Færsluflokkur: Siðgæði
Samkvæmt AP hefur alríkislögreglan flett hulunni ofan af risavaxinni svikamyllu sem seldi hverjum sem vildi falsaðar háskólagráður:
Material provided to the defense by the Justice Department shows at least 135 government employees bought college or university degrees to use in seeking promotions or pay raises, Schweda said. The phony diplomas came from such places as St. Regis University, James Monroe University and Robertstown University.
Á meðal þeirra sem keyptu sér gráður voru háttsettir starfsmenn utanríkisþjónustunnar og starfsmenn dómsmálaráðuneytisins. Vefstjóri fyrirtækisins var ákærður fyrir að halda úti vefsíðum sem seldu sviknar háskóla og menntaskólagráður um víða veröld. Og þegar menn eru á annað borð byrjaðir á glæpastarfsemi á veraldarvefjunum er erfitt að hætta (internetpúkinn og allt það):
More than 10,000 sexually explicit images of children were found in four computers used by the Spokane-based operation, government lawyers said, but only Pearson [vefstjórinn] was named in pornography charges.
Fyrst við erum farin að tala um falsaðar háskólagráður er rétt að rifja upp söguna af Láru Callahan, sem var "deputy chief information officer" hjá The Department of Homeland Security, en hún keypti sér doktorsgráðu og heimtaði að undirmenn sínir ávörpuðu sig "doctor" Laura - og George C. Deutsch, sem Bush skipaði sérlegan útsendar sinn hjá NASA, þar sem hann sá um að ritskoða allar fréttatilkynningar og útgáfur, til að þær stönguðust ekki á við sköpunarsögu biblíunnar. Meðan Callahan hafði allavegana rænu á að kaupa sér doktorsgráðu gerði Deutsch sér lítið fyrir og laug upp BA-gráðu.
Falsaðar háskólagróður eru víst mun alvarlegra og útbreiddara vandamál en maður hefði haldið, fyrir nokkrum árum gerði ríkisendurskoðun Bandaríkjanna yfirborðskennda athugun á háskólagráðum ríkisstarfsmanna og fann yfir 1200 tilfelli þar sem fólk var að stæra sig af gráðum sem höfðu verið keyptar í svokölluðum "diploma mills".
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 12.10.2006
Foley og Karl Rove
Alveg síðan í síðustu viku hef ég verið að rekast á orðróm þess efnis að Mark "Maf54" Foley hafi viljað hætta í pólítik, og ekki viljað bjóða sig fram til endurkjörs í haust, en að leiðtogar Republíkanaflokksins hafi fengið hann til að skipta um skoðun. Nú seinast birtist þessi pæling á The Plank, sem er blogg tímaritsins The New Republic. Samkvæmt heimildarmanni The New Republic á Karl Rove að hafa hótað Foley að ef hann héldi ekki áfram myndi hann ekki fá vinnu sem lobbíisti - en það er ein af strategíum "The K-Street Project" að neyða þingmenn til þess að dansa eftir flokkslínunni, ella fái þeir ekki vinnu eftir að hafa hætt í pólítík:
According to the source, Foley said he was being pressured by "the White House and Rove gang," who insisted that Foley run. If he didn't, Foley was told, it might impact his lobbying career.
"He said, 'The White House made it very clear I have to run,'" explains Foley's friend, adding that Foley told him that the White House promised that if Foley served for two more years it would "enhance his success" as a lobbyist. "I said, 'I thought you wanted out of this?' And he said, 'I do, but they're scared of losing the House and the thought of two years of Congressional hearings, so I have two more years of duty.'"
Foley var vinsæll í sínu kjördæmi, og repúblíkanaflokkurinn hefur átt erfitt með að finna hæfa frambjóðendur í Flórída (samanber Krazy Kitty Harris). Ef Þetta er rétt hafa leiðtogar repúblíkanaflokksins bæði vitað af ósiðlegu og ólöglegu athæfi Foley og líka sannfært hann um að halda áfram í pólítik! Burt séð frá því að slíkt væri siðferðislega mjög vafasamt, bæri það merki um ótrúlega pólítíska skammsýni!
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seinustu viku hafa Republíkanar verið að reyna að fá bandaríska kjósendur til að trúa því að demokrataflokkurinn sé einhvernveginn á bakvið Foleyskandalinn. Strategían virðist vera sú að ef þeir bara endurtaki það nógu oft hljóti það að verða satt. Einn af ötulustu talsmönnum þessa er Patrick McHenry, þingmaður frá Norður Karólínu. Um helgina mætti hann hjá Wolf Blitzer þar sem hann hélt þessari kenningu sinni fram. Það er hægt að horfa á upptöku af viðtalinu á Think Progress.
Að vísu segir McHenry aldrei berum orðum að Pelosi eða aðrir demokratar hafi einhvernveginn hylmt yfir eða aðstoðað Foley (því það var hommasamsærið ægilega sem var þar að verki), þess í stað gefur hann í skyn að demokratarnir hafi einhvernveginn lumað á upplýsingum um Foley og svo lekið þeim í fjölmiðla rétt fyrir kosningar.
En McHenry getur auðvitað ekki staðhæft að svo sé - enda hefur ABC sagst hafa fengið upplýsingar um Foley frá þingstarfsmanni sem hafi verið flokksbundinn republíkani allt sitt líf. Svo hvað gerir McHenry? Hann segir að "allar staðreyndirnar bendi okkur að einni spurningu" (þetta hljómar eins heimskulega á ensku: "all the fact points lead to one question") - og það sé hvort Nancy Pelosi hafi á einhvern hátt verið viðriðin uppljóstrunina, og þetta sé svo augljós og sjálfsögð spurning að Pelosi og aðrir demokratar eigi að mæta fyrir sérstakan rannsóknarrétt þar sem þeir verði látnir sverja eið að því að hafa ekki haft neitt með þetta mál allt að gera...
Blitzer spurði McHenry fimm sinnum hvort hann hefði einhverjar heimildir til þess að styðja þessar ásakanir - og McHenry, sem augljóslega hefur sótt námskeið í útúrsnúningum svaraði "Do you have any evidence that they werent involved?"
Og þannig þykist McHenry hafa sannað mál sitt? Að andstæðingarnir geti ekki afsannað fáránlegar samsæriskenningar hans? Ég spyr þá á móti hvort hann geti fært ábyggilegar og áræðanlegar sannanir fyrir því að hann sæki ekki svartar messur og hafi þar mök við djöfulinn? Það er líklega álíka sanngjörn spurning. Og ef ég fer eftir orðræðutækni Tony Perkins get ég héðan í frá haldið því fram að það séu orðrómar á kreiki um að McHenry sé satanisti? (En talandi um orðróma: Nú er farinn að ganga orðrómur um að blöðruselurinn Haestert sé sjálfur viðriðinn hið viðfeðma gay-samsæri, og geri dónalega og ósiðsamlega hluti bakvið luktar dyr. Hvort sem þetta er legitimate orðrómur eða ekki, þá finnst mér tilhugsunin um Haestert að gera nokkurn skapaðan hlut á bakvið luktar dyr mjög disturbing!)
(Myndin er af heimasíðu McHenry - það er hann sem stendur í miðjunni)
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 9.10.2006
Listin að vitna í sjálfan sig
Það er líklega fátt skemmtilegra en að vitna í sjálfan sig sem öruggt og áræðanlegt vitni um áræðanleika eigin kenninga. Sérstaklega þegar kenningin er vond, og eigin vitnisburður getgátur eða dylgjur. Þetta hafa stuðningsmenn kynferðisglæpamanna í röðum "trúaðra" repúblíkana verið að gera - Tony Perkins, sem er einn af fremstu hugsuðum The Family Research Council mætti í viðtal hjá CBS þar sem hann velti fyrir sér þeirri kenningu að einhverskonar leynisamsæri samkynhneigðra repúblíkana hefði hylmt yfir með Foley, og sennilega hjálpað honum að leita á ungmenni. Þetta fannst Perkins vera góð kenning - enda kaus CBS að gera engar athugasemdir við þessa frábæru kenningu.
Og svo mætti Perkins í viðtal hjá Fox og endurtók söguna, en gat núna vitnað í CBS:
I mean, CBS reported this week that there's a network of gay staffers that covered for Foley. Was that part of what led up to this? Was it a disservice to the Republican leadership by staffers?
En eina "fréttin" sem CBS hefur flutt af því að víðfemt gay-samsæri stæði á bak við Foley eru samsæriskenningar Perkins.
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í viðtali við Chicago Tribune gerði Dennis Haestert tilraun til að snúa sig útúr Foleyskandalnum með því að spinna upp kenningar um umsvifamikið samsæri skuggalegra demorkata, Bill Clinton og George Soros. Þessi kenning hljómaði mjög spennandi. Og auðvitað voru fréttamenn æstir í að fá frekari útskýringar. En þegar fréttamenn fóru að spyrja Haestert útí þessar kenningar dró hann í land - á blaðamannafundi í gær neitaði hann því að hafa neinar upplýsingar um að Clinton eða demokrataflokkurinn væri viðriðinn Foleyhneykslið. Þetta þótti fólki auðvitað skrýtið. Samkvæmt Chicago Tribune er ástæðan sú að flokkurinn hafi beðið hann vinsamlegast að hætta að delera:
Comments that Hastert made in a Tribune interview suggesting the scandal had been orchestrated by ABC News, Democratic political operatives aligned with the Clinton White House and liberal activist George Soros were considered a serious misstep in national Republican circles, an official said. Senior Republican officials contacted Hastert's office before his news conference Thursday to urge that he not repeat the charges, and he backed away from them in his news conference."The Chicago Tribune interview last night--the George Soros defense--was viewed as incredibly inept," a national Republican official said. "It could have been written by [comedian] Jon Stewart."
Democrats ridiculed assertions that party operatives arranged the scandal.
Democratic National Committee Chairman Howard Dean called the allegations "a Republican lie. It's a disgrace. They are blaming everyone but themselves for what happened."
Þessar furðulegu kenningar Haesterts hljóma mjög vel á AM talk radio - og eru ekkert vitlausari en flest það sem kemur út úr Bill O'Reilly eða öðrum í blaðurmaskínu flokksins. Og það er heilmikið af fólki sem gleypir við svona rugl sögum. Vandamál Haestert, og margra republikana, er hins vegar að þeir virðast hafa gleymt því að þeir bera ábyrgð gagnvart allri þjóðinni, og þurfa, allavegana stundum, að tala við alla þjóðina. Ekki bara hörðustu stuðningsmenn sína. Viðbrögð Haestert, að spinna upp einhverja furðulega sögu um leynisamsæri cool-aid-demokrata, jesú-hatara, Cindy Sheehan og "blame America first" landráðamanna, er í sjálfu sér ekkert frábrugðin þeirri línu sem Hvíta Húsið hefur notað á alla sem hafa leyft sér að gagnrýna utanríkisstefnu forsetans. Það er búið að spila þessa línu stöðugt undanfarin fimm eða sex ár: Öll gagnrýni á republikanaflokkinn sé lýgi, lýgi, lýgi - og sprottin af einhverju sinister samsæri. En allt í einu virkar þessi lína ekki lengur.
(Á myndinni eru þeir félagar - "you are doing a heck of a job Brownie", "Maf54" og forsetinn)
M
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru fleiri en Foley sem eiga í vandræðum með hneykslismál tengd vafasömu kynferðislegu athæfi. Don Sherwood þingmaður republikana í Pennsylvaníu hefur neyðst til þess að sýna sjónvarpsauglýsingu þar sem hann viðurkennir að hafa haldið framhjá frúnni - en reynir um leið að afneita sögu hjákonunnar - að hann hafi reynt að kyrkja sig. Forsaga málsins er sú að Sherwood, sem er 65 ára, var kosinn á þing, og þegar hann kom til Washington kynntist 23 ára stúlku á einhverjum fundi ungrepúblíkana. Þau tvö tóku upp einhverskonar ástarsamband, sem að sögn hennar fólst fyrst og fremst í kynlífi og barsmíðum. Stúlkan fékk hins vegar nóg eftir að Sherwood reyndi að kyrkja hana - hún hringdi á 911 og allt heila komst upp.
Málið komst hins vegar aldrei fyrir dómstóla, því þau skötuhjú náðu einhverskonar sáttum. Þ.e. Sherwood borgaði stúlkunni fyrir að halda sér saman.
"While I'm truly sorry for disappointing you, I never wavered from my commitment to reduce taxes, create jobs and bring home our fair share," Sherwood said, addressing viewers. "Should you forgive me, you can count on me to keep on fighting hard for you and your family."
Mótframbjóðandi Sherwood, demokratinn Chris Carney hefur nokkuð gott forskot í skoðanakönnunum, aðallega vegna þess að kjósendur eru ekki alveg vissir um að það teljist til fjölskyldugilda að halda framhjá og reyna svo að kyrkja hjónadjöfulinn. Ég held að í biblíunni standi að það eigi að grýta svoleiðis konur? Dick Cheney og George Bush, sem hafa snúið baki við aumingja Foley, hafa hins vegar staðið með sínum manni Sherwood - Cheney hélt prívat fjáröflunardinner fyrir karlinn.
Af öðrum stjórnálaskörungum republikana í Pennsylvaníu er það að frétta að Rick "fetus fetish" Santorum virðist ekki ætla að takast að vinna niður forskot demokratans Bob Casey.
M
Siðgæði | Breytt 6.10.2006 kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 5.10.2006
Haestert snýr vörn í "sókn"
Þ.e. ef "sókn" þýðir að hlaupast undan ábyrgð og spinna upp samsæriskenningar. Dennis Haestert á víst í mestu erfiðleikum með að ákveða hvort hann hafi nokkurntímann heyrt minnst á Mark Foley - Í Washington Post kemur það t.d. fram að Haestert hafi bara einu sinni talað við Foley. Sem er stórmerkilegt, því Foley var deputy whip, og í forystuliði flokksins. En Haestert er gamall karl - svona af þeirri tegund sem girðir buxurnar upp fyrir nafla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að svoleiðis seníl gamalmenni muni allt sem þau segi eða geri. (Á myndinni má sjá Haestert og forsetann Bush) Í millitíðinn reynir Haestert að kenna George Soros og demokrötum sem Soros fjármagnar um Foley skandalinn. Í viðtali við Chicago Tribune lét Haestert líka í veðri vaka að Bill Clinton væri potturinn og pannan í "samsærinu"!
When asked about a groundswell of discontent among the GOP's conservative base over his handling of the issue, Hastert said: "I think the base has to realize after awhile, who knew about it? Who knew what, when? When the base finds out who's feeding this monster, they're not going to be happy. The people who want to see this thing blow up are ABC News and a lot of Democratic operatives, people funded by George Soros." ...
"All I know is what I hear and what I see," the speaker said. "I saw Bill Clinton's adviser, Richard Morris, was saying these guys knew about this all along. If somebody had this info, when they had it, we could have dealt with it then."
Í morgun hlustaði ég á Lauru Ingraham á the Patriot - en hún fékk Haestert í viðtal. Haestert lýsti því vígreifur yfir að hann myndi kannski segja af sér ef hagur flokksins krefðist - en bara kannski, því hann hefði ekkert gert af sér. Ingraham hljómaði ekki eins sannfærð. Eftir að hafa talað um hversu slæmt það væri að Haestert hefði þurft að aflýsa öllum fjáröflunarfundum næstu viku sagði Ingraham: "Maybe we can turn this around. Maybe."
Viðbrögð fjölmiðlamaskínu republikana hafa verið sú "go on the offensive" - það er aldrei gott að vera í vörn, sérstaklega ekki þegar maður hefur mjög vondan málstað að verja! Skv CNN:
We understand that there was actually a meeting here on Capitol Hill just a short while ago with Republican press secretaries where the Speakers staff told the Republican press secretaries that theyre going to try very hard to change the mood, change the atmosphere, go on the offense.
Og sóknin hefur fyrst og fremst falist í því að reyna að dreifa athyglinni - hætta að tala um Foley, og hvort flokksforystan ætli að taka ábyrgð á því að hafa ekki gert neitt til þess að stoppa hann af - heldur velta sér frekar upp úr samsæriskenningum um hvort demokrataflokkurinn hafi verið á bak við uppljóstrunina. Nú, eða reyna að halda því fram að Foley sé Demokrati, sbr. textavélar FoxNews.
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 4.10.2006
Fox news fer á kostum!
Fox fer á kostum í umfjöllun sinni um demokratann Foley! Þegar O'Reilly sýndi myndir af Foley þar sem hann var ranglega titlaður demokrati var hægt að afskrifa það sem heiðarleg mistök - en starfsmenn Fox sem sjá um að skrifa skjátekstana virðast alls ekki geta horfst í augu við að Foley hafi verið þeirra maður og að þeirra menn skuli hafa hylmt yfir með honum til þess að halda í eitt þingsæti. En það meikar svosem sens: Demokratar eru siðlausir. Foley var siðlaus. Foley komst upp með siðleysi sitt. Ergo: Foley var demokrati, og var studdur af demokrötum í siðleysinu?
Svo eru það orðrómar þess efnis Foley hafi verið að íhuga að hætta í pólítík - en að formaður Landsnefndar Republikanaflokksins Tom Reynolds hvatti hann til að skipta um skoðun, og sækjast eftir endurkjöri. Ef þetta er satt ætti ekki bara Hastert að segja af sér fyrir að hafa brugðist flokknum - heldur Reynolds líka. Robert Novak í New York Post (opinion dálkur dagsins í dag er ekki á netinu):
"A member of the House leadership told me that Foley, under continuous political pressure because of his sexual orientation, was considering not seeking a seventh term this year but that Rep. Tom Reynolds, chairman of the National Republican Congressional Committee (NRCC), talked him into running."
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 4.10.2006
Bill O'Reilly og Fox News afneita Foley - halda því fram að hann sé raunverulega demokrati!
Republikanaflokkurinn hefur átt í stökustu vandræðum með Mar "never too busy to spank it" Foley - hver vissi hvað, og hver þurfi að bera ábyrgð á þessu öllu. Allt frá því að reyna að neita því að Foley hafi sent nein ósiðleg tölvuskeyti til þess að halda því fram að þetta sé allt "the pro-gay lobby" að kenna. En skemmtilegasta strategían hlýtur samt að vera að kenna demokrötunum um.
Katherin Harris, sem er alltaf til staðar til að segja og gera eitthvað fullkomlega fáránlegt krafðist þess í sjónvarpsviðtali að fá að vita hverjir í demokrataflokknum hefðu vitað af athæfi Foley - fjölmiðlar og demokratar hlytu að hafa vitað allt um Foley, og hún vildi sjá opinbera rannsókn á því hvernig þetta vonda fólk gat leyft pervertinum að vaða uppi! (Það er hægt að horfa á viðtalið hér)
Bill O'Reilly og Fox News hafa hins vegar gripið til lýmskulegri bragða. O'Reilly veit sem er að flestir áhorfendur hans eru gallharðir Republikanar - og flestir fullkomlega ignorant um hvað er að gerast í heiminum (áhorfendur Fox halda t.d. flestir að það hafi verið sýnt fram á tengsl milli Saddam og Osama, og að herinn hafi fundið gereyðingarvopn í Írak), og svoleiðis fólk er auðvelt að rugla í ríminu. Í the O'Reilly Factor í gær birtust ítrekað myndir af Foley þar sem hann var kynntur sem demokrati! Þessi mistök væru auðvitað ekki mjög merkileg ef þau væru ekki í stíl við önnur viðbrögð republikana við Foleyhneykslinu: Kenna demokrötum um. Sjá hér og hér.
Gefum Tony Blankley í Washington Times orðið:
But this may end up being embarrassing to the Democrats, too. It is implausible that ABC got a hold of this information on their own and just happened to broadcast it on the last day of the congressional session.
While I don't have any proof, I will be amazed if Democratic operatives and at least a few Democratic congressmen didn't know about this and fed it to the media through various obscure blogs and to ABC. The Democratic Congressional Campaign Committee (DCCC) ... is in the business of disseminating negative information before elections, among other things
Þetta er semsagt samsæri.
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 3.10.2006
Limbaugh: Demokratar á bak við pervertinn Foley
Rush Limbaugh hefur alveg sérstakan hæfileika til að sjá hlutina í sínu rétta ljósi. Í þætti sínum í gær settist hann yfir atburðarásina sem leiddi til þess að Mark Foley var afhjúpaður, og komst að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að það væri einhverskonar flókið samsæri sem byggi að baki þessu öllu:
Im just thinking out loud here. What if somebody got to the page and said, you know, we want you to set Foley up. We need to do a little titillating thing here.
Now, folks, I dont want to be misundersood here. Im not trying to mount any kind of a defense. ... Im just telling you that the - the - the [þessi hikandi "the... the... the" ásamt andardrætti eru eitt af einkennismerkjum Limbaugh] the orgy and the orgasm that has been taking place in the media since Friday and with the Democrats is - its all coordinated, and its all - its all oriented toward the election. Theres no concer about the kid - no concern about the children. ... In their hearts and minds and their crotches, they dont have any problem with what Foley did. They've defended it over the - over the years.
En það eru ekki bara demokratarnir sem er alveg sama - því Matt Drudge, sá sami og heldur úti Drudge report, hélt því fram í útvarpsþætti sínum í gær að það geti enginn glæpur hafa átt sér stað, því unglingspiltarnir hafi allir verið viljugir þátttakendur, og hafi skemmt sér konunglega.
"It wasnt coerced" Drudge went on to say that "the kid was having fun with this" because the conversation included "these LOLs throughout the entire conversation, tehse "laugh out louds"...
Þá hélt hann því einnig fram að ungmennin hefðu sennilega verið að tæla Foley "egging the Congressman on"
These kids were playing Foley for everything he was worth.
Semsagt: internetpúkinn, samsæri pólítískra andstæðinga, viljug ungmenn sem tæla heiðarlegan þingmann. Þetta virðist vera open and shut case.
En það sem mér finnst verst við þetta Foley hneyksli allt er að nú man enginn lengur eftir Detroitlöggunni Alex Foley, sem ólíkt Mark Foley barðist fyrir röð og reglu (og góðu siðgæði), og var þess utan miklu fyndnari. (Á myndinni eru Foley og Billy Rosewood að gera sig tilbúna til að slá ógn og skelfingu í hjörtu pastelklæddra stórglæpamanna í Hollywood Heights.)
M
Siðgæði | Breytt 4.10.2006 kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)