Færsluflokkur: Menning og listir
lau. 19.5.2007
Rumsfeld setur á laggirnar rannsóknar og menntastofnun, mun veita gráður í 'Master of the Destruction of Foreign Countries'
Að auki mun rannsókna og menntasetur Rumsfeld fást við tilvistarspeki og ljóðlist. Samkvæmt Washington Times:
Rumsfeld has moved to new offices on M Street Northwest where he is working on setting up a new foundation, according to Larry Di Rita, a former Pentagon spokesman and Rumsfeld aide. ...
"He's [Rumsfeld, þ.e.] considering a lot of things but he wants to remain engaged in public policy issues and is in the process of creating a foundation that would involve teaching and research fellowships for graduate and post-graduate students," ... The goal is to promote continued U.S. engagement in world affairs in furtherance of U.S. security interests.
Þetta finnst bloggurum í Bandaríkjunum auðvitað alveg stórfyndið, því Rumsfeld er frægastur fyrir að hafa lagt grunninn að einhverju hörmulegasta fíaskói í sögu bandarískrar utanríkisstefnu.
Rumsfeld verður þó einnig minnst fyrir framlag sitt til stjórnmálaheimspeki, því við hann er kenndur heill skóli tilvistarspeki. Rumsfeld minnti okkur t.d. á raunveruleika stríðs og hernaðar, og að maður færi í stríð með þann her sem maður hefði en ekki einhverja aðra ímyndaða heri:
As you know, you go to war with the Army you have. Theyre not the Army you might want or wish to have at a later time.
Þetta sagði Rumsfeld desember áttunda, 2004, á fundi með hermönum í Kuwait, og ég held satt best að segja að þetta sé ein uppáhaldstilvitnun mín í stjórnmálaleiðtoga eða hernaðarsnilling, og ég þori að veðja að þessi tilvitnun muni lifa í manna minum um ókomnar aldir og halda nafni Rumsfeld á lofti löngu eftir að aðrir meðlimir Bush stjórnarinar verða öllum gleymdir...
En Rumsfeld hefur sagt fleira skemmtilegt í gegn um tíðina - t.d. um hvar gereyðingarvopn Saddam væru. Í viðtali á ABC fyrir rúmum fjórum árum sagði Rumsfeld:
We know where they are. Theyre in the area around Tikrit and Baghdad and east, west, south and north somewhat.
"East, west, south and north, somewhat." Það þarf alvöru snilling til að láta sér detta í hug að svara spurningu með þessum hætt, og ég efast eiginlega um að það sé hægt að kenna svona snilli í rannsóknarskólastofnun, þó hún sé rekin af Rumsfeld sjálfum!
Og fyrst við erum farin að tala um snilligáfu Rumsfeld er rétt að rifja enn og aftur upp ljóð hans, "the known and unknown unknowns", upprunalega flutt á fréttamannafundi/ljóðalestri varnarmálaráðuneytisins þann 12 febrúar 2002:
- Reports that say, that something hasn't happened
- are always interesting to me,
- because as we know, there are known knowns;
- there are things we know we know.
- We also know there are known unknowns;
- that is to say, we know there are some things we do not know.
- But,
- there are also unknown unknowns the ones we don't know...
- we don't know.
Ég skal hundur heita ef það leynast ekki fleiri gullmolar í persónulegum pappírum Rumsfeld.
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 22.2.2007
Plamegate og Scooter
Þartil Lewis Libby braust fram á sjónarsviðið tengdum við öll nafnið Scooter við miðevrópskt nútímatónskáldatríó. Mér dat í hug að halda því fram að ástæða þess að ég hef ekkert skrifað um Plamegate og Lewis Libby sé að ég sé að reyna að mótmæla því að hann hafi svert nafnið Scooter. Þegar fólk heyrir minnst á "Scooter" hugsa núna allir Libby, sem þykist þjást af minnistapi, en ekki hugljúfa samkvæmistónlist að sannri miðevrópskri fyrirmynd.
Raunveruleg ástæða þess að ég hef ekkert skrifað um Lewis Libby er að aðalatriði málsins virðast liggja nokkuð ljós fyrir: Cheney hefndi sín á Joseph Wilson fyrir að hafa vogað sér að benda á að Team Cheney hefði logið upp þeirri sögu að Saddam væri að reyna að byggja kjarnorkusprengju. Og þar sem Cheney er karlmenni ákvað hann að hefna sín með því að ráðast á eiginkonu Wilson - Valerie Plame, og eyðileggja starfsframa hennar hjá CIA. Og þegar upp komst um þessa ómerkilegu ófrægingarherferð voru Cheney og Libby ekki búnir að semja nógu sannfærandi afsakanir, og Libby endaði með því að ljúga við yfirheyrslur.
Þetta mál allt verður sennilega ekki almennilega áhugavert nema ef Lewis Libby verður sakfelldur fyrir þessar lygar - því þá fyrst geta óvinir Bush-stjórnarinnar snúið sér að the dark lord - varaforsetanum sjálfum!
En fyrir þá sem eru eldheitir áhugamenn um Lewis Libby og Plamegate mæli ég með þessum stuttermabol. Fyrir 17$ getur maður sýnt öllum sem vilja vita að maður sé stjórnmála- og conspiracy nörd af verstu gerð. Svo þegar Libby verður kominn bak við lás og slá getum við aftur farið að tengja Scooter við menningarlega úrkynjun af bestu gerð - en ekki ómerkilega pólítíska spillingu!
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 26.11.2006
McDonalds sækir um einkaleyfi á samlokugerð
Því samlokugerð er iðnframleiðsla sem krefst flókinna vísinda, og full ástæða til að McDonalds, sem segist hafa fullkomnað samlokugerðarlistina, fái að njóta þess... Fyrirtækið hefur sótt um einkaleyfi á "tækjum og aðferðum" sem eru notaðar við samlokugerð:
The burger company says owning the 'intellectual property rights' would help its hot deli sandwiches look and taste the same at all of its restaurants. It also wants to cut down on the time needed to put together a sandwich, thought to have been dreamt up by the Earl of Sandwich in 1762.
The 55-page patent, which has been filed in the US and Europe, covers the 'simultaneous toasting of a bread component'. Garnishes of lettuce, onions and tomatoes, as well as salt, pepper and ketchup, are inserted into a cavity in a 'sandwich delivery tool'.
The 'bread component' is placed over the cavity and the assembly tool is inverted to tip out the contents. Finally, the filling is placed in the 'bread component'. It explains: 'Often the sandwich filling is the source of the name of the sandwich; for example, ham sandwich.'
Það gefur auga leið að það þarf að vernda snilldaruppgötvanir McDonalds, sem hefur fundið upp samlokur gerðar úr "bread components", lauk, tómötum, salati, salt, pipar og tómatsósu, og notar til þess "sandwich delivery tools"... Ég hafði miklar áhyggjur, því mínar samlokur eru nefnilega líka gerðar úr "bread components", en McDonalds hefur sem betur fer lýst því yfir að þeir ætli ekki að ofsækja hefðbundna samlokugerð:
McDonald's said: 'These applications are not intended to prevent anyone from using previous methods for making sandwiches.'
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áður hafa samtök húmorslausra sígauna höfðað mál á hendur Borat í þýskalandi, en þetta er fyrsta málshöfðunin gegn honum í Bandaríkjunum! Tveir unglingspiltar sem birtast í Boartmyndinni hafa höfðað mál gegn Sasha Baron Cohen fyrir að hafa logið að sér, gabbað sig til þess að taka þátt í fylleríi og fyrir að hafa neytt sig til að horfa á klám... en það vita allir að heiðarlegir ungir menn myndu ekki drekka vín eða horfa á myndband með Pamelu Anderson og Tommy Lee Jones í rúmini nema tilneyddir af vondum dónum með yfirvaraskegg!
The plaintiffs -- listed as John Doe 1 and John Doe 2 -- were allegedly assured the film would not be shown in the U.S. and their identities would not be revealed. They were both selected to appear in the movie and, according to the suit, taken "to a drinking establishment 'to loosen up' and provided alcoholic beverages." They claim they signed the movie releases after "heavy drinking."
Kvikmyndatökumennirnir eiga að hafa hvatt þá til þess að halda áfram að drekka - og að Borat hafi þvínæst gabbað þá til þess að horfa á dónalegt myndband með sér.
The plaintiffs claim they suffered "humiliation, mental anguish, and emotional and physical distress, loss of reputation, goodwill and standing in the community..." because the movie was indeed released in the U.S.
Því það vita allir að í "the fratboy community" er ekkert meira niðurlægjandi en að standa fyrir fylleríisólátum, horfa á Pamelu Anderson nakta og hegða sér almennt eins og deli... Það er hægt að sjá afrit af málsskjölunum hér, og þau eru stórskemmtileg lesning.
Ungmennin krefjast þess að fá minnstakosti 25.000 dollara í bætur - en láta dómstólum eftir að ákveða hversu mikið beri að greiða sér fyrir allt hugarangrið.
Í öðrum Borattengdum fréttum er það helst að velsæmis- og listmatsskrifstofa Rússlands (The Federal Culture and Cinematography Agency) hefur ákveðið að banna kvikmynd Borat! Ekki vegna þess að hann geri grín að Bandaríkjamönnum, heldur vegna þess að ritskoðunarapparatið telur að Rússar muni ekki fatta brandarana... Samkvæmt The Chicago Tribune:
An agency official, Yury Vasyuchkov, cited the film's potential to offend religious and ethnic feelings...
The agency's decision amounted to the first such restriction on a film's public distribution--pornography aside--since the Soviet system of censorship collapsed in the late 1980s. In doing so, Russia has gone further even than Kazakhstan, the country that bears the brunt of Baron Cohen's mock documentary by Borat, a boorish state television reporter who visits the United States.
Ég get ekki með neinu einasta móti skilið hvernig Borat getur æst til haturs á neinu öðru en Suðurríkjamönnum. En kannski hafa Rússar, Sígaunar og fratboys annarskonar húmor en við hin?
M
Segjast hafa verið plataðir til að koma fram í mynd Borats | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 24.10.2006
Fyrstu fjórar mínúturnar úr úr Boratmyndinni á YouTube
Á Huffingtonpost er hægt að horfa á fyrstu fjórar mínúturnar úr nýju Boratmyndinni. Við sjáum heimabæ Borat, kynnumst áhugamálum hans (table tennis, disco dancing, photograph watching women do the toilet), og komumst að því að hann var sendur af upplýsingaráðuneyti Kasakstan til Bandaríkjanna til að finna svör við vandamálum Kasakstan. Kasakstan á nefnilega við þrjú vandamál að glíma: Economic, Social and Jew. Sígaunarnir eru augljóslega meira svona almennt nuisance en alvöru vandamál? (Myndbandið er hér)
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 22.10.2006
Art-o-meter mælir "suckage rating" listaverka...
Gizmodo fjallar um "the Art-o-meter" sem notar hreyfiskynjara til að mæla hversu lengi fólk stoppar til að horfa á listaverk, og gefur verkinu svo frá einni stjörnu til fimm... Gizmodo heldur því reyndar fram að mælirinn mæli "suckage rating", en ekki hversu lengi fólk horfi á listina.
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 13.10.2006
Djúpsteikt Coca Cola
Í einfeldni minni hélt ég að "deepfried snickers on a stick" á Minnesota State Fair væri einhverskonar hápúntkur djúpsteikingarvitfyrringarinnar, en auðvitað hafa athafnamenn í Texas fullkomnað þessa list. Ef það getur ekki verið stærra í Texas þarf það að vera vitlausara: Þar er nefnilega hægt að kaupa djúpsteikt Coca Cola! Djúpsteikta kókið var fundið upp af Abel Gonzales Jr, sem er einhverskonar uppfinningamaður, og frægur meðal áhugamanna um djúpsteikingu:
Gonzales deep-fries Coca-Cola-flavored batter. He then drizzles Coke fountain syrup on it. The fried Coke is topped with whipped cream, cinnamon sugar and a cherry. Gonzales said the fried Coke came about just from thinking aloud.
Gonzales achieved notoriety in 2005 with the fried peanut butter, banana, and jelly sandwich -- selling an estimated 25,000 of the treats, according to the fair's Web site.
Ef maður borðar pulsu á priki, vafða inni pönnuköku með súkkulaðibitum, er þetta sennilega viðeigandi eftirmatur? Hér eru svo leiðbeiningar fyrir þá sem vilja reyna að djúpsteikja Snickers, MilkyWay eða Oreos heima hjá sér.
M
fös. 29.9.2006
Anti Defamation League skerst í leikinn Borat-Kasakstan deilunni: "Borat er dóni, og segir ljóta hluti"
Bandarísk blogg hafa verið að fjalla um þrjá hluti undanfarna tvo daga: 1) Macaca, 2) Foley, 3) Borat. Og fyrir vikið höfum við öll gleymt NIE skýrslunni - en það er nógur tími fram að kosningum til að velta því fyrir sér utanríkisstefna bandaríkjastjórnar og hversu hörmulega mislukkuð, og næstum fyndin hún er, þ.e. ef hún kostaði ekki milljarða í almannafé, og þúsundir mannslífa. Og svo eru það auðvitað fréttir af tengslum Karl Rove og Abramoff.
En svoleiðis alvörufréttir eru frekar depressing - og þessvegna hef ég hugsað mér að halda mig við Borat og Macaca í bili. Og það er af nógu að taka!
The Anti Defamation League, sem er einhverskonar félagsskapur sem fylgist með andsemítisma og árásum á gyðinga hefur séð ástæðu til þess að útskýra það fyrir Bandaríkjamönnum að Kasakstanski blaðamaðurinn Borat sé bara grín - hann sé EKKI TIL Í ALVÖRUNNI, og því engin ástæða til að vera að taka skoðanir hans á gyðingum of alvarlega. (Samkvæmt Borat ætti að skjóta gyðinga, því þeir eru vondir, með stór nef, gráðugir og almennt til ama). En ADL telur samt ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því hversu dónalegur Borat sé, og svo sé voða voða ljótt að gera grín að Kakakstan. ADL telur sig nefnilega líka vita hverngi best sé að gera grín: "It would have been better to have used a mythological country". Reyndar eru kaflar í fréttatilkynningu ADL sem eru frekar fyndnir:
"When approaching this film, one has to understand that there is absolutely no intent on the part of the filmmakers to offend, and no malevolence on the part of Sacha Baron Cohen, who is himself proudly Jewish. We hope that everyone who chooses to see the film understands Mr. Cohen's comedic technique, which is to use humor to unmask the absurd and irrational side of anti- Semitism and other phobias born of ignorance and fear.
"We are concerned, however, that one serious pitfall is that the audience may not always be sophisticated enough to get the joke, and that some may even find it reinforcing their bigotry.
"While Mr. Cohen's brand of humor may be tasteless and even offensive to some, we understand that the intent is to dash stereotypes, not to perpetuate them. It is our hope that everyone in the audience will come away with an understanding that some types of comedy that work well on screen do not necessarily translate well in the real world - especially when attempted on others through retelling or mimicry.
"It is unfortunate that Mr. Cohen chose to make jokes at the expense of Kazakhstan. It would have been better to have used a mythological country, rather than focus on a specific nation."
Fréttatilkynningu ADL má sjá hér. Reyndar held ég að flestir Bandaríkjamenn hefðu staðið í þeirri meiningu að Kasakstan væri "mythological made up country" - þ.e. ef landkynningarráðuneyti Kasakstan hefði ekki farið að draga athygli allra að því að Kasaktstan væri í alvörunni alvöru land.
M
Menning og listir | Breytt 30.9.2006 kl. 04:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Matarmenning Bandaríkjanna er einstök. Í haust fór ég á Minnesota State Fair og keypti mér djúpsteiktan Snickers á priki, velt uppúr flórsykri - en þetta toppar það nú eiginlega. 'Jimmy Dean Chocolate Chip Pancakes & Sausage on a Stick'. Yummy!
Eða allavegana eru MBA nemar óheiðarlegri en aðrir háskólaborgarar. Þessar niðurstöður koma á sama tíma og Andrew Fastow er dæmdur í sex ára fangelsi fyrir stórfelld fjársvik Enron. Semsagt, samkvæmt smáfrétt í Washington Post spurðu tveir prófessorar við Rutgers 5000 MBA nema hvort þeir hefðu svindlað í skólanum einhverntímann seinasta árið - og 56% aðspurðra viðurkenndu að hafa svindlað að minnsta kosti einu sinni, sem er untalsvert hærra en meðaltal allra nemenda í doktors og MA prógrömmum - meðaltalið er 47%, meðan nemendur í félags og hugvísundum eru heiðarlegastir, aðeins 39% þeirra viðurkenndu að hafa svindlað á seinasta ári.
The researchers asked participants how often, if at all, they had engaged in 13 specific behaviors, including cheating on tests and exams, plagiarism, faking a bibliography or submitting work done by someone else.
Þetta virðist vera landlægt vandamál hjá nemendum sem ætla sér í bissness:
McCabe has studied cheating among undergraduates for more than 16 years. "On every study except one, business students come out on top," he said. "Their attitude seems to be "Hey, you have to -- everybody else does it." And business students already have developed a bottom-line mentality -- anything to get the job done, however you have to do it."
Þetta má túlka á þann veg að það sé sjálfval óheiðarlegra og undirförulla karaktera í viðskiptafræði. Gordon Gekko myndi vera sammála þessu, þ.e. að heiðarleiki sé karaktergalli sem geri menn að lélegum fjármálamönnum. (Á myndinni er Gekko að leggja Bud Fox (Charlie Sheen) lífsreglurnar).
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)