Nytt Narrative fyrir Bandarikin

Síðan í upphafi níunda áratugarins hafa bandarísk sjórn og samfélagsmál verið dómineruð af íhaldsmönnum. Undir leiðsögn Ronald Reagan komust republikanar til valda, og hafa verið við völd síðan. Að vísu hafa demokratar haft Hvíta húsið og meirihluta í þinginu og öldungadeildinni á undanförnum tveimur og hálfum áratug, en það er enginn vafi á að republikanar hafa haft efri höndina allan þennan tíma.

Það er hefð fyrir því að tímasetja núverandi meirihluta íhadsaflanna á miðjum tíunda áratugnum þegar 'ungir' republikanar undir leiðsögn Newt Gingrich tóku meirihluta í þinginu sem hafði verið í höndum demokrata í meira en mannsaldur. Þessi 'republican revolution of 94' var þó ekki annað en hápunktur umbyltingar sem hófst mun fyrr - umbyltingar sem Reagan á heiðurinn að. Því þótt 'the gipper' sé af flestum öðrum en republikönum álitinn hálfgert skoffín, átti hann þó heiðurinn að einhverri merkilegustu endurskrifun pólitíska landslagsins í bandaríkjasögu. Reagan tókst að sameina öll hægriöfl bandaríkjanna - frá frjálshyggjumönnum, til stækustu afturhaldsaflanna. Því þó það sé viðtekinn 'sannleikur' að vinstrimenn séu í eðli sínu sundurlyndir og hægrimenn séu samheldinn hópur, á þetta alls ekki við um Bandarísk hægriöfl. Það er haf og himinn á milli heimsmyndar frjálshyggjumanna og trúarofstækisaflanna sem hafa stutt Republikanaflokkinn. Galdur Ragan var að tjalda upp 'the big tent' sem allir gátu búið í sátt og samlyndi undir. Eða í það minsta sleppt því að rífast, og sameinast um aðeins eitt markmið: að komast til valda.

Límið sem hélt þessu tjaldi saman var í stuttu máli 'menningarstríðin' eða 'the culture wars' sem hafa verið rauður þráður í bandarískjum stjórnmálum síðan á sjöunda áratugnum. Það er of langt mál að rekja sögu þessara átaka hér, en í þessu 'stríði' gátu mjög ólík öfl á hægrivængnum fundið sameiginlegar víglínur, og snúið vörn í sókn gegn vinstrimönnum sem höfðu, ef svo má segja 'overreached' í sókn sinni fyrir frjálslyndum umbótum.

Útlendingar eiga oft erfitt að skilja íhaldssemi bandaríkjamanna - og ímynda sér að á bak við hana sé einhver einn straumur, einhver einn þráður. Þegar kemur að því að skilja úr hverju þessi þráður sé buinn til enda sjálfumglaðir evrópubúar yfirleitt á klassísku skýringunnu um fáfræði og fyrringu bandarísks samfélags. Frá sjónarhorni Evrópu er bandarískt stjórnmálalandslag nokkuð einfalt: annarsvegar er það Bush, sem stendur í huga Evrópubúa fyrir heimsku, fyrringu, stríðsgleði, og gott ef ekki græðgi og almenna íllsku bíblíuveifandi, byssueigandi og hamborgaraétandi þjóðar. Á hinn bóginn eru það demokratar og einhver ílla skilgreind framfaraöfl. Bill Clinton fékk að vera ímynd þessara framfaraafla í hugum evrópumanna. Þetta er hins vegar alröng heimsmynd. Það er ekkert í 'þjóðarsál' bandaríkjanna sem skýrir fylgi Republikanaflokksins, nema ef vera skyldi að þeim tókst, með einhverjum óskiljanlegum hætti (stjórnmálaskýrendur í USA hafa ekki enn getað skýrt þetta fyrirbrigði með sannfærandi hætti) að hitta á strengi sem snertu meirihluta kjósenda. Demokratar hafa hins vegar ekki enn getað fundið neitt sambærilegt.

Það er full ástæða til að rifja þetta allt upp núna, því að á undanförnu ári eða svo hafa viss merki verið að koma fram um að það séu að verða söguleg umskipti í bandarískri stjórnmalasögu - en eins og öll söguleg umskipti ganga þau frekar hægt, og það er enn engin leið að segja hvort að þau gangi yfir í kipp eða ekki, og það er sömuleiðis ennþá ómögulegt að segja hvort að demokratar geti snúið þessum umskiptum sjálfum sér til góða. Í dag birtist í New York Times grein um leit þeirra að nýu 'narrative' til að bjóða kjósendum upp á. Í stuttu máli sagt, hafa demokratar ekkert almennilegt narrative upp á að bjóða: þeir hafa enga pólitíska sýn. Það er ekki pólitísk sýn að bola spilltum pólitíkusum úr embætti, það er jafnvel ekki pólitísk sýn að vilja velta vanhæfum apaketti úr stóli forseta.  Ég held að lykillinn liggi í að demokratar finni leið til að sameina frjálslyndu öflin - og með því á ég ekki við 'vinstrimenn', því vinstrivængur stjórnmálanna er þéttsetinn af allskonar radikölum, vinstri-grænum og öðrum afturhaldsöflum. Fólki sem vill rúlla 'nútímanum' eins og hann leggur sig, með iðnvæðingunni, neyslu og fjöldasamfélaginu, til baka. Anti-glóbalization anarkistarnir eiga um markt mun meira semeiginlegt með milleneríustum í republikanaflokknum en með venjulegm blue-collar kjósendum demokrata. Innan Republikanaflokksins er hins vegar breið fylking frjálslyndra afla, sérstaklega meðal frjálshyggju-armsins. Log cabin republicans eiga í raun sanni ekkert sameiginlegt með the religious right. Það er þetta óeðlilega bandalag sem Demokratar þurfa að kljúfa.

En þetta get demokratar sennilega ekki. Og það er engin von til þess að önnur stjórnmálaöfl geti það heldur. Flokkur frjálshyggjumanna, sem að vísu er þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Bandaríkjanna, er í höndunum á ideológískum púritönum og smábörnum. En það er þó engin ástæða til að vanmeta frændur okkar fyrir vestan haf. Þó herir evrópskra kverúlanta hafi haft fulla vinnu og jafvel laun frá háskólum, við að úttala sig um heimsku Bandaríkjanna hefur könunum þó tekist að búa til eitt stærsta, stöðugasta og frjálsasta smafélag vesturlanda.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Þótt ég sé ósammála ýmsum staðhæfingum í þessum texta þá er þetta með upplýstari greiningum á bandarískum stjórnmálum sem ég hef lesið á íslensku.

Vandinn er hvar liggur frjálslyndið? á að vera einhvers konar "lithmus-test". Mér finnst Tom Coburn Senator frá Oklahoma ágætt dæmi um hvað það er erfitt að draga menn í kvíar. Coburn er ötulasti baráttumaðurinn á þingi gegn sóun, hann vakti athygli á 230 milljón dollara dellu brú í Alaska sem á að tengja 50 manns við meginlandið. Hann er sífellt að reyna að koma í veg fyrir sóun. Á hinn bóginn er maðurinn fúndamentalisti þegar kemur að fósuteyðingum og hefur sagt að lögsækja ætti lækna sem gera fóstureyðingar fyrir morð! Hvar fellur hann?

Friðjón R. Friðjónsson, 12.5.2006 kl. 16:19

2 Smámynd: FreedomFries

Ég þakka, Friðjón!

Sen Coburn (R-OK) er í raun týpískur populisti, og í raun ekki mikið meira um það að segja. Hann trúir ekki á gróðurhúsaáhrifin, hann er á móti fóstureyðingum, hann er big on family issues. Og auðvitað er hann á móti 'the bridge to nowhere' - þó að hún sé pet project eins af flokksbræðra hans.

Svo hélt ég reyndar að það hefði verið ákveðið fyrir nokkrum dögum að McCain væri 'ötulasti baráttumaður þingsins gegn sóun' - so against pork he is kosher?

Ef maður er með eina kví fyrir auða og ógilda, og aðra fyrir populistana, og leyfir svo þessum kvíum aðeins að overlappa, er hægt að losa sig við töluvert af vandræðadæmunum...

Það væri kannski hægt að færa rök fyrir því að Coburn sé að reyna að höfða til 'traditional' republican values, og svo langt sem það nær til fiscal conservatism þá er það hið besta mál, en ég er ekki viss um að þessi fjölskyldupólitík geti með góðu móti passað með fiscal conservatism, nema þá í formi alvöru, róttækrar afturhaldsstefnu, en það er erfitt að finna pólitíkusa sem þora að veifa þeim fána!

FreedomFries, 13.5.2006 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband