American "Family" Association kennir skorti á rasskellingum um fjöldamorðin í Virginíu

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með því hvernig sumir sjálfskipaðir talsmenn siðgæðis og fjölskyldugilda hafa brugðist við fjöldamorðunum í Virginíu (svo ekki sé talað um þá sem hafa áhyggjur af skorti á "karlmennsku" í nútímasamfélagi). Skýringarnar hafa allar verið á einn veg: Fjöldamorðin eru bein afleiðing "liberal culture". Þetta er augljóst mál: Ungur vitfirrtur maður kaupir sér byssur og drepur samnemendur sína vegna þess að vinstrimenn hafa barist fyrir því að stjórnvöld virði ákvæði stjórnarskránnar um aðskilnað ríkis og kirkju.

Það sem gerir þetta fyrirlitlega upphlaup sumra hægrimanna þeim mun athyglisverðara er að aðrir hægrimenn voru fljótir að gagnrýna vinstrimenn um að vilja "exploit the tragedy" með því að fara að tala um nauðsyn þess að lög um vopnaeign væru hert. Þetta er svosem augljóst mál líka: Umræða um vopnalög í kjölfar þess að vitfirrtur ungur maður kaupir sér byssur og drepur samnemendur sína er "exploitation of a tragedy"...

American Family Association hefur nú sent frá sér myndband "The Day They Kicked God out of the Schools", sem útskýrir fjöldamorðin "we reap what we sow", og syndir okkar eru víst margar og alvarlegar, en það sem mér fannst þó standa upp úr er að ef við bara rasskelltum börn meira, og leyfðum kennurum að lemja þau líka, myndi ofbeldi og byssuglæpir hverfa!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Enn ein ástæða þess að Púkinn er feginn að hann býr ekki í Bandaríkjunum.

Púkinn, 23.4.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þegar eitthvað er augljóst er eins og einginn komi auga á það.  Ef engin væri byssan hefði verið erfitt að drepa svona marga, nema hvað?

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.4.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: FreedomFries

Neineinei! Þetta hefur ekkert með byssur að gera - heldur skólabænir og samkynhneigð... það er líka augljóst mál að öll þessi samkynhneigð hefur rænt bandaríska háskólanema karlmennskunni sem Derbyshire og félagar hafa áhyggjur af? Meiri byssur og meiri karlmennska hefði komið í veg fyrir voðaverkið?

Mér finnst þetta myndband og umræða Derbyshire um karlmennskuskort merkileg vegna þess að það veitir mikilvæga innsýn í þetta félagslega vandamál, að ungir karlmenn (í Bandaríkjunum, frekar en annarstaðar) skuli grípa til þess, í einhverri skelfilegri sálarangist, að myrða fólk í tugatali. Ég efast ekki um að AFA hafi einlægar áhyggjur af ástandi bandarískrar menningar og samfélags - og er alveg til í að gefa Derbyshire og hinum hálfvitunum "the benefit of the doubt".

En hvað segir það okkur að áhrifamikið fólk sem hefur aðgang að víðlesnum fjölmiðlum eða rekur fjöldasamtök á borð við AFA skuli telja að fjöldamorð séu afleiðing af skorti á skólabænum? Mín tilfinning er að þetta sýni betur en flest annað hversu einkennileg umræða um félagsleg vandamál er í Bandaríkjunum, þar sem stjórnmálamenn hafa keppst við að sannfæra fólk um að alvarlegustu samfélagsmeinin séu fánabrennur, fóstureyðingar, femínismi og samkynhneigð. Fyrir vikið er allri alvarlegri umræðu drepið á dreif og eftir standa jólasveinar eins og AFA sem geta þóst vera alvöru þáttakendur í samfélagsumræðunni. En það getur allt sæmilega skynsamt fólk verið sammála um að myndband á borð við þetta er ekki uppbyggilegt framlag til umræðu um alvarlegt félagslegt vandamál. Guð hefði stoppað fjöldamorðingjann ef við bara létum börn biðjast fyrir í skólum og rasskelltum þau á kvöldin?!

Ég er ekki að kenna AFA eða repúblíkönum um fjöldamorðin - ekki einu sinni Bush eða NRA, heldur vil ég halda því fram að þeir beri ábyrgð á ástandi þjóðfélagsumræðunnar.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 24.4.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband