135 starfsmenn alríkisstjórnarinnar keyptu sér falsaðar háskólagráður

Samkvæmt AP hefur alríkislögreglan flett hulunni ofan af risavaxinni svikamyllu sem seldi hverjum sem vildi falsaðar háskólagráður:

Material provided to the defense by the Justice Department shows at least 135 government employees bought college or university degrees to use in seeking promotions or pay raises, Schweda said. The phony diplomas came from such places as St. Regis University, James Monroe University and Robertstown University.

Á meðal þeirra sem keyptu sér gráður voru háttsettir starfsmenn utanríkisþjónustunnar og starfsmenn dómsmálaráðuneytisins. Vefstjóri fyrirtækisins var ákærður fyrir að halda úti vefsíðum sem seldu sviknar háskóla og menntaskólagráður um víða veröld. Og þegar menn eru á annað borð byrjaðir á glæpastarfsemi á veraldarvefjunum er erfitt að hætta (internetpúkinn og allt það):

More than 10,000 sexually explicit images of children were found in four computers used by the Spokane-based operation, government lawyers said, but only Pearson [vefstjórinn] was named in pornography charges.

Fyrst við erum farin að tala um falsaðar háskólagráður er rétt að rifja upp söguna af Láru Callahan, sem var "deputy chief information officer" hjá The Department of Homeland Security, en hún keypti sér doktorsgráðu og heimtaði að undirmenn sínir ávörpuðu sig "doctor" Laura - og George C. Deutsch, sem Bush skipaði sérlegan útsendar sinn hjá NASA, þar sem hann sá um að ritskoða allar fréttatilkynningar og útgáfur, til að þær stönguðust ekki á við sköpunarsögu biblíunnar. Meðan Callahan hafði allavegana rænu á að kaupa sér doktorsgráðu gerði Deutsch sér lítið fyrir og laug upp BA-gráðu.

Falsaðar háskólagróður eru víst mun alvarlegra og útbreiddara vandamál en maður hefði haldið, fyrir nokkrum árum gerði ríkisendurskoðun Bandaríkjanna yfirborðskennda athugun á háskólagráðum ríkisstarfsmanna og fann yfir 1200 tilfelli þar sem fólk var að stæra sig af gráðum sem höfðu verið keyptar í svokölluðum "diploma mills".

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband