Hinn dularfulli Macaca fundinn

macaque.jpg

Fréttaskýrendur og George Allen hafa átt erfitt með að útskýra hvað Virginíusenatorinn átti við þegar hann kallaði hörundsdökkan áhorfanda á kosningafundi í Ágúst "macaca", og svo sömuleiðis hvað hann hafi átt við þegar hann fyrr á árum kallaði hörundsdökka samborgara sína "niggers". Það er semsagt til dýr, sem heitir Sulawesi Macaque, eða "Macaca Nigra" og er einhverskonar api, og býr dýragörðum, og vegur tíu kíló. Kannski horfði Allen á of marga David Attenborough þætti þegar hann var lítill drengur?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Matthíasson

George F. Allen heitir meðal annars eftir afa sínum Felix Lumbroso sem bjó í Túnis. Dóttir hans var Etty, móðir Allens. Í Norður-Afríku þekkist orðið macaca (einnig macaco eða macaque) og eru til dæmi um það frá sautjándu öld sem apaheiti. Í byrjun nítjándu aldar hafði það unnið sé þegnrétt í ýmsum evrópskum tungumálum og þá ýmist notað yfir apategundina eða sem niðrandi orð yfir svertingja. Þannig var það til að mynda notað á belgísku og frönsku áhrifasvæði í Afríku. Líka í Túnis. Allen lærði orðið því væntanlega af móður sinni.

Þegar Kaliforníustrákurinn George F. Allen, sem breytti sér í suðurríkjahetju, neitar því að hafa nokkurntímann sagt "nigger" er hann líklega að segja satt. Honum er tamara að segja "macaca".

Árni Matthíasson , 4.10.2006 kl. 08:17

2 Smámynd: FreedomFries

Takk fyrir kommentið! Allen er stórskemmtilegur náungi, og ég hef verið að fylgjast með honum síðan í ágúst þegar hann fór fyrst að tala um macaca, en sá ekki ástæðu til að fara að skrifa um hann fyrr en þetta macaca-gate hans var farið að koma fram í fylgistölum í skoðanakönnunum. Ég hef flokkað þær saman í sinn eigin færsluflokk hér til vinstri "macaca".

Hann er samt ekki eins galinn og Conrad Burns, sem hefur líka verið að móðga minnihlutahópa!

Magnús

FreedomFries, 4.10.2006 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband