Nú, það þjóðargjaldþrot við $10 trilljónir, ekki 8...

 Fréttir af ríkisfjármálum og skuldum eru yfirleitt ekki efst á leslista fólks, og svo hafa tölur ákveðna tilhneygingu til að skapa þoku og áhugaleysi hjá fólki. En maður kemst varla hjá því að klóra sér í hausnum þegar fréttir af áætlunum bandaríkjaþings um að hækka lögbundið hámark skuldasöfnunar bandaríska ríkisins upp í 10 trilljónir bandaríkjadala... (Trilljón í USA er 1.000 milljarðar. Þetta eru því skitnar 10 þúsund milljarðar dollara, sem jafngildir uþb 700 þúsund milljörðum króna.) Þegar núverandi stjórnvöld komust til valda var lögbundið hámark ríkisskulda 5.95 billjónir.

Nú á sama tíma berjast repúblíkanar við að reyna að selja sjálfa sig sem einhverskonar 'fiscal conservatives' í augum almennings - sem varðhunda almannafjár. Hvað sem öðru líður kemur að skuldadögum, fyrr en síðar, og þegar kemur að því að ákveða hver fái að borga skuldirnar verður ekki gaman að vera pólitíkus...

Another Possible Bump to the Debt Ceiling:

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/05/08/AR2006050801425.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband