Þetta var aðalsagan allan liðlangann daginn í gær! Michelle Bachmann, sem er einn af þingmönnum repúblíkana fyrir Minnesota, króaði George Bush af eftir að ræðunni lauk í gær, greip í hann og sleppti ekki takinu fyrr en hún var búin að fá smá action frá leiðtoga hins frjálsa heims...
Í kjölfar SOTU ræðu forsetans í gær gekk hann um þingsalinn og gaf stuðningsmönnum sínum eiginhandaráritanir og vínkaði sumum - svona eins og alvöru rokkstjarna! Heitustu stuðningsmenn forsetans fengu handaband, eða klapp á öxlina og stutt orðaskipti. Þetta var eiginlega skemmtilegasti hluti ræðunnar! Jack Kingston stóð aftarlega í þvögunni og veifaði til forsetans að hann vildi eiginhandaráritun, sem forsetinn krafsaði handa Jack "þriggja daga vinnuvika er fullnóg" Kingston. Chris Matthews, eða hver það nú var sem ég var að horfa á, útskýrði að forsetinn notaði sína frægu "Sharpie" penna við þessa eiginhandaáritunagjöf, sem er fastur viðburður að lokinni þessari árlegu stefnuræðu.
Michelle Bachmann var mætt þarna (og Katherine Harris - fyrrverandi þingkona Flórída sem var secretary of state í Flórída þegar "kosningavandræði" tryggðu Bush forsetaembættið í nóvember 2000). Bachmann náði athygli forsetans, sem skrifaði "Go Broncos! Go Team!" eða eitthvað álíka í dagskrána hennar, og ætlaði að snúa sér að öðrum repúblíkönum sem Hvíta Húsið er að reyna að halda á flokkslínu þessa dagana. En Bachmann var ekki sátt við að fá bara eiginhandaráritun. Hún vildi að forsetinn talaði við sig! Andskotinn hafi það! Hún hafði unnið kosningar útí á frosinni steppunni í Miðvesturríkjunum og var sannfærð um að ef hún bara gæfist ekki upp gæti hún líka náð nokkrum þakkarorðum upp úr forsetanum. Og kannski líka koss?
Bachmann vildi meira, svo hún greip í öxlina á forsetanum, sem var að reyna að halda leiðar sinnar - og hún hélt fast í Bush þar til hann loksins fattaði að hann yrði líka að kyssa hana áður en hún sleppti af honum takinu! Bachmann hélt forsetanum föngnum í heilar 30 sekúndur, sem sérfræðingar í "presidential etiquette" sem National Public Radio talaði við segja að sé mjög vafasamt athæfi. Það þykja víst ekki góðir mannasiðir að snerta forsetann, hvað þá að halda í hann! Samkvæmt KSTP, sem er lókal ABC sjónvarpsstöð okkar Minneapolisbúa, fóru samskipti Bachmann og Bush þannig fram:
Newly-elected Congresswoman Michele Bachmann got quite a bit of face time with President Bush after his State of the Union Speech Tuesday night.
While the President was signing autographs for members of Congress after the speech, the sixth-district Republican put her hand on Bush's shoulder. However, it wasn't just a tap. After he signed an autograph for her, Bachmann grabbed the president and did not let go for almost 30 seconds.
After signing the autograph for Bachmann, the president turns away, but Bachmann doesn't let go. In fact, the video shows her reaching out to get a better grip on him.
Bush then leans over to kiss another congresswoman, but Bachmann is still holding on. Bachmann then gets more attention, a kiss and an embrace from the president. A few seconds later, Bachmann's hand finally comes off the presidential shoulder.
Bachmann er kona sem fer sínu fram - og fær það sem hún vill! Það er hægt að sjá upptöku af samskiptum Bachmann og Bush á heimasíðu KSTP. Fréttaskýrendur og nokkurveginn allir liberal bloggarar Bandaríkjanna hafa verið á báðum áttum hvort Bachmann hafi verið réttu megin við velsæmismörk þegar hún "greip" í forsetann og "hélt" honum þar til hann hafði þýðst hana!
Ég veit ekki hvort skiptir meira máli í áhuga fréttaskyrenda á þessu kossaflangsi forsetans og Bachmann að:
- a) Bachmann sé bæði falleg og glæsileg, (sumir segja "hot") og kannski dálítið próvókerandi - svona á miðvesturríkjamáta í það minnsta - hún mætti í sjónvarpsviðtal á TPT, Twin Cities Public Television, sem er "gullstandard" púkalegrar en yfigengilega hástemmdrar pólítískrar fréttamennsku og stjórnmálaumræðu í Miðvesturríkjunum, íklædd uppreimuðum sandölum, í stuttum kjól og með meiriháttar brjálaða túberingu, sem heitir líka "Texas hair" - klæðaburður sem þykir mjög próvókerandi í liberal kreðsum í Minnesota. Minnesota er nefnilega fylki sem kýs sósíalíska háskólaprófessora í flauelisjökkum í öldungadeildina - samanber Paul Wellstone! Eða,
- b) hún er það sem sumir kalla "Jesus-freak". Bachmann var einn háværasti talsmaður evangelista á Minnesotaþingi, og rekur einhverskonar barnabúgarð fyrir norðan tvíburaborgirnar... því hún og eiginmaður hennar eiga saman fimm börn, og hafa ættleitt allt í allt 23 önnur!
Aðrir hafa bent á að það sé reyndar dálítið grunsamlegt hversu spennt Bachmann sé fyrir forsetanum, því auk þess að hafa vera linnulausa baráttu fyrir fjölskyldugildum hefur Bachmann líka verið einn af eldheitustu stuðningsmönnum forsetans í Minnesotafylki. Fréttatilkynning sem Bachmann sendi frá sér í kjölfar heimsóknar forsetans til fylkisins í ágúst í fyrra vakti töluverða athygli, enda stórskemmtileg lesning!
Fréttatilkynningin segir semsagt í smáatriðum frá bílferð Bachmann og forsetans. Bachmann var samferða forsetanum í einhvern fjáröflunarmálsverð, og svo er ákveðið að stoppa ísbúð í Wayzata til að kaupa ís handa mannskapnum!
I have never been in the Presidential limousine before so I was a little unsure what to do when the limousine stopped at the custard stand. I wasn't sure if I should exit with the President or get out of my side of the car. Karl Rove told me I would exit out the door on my side after The President steps out and someone would open the door for me. I could not believe I was discussing what flavor of custard to order with the President of the United States! ...
As we were driving, President Bush was constantly waving to people along the streets. I was struck by the humility he has towards his role as President of the United States. He enjoys connecting with people, even ever so briefly, and having them feel they have made contact with the President of the United States. I turned around and looked out the back window. The expressions on people's faces were priceless. They were just ecstatic when they realized The President had just waved at them.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bush, Siðgæði | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
Athugasemdir
Ekki kemur hún þó við sögu í heimildarmyndinni"Jesus Camp", sem er einhver svakalegasta hrollvekja, sem ég hef séð.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2007 kl. 03:34
Ég hef ekki séð Jesus Camp... Aðláhugamál Bachmann er samkynhneigð, og pólítískur frami, frekar en trúboð, sem skýrir kannski af hverju hún kemur lítið fyrir á radarskjám þeirra sem fylgjast með bandarískum trúmálum.
Bachmann hefur ekkert verið í sviðsljósinu, nema hér í Minnesota, fyrr en eftir að hún vann kosningarnar í nóvember. Hún var í öldungadeild Minnesota í mörg ár áður en hún komst á Bandaríkjaþing. . En þeir sem þekkja til hennar hafa verið að bíða eftir því að hún gerði eitthvað undarlegt, eða segði eitthvað skrítið alveg síðan hún komst á þing. Bachmann er reyndar líka helvíti klók og vel máli farin, sem ég held að eyðileggi skemmtanagildi hennar fyrir íllgjarna bloggara!
FreedomFries, 25.1.2007 kl. 03:46
Það var sorglegt þegar þessi skessa sigraði Patty Wetterling hérna í 6th Congressional District. Hennar fyrsta verk á þinginu var að greiða atkvæði GEGN hækkun á minimum wage...henni finnst nefnilega að $5.15 á tímann sé alveg fjandans nóg (360 kr.). Kannski Pétur Blöndal gæti lifað af svoleiðis launum?
Róbert Björnsson, 25.1.2007 kl. 04:38
360 kr í Bna getur reyndar alveg verið sambærilegt þeim lágmarkslaunum sem eru hér.
Kaupmátturinn er náttúrulega gífurlega mikill í Bna. Nauðsynjar eins og matvörur er hægt að fá fyrir lítið sem ekkert ef verslað er á rétta staðnum.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 18:46
Það er rétt að kaupmáttur er ótrúlega mikill í bandaríkjunum, sérstaklega þegar kemur að matvælum, rafeindatækjum og bensíni. Það er önnur saga þegar kemur að menntun og heilsugæslu sem eru ótrúlega dýr. Ef maður getur sleppt því að veikjast, og hefur ekki áhuga á að senda börnin í háskóla er hægt að komast af með ótrúleg litlar tekjur. En 360 krónur eru samt lúsarlaun og undir fátæktarmörkum.
FreedomFries, 27.1.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.