Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
þri. 3.10.2006
Foley for Congress "Never too busy to spank it" T-Shirt
Foley skrifaði nokkra "naughty emails", samkvæmt Tony Snow, sem er fréttafulltrúi forsetans, og að allra mati voðalega lekkert í tauinu. Newt Gingrich segir að þingið og flokkurinn hefði ekki verið stætt á að gera neitt, því þeir hefðu verið ásakaðir um "hómófóbíu" - og Brit Hume líkir tölvupóstum og IM skrifum Foley við Clinton Lewinsky "skandalinn".
Og við getum lýst yfir stuðningi við Foley sem augljóslega er fórnarlamb einhverskonar vinstrisinnaðra nornaveiða, með því að kaupa stuttermaboli "Foley for Congress. Never too busy to spank it" - en það er ein af eftirminnilegri línum í IM skrifum Maf54 til unglingsdrengja sem voru í sumarvinnu í þinginu.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.10.2006 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stríðsrekstur og utanríkisstefna ný-íhaldsmannanna sem stjórna Bandaríkjunum verður furðulegri með hverjum deginum. Seinasta tvistið er að Bill Frist lýsti því glaðhlakkalega yfir að það þyrfti sennilega að bjóða talibönunum að taka þátt í stjórn Afghanistan. Þetta er bráðgóð hugmynd, sennilega jafn góð og hugmynd BIll O'Reilly að koma Saddam Hussein aftur til valda.
Þá væri hringurinn fullkominn - við förum í stríð til þess að dreifa lýðræði og frelsi, því við hötum harðstjóra og ólýðræðisleg stjórnvöld meira en pláguna. Svoleiðis háleit markmið krefjast þess auðvitað að við sendum þúsundir manna út í opinn dauðann (og kannski drepst eitthvað af infæddum... en "democracy is messy", eins og Rumsfeld komst svo skáldlega að orði). Og sólundum milljörðum og aftur milljörðum af almannafé í þessar vonlausu herferð, jú og köllum alla sem voga sér að efast um að þetta sé klók utanríkispólítk "svikara" og ásökum þá um að hatast við "the troops". En svo kemur í ljós að þessir vondu svikarar sem efuðust um heilindi Rumsfeld og Bush höfðu á réttu að standa, og allt fer til helvítis - og hvað gerum við þá? Gefum Frist orðið:
"You need to bring them [the Taliban] into a more transparent type of government," Frist said during a brief visit to a U.S. and Romanian military base in the southern Taliban stronghold of Qalat. "And if that's accomplished, we'll be successful."
"Approaching counterinsurgency by winning hearts and minds will ultimately be the answer," Frist said. "Military versus insurgency one-to-one doesn't sound like it can be won. It sounds to me ... that the Taliban is everywhere."
Ha? Ég sem hélt að tal væri bara fyrir einhverskonar manndómsleysur og aumingja, Bandaríkin yrðu að sýna að þau væru sterk og óhrædd og létu engan bjóða sér byrginn? Ef þetta er ekki til marks um algjört gjaldþrot utanríkisstefnu republikanaflokksins veit ég ekki hvað.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 2.10.2006
Bara sannkristnar jómfrúr sem hafa verið "brutally, brutally sodomized" mega fara í fóstureyðingu í S.D.
Eitt af þeim málum sem kosið verður um í haust er löggjöf í Suður Dakóta sem bannar nánast allar fóstureyðingar. Jerry Falwell og trúaröfl republikanaflokksins hafa barist hetjulega fyrir þessari löggjöf, sem þing fylkisins samþykkti í vetur. Þökk sé kjósendum í S.D. tókst sem betur fer að safna nógu mörgum undirskriftum til þess að löggjöfin verði borin undir vilja kjósenda í fylkinu samhliða því sem kosið er í nóvember. Ef meirihluti kjósenda samþykkir löggjöfina fær hún að standa - og skoðanakannanir benda til þess að þó meirihluti fólks í S.D. sé andsnúið fóstureyðingum telji það lögin allt of hörð.
Þessi lög eru merkileg, því yfirlýstur tilgangur þeirra er ekki bara að svifta konur í Suður Dakota öllum "reproductive rights", heldur er von republikana að þessi lög endi fyrir hæstarétti og neyði hann til að taka aftur upp Roe-vs-Wade. Von þeirra er að með liðsinni Roberts og Alito verði hægt að afnema Roe-vs-Wade.
Og þannig fjalla fjölmiðlar yfirleitt um tilraunir anti-choice aktivista, sem einhverskonar pólítík, sem eigi fullan rétt á sér, málið snúist um löggjöf, dómsúrskurði etc. Vissulega snýst þetta allt um dómsúrskurði og löggjöf, og við getum litið á andstæðingar fóstureyðinga sem hugsjónafólk sem hefur áhyggjur af "ófæddum börnum" og er í pólítík að semja lög og lagafrumvörp. En svoleiðis skilningur á andstæðingum fóstureyðinga villir okkur sýn - og til þess að skilja hverskonar fólk leiðir baráttuna gegn fóstureyðingum í Suður Dakóta er rétt að hlusta á hvað það fólk raunverulega er að segja, og velta því fyrir sér hverskonar þankagangur geti búið að baki þeim orðum.
Hvaða konur mega fara í fóstureyðingu samkvæmt republikönum í Suður Dakota? Bara hreinar meyjar sem er nauðgað- en það er ekki nóg. Bill Napoli, sem er í öldungadeild fylkisþingsins útskýrir fyrir okkur við hvaða aðstæður konur geta mögulega átt rétt á að taka sjálfar móralskar ákvarðanir um eigin líkama. Flestar fóstureyðingar eru að hans mati "convenience abortions", og þær eigi að banna, en það sé vissulega hægt að leyfa fóstyreðingar undir sérstökum aðstæðum:
A real-life description to me would be a rape victim, brutally raped, savaged. The girl was a virgin. She was religious. She planned on saving her virginity until she was married. She was brutalized and raped, sodmomized as bad as you can possibly make it, and is impregnated. I mean, that girl could be so messed up, physically and psychologically, that carrying that child could very well threaten her life. (það er hægt að lesa viðtalið í heild sinni, og horfa á það hér)
Semsagt:
- Brutally, savagely raped
- Virgin
- Religious
- Saving her virginity until marriage
- Sodomized as bad as you can possibly make it
- Physically and psychologically messed up
- Carrying the child would threaten her life
Það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hverskonar maður getur hugsað upp svona lista. Maður þarf að hafa ansi merkilegt ímyndunarafl til að raða saman setningum á borð við þær sem mr. Napoli ryður útúr sér af augljósri gleði. Þær bera líka fagurt vitni um ást Napoli á fólki - það getur enginn efast um að Napoli elski fóstur, en ég leyfi mér að efast um að maður sem getur talað á þennan hátt geti borið mikla virðingu fyrir konum. Í hans huga geta eingöngu stúlkur sem eru hreinar meyjar og fara reglulega í kirkju verið trámatíseraðar af nauðgun? Og hvaðan kemur þessi liður nr 5? Ég get kannski skilið hina liðina - ef maður er andstyggilegur trúarofstækismaður og kvenhatari myndi maður auðvitað vera þeirrar skoðunar að engar konur mættu fara í fóstureyðingu aðrar en trúræknar og hreinar meyjar - en hvaðan kemur þetta með lið númer fimm? Hvað getur það mögulega haft með þunganir og fóstureyðingar að gera?! Það er augljóst hvert hugsanirnar reika þegar Napoli liggur í rúminu á síðkvöldum og hugsar um hvernig megi svifta konur yfirráðum yfir eigin líkama.
Auðvitað eru ekki allir andstæðingar fóstureyðinga samskonar fólk og Napoli - en það er fólk eins og hann sem leiðir herferðina gegn reproductive rights.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.10.2006 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 2.10.2006
Af of miklu að taka: Spilling hvíta hússins
Leiðari Washington Post í morgun fjallar um skýrslu ríkisendurskoðunar þar sem farið er yfir spillingu í ríkisstjórn Bush - og það ætti ekki að koma neinum á óvart að umfang hennar er umtalsvert. Niðurstaða leiðarans er góð:
These dots connect to form a disturbing picture -- not so much of greed-fueled corruption as of ideologically driven coziness. Those who differ from the party line are excluded from the benefits of power, while those who toe it are welcomed and, if they err, quickly forgiven. A more responsible president would put a quick stop to this. A more responsible Congress would insist.
Hubris og heimska. Vandamálið er ekki að Bandaríkjunum sé stjórnað af íhaldsmönnum, stórkapítalistum eða heimsvaldasinnum, eins og sumt vinstrifólk heldur. Vandamálið er að landinu er stjórnað af vanhæfum skúrkum sem hafa ekki hugmynd um hvað það þýðir að stjórna löndum, hvað felst í því að bera ábyrgð.
M
mán. 2.10.2006
Af steppum kasakstan
Ég hef undanfarna daga verið að fylgjast með áróðursherferð Kasakstans hér í bandaríkjunum, og fundist frekar lítið til hennar allrar koma. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að Kasakstan sé ein allsherjar póst-sovésk auðn, þar sem ekkert annað sé að finna en yfirgefnar herstöðvar, dump fyrir kjarnorkuúrgáng, skrælnaða bómullarakra og leyfar "virgin lands" Krustsjeff. Um daginn sat ég og drakk bjór með Denis vini mínum, sem er Rússi, en fæddur og uppalinn í Kasakstan, og hann var nokkurnveginn sammála mér. Jæja, næstum. Endalaus auðnin er víst voðalega falleg.
En það er fleira í Kasakstan en leifar hrunins stórveldis og efni í grín fyrir Borat. Þaðan skýtur rússneska geimferastofnunin upp geimflaugum sínum. Og fyrir þeirri stofnun hef ég alltaf borið mjög djúpstæða virðingu. Það er eitthvað mjög svo rómantískt við að vera "kosmonaut" en ekki "astronaut".
Um daginn fjallaði BoingBoing um lendingu áhafnar 13 til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, en með þeim var geimferðalangurinn Anousheh Ansari, en hún hafði verið gestur í ISSS í næstum tvær vikur. Á myndinni eru Ansari, og geimfararnir Pavel Vinogradov og Jeff Williams, öll vafin inní svefnpoka, og rússarnir í dúnúlpum í bakgrunni. Meðan Ansari var um borð hélt hún geimferðablogg um vangaveltur sínar og upplifanir þar sem hún sveif yfir jörðinni. Og þar fær maður að vita að geimurinn lyktar eins og möndlur! Þetta vissi ég allan tímann: Himnarnir lykta eins og möndlur og marsípan:
The time went by really slowly, but finally the moment arrived and they were ready to open the hatch. Mike and Misha called me closer and told me to take a good whiff because this would be the first time I would smell SPACE.
They said it is a very unique smell. As they pulled the hatch open on the Soyuz side, I smelled SPACE. It was strange kind of like burned almond cookie. I said to them, It smells like cooking and they both looked at me like I was crazy and exclaimed:Cooking!
I said, Yes sort of like something is burning I dont know it is hard to explain
Það hlýtur að vera eitthvað mjög stórkostlegt að svífa yfir jörðinni. Þó það sé inní litlu málmhylki sem lyktar af möndlum. Reyndar lyktar blásýra líka eins og möndlur.
M
sun. 1.10.2006
Skipulagslaust undanhald Republikanaflokksins
Bandarísk stjórnmálablogg og dagblöðhafa verið undirlögð af vangaveltum um afsögn Mark Foley, eftir að upp komst um tölvupóstsendingar hans og athæfi á internetinu. Fyrstu fréttirnar af þessum bréfaskiptum Foley virtust nú kannski ekki mjög hræðilegar - og það var hægt að afsaka það að stuðningsmenn Foley reyndu að lýsa þeim sem "óþarflega vingjarnlegum", en ekki "óeðlilegum". Vissulega óviðeigandi, en ef viljinn væri fyrir hendi, gæti maður kannski ímyndað sér að Foley hefði ekki haft neinar óeðlilegar fyrirætlanir - hann sagði sjálfur að hann hafi séð sjálfan sig sem "læriföður" drengsins. En svo kom upp úr dúrnum að ABC news voru með afrit af ótal öðrum tölvupóstum og IM (instant messaging) samræðum. Það er hægt að lesa þær hér, og þær vissulega "óþarflega vingjarnlegar"... Foley segist aldrei vera of upptekinn til að "rassskella apann", eins og það útleggst á ensku: "i am never to busy haha!" og annað álíka smekklegt.
Og sagan segir að þetta sé ekki allt - það séu meira sem eigi eftir að koma í leitirnar.
En það er ekki dónaskapurinn í Foley, og næstum óskiljanlegt dómgreindarleysi sem fjölmiðlar og bloggarar hafa verið að velta sér uppúr, heldur hitt - að forysta flokksins vissi allt um athæfi Foley - (sjá líka Carpetbagger Report) og var meira að segja fyrir löng búin að sjá afrit af tölvupóstsendingum hans. Samt datt engum í hug að það væri kannski óviðeigandi að Foley væri formaður nefndar um "missing and exploited children" - þeim fannst semsagt eðlilegt að láta mann, sem þeir vissu að var að reyna að tæla ólögráða unglinga til fylgilags við sig, vera í nefnd þingsins sem átti að vernda börn fyrir akkúrat svoleiðis mönnum.
Viðbrögð flokksins hafa verið viðeigandi: afneitanir og ásakanir. Kosningarnar í haust litu nógu ílla út fyrir - og staða demokrata hefur verið að styrkjast undanfarnar vikur frekar en hitt. Og svo núna þetta! Það besta sem Republikanarnir geta núna gert er að hörfa í vörn, þ.e. koma í veg fyrir að kosningarnar verði burst, að þeir tapi jafn stórt og Demokratarnir 1994. Staðan er svo slæm að Tom Reynolds, sem er formaður NRCC, National Republican Congressional Committee, virðist ætla að fórna Dennis Hastert í þessu Foley máli - láta Hastert taka á sig alla sök fyrir að Foley var ekki afhjúpaður. Af hverju Hastert, sem er House Speaker, á að taka á sig sök er forvitnilegt - vissulega ber hann ábyrgð, því hann vissi allt um Foley, og hefði átt að aðhafast eitthvað - og hann hefur enn frekar en Foley þóst vinur og verndari barna og ungmenna. Myndin að ofan (fengin af Daily Kos) er af heimasíðu Hasterts, og þar voru líka þessar vangaveltur:
"Recent news stories remind us that there are predators using the Internet to target children," Hastert said. "And just as we warn our children about `stranger danger' when they are at the park or answering the door or telephone, we need to be aware of potential dangers in Cyberspace."
Hvernig getur Hastert varið að halda fundi um hvernig eigi að vernda ungmenni á internetinu, meðan hann heldur sjálfur hlífiskyldi yfir vinum sínum sem eru "internet predators"?
En það er samt eitthvað bogið við að Republikanar ætli sér að fórna hrók til þess að koma sér úr þessari klípu - ekki nema þeir viti að Hastert sé búinn að vera hvort sem er, eða að þeir telji stöðu sína það vonda að þeir þurfi að grípa til "desperate measures" til að bjarga því sem bjargað verður? Það, eða þeir eru á skipulagslausu undanhaldi og hafa ekki hugmynd um hvað þeir eigi til bragðs að taka?
Blaðurmaskína flokksins er reyndar komn á fullt swing, og dustað rykið (reyndar hafa þeir aldrei leyft rykinu að setjast!) af Clinton-Lewinsky "skandalnum".
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.10.2006 kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)