Getuleysi og ofstjórn

Í nýlegri grein á slate.com (http://www.slate.com/id/2141588/) fjallar Jacob Weisberg um hvernig fyrsti MBA forseti Bandaríkjanna virðist gersamlega ófær um að reka ríkisstjórn - hann hafi umkringt sig af vanhæfum apaköttum á borð við Brownie sem fékk að stjórna FEMA. Weisberg kemst að þeirri niðurstöðu að sennilega sé hér ekki um að ræða einfalt getuleysi eða vanhæfni, heldur sé þetta líklega partur af stærra plotti, nefnilega að grafa undan ríkinu með því að keyra út allt hæft starfsfólk, og fylla þess í stað stjórnunarstöður af gersamlega vanhæfu fólki. Það hljómar reyndar mjög sannfærand: Í stað þess að leggja til beinnar atlögu við alríkisstjórnina hafi Republikanar kosið að eyðileggja ríkið innanfrá: gera gat á ríkissjóð og eyðileggja tilrú almennings á öllum ríkisstofnunum.

Ég hef ákveðna tilhneygingu til að kaupa þessa skýringu, nema hvað það er ýmislegt sem mælir gegn henni - nefnilega helst að það bendir allt til þess að forsetinn og helstu áhangendur hans séu of vitlausir til að geta kokkað upp jafn umfangsmikið plott. Einfaldari skýring, og mun trúverðugri, er einfaldlega að Bush og nánustu stuðngingsmenn hans kunni ekki að greina á milli hugmyndafræði og hæfileika. Í öllum embættisveitingum virðist hugmyndafræði og persónuleg tryggð ráða öllu.

Samsærisniðurstaða Weisberg er reyndar meira grín en alvara - því hann bendir einnig á að Bushstjórnin minni meira á hirð en ríkisstjórn í lýðræðisríki, og ef marka má nýleg ummæli W, um að bróðir hans Jeb myndi verða 'great' eða 'awfully good president' (sjá Washington post 11 maí), og svipuð ummæli George Bush eldri, er það akkúrat áætlun þessara manna - að koma upp ættgengu, imperial presidency.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband