þri. 5.6.2007
Lewis Scooter Libby, Plamegate og hefndir
Washington stórstjarnan og Neocon luminary, Scooter, stundum líka kallaður "Lewis Libby" var dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir að hindra framgang réttvísinnar (samkvæmt lögum mátti dæma Scooter í 30-37 mánaða fangelsi fyrir þann glæp) og svo fékk hann líka 15 mánaða fangelsi fyrir margvísleg önnur brot - en hann afplánar báða dómana samtímis, svo fangelsisvistin verður bara rétt innan við tvö og hálft ár...
Þetta eru auðvitað gleðifréttir fyrir alla áhugamenn um Scooter "Libby" - því nú hefst áfrýjunarferlið, og það er enganveginn ljóst hvort "Libby" fái að ganga frjáls meðan hann bíður niðurstöðu. Samkvæmt AP sér dómarinn hins vegar "enga ástæðu" til að leyfa Scooter að ganga lausum meðan fjallað er um áfrýjunina:
People who occupy these types of positions, where they have the welfare and security of nation in their hands, have a special obligation to not do anything that might create a problem.
Þegar "Lewis Libby" var fundinn sekur í mars síðastliðnum þóttust margir áhugamenn um Washington og bandarísks tjórnmál sannfærðir um að Bush myndi náða Scooter - ég skrifaði þá færslu um að forsetinn myndi líklega ekki geta náðað sinn mann, án þess að brjóta eigin reglur í það minnsta (sjá hér) og nú virðist sem forsetinn ætli að standa við þessar reglur sínar: (skv. Reuters)
White House spokeswoman Dana Perino, travelling with Bush in Europe for the Group of Eight summit, said Bush felt sorry for the family of Lewis "Scooter" Libby, who was sentenced to 30 months in prison for lying and obstructing an investigation related to the Bush administration's handling of the Iraq war.
"The president said that he felt terrible for the family, especially his wife and his kids," Perino said.
But she noted that the appeals process, which could prove lengthy, was just getting under way.
"Given that and in keeping with what we have said in the past, the president has not intervened so far in any other criminal matter and he is going to decline to do so now," Perino said.
Þetta þykja ritstjórum National Review sennilega vondar fréttir, því þeir hafa krafist þess að Scooter verði umsvifalaust náðaður - enda hreinasta svívirða að jafn merkilegur maður verði látinn sitja í fangelsi. Rök NR eru að enginn "undirliggjandi" glæpur hafi verið framinn - en sú staðhæfing byggist á þeirri firru að Valerie Plame hafi ekki verið "covert agent", og að Hvíta Húsið hafi ekki svipt leynd af henni til að sverta nafn eiginmanns hennar - Joseph Wilson - sem hafði svipt hulunni af lygum Hvíta Hússins varðandi ímyndaða kjarnorkuáætlun Saddam Hussein - en samkvæmt þeirri sögu átti Saddam að hafa reynt að kaupa "yellow cake" úran frá Afríku.
Það hefur hins vegar verið sýnt og sannað að Plame var "covert" - og það hafi því verið glæpur, reyndar enginn venjulegur glæpur, heldur landráð, að opinbera nafn og starf hennar. Auðvitað snérist þetta mál ekki um Libby, heldur Cheney, en það er ekki hlaupið að því að hremma "vara" forsetann í svona máli, og því var Libby "a fall guy".
Og það er ekki gaman að vera "a fall guy" fyrir menn eins og Cheney - og þó Scooter hafi sýnt aðdáunarvert rólyndi og yfirvegun meðan á réttarhöldunum stóð, að þeim loknum, og svo aftur nú, þegar lengd dómsins var tilkynnt, var eiginkona hans ekki eins róleg. Þegar dómur var kveðinn upp yfir "Libby" í mars var hún hreint ekki ánægð. Dana Milbank á Washington Post lýsti viðbrögðum þeirra hjóna þannig:
Just after noon in the sixth-floor courtroom, when the jury forewoman read the first guilty verdict, Libby briefly closed his eyes. While she read the other counts -- he was guilty on four of five -- Libby looked at his lawyer Ted Wells, who rubbed his chin. Libby's other lawyer, Bill Jeffress, exhaled deeply.
Libby's wife, Harriet Grant, was not as composed. In the first row of spectators, she hunched over and shook. A young member of Libby's defense team put his arm around her shoulders. After judge and jury left, Grant went over to hug her husband with a furious look on her face. Three reporters heard her say what sounded like, "We're gonna [expletive] 'em."
Það þóttust allir vita hverjir þessir "them" voru sem hún ætlaði að [expletive] - Cheney, Karl Rove og yfirmenn Scooter í Hvíta Húsinu. Síðan þá hefur hins vegar ekkert heyrst af hefnd Harriet Grant, en sagan kennir okkur konur eiga það til að sitja á svona hefndum.
M
Lewis Libby dæmdur í 30 mánaða fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heiðarleikaskortur | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.