Færsluflokkur: Menning og listir
mið. 27.9.2006
Htinar í kolunum í Kazakstan - Borat deilunni
Þetta Borat-Kasakstan mál hefur vitaskuld alls ekkert með bandarísk samfélags- eða stjórnmál að gera, nema kannski að Kasakstan er svo annt um hvað bandaríkjamönnum finnst um sig og sitt fallega land, að landkynningarráðuneytið hefur keypt upp heilar FJÓRAR blaðsíður af New York Times í dag til þess að auglýsa ágæti og fegurð landsins, gáfur og glæsileik þjóðarinnar, og mikilfengleik sögu og menningar. (Auglýsingarnar eru ekki aðgengilegar á netinu, því miður.) Allt vegna þess að forsprakkar Kasaka óttast hvað bandarískum kvikmyndahúsagestum muni finnast um Kasakstan eftir að hafa séð nýju Borat-myndina.
The costly ad supplement, which appears in the middle of the Times' first section, makes no mention of Borat or the movie. The government has also produced ads to be shown on U.S. television.
Reyndar finnst mér ólíklegt að margir af lesendum NYT hefðu farið að sjá Borat í bíó. Sérstaklega ef kasakstanska Áróðurs- og föðurlandsástarráðuneytið hefði ekki farið að draga athygli allra að þessari kvikmynd, því hvað á maður að halda, þegar morgunblaðið manns er alltíeinum með tveggja opnu auglýsingu frá einhverju landi sem maður var búinn að gleyma að væri til? Meðalbandaríkjamaðurinn hefur sennilega jafn litla hugmynd um hvar Kasakstan er á kortinu og Burkina Faso (sem ég hef svosem sjálfur enga hugmynd um hvar er, einhverstaðar fyrir sunnan miðbaug, sennilega?). Ég hugsa að Sasha Baron Cohen hefði ekki getað óskað sér betri auglýsingu.
M
Menning og listir | Breytt 28.9.2006 kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þrátt fyrir vafasamar skoðanir Mel Gibson á heimsmálum, kynþáttum og trúarbröðgum, hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Alveg síðan ég sá Mad Max. Gibson hefur einhvern mjög óvenjulegan skilning á eðli siðmenningar, réttlæti og því hvað það er að vera góður maður. Karakterarnir sem hann hefur leikið eiga það allir sameiginlegt að vera í einhverskonar prívat krossferð fyrir því sem þeir telja réttlæti - þeir eru allir einhverskonar hræðileg ofurmenni, blindaðir af réttlætiskennd og bræði. Og í leit sinni að réttlæti og hefnd drepa þessir karakterar allt sem á vegi þeirra verður. Boðskapurinn held ég að sé sá að réttlætið sigri að lokum, en réttlætið útheimti blóð og er útdeilt af blindri bræði.
Nátengt þema í mörgum kvikmyndum Gibson er hingnun siðmenningar - hrun menningar andspænis einhverju sem þykist vera menning. Nýjasta mynd hans, Apocalyptico, sem ég held ég ætli að borga mig inná, ólíkt the Passion, fjallar einmitt um þetta þema. Og núna um daginn var Gibson að tala um myndina á kvikmyndahátíð í Texas.
In describing its portrait of a civilization in decline, Gibson said, "The precursors to a civilization that's going under are the same, time and time again," drawing parallels between the Mayan civilization on the brink of collapse and America's present situation. "What's human sacrifice," he asked, "if not sending guys off to Iraq for no reason?"
Því þótt Gibson sé sadisti, og hafi augljóslega djúpstæða velþóknun á ofbeldi og morðum, er einn grundvallarmunur á honum og þeim mönnum sem eru við völd í Bandaríkjunum: Í kvikmyndum Gibson hefur slátrunin alltaf einhvern æðri tilgang - menn þurfa að deyja til þess að ná fram réttlæti. Gibson er líka kristinn - og frelsarinn var kvalinn og pyntaður og svo drepinn á hroðalegan hátt (samaber the Passion!) til þess að ná fram einhverju æðra réttlæti. En hér eru Gibson og Rumsfeld, og restin af "The New American Century" liðinu ósammála. Rumsfeld og ný-íhaldsmennirnir í kringum hann trúa því nefnilega að siðmenning sé það sama og ríkisvald, og að ríkisvald sé veikt ef það sýni ekki öllum hversu ægilegt það sé, hversu ógurleg reiði þess sé þegar því sé misboðið. Eins og ofbeldisfullur faðir þarf ríkisvaldið að berja alla til hlýðni, annars sé úti um tilvist þess. Í þessari heimspeki er það fullkomlega lógískt að halda úti gagnslausri og counter-productive hersetu í óvinveittu landi, jafnvel þó hún kosti þúsundir mannslífa: tilgangurinn er nefnilega enginn annar en að sýna öllum að bandaríska ríkið, og hernaðarmaskína þess gefist ekki upp. Það er líka hin raunverulega ástæða fyrir því að stuðningsmenn stríðsins hafa hlaupið frá einni réttlætingunni til annarrar: Það var aldrei nein önnur ástæða fyrir þessu stríði en sú að það einfaldlega þurfti að heyja það.
Vandamálið, eins og Gibson sér það, er því ekki að menn séu drepnir og að utanríkisstefna Bandaríkjanna leiði til þess að fólk deyi. Vandamálið er að það er engin ásættanleg réttlæting fyrir þessum fórnum. En við hverju er að búast þegar allir helstu stuðningsmenn þessarar utanríkispólítíkur eru gamalmenni, eiginhagsmunapotarar og vindbelgir á borð við Lieberman, Allen, Frist og Santorum?
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hah! Samkvæmt sölutölum er Chomsky núna mest seldi höfundurinn á Amazon! Og allt Chavez að þakka. Hver segir ekki að vinstrimenn kunni ekki skammarlausa markaðssetningu og auglýsingaskrum? Villandi auglýsingar og vörufölsun? Það kunna vinstrimenn líka! Sala bókarinnar er nefnilega mikið til því að þakka að Chavez veifaði henni á milli þess sem hann úthrópaði Bush fyrir að vera andkristur endurborinn. Áræðanlegar heimildir herma hins vegar að svo sé ekki.
Ted Haggard, sem er forseti Landssamtaka Bandarískra Evangelista, (National Association of Evangelicals), lét nefnilega fræðimenn á vegum samtakanna fara ofaní kjölinn á yfirlýsingum Chavez. Samkvæmt fréttatilkynningu frá NAE er Bush alls ekki andkristur:
NAE theologians and scholars have conducted a thorough exegetical study of the biblical texts concerning the person, disposition, and earthy manifestations of Satan (Beelzebub, Lucifer, Prince of Darkness). They have incontrovertible concluded that, contrary to the assertion of Hugo Chavez, President Bush is not the Devil.
Það er þó gott að það sé á hreinu...
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 21.9.2006
Framlag HP til átraskana og útlitsdýrkunar
Hewlett Packard hefur þróað nýja ljósmyndatækni sem lætur konur á ljósmyndum líta út fyrir að vera grennri en þær raunverulega eru! Engir megrunarkúrar nauðsynlegir - nýjasta "photosmart" línan af myndavélum frá HP eru allar með innbyggum fídus sem lætur fólk líta út fyrir að vera nokkrum númerum minna en það raunverulega er. Á heimasíðu HP er þessu snillldarapparati lýst:
They say cameras add ten pounds, but HP digital cameras can help reverse that effect. The slimming feature, available on select HP digital camera models, is a subtle effect that can instantly trim off pounds from the subjects in your photos!
- With the slimming feature, anyone can appear more slenderinstantly.
- The effect is subtlesubjects still look like themselves
- Can be adjusted for a more dramatic effect
- See a before and after version, then decide which to keep
Þetta er auvðitað jólagjöfin í ár: Nú vantar bara myndavélar sem hvita tennur, stækka brjóst og minnka rassa... þá getum við öll verið hamingjusöm?
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 15.9.2006
Kazakstan biður Bush um aðstoð í stríði sínu við Borat
Borat er öllum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur - og svo líka okkur sem höfum áhuga á erjum á milli landa sem heita Stan og sjónvarspkaraktera. Reyndar hef ég alltaf haft mikinn áhuga á öllum Stan löndum Mið-asíu. Það er eitthvað alveg sérstaklega spennandi við stað sem enginn veit hvar er á landakorti. Kyrgistan? eða Usbekistan? Maður þarf að vera alveg sérstök tegund af landafræðinörd til að vita muninn á þessum löndum!
En þessi lönd eru víst til, og þar býr víst líka fólk, og öllu þessu fólki er alveg afskaplega ílla við það að andstyggilegum vesturlandabúum eins og mér finnist föðurlönd þeirra fyndin. Og ergelsi þeirra beinist auðvitað fyrst og fremst að Borat, sem hefur gert það að lifibrauði sínu að gera grín að þeim.
Wonkette, sem hefur eins og ég, áhuga á asnalegum fréttum, hefur verið að fylgjast með Borat-Kasakstan deilunni, og að því er ég get best séð eru staðreyndir málsins þær að Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstan, var sagður ætla að tala um Borat við Bush bandaríkjaforseta þegar fundum þeirra bar saman um daginn - en svo neitar sendiráð Kasakstan og talsmenn forsetans því staðfastlega að þeir hafi rætt Boratmál. Þetta er eitthvað skemmtilegasta prómó fyrir kvikmynd sem ég hef nokkurntímann séð - því Borat - the movie er á leiðinni í kvikmyndahús.
Fyrir þá sem hafa áhuga á Boratmálum bendi ég á eftirfarandi fréttir og heimasíður:
- ABC news: Kasakstan þverneitar að hafa farið fram á leynilegar aðgerðir gegn Borat.
- Entertainment news: Orðrómar um að Borat sé í vandræðum ganga um veraldarvefina
- DailyMail: Borat veldur diplómatísku hneyksli
- Svo er það auðvitað heimasíða Borat, þar sem er hægt að horfa á trailer af nýju Borat kvikmyndinni.
- Og loks "Stop Borat dot com" þar sem maður getur keypt allskonar skemmtilegt StopBorat merchandize.
Lengi lifi Sasha Baron Cohen!
M
Menning og listir | Breytt 28.9.2006 kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)