Tekur 200.000 ár að afmá öll ummerki um manninn

timenile of doom.jpg

Hver hefur ekki velt því fyrir sér hversu lengi það myndi taka fyrir náttúruna að þurrka út öll ummerki um manninn, siðmenninguna, mannvirki, borgir og götur? Treehugger (via BoingBoing) er með gagnlega og auðlesanlega tímalínu fyrir þetta: hvenær gróður muni fela allar götur, hús hverfa og svo framvegis. Bráðnauðsynlegt fyrir alla post-apocalyptic dagdrauma! Verst að þessir umhverfisverndarsinnar virðast ekki skilja að það sem við viljum raunverulega vita er hvenær afkomendur mannkynnsins, sem hafa flúið undir yfirborðið og búa í yfirgefnum neðanjarðargöngum, munu þróa með sér telepatíska hæfileika!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvað áttu við með þessu?

"Verst að þessir umhverfisverndarsinnar virðast ekki skilja að það sem við viljum raunverulega vita er hvenær afkomendur mannkynnsins, sem hafa flúið undir yfirborðið og búa í yfirgefnum neðanjarðargöngum, munu þróa með sér telepatíska hæfileika!"

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.10.2006 kl. 21:16

2 Smámynd: FreedomFries

Komdu sæll!

Ég var nú bara að hugsa um Apaplánetuna og aðrar heimsenda/sci-fi bókmenntir...

Bestu kveðjur, Magnús

FreedomFries, 14.10.2006 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband