Færsluflokkur: Siðgæði
þri. 3.10.2006
Viðbrögð Washington Times og The moral "majority" við Foley
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum republikana við Foley skandalnum. Að mestu hefur atburðarásin verið frekar fyrirsjáanleg - afneitun og ásakanir, fum og fálm. Leiðtogalið flokksins hefur hlaupið í hringi og breytt frásögn sinni af atburðarásinni nokkrum sinnum yfir helgina, og þykjast núna allir sem einn vera ægilega, já alveg ægilega, hneykslaðir á framferði Foley, sem þeir vissu akkúrat ekkert um fyrr en fréttir birtust um það í blöðunum á föstudaginn. Dennis Hastert getur að vísu ekki munað atburðarásina, og hvort einhver hafi sýnt sér einhverja tölvupósta, þetta rennur allt í eitt hjá honum, en hann er sannfærður um að öll viðbrögð sín hafi verið rétt og viðeigandi.
Þetta var allt eftir handritinu, en það eru ekki allir hægrimenn tilbúnir til þess að taka þátt í þessum leik. Washington Times, sem er hægrisinnaðasta dagblaðið á markaðnum og áræðanlegur bandamaður Bush stjórnarinnar, krefst þess í leiðara að Hastert segi af sér:
House Speaker Dennis Hastert must do the only right thing, and resign his speakership at once. Either he was grossly negligent for not taking the red flags fully into account and ordering a swift investigation, for not even remembering the order of events leading up to last week's revelations or he deliberately looked the other way in hopes that a brewing scandal would simply blow away. He gave phony answers Friday to the old and ever-relevant questions of what did he know and when did he know it?
Mr. Hastert has forfeited the confidence of the public and his party, and he cannot preside over the necessary coming investigation, an investigation that must examine his own inept performance.
Þetta er auðvitað rétt - Hastert ætti að sýna að hann skilji hversu alvarlegt þetta mál er. Afsögn hans væri mjög gott damage control. Carpetbagger Report bendir á að það séu fleiri en bara Washington Times sem telji að Hastert þurfi að segja af sér, og telur upp nokkra þingmenn republikana og litla, en eftirtektarverða fylkingu republican-aktívista og bloggara. Þeirra á meðal útvarpsmanninn Michael Reagan, son Ronald Reagan.
Ég er nú ekki mjög bjartsýnn á að Haestert sýni þann þroska að taka ábyrgð á athafnaleysi sínu. Það væri úr stíl við heimspeki leiðtogaliðs flokksins, sem felst aðallega í að afneita augljósum staðreyndum. Í þeim veruleikaflótta eiga leiðtogar flokksins líka dygga bandamenn meðal "The moral majority", en Family Research Council og Focus on the Family, hafa áhugaverðar skýringar á hegðun Foley. Samkvæmt Tony Perkins hjá Family Research Council:
Pro-Homosexual Political Correctness Sowed Seeds for Foley Scandal
Democrats seeking to exploit the resignation of Rep. Mark Foley (R-FL) are right to criticize the slow response of Republican congressional leaders to his communications with male pages. But neither party seems likely to address the real issue, which is the link between homosexuality and child sexual abuse. ... While pro-homosexual activists like to claim that pedophilia is a completely distinct orientation from homosexuality, evidence shows a disproportionate overlap between the two. ... The Foley scandal shows what happens when political correctness is put ahead of protecting children.
Sko, þetta er nefnilega allt vondu demokrötunum að kenna, því þeir vilja ekki leyfa sannkristnu fólki að hata alla sem eru öðruvísi en það... En Perkins finnur líka margt gott í Foley skandalnum, því í öðrum pistli heldur hann því fram að ef flokkurinn hans tapi í kosningunum, þá sé það allt Foley (og hommunum) að kenna. Bara Foley - afgangurinn af flokknum beri augljóslega enga ábyrgð á neinu. Ekki fjárlagahallanum, ekki mislukkaðri utanríkisstefnu. Neibb. Engu. Því þetta er allt hommunum að kenna!
Focus on the Family, sem er apparat á vegum James Dobson hefur hinsvegar aðrar skýringar á hegðun Foley - það var internetpúkinn sem hljóp í Foley:
"This is not a time to be talking about politics, but about the well-being of those boys who appear to have been victimized by Rep. Foley. If he is indeed guilty of what he is accused of, it is right that he resigned and that authorities are looking into whether criminal charges are warranted.
"This is yet another sad example of our society's oversexualization, especially as it affects the Internet, and the damage it does to all who get caught in its grasp."
Mér finnst ég ekki geta sagt mikið um klámvæðingu samfélagsins og hættur internetsins. Þetta er ábyggilega allt satt og rétt, þ.e. internetið stórhættulegt og samfélagið klámvætt, en það er athyglisvert að sjá að þegar einn af "þeirra" mönnum er fundinn sekur um kynferðislegt athæfi sem er ekki bara ógeðfellt, heldur líklega ólöglegt líka, rísa þessir menn upp og eru tilbúnir með afsakanir og kenna öllum öðrum um, internetinu, demokrötunum, hommunum, og samfélaginu. Bara ekki þeim sem braut af sér, eða þeim sem hylmdu yfir. Það er líka athyglisvert vegna þess að fyrir frekar stuttu síðan gátu þessir sömu menn ekki haldið vatni yfir því hversu hræðilegur pervert Clinton væri, og þá sögðu þeir ekki "This is not a time to be talking about politics".
M
Siðgæði | Breytt 4.10.2006 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 3.10.2006
Foley for Congress "Never too busy to spank it" T-Shirt
Foley skrifaði nokkra "naughty emails", samkvæmt Tony Snow, sem er fréttafulltrúi forsetans, og að allra mati voðalega lekkert í tauinu. Newt Gingrich segir að þingið og flokkurinn hefði ekki verið stætt á að gera neitt, því þeir hefðu verið ásakaðir um "hómófóbíu" - og Brit Hume líkir tölvupóstum og IM skrifum Foley við Clinton Lewinsky "skandalinn".
Og við getum lýst yfir stuðningi við Foley sem augljóslega er fórnarlamb einhverskonar vinstrisinnaðra nornaveiða, með því að kaupa stuttermaboli "Foley for Congress. Never too busy to spank it" - en það er ein af eftirminnilegri línum í IM skrifum Maf54 til unglingsdrengja sem voru í sumarvinnu í þinginu.
M
Siðgæði | Breytt 4.10.2006 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 2.10.2006
Bara sannkristnar jómfrúr sem hafa verið "brutally, brutally sodomized" mega fara í fóstureyðingu í S.D.
Eitt af þeim málum sem kosið verður um í haust er löggjöf í Suður Dakóta sem bannar nánast allar fóstureyðingar. Jerry Falwell og trúaröfl republikanaflokksins hafa barist hetjulega fyrir þessari löggjöf, sem þing fylkisins samþykkti í vetur. Þökk sé kjósendum í S.D. tókst sem betur fer að safna nógu mörgum undirskriftum til þess að löggjöfin verði borin undir vilja kjósenda í fylkinu samhliða því sem kosið er í nóvember. Ef meirihluti kjósenda samþykkir löggjöfina fær hún að standa - og skoðanakannanir benda til þess að þó meirihluti fólks í S.D. sé andsnúið fóstureyðingum telji það lögin allt of hörð.
Þessi lög eru merkileg, því yfirlýstur tilgangur þeirra er ekki bara að svifta konur í Suður Dakota öllum "reproductive rights", heldur er von republikana að þessi lög endi fyrir hæstarétti og neyði hann til að taka aftur upp Roe-vs-Wade. Von þeirra er að með liðsinni Roberts og Alito verði hægt að afnema Roe-vs-Wade.
Og þannig fjalla fjölmiðlar yfirleitt um tilraunir anti-choice aktivista, sem einhverskonar pólítík, sem eigi fullan rétt á sér, málið snúist um löggjöf, dómsúrskurði etc. Vissulega snýst þetta allt um dómsúrskurði og löggjöf, og við getum litið á andstæðingar fóstureyðinga sem hugsjónafólk sem hefur áhyggjur af "ófæddum börnum" og er í pólítík að semja lög og lagafrumvörp. En svoleiðis skilningur á andstæðingum fóstureyðinga villir okkur sýn - og til þess að skilja hverskonar fólk leiðir baráttuna gegn fóstureyðingum í Suður Dakóta er rétt að hlusta á hvað það fólk raunverulega er að segja, og velta því fyrir sér hverskonar þankagangur geti búið að baki þeim orðum.
Hvaða konur mega fara í fóstureyðingu samkvæmt republikönum í Suður Dakota? Bara hreinar meyjar sem er nauðgað- en það er ekki nóg. Bill Napoli, sem er í öldungadeild fylkisþingsins útskýrir fyrir okkur við hvaða aðstæður konur geta mögulega átt rétt á að taka sjálfar móralskar ákvarðanir um eigin líkama. Flestar fóstureyðingar eru að hans mati "convenience abortions", og þær eigi að banna, en það sé vissulega hægt að leyfa fóstyreðingar undir sérstökum aðstæðum:
A real-life description to me would be a rape victim, brutally raped, savaged. The girl was a virgin. She was religious. She planned on saving her virginity until she was married. She was brutalized and raped, sodmomized as bad as you can possibly make it, and is impregnated. I mean, that girl could be so messed up, physically and psychologically, that carrying that child could very well threaten her life. (það er hægt að lesa viðtalið í heild sinni, og horfa á það hér)
Semsagt:
- Brutally, savagely raped
- Virgin
- Religious
- Saving her virginity until marriage
- Sodomized as bad as you can possibly make it
- Physically and psychologically messed up
- Carrying the child would threaten her life
Það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hverskonar maður getur hugsað upp svona lista. Maður þarf að hafa ansi merkilegt ímyndunarafl til að raða saman setningum á borð við þær sem mr. Napoli ryður útúr sér af augljósri gleði. Þær bera líka fagurt vitni um ást Napoli á fólki - það getur enginn efast um að Napoli elski fóstur, en ég leyfi mér að efast um að maður sem getur talað á þennan hátt geti borið mikla virðingu fyrir konum. Í hans huga geta eingöngu stúlkur sem eru hreinar meyjar og fara reglulega í kirkju verið trámatíseraðar af nauðgun? Og hvaðan kemur þessi liður nr 5? Ég get kannski skilið hina liðina - ef maður er andstyggilegur trúarofstækismaður og kvenhatari myndi maður auðvitað vera þeirrar skoðunar að engar konur mættu fara í fóstureyðingu aðrar en trúræknar og hreinar meyjar - en hvaðan kemur þetta með lið númer fimm? Hvað getur það mögulega haft með þunganir og fóstureyðingar að gera?! Það er augljóst hvert hugsanirnar reika þegar Napoli liggur í rúminu á síðkvöldum og hugsar um hvernig megi svifta konur yfirráðum yfir eigin líkama.
Auðvitað eru ekki allir andstæðingar fóstureyðinga samskonar fólk og Napoli - en það er fólk eins og hann sem leiðir herferðina gegn reproductive rights.
M
Siðgæði | Breytt 4.10.2006 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sun. 1.10.2006
Skipulagslaust undanhald Republikanaflokksins
Bandarísk stjórnmálablogg og dagblöðhafa verið undirlögð af vangaveltum um afsögn Mark Foley, eftir að upp komst um tölvupóstsendingar hans og athæfi á internetinu. Fyrstu fréttirnar af þessum bréfaskiptum Foley virtust nú kannski ekki mjög hræðilegar - og það var hægt að afsaka það að stuðningsmenn Foley reyndu að lýsa þeim sem "óþarflega vingjarnlegum", en ekki "óeðlilegum". Vissulega óviðeigandi, en ef viljinn væri fyrir hendi, gæti maður kannski ímyndað sér að Foley hefði ekki haft neinar óeðlilegar fyrirætlanir - hann sagði sjálfur að hann hafi séð sjálfan sig sem "læriföður" drengsins. En svo kom upp úr dúrnum að ABC news voru með afrit af ótal öðrum tölvupóstum og IM (instant messaging) samræðum. Það er hægt að lesa þær hér, og þær vissulega "óþarflega vingjarnlegar"... Foley segist aldrei vera of upptekinn til að "rassskella apann", eins og það útleggst á ensku: "i am never to busy haha!" og annað álíka smekklegt.
Og sagan segir að þetta sé ekki allt - það séu meira sem eigi eftir að koma í leitirnar.
En það er ekki dónaskapurinn í Foley, og næstum óskiljanlegt dómgreindarleysi sem fjölmiðlar og bloggarar hafa verið að velta sér uppúr, heldur hitt - að forysta flokksins vissi allt um athæfi Foley - (sjá líka Carpetbagger Report) og var meira að segja fyrir löng búin að sjá afrit af tölvupóstsendingum hans. Samt datt engum í hug að það væri kannski óviðeigandi að Foley væri formaður nefndar um "missing and exploited children" - þeim fannst semsagt eðlilegt að láta mann, sem þeir vissu að var að reyna að tæla ólögráða unglinga til fylgilags við sig, vera í nefnd þingsins sem átti að vernda börn fyrir akkúrat svoleiðis mönnum.
Viðbrögð flokksins hafa verið viðeigandi: afneitanir og ásakanir. Kosningarnar í haust litu nógu ílla út fyrir - og staða demokrata hefur verið að styrkjast undanfarnar vikur frekar en hitt. Og svo núna þetta! Það besta sem Republikanarnir geta núna gert er að hörfa í vörn, þ.e. koma í veg fyrir að kosningarnar verði burst, að þeir tapi jafn stórt og Demokratarnir 1994. Staðan er svo slæm að Tom Reynolds, sem er formaður NRCC, National Republican Congressional Committee, virðist ætla að fórna Dennis Hastert í þessu Foley máli - láta Hastert taka á sig alla sök fyrir að Foley var ekki afhjúpaður. Af hverju Hastert, sem er House Speaker, á að taka á sig sök er forvitnilegt - vissulega ber hann ábyrgð, því hann vissi allt um Foley, og hefði átt að aðhafast eitthvað - og hann hefur enn frekar en Foley þóst vinur og verndari barna og ungmenna. Myndin að ofan (fengin af Daily Kos) er af heimasíðu Hasterts, og þar voru líka þessar vangaveltur:
"Recent news stories remind us that there are predators using the Internet to target children," Hastert said. "And just as we warn our children about `stranger danger' when they are at the park or answering the door or telephone, we need to be aware of potential dangers in Cyberspace."
Hvernig getur Hastert varið að halda fundi um hvernig eigi að vernda ungmenni á internetinu, meðan hann heldur sjálfur hlífiskyldi yfir vinum sínum sem eru "internet predators"?
En það er samt eitthvað bogið við að Republikanar ætli sér að fórna hrók til þess að koma sér úr þessari klípu - ekki nema þeir viti að Hastert sé búinn að vera hvort sem er, eða að þeir telji stöðu sína það vonda að þeir þurfi að grípa til "desperate measures" til að bjarga því sem bjargað verður? Það, eða þeir eru á skipulagslausu undanhaldi og hafa ekki hugmynd um hvað þeir eigi til bragðs að taka?
Blaðurmaskína flokksins er reyndar komn á fullt swing, og dustað rykið (reyndar hafa þeir aldrei leyft rykinu að setjast!) af Clinton-Lewinsky "skandalnum".
M
Siðgæði | Breytt 4.10.2006 kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta eru auðvitað jólin fyrir alla sem hafa áhuga á mannlegri eymd og niðurlægingu - og fyrir þá sem hafa gaman af því að horfa á sjálfskipaða siðgæðisverði afhjúpaða sem pöddurnar sem þeir eru - nú, sennilega líka jólin! Síðan Mark Foley komst í fréttirnar fyrir ósmekklegar tölvupóstsendingar sínar hafa fjölmiðlar hér vestra skemmt sér við að velta sér uppúr kynferðislegu óeðli þingmannsins. ABC news eru með bestu umfjöllunina, og þar eru líka tenglar á suma af mjög svo vafasömum tölvupóstunum og öðrum internetsamskiptum Foley. Eftirfarandi eru IM samskipti hans við ónefndan ungling:
Maf54: You in your boxers, too?
Teen: Nope, just got home. I had a college interview that went late.
Maf54: Well, strip down and get relaxed.Maf54: What ya wearing?
Teen: tshirt and shorts
Maf54: Love to slip them off of you.Maf54: Do I make you a little horny?
Teen: A little.
Maf54: Cool.
Foley var langt frá því að vera einhverskonar peð - hann var í forystuliði republikanaflokksins, deputy whip, sat í the ways and means committee, og var formaður nefndar um "Missing and exploited children" - og í framvarðasveit þeirra sem börðust fyrir harðari löggjöf til að stemma stigu við "klámvæðingu" internetsins.
Federal authorities say such messages could result in Foley's prosecution, under some of the same laws he helped to enact.
Ætli það væri ekki "poetic justice"?
Reyndar er það bara hálfur skandallinn að Foley sé pervert - hinn helmingurinn af skandalnum er sá að aðrir leiðtogar republikana í þinginu vissu fullvel af því hverskonar hneygðir Foley hafði, og höfðu fengið veður af tölvupóstum hans. Foley hafði meira að segja verið bannað að vera í sambandi við unglinga sem voru í sumarvinnu í þinginu. Og þó þetta hátterni Foley hafi verið öllum í flokksforystunni fullkunnugt voru fyrstu viðbrögð flokksins að kenna demokrötum um. Þetta væri alltsaman einhverskonar samsæri demokratans Tim Mahoney sem er í framboði gegn Foley. Það er mjög traustvekjandi að vita til þess að fyrstu viðbrögð flokksins - jafnvel þegar menn eins og Foley eiga í hlut - sé að ljúga og hylma yfir.
M
Siðgæði | Breytt 4.10.2006 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)