

 

M

ps. Ég biðst afsökunar á bloggleysi undanfarinna daga - það tekur smá tíma að komast aftur í gír eftir kosningarnar!


mbl.is Góðgerðarsamtök afþökkuðu talandi Jesú-dúkkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband