Svar Bush við kröfum um að Gonzales segi af sér: "Screw you"

Karl Rove flips the North American birdEftir hörmulega frammistöðu Dómsmálaráðherra Bush, Alberto Gonzales fyrir þingnefnd hafa bandarískir fjölmiðlar nokkurnveginn allir komist að sömu niðurstöðu: Það sé bara tímaspursmál hvenær dómsmálaráðherran verði látinn fjúka. Fjölmiðlar benda á að Gonzales eigi nánast enga stuðningsmenn innan Repúblíkanaflokksins - aðeins einn repúblíkani í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar hefur lýst yfir stuðningi við Gonzales, meðan aðrir hafa krafist þess opinberlega að hann segi af sér. Skv. New York Times:

Not a single Republican, with the possible exception of Senator Orrin G. Hatch of Utah, came to Mr. Gonzales's defense — not even his old Texas friend Senator John Cornyn. And Mr. Gonzales did not help himself with his testimony that while he took full responsibility for removing federal prosecutors, he did not have a clear idea of why he had done so in some cases until he reviewed paperwork after the dismissals.

Áhrifamiklir íhaldsmenn í Repúblíkanaflokknum hafa krafist þess að Gonzales segi af sér, þeirra á meðal Tom Coburn:

On Thursday, one did: Senator Tom Coburn of Oklahoma, who told Mr. Gonzales pointedly that he should resign. "I believe you ought to suffer the consequences that these others have suffered," the senator said, referring to the United States attorneys who had been forced out. Mr. Coburn added that he believed "the best way to put this behind us is your resignation."

Íhaldsmenn innan flokksins hafa reyndar alltaf haft horn í síðu Gonzales, og fréttaskýrendur hafa bent á að hann hafi raunverulega aldrei notið nens stuðnings innan flokksins - "bakland" dómsmálaráðherrans hefur alla tíð verið forsetinn, hvorki þingflokkurinn né kjósendalið flokksins. 

Það skiptir því öllu máli að hann nýturenn stuðnings forsetans. Forsetinn var fljótur að lýsa yfir stuðningi við Gonzales eftir yfirheyrsluna, og hefur síðan þá ítrekað stuðning sinn. En sá stuðningur snýst þó meira um pólítík en hæfileika ráðherrans og getu til að sinna starfi sínu. Samkvæmt heimildamanni Newsweek í Hvíta Húsinu:

One White House adviser (who asked not to be ID’ed talking about sensitive issues) said the support reflected Bush’s own view that a Gonzales resignation would embolden the Dems to go after other targets — like Karl Rove. “This is about Bush saying, ‘Screw you’,” said the adviser, conceding that a Gonzales resignation might still be inevitable. The trick, said the adviser, would be to find a graceful exit strategy for Bush’s old friend.

Repúblíkanar standa nefnilega frammi fyrir mjög erfiðu vali, því þeir hafa ekki viljað viðurkenna að hér sé neinn "alvöru" skandall á ferð, heldur sé þetta dæmi um einhverskonar nornaveiðar. En eftir frammistöðu Gonzales í seinustu viku er öllu sæmilega vitibornu fólki orðið ljóst að hann er óhæfur sem stjórnandi. Frammistaða hans í saksóknaramálinu er það léleg að hann ætti að missa starf sitt fyrir það eitt - algjörlega óháð því hvort pólítísk hreinsun á saksóknurum (sem á sér ekkert fordæmi) sé skandall eða ekki. Afsakanir og útskýringar Gonzales hafa ekki slegið á gagnrýni, heldur kynt undir grunsemdum. Og undir eðlilegum kringumstæðum ætti ráðherra, ég tala nú ekki um dómsmálaráðherra, sem grefur undan tiltrú almennings á heiðarleika stjórnvalda, ríkisins og forsetaembættisins, að láta af störfum.

Allt þetta mál er hins vegar það skrýtið og grunsamlegt að maður þarf ekki að vera einhverskonar vænisjúkur samsæriskenningafræðingur til þess að gruna að það sé eitthvað meira á seyði. Af hverju, t.d. þykist Gonzales ekki muna hver samdi listann yfir hvaða saksóknara ætti að reka?! Maðurinn rekur 8 saksóknara - og þykist ekki geta munað af hverju, né hver ákvað hvaða saksóknara ætti að reka?

Annað hvort samdi Gonzales þennan lista sjálfur, og vill núna ekki kannast við það - eða, einhver annar samdi listann og Gonzales var einvörðungu að fylgja skipunum. Og hver getur skipað dómsmálaráðherranum að ráða eða reka fólk?

Í ljósi þess hversu oft nafn Karl Rove kemur upp í tölvupóstsendingum dómsmálaráðuneytisins og skjölum, virðist eðlilegt að menn gruni að Rove hafi verið eitthvað viðriðinn saksóknarahreinsunina. Framangreind ummæli heimildamanns Newsweek benda enda í þessa átt: Forsetinn vill ekki reka Gonzales, því það myndi "embolden the Dems to go after other targets — like Karl Rove."

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband