Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Ted Haggard, fyrrverandi formaður landssambands evangelista og krossfari gegn samkynhneigð og annarri siðspillingu, hefur nú formlega verið læknaður af eigin samkynhneigð! Haggard fór, eins og frægt er orðið, í afhommunarmeðferð eftir að upp komst að hann hefði í mörg ár átt í sambandi við karlkyns "escort" (Haggard sagðist bara hafa fengið "nudd" frá þessum herramanni), og þar á ofan keypt af honum spítt! (Sjá fyrri færslur mínar um Haggard hér og hér, og tilraunir leiðtoga Repúblíkana og evangelista til að sverja aumingja Ted af sér hér.)
En nú er Haggard semsagt læknaður, og er "toootally hetero!" Jei!
The Rev. Ted Haggard emerged from three weeks of intensive counseling convinced he is "completely heterosexual" and told an oversight board that his sexual contact with men was limited to his accuser.
That is according to one of the disgraced pastor's overseers, who on Monday revealed new details about where Haggard has been and where he is headed.
The Rev. Tim Ralph of Larkspur also said the four-man oversight board strongly urged Haggard to go into secular work instead of Christian ministry if Haggard and his wife follow through on plans to earn master's degrees in psychology.
Haggard ætlar nefnilega ekki að fara aftur til Colorado Springs þar sem hann stjórnaði sinni eigin megakirkju, heldur ætlar í felur í Iowa, eða Missouri, þar sem hann og kona hans ætla að skrá sig í "online" háskóla og læra sálfræði. Þar sem Haggard segist ekki ætla að verða predikari aftur má gera ráð fyrir að hann geti, vopnaður gráðu í sálfræði, stofnað sitt eigið afhommunarkliník?
Og svo fyrst við erum að tala um Haggard - í þessu stutta myndskeiði sem er úr myndinni HBO myndinni Friends of God lýsir Haggard því hversu frábærir evangelistar séu í rúminu! "All these babies dont come from nowhere, you know!"
M
mið. 7.2.2007
Gagnkynheigð pör verði skylduð til að eignast börn - ella verði hjónabandið dæmt ógilt...
Í Bandaríkjunum hafa baráttumenn fyrir "helgi hjónabandsins" helst notað þau rök að það megi ekki leyfa samkynhneigðu fólki að giftast, eða búa í einhverskonar löglega viðurkenndri sambúð, vegna þess að hjónabandið sé fyrst og fremst til að búa til börn - frá alda öðli hafi hjónabandið gengið út á fjölgun mannkynsins.
Það eru góðar ástæður fyrir því að óvinir hjónabanda samkynhneigðra hafa valið þessi rök. Með því að skilgreina hjónabandið sem einhverskonar "barnaframleiðslustofnun" geta þeir nefnilega skákað talsmönnum jafnréttis sem halda því fram að samkynhneigt fólk stofni, eins og gangkynheigt fólk, til langtímasambanda og elski jafnvel hvort annað, og eigi, eins og annað fólk, að fá að staðfesta ást sína og samband með einhverjum formlegum hætti frammi fyrir samfélaginu og almættinu. Þessu geta "trúaðir" afturhaldsmenn þá svarað sem svo að "ást" og þesskonar hégómi skipti akkúrat engu í hjónabandinu.
Talsmenn fjölskyldugilda geta ekki heldur notað trúarleg rök því í Bandaríkjunum er ekki hægt að setja lög eða móta samfélagsmál eftir trúarlegum forsendum. Ekki að það sé ekki reynt - en allar atlögur "trúaðra" afturhaldsmanna gegn því sem þeim mislíkar þurfa að sigla undir fölskum flöggum. Áróðurinn gegn þróunarkenningunni er t.d. dulbúinn sem ást þeirra á "gagnrýninni vísindalegri umræðu" og margmenningarstefnu. Það eigi að bjóða börnum að læra sköpunarsögu biblíunnar í líffræði, því hún bjóði upp á annað "sjónarhorn", og nemendur eigi að fá að meta mismunandi sjónarhorn í skólanum...
Það er hins vegar einn galli á þessari "hjónabandið er til að búa til börn" röksemdafærslu: það eignast ekki allt gagnkynhneigt fólk börn, og sumt samkynhneigt fólk eignast börn, samanber Mary Cheney, dóttur varaforsetans.
Talsmenn réttinda samkynhneigðra í Washingtonfylki hafa lagt fram "ballot measure" - þ.e. lagabókstaf sem almenningur fái að greiða atkvæði um í kosningum, sem krefst þess að allt gift gagnkynhneigt fólk þurfi að eignast börn, ella verði hjónaband þeirra lýst ógilt! Skv. AP:
OLYMPIA, Wash. - Proponents of same-sex marriage have introduced a ballot measure that would require heterosexual couples to have a child within three years or have their marriages annulled.
The measure would require couples to prove they can have children to get a marriage license. Couples who do not have children within three years could have their marriages annulled.
The paperwork for the measure was submitted last month. Supporters must gather at least 224,800 signatures by July 6 to put it on the November ballot.
The group said the proposal was aimed at "social conservatives who have long screamed that marriage exists for the sole purpose of procreation."
Þetta er bæði klókt og lógískt útspil. Það var löngu kominn tími til að einhver afhjúpaði opinberlega fáránleika þessara "raka" að samkynhneigt fólk geti ekki fengið að giftast því hjónabandið gangi út á barneignir. Það sem þessi umræða þarfnast er nefnilega heiðarleiki: talsmenn "fjölskyldugilda" þurfa að koma hreint út og segja hvað séu raunverulegar ástæður þess að þeir telki að samkynhneigðir geti ekki fengið að giftast. Fólk á þá að fá að taka ákvörðun um hverskonar samfélagi það vill búa í.
M
Trúmál og siðferði | Breytt 9.2.2007 kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
lau. 3.2.2007
Kaflaskipti?
Ný könnun Gallup á trúarskoðunum Bandaríkjamanna bendir til að trúarofstækisaldan sem gengið hefur yfir landið seinustu ár sé í rénum. Hlutfall þeirra sem telja að "skipulögð trúarbröðg" eigi að leika stærra hlutverk í bandarísku þjóðlífi hefur síðan 2001 fækkað úr 30% í 27% aðspurðra, sem út af fyrir sig er ekki mjög dramatískt - en hlutur þeirra sem telur að skipulögð trúarbrögð eigi að hafa minni áhrif hefur fjölgað úr 22% í 32% aðspurðra. Þá er mikilvægt að hlutur þeirra sem ekki sjá neitt athugavert við ástandið eins og það er hefur fækkað.
Þetta eru góðar fréttir því bókstafstrú og allskonar trúarlegt rugl hefur ekki bara haft mjög skaðleg áhrif á stjórnmálaumræðu seinustu ára, heldur hafa evangelistar og fulltrúar þeirra í stjórn landsins kerfisbundið grafið undan vísindum. Kosningastretegía Karl Rove fóst t.d. mikið til í að æsa þann hóp kjósenda sem hafði heitar skoðanir á trúmálum til að mæta á kjörstað. Sú strategía kann að hafa haft þær ófyrirséðu afleiðingar að æ stærri hluti kjósenda tók að hafa áhyggjur af því að trúarofstæki réði lagasetningu en ekki skynsemi.
Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki skamvinn sveifla. Bandaríkin eiga betra skilið en að vera stjórnað af stjórnmálamönnum sem fá "100% rating" frá Family Research Council.
M
Þegar maður getur vísað bæði til Sameinuðu Þjóðanna og Múrmeldýrs sem heimilda fyrir því að skoðanir manns séu réttar er maður í góðum málum! Það er nefnilega hægt að halda því fram að allir ábyrgir vísindamenn sem fjalla um umhverfismál séu á mála hjá einhverskonar leynilegum kabal vinstrimanna og ofstækisfullra umhverfisverndarsinna - en það getur enginn haldið því fram að múrmeldýrið Phil sé leynilegur óvinur Exxon Mobil! Einhverjum dýrafræðing sem vantaði eitthvað klókt til að skrifa um datt nefnilega í hug að gera rannsókn á veðurspádómum Punxsatawney Phil, og komst auðvitað að því að múrmeldýr eru jafn klók að spá fyrir um veðrið og allir færustu vísindamenn heims...
Punxsutawney Phil may be smarter than we've given him credit for.
In addition to checking out his shadow to forecast the end of winter, he has been ahead of the curve in predicting global warming.
Dr. Doug Inkley, wildlife biologist with the National Wildlife Federation, has been pondering over Phil's forecasting track record.
He found that in the first 75 years of the 20th century, Phil cast no shadow only four times, which according to folklore meant an early end to winter.
But in just the last 25 years of the century, Phil cast no shadow fully eight times, alerting us that winter was coming to an early end, a six fold increase!
Nú skal það játað að þessi Dr. Inkley, sem framkvæmdi þessa múrmeldýra rannsókn vinnur fyrir National Wildlife Federation, svo kannski er þetta bara enn eitt dæmið um áróðursmaskínu umhverfisverndarsinna? Kannski ætti Exxon Mobil að bjóða 10.000 dollara í verðlaun fyrir þá sem geta hrakið kenningu Inkley - fyrst þeir (reyndar er það American Enterprise Institute sem mun afhenda ávisanirnar) eru að bjóða þá upphæð hverjum sem getur skrifað sæmilega læsilega fræðigrein sem grefur undan umhverfisskýrslu Sameinuðu þjóðanna?
M
Múrmeldýr spáir vorkomu í Pennsylvaníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 30.1.2007
Þróunarkenningin er satanismi
Stríð bókstafstrúarmanna gegn þróunarkenningunni er bæði með því allra furðulegasta og allra skuggalegasta sem er að gerast í bandarískum stjórnmálum og menningu. Af öllum æsingamálum evangelista er þetta líka það asnalegasta. Bæði vegna þess að þessi and-skynsemis og and-vísinda hyggja sumra bókstafstrúarmanna ber vott um að sumir, í það minnsta, af leiðtogum og hugmyndasmiðum hreyfingarinnar séu asnar, og líka vegna þess að þessi hugmynd er svo herfilega vond að hún gerir málstað evangelista meira íllt en gott.
Reyndar held ég að þessi sköpunarsögu-trúarbrögð, sem sumir bandarískir evngelistar virðast farnir að aðhyllast, sé einhverskonar furðulegt cult - því í kringum sköpunarsögu-trúna hefur vaxið upp heljarinnar bissnessapparat - ferðapredíkarar og nokkur "Institutes" td. The Institute of Creation Research, sem er einhverskonar "háskóli" - það er meira að segja hægt að fá Doktorsgráður frá þeim! Það er reyndar eitthvað grunsamlegt við slíka menntastofnun sem er með tengil á "online store" á forsíðu sinni - semsagt allir sem heimsækja sköpunarsöguháskólinn þurfa að stoppa í gjafasjoppunni? Þar geta foreldrar keypt "kennsluefni" og auðvitað barnefni. Nú, vegna þess að fólk vill að börnin sín fái sem besta menntun!
Núna á fimmtudaginn mun HBO frumsýna mynd um þetta fyrirbæri, "Friends of God" - sem virðist vera djöfullega góð - allavegana er þetta sýnishorn (sem einhver hefur af póstað á YouTube) magnað!
Unglingarnir í lokin eru eiginlega skemmtilegastir! Ég hef töluvert horft á kristilegar sjónvarpsstöðvar hérna í Bandaríkjunum, og seint á kvöldin getur maður horft á samskonar unglinga renna sér á hjólabrettum fyrir Jesú og spila þungarokk fyrir Jesú. Svo ætla þau að verða vísindamenn fyrir Jesú og vinna Nóbelsverðlaunin fyrir Jesú! Yeah for Jesus!
M
ps - Mér sýnist að megakirkjupresturinn, spíttfíkillinn og kynvillingurinn Ted Haggard birtist í myndinni! - Haggard er einn af þessum karakterum sem er nánast ótæmandi uppspretta af furðulegum hugmyndum! Það virðast reyndar vera einhverjar nýjar fréttir af þessu Ted Haggard máli - kannski verða einhverjir skemmtilegir eftirmálar? Ég háf vona að svo verði, því það er miklu skemmtilegra að blogga um siðspillta sjónvarpspredíkara en hversu margir vinni á skrifstofu Dick Cheney - sem virðist vera helsta áhugamál liberal blogosphersins þessa dagana! - Að vísu dauðlangaði mig að blogga um Cheney og þetta imperial council sem hann virðist hafa komið upp í kringum sig - en fannst ég vera búinn að skrifa nóg um The Sith í bili!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
mið. 10.1.2007
Trúvillingurinn Pat Roberts og bandarískir evangelistar
Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með bandarískum samfélagsmálum að sjónvarpspredikarinn Pat Robertson talar við guð. Á undanförnum árum hefur Robertson hvað eftir annað kveðið sér hljóðs í fjölmiðlum og þóst hafa átt í prívatsamtali við almættið um yfirvofandi heimsendi eða syndafall. Sá guð sem Robertson talar við hefur nefnilega ekki áhuga á neinu nema samkynhneigð og fóstureyðingum - jú, og svo því að refsa mannkyninu.
Frægasta yfirlýsing Robertson er vafalaust staðhæfing hans að hryðjuverkaárásirnar haustið 2001 hafi verið refsing fyrir femínisma og samkynhneigð Bandaríkjamanna:
"I really believe that the pagans, and the abortionists, and the feminists, and the gays and the lesbians who are actively trying to make that an alternative lifestyle, the ACLU*, People For the American Way, all of them who have tried to secularize America. I point the finger in their face and say 'you helped this happen.'"
Síðan einhverntímann snemma á níunda áratugnum hefur Robertson, nokkurnveginn árlega, spáð fyrir um heimsendi rétt hanan við hornið, nú, eða einhverjar mjög stórkostlegar hörmungar aðrar. Árleg heimsendaspá Robertson fyrir 2007 (sjá líka hér) er reyndar nokkuð niðurvötnuð. Ekkert um endurkomu frelsarans, eða syndaflóð (heimsendaspáin fyrir 2006 gerði ráð fyrir syndaflóði...). Bara nokkur milljón manns, en guð var ekki með það á hreinu hvort það yrði í kjarnorkuárásum, eða einhverskonar öðrum hamförum:
Well, the other thing I felt was that evil men -- evil people -- are going to try to do evil things to us and to others during the last part of this year. I don't know whether it'll be in the fall or September or later on, but it will be the second half, somehow, of 2007. There will be some very serious terrorist attacks. The evil people will come after this country and there's a possibility that -- not a possibility, a definite certainty -- that chaos is going to rule and the Lord said the politicians will not have any solutions for it. There's just going to be chaos.
but it's going to happen, and I'm not saying necessarily nuclear -- the Lord didn't say nuclear -- but I do believe it'll be something like that -- they'll be a mass killing, possibly millions of people -- major cities injured.
Þessar stöðugu yfirlýsingar Robertson eru farnar að valda mörgum trúuðum Bandaríkjamönnum áhyggjum, því þær fá ómælda athygli í fjölmiðlum, og gera ekkert til að auka tiltrú sæmilega vitiborins fólks á evangelistum. Um helgina birti San Fransisco Chronicle grein um vaxandi gremju evangelista:
"It's downright embarrassing," said Todd Spitzer, pastor at Regeneration in Oakland and Dolores Park Church in San Francisco. "When he makes these statements and ties God's name to it, he's like the self-proclaimed spokesman for God and evangelical Christianity. It's an obstacle to us when we want to present a reasonable faith."
The more outrageous or quirky the comment, the quicker it zips into newspapers and television news programs and floods the Web. The result, evangelical ministers say, is that sincere believers get tarnished in the process.
... Evangelical ministers said they are constantly battling stereotypes of evangelicals as uncritical thinkers who are "marching lockstep to some leader." They said Robertson's comments only strengthen those misperceptions.
Vandamálið er að þeir sem tala opinberlega fyrir trúaða bandaríkjamenn og evangelista eru nánast allt skoffín á borð við Robertson: Seníl gamalmenni sem halda að þeir séu málpípur guðs - og sá guð er yfirleitt aðallega upptekinn af því að deila út eldi og brennisteini. Nú, eða þá hræsnarar á borð við Ted Haggard, sem hrökklaðist frá sem formaður Landssamtaka bandarískra evangelista eftir að í ljós kom að hann var hafði átt í löngu sambandi við karlkyns "escort" og keypt af honum spítt. (sjá nokkrar af færslum mínum um Haggard hér og hér) Meðan evangelistar leyfa svona mönnum að vera talsmenn sína er ekki von nema vitiborið og skynsamt fólk hafi efasemdir um hversu "reasonable" eða "sincere" trú þeirra er.
Bandarískir evangelistar eru líka margir byrjaðir að átta sig á því að femínismi, fóstureyðingar og samkynhneigð eru ekki alvarlegustu "vandamálin" sem mannkynið stendur frammi fyrir, og byrjaðir að beina sjónum sínum að raunverulegum vandamálum - eins og fátækt, félagslegu óréttlæti og umhverfisvernd. Umhverfisvernd heitir þá "creation care" - því það hlýtur að vera skylda okkar að fara vel um sköpunarverkið? Og það vita allir hvað nýja testamentið segir um fátækt og ríkidæmi.
Það skemmtilegasta við greinina í SFChronicle var að margir evangelistar eru ekki bara að missa þolinmæðina, þeir eru farnir að ásaka Robertson um trúvillu!
Several Bay Area evangelical ministers said Robertson's purported divine prophecies are heretical because the statements presume that he can add to the inerrant word of God, as written in the Bible.
"He's going beyond the authority of Scripture," said Lee. "He's walking out on his own plank."
Undanfarin tvö ár hef ég við og við rekist á greinar í bandarískum blöðum um kynslóðaskipti í flokki evangelista, og í ljósi þess hversu mikilvægur stuðningur þeirra er fyrir Repúblíkanaflokkinn, gæti breyting á hugmyndafræði og í leiðtogaliði "the moral majority" haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir bandarísk stjórnmál.
M
*ACLU - the American Civil Liberties Union stendur vörð um stjórnarskrárvarin réttindi bandaríkjamanna, m.a. til trúfrelsis og málfrelsis. Maður þarf að vera andskoti afundinn afturhaldssinni, eða hafa mjög vonda samvisku, til að halda að ACLU sé einhverveginn and-amerískt.
Um daginn voru þingmenn 110 löggjafarþings Bandaríkjanna samankomnir í Washington til að sverja embættiseið. Við þessa athöfn var haldin einhverskonar bænastund, þar sem allir aðrir en heiðingjar og villutrúarmannenn í Demokrataflokknum tóku þátt. (Þeir söfnuðust sennilega allir saman í myrkri kjallarakompu og lögðu á ráðin um hvernig þeir gætu með áhrifaríkustum hætti grafið undan bandarískri siðmenningu...)
Til þess að vega upp á móti allri heiðninni og trúvillunni í flokksbræðrum sínum ákvað öldungadeildarþingmaðurinn Robert Byrd (D-WV), sem er 89 ára gamall, að standa prívat og persónulega fyrir einhverskonar vakningarsamkomu og gólaði viðstöðulaust upp úr eins manns hljóði "hallelúja" "í jesú nafni", "dýrð sé drottni í upphæðum" og eitthvað álíka!
Byrd was [...] in a mood to give praise, calling out "Yes, Lord" and "Praise Jesus" during the prayer that kicked off the Senate portion of the 110th Congress' opening.
Öll þessi hróp og köll höfðu eitthvað dregið úr honum mátt, því þegar Byrd átti að ganga fyrir varaforsetann Darth Cheney, hné hann niður. Og nú er ekki nema von að menn spyrji sig: Hlýtur ekki að vera eitthvað samband á milli þess að Byrd skuli hníga niður þegar hann nefndi frelsarann á nafn í návist Cheney? Sem betur fer var öldungadeildarþingmaðurinn John Glenn - sem er fyrrverandi geimfari, hvorki meira né minna - staddur rétt við Byrd, og bjargaði Byrd:
He stumbled after coming forward with several other senators ... to take the oath of office from Vice President Dick Cheney.
"I wasn't thinking anything. I was standing right behind him. I was afraid he broke something," Glenn said, noting that Byrd's ankle appeared to twist. Other senators and Glenn helped Byrd get to his feet.
"Hallelujah!" Byrd proclaimed after steadying himself with the help of Glenn and other senators and walking back to join his colleagues, a cane in each hand. "Hallelujah!" He appeared to be uninjured.
Byrd er ekki bara þekktur fyrir að vera gamalmenni og eldheitur trúmaður: hann er líka fyrrverandi meðlimur í ungmennafélaginu Ku-Klux-Klan, og þótti af Klan-bræðrum sínum vera svo duglegur við að hata negra og aðra minnihlutahópa að hann var fljótt gerður að "Exalted Cyclops" sem er æðsta staðan innan lókal Klan-hópsins. Nokkurnveginn sambærilegt því að vera Gauleiter í nasistaflokknum...
M
Trúmál og siðferði | Breytt 8.1.2007 kl. 02:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sun. 7.1.2007
Nú vilja afturhaldssamir evangelistar líka að lög verði sett til að stöðva hjónaskilnaði
Það hlaut að koma að því að "the moral majority" legði í að krefjast þess að það yrðu sett takmörk við rétti fólks til hjónaskilnaðar. Eftir að hafa unnið ötullega að því að takmarka rétt kvenna til fóstureyðinga, með þeim árangri að þó þær séu enn löglegar í öllum fylkjum Bandaríkjanna er svo komið að það er nánast ógerlegt fyrir konur að komast til fóstureyðingalækna ef þær eru svo óheppnar að búa utan stórborga. Í Norður Dakóta er t.d. enginn læknir sem framkvæmir fóstureyðingar!
Þvínæst voru það samkynhneigðir - og þó sú barátta hafi ekki borið erindi sem árangur: Samkynhneigð hefur enn sem komið er ekki verið gerð ólögleg, eru fjölmörg fylki Bandaríkjanna búin að koma ákvæðum í stjórnarskrár sínar sem beinlínis banna hjónabönd samkynhneigðra.
Og nú er semsagt komið að hjónaskilnuðum. Ég held að það sé ekki fjarri lagi að segja að við getum komið auga á mynstur: The Family Foundation vill að sett verði lög um sem mest af einkalífi fólks: Ríkið eigi að hafa eftirlit með því hvað fullorðið fólk gerir í sínu einkalífi, og það er deginum ljósara að The Family Foundation mun ekki ánægt fyrr en það er búið að banna hjónaskilnaði.
After its victory in last year's fight over a constitutional amendment banning same-sex marriage in Virginia, the Family Foundation of Virginia announced Thursday that it will push to change the state's divorce laws to make it more difficult for parents to end their marriage.
The Family Foundation, which opposes abortion and promotes socially conservative values, said it will lobby the General Assembly this year to amend the state's long-standing no-fault divorce law, which essentially allows a husband or wife to terminate a marriage without cause.
The foundation is advocating "mutual consent divorce" for couples with children, which would require a husband and wife to agree to divorce before a marriage can be legally terminated, except in certain instances, such as abuse or cruelty. The proposed legislation would not affect childless couples.
"Right now, one spouse can unilaterally end [the marriage], and not only is their spouse unable to stop the divorce, their abandonment does not preclude them from having custody of their child," said Victoria Cobb, president of the Family Foundation. "When we send a message that one can up and leave their family and have no consequence, the Old Dominion is encouraging divorce."
Ef það þarf samþykki beggja aðila til að slíta hjónabandi þarf ekki mjög fjörugt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér aðstæður þar sem annar aðilinn getur kúgað hinn til að sitja í hjónabandi sem er ástlaust og ónýtt.
Það er auðvitað eitthvað til í því að það eigi að forðast hjónaskilnaði, en það er fráleitt að það verði gert með því að löggjafinn setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Eina útkoman verður að það fjölgar óhamingjusömum og misheppnuðum hjónaböndum! Og ég er ekki viss um að það sé verið að gera neinum greiða með því að láta fleiri börn alast upp á ástlausum heimilum.
Ef ríkið á að vera að vasast í einhverju er það ekki einkalíf fólks.
M
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 5.1.2007
Keith Ellison (jesúhatandi þingmaður MN) sver við kóraninn - Virgil Goode og Prager bíða í ofvæni heimsenda
Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá fest á filmu alvarlegustu atlögu múslimskra hryðjuverkamanna að bandarískri siðmenningu! Í gær sór Keith Ellison embættiseið - ásamt öllum öðrum þingmönnum 110 löggjafarþings Bandaríkjanna. Svo seinna um daginn lét Ellison taka af sér einhverskonar hátíðarljósmynd - en það er hefð fyrir því að þingmenn haldi svona einkaseremóníur/photo-op þar sem þeir endurtaka embættiseiðinn. Ellison gerðist svo djarfur að hafa Kóran (í tveimur bindum, hvorki meira né minna!) með sér í myndinni.
Virgil Goode, þingmaður Virginíu og Dennis Prager, útvarpsmaður, höfðu heyrt af þessu alvarlega máli - þ.e. að þingmaður ætlaði að sitja fyrir á ljósmynd með bók. Prager sagði að þetta athæfi myndi það grafa undan bandarískri siðmenningu - jafnvel ganga að henni dauðri!
If Keith Ellison is allowed to change that, he will be doing more damage to the unity of America and to the value system that has formed this country than the terrorists of 9-11.
Goode fyrir sitt leyti krafðist þess að landamærum Bandaríkjanna yrði lokað, svo það fylltist ekki allt af mönnum eins og Ellison.
The Muslim representative from Minnesota was elected by the voters of that district and if American citizens don't wake up and adopt the Virgil Goode position on immigration there will likely be many more Muslims elected to office and demanding the use of the Koran.
Fyrir utan að hafa opinberað að þeir væru ekki með öllum mjalla - og augljóslega fullkomlega oblivious um hversu kjánalegt upphlaup þeirra var - höfðu Goode og Prager sýnt að þeir skildu ekki merkingu trúfrelsis og hefðu ekki áttað sig á að þeir búa í siðmenntuðu lýðræðisríki!
En talandi um ljósmyndir og aðrar myndir af stjórnmálamönnum! Á opinberu málverki Jeb Bush sem fylkisstjóra flórída, situr litlibróðir Bush fyrir með Blackberryið sitt! Sennilega til þess að sýna öllum hversu obboslega mikilvægur og upptekinn maður hann væri - að hann þyrfti að hafa Blackberryið sitt með alstaðar! Samkvæmt þessari flórídasjónvarpsstöð var það vegna þess að Jeb Bush fann upp internetið - eða eitthvað álíka klókt:
The BlackBerry made it into the portrait because Bush was said to have been the first "E-governor," receiving tens of thousands of e-mails and responding to many of them.
M
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Keith Ellison hefur sætt mikilli gagnrýni frá sumum íhaldssömum repúblíkönum sem finnst alls ekki nógu gott mál að hann skuli ekki vera kristinn, eins og þeir sjálfir. En í æsingi sínum yfir trúvillu Ellison hefur þeim yfirsést að það eru fleiri þingmenn Demokrata sem hata Jesú. Því um daginn rakst ég á bloggfærslu sem benti á að það hefur næstum enginn tekið eftir því, eða séð ástæðu til að gera veður út af því að tveir þingmenn 110 þingsins verði Búddistar!
Mazie K. Hirono, og Hank Johnson. Hiromo er þingmaður demokrata fyrir Hawai, og Johnson er þingmaður demokrata fyrir Georgíu. En þetta er ekki allt - því það er líka fullt af heiðingjum á þingi: Hawai á tvo þingmenn á Bandaríkjaþingi, (báðir eru demokratar) Hiromo og Neil Abercrombie. Abercrombie gefur upp að hann sé ekki meðlimur í neinu trúfélagi (þó wikipedia segi hann "protestant") - svo hvorugur þingmanna Hawai er kristinn. (Senatorar Hawaii eru að vísu kristnir).
Samkvæmt úttekt "Americans for Religious Liberty" á trúfélögum þingmanna 110 bandaríkjaþings eru fimm aðrir þingmenn gefa upp að þeir séu ekki í neinu trúfélagi:
- Mark Udall (D-CO) (skv. Wikipedia "christian")
- John Olver (D-MA) (skv. Wikipedia "unspecified")
- John Tierney (D-MA) (skv. Wikipedia "unspecified")
- Earl Blumenauer (D-OR) (skv. Wikipedia "unspecified")
- Tammy Baldwin (D-WI) (skv. Wikipedia "unspecified")
Demokratar hafa semsagt fyllt þingið af allskonar trúleysingjum og heiðingjum, og ljóst að Ellison er bara toppurinn á ísjakanum!
Þessi listi yfir trúfélög þingmanna er reyndar nokkuð forvitnilegur - t.d. kom mér á óvart hversu margir mormónar eru á þingi. En það meikar auðvitað fullkominn sens að allir þingmenn Utah séu mormónar. Listinn skýrir sig sjálfur, nema það eru nokkrar skamstafanir sem kannski eru ókunnuglegar, og Americans for Religious Liberty hafa ekki haft fyrir því að skýra þær:
- LDS: Latter Day Saints (Mormónar)
- AME: African Methodist Episcopal
- UCC: United Church of Christ
- SDA: Seventh Day Adventist
M
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)