Karl Rove undir rannsókn OSC vegna umfangsmikillar pólítískrar spillingar

Rove enn og aftur að sýna blaðaljósmyndurum hvað hann kann í fingramáli...The Office of Special Councel er embætti sem sér um rannsóknir á lögbrotum og yfirsjónum ríkisstarfsmanna, sérstaklega brot á lögum sem banna bandarískum ríkisstarfsmönnum að nota embætti sín eða aðstöðu til að reka erindi eins stjórnmálaflokks frekar en annars. Það fer yfirleitt mjög lítið fyrir þessari skrifstofu, og fjölmiðlar hér vestra lýsa henni sem "an obscure federal investigative unit", aðallega vegna þess að embættið lætur háttsetta embættismenn yfirleitt í friði.

Það vekur því óneitanlega athygli að OSC skuli hafa hafið rannsókn á embættisfærslum og umsvifum Karl Rove! Skv. LA Times:

...the Office of Special Counsel is preparing to jump into one of the most sensitive and potentially explosive issues in Washington, launching a broad investigation into key elements of the White House political operations that for more than six years have been headed by chief strategist Karl Rove.

The new investigation, which will examine the firing of at least one U.S. attorney, missing White House e-mails, and White House efforts to keep presidential appointees attuned to Republican political priorities, could create a substantial new problem for the Bush White House. 

First, the inquiry comes from inside the administration, not from Democrats in Congress. Second, unlike the splintered inquiries being pressed on Capitol Hill, it is expected to be a unified investigation covering many facets of the political operation in which Rove played a leading part.

Ástæða rannsóknarinnar er vitaskuld að nafn Karl Rove hefur komið óeðlilega oft upp í tengslum við grunsamlegar embættisfærslur. Það er einfaldlega of margt sem bendir til þess að Rove hafi beitt áhrifum sínum innan Hvíta Hússins til þess að þrýsta á ríkisstarfsmenn til að taka pólítískar ákvarðanir, eða haga embættisfærslu sinni með þeim hætti að það þjónaði hagsmunum Repúblíkanaflokksins.

The question of improper political influence over government decision-making is at the heart of the controversy over the firing of U.S. attorneys and the ongoing congressional investigation of the special e-mail system installed in the White House and other government offices by the Republican National Committee. 

All administrations are political, but this White House has systematically brought electoral concerns to Cabinet agencies in a way unseen previously.

For example, Rove and his top aides met each year with presidential appointees throughout the government, using PowerPoint presentations to review polling data and describe high-priority congressional and other campaigns around the country.

Some officials have said they understood that they were expected to seek opportunities to help Republicans in these races, through federal grants, policy decisions or in other ways.

Þó sum lönd, eins og Kína og Norður Kórea, geri engan greinarmun á flokknum og ríkinu er ákveðin hefð fyrir því í lýðræðislegum réttarríkjum að skilja hér á milli - ríkið og stofnanir þess eru ekki herfang þess flokks sem sigrar kosningar, og það er ekki eðlilegt að stjórnmálamenn beiti ríkinu og stofnunum þess til þess að klekkja á pólítískum andstæðingum. Karl Rove hefur kerfisbundið unnið gegn þessari grundvallarhugmynd.

Bloch said the new investigation grew from two narrower inquiries his staff had begun in recent weeks.

One involved the fired U.S. attorney from New Mexico, David C. Iglesias.

The other centered on a PowerPoint presentation that a Rove aide, J. Scott Jennings, made at the General Services Administration this year.

That presentation listed recent polls and the outlook for battleground House and Senate races in 2008. After the presentation, GSA Administrator Lorita Doan encouraged agency managers to "support our candidates," according to half a dozen witnesses. Doan said she could not recall making such comments.

Nei, því starfsmenn Hvíta Hússins eru allir minnislausir þorskar? Ósvífni Rove er reyndar ansi merkileg - því hann sat sjálfur yfir fjölda funda, og það er því fjöldi vitna að þessum umsvifum hans öllum. Rove, og talsmenn Hvíta Hússins, hafa bent á að það sé ekkert óeðlilegt við að ríkisstarfsmenn og pólítískt skipaðir embættismenn, sitji fyrirlestra þar sem rætt sé um stjórnmál. Það vekur hins vegar grunsemdir hversu oft þessir fundir voru haldnir, og efni þeirra, og skilaboð - að verkefni allra ríkisstarfsmanna væri að tryggja áframhaldandi valdasetu repúblíkana - eru hins vegar frekar vafasöm:

During such presentations, employees said they got a not-so-subtle message about helping endangered Republicans. ... Whether legal or not, the multiple presentations revealed how widely and systematically the White House sought to deliver its list of electoral priorities.

---

OSC, undir stjórn Scott J. Bloch, verður seint sökuð um að vera einhverskonar handbendi demokrataflokksins - Bloch var skipaður af Bush fyrir þremur árum, og hafði fram til þess verið í dómsmálaráðuneytinu, þar sem hann vann fyrir "the Task Force for Faith-based and Community Initiatives". Bloch virðist líka vera fanatískur siðapostuli - hann hefur ofsótt samkynhneigða undirmenn og bannað kvenkyns starfsmönnum að ganga í of stuttum pilsum... Þó það séu ekki öll kurl komin til grafar virðist þetta mál því varla afskrifað sem einhverjar "liberal" ofsóknir.

UPDATE:

Þeir sem efast um pólítískt inntak þessara fyrirlestra er bent á C-Span upptöku af þingyfirheyrslu yfir General Services Administration Chief Lurita Doan fyrir nokkrum vikum síðan. Aðstoðarmaður Rove hélt einn af fyrirlestrum sínum á skrifstofu Doan, sem þykist ekki muna eftir fundinum... Bruce Braley, þingmaður demokrata, sýnir Powerpoint skyggnur fyrirlestrarins, en Doan getur ekki gefið neinar skynsamlegar skýringar á því af hverju "saklaus" fyrirlestur um stjórnmálaástand snúist allur um kosningarnar 2008, hvaða kjördæmi séu "House Targets", hver "Senate Targets", í hvaða fylkjum séu tækifæri fyrir "Republican Offense," eða "Republican Defense." Samkvæmt vitnum á fundinum á Doan að hafa spurt hvernig skrifstofa hennar gæti "hjálpað okkar frambjóðendum".

Alltsaman afskaplega saklaust?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband