Færsluflokkur: Bloggar
fim. 3.4.2008
Minnt er á...
...að Freedomfries er fyrir langalöngu flutt yfir á Eyjuna. En þar sem margir á moggablogginu krefjast þess að maður þurfi að vera skráður notandi og skrifi komment "undir nafni" birtast við og við komment frá mér undir þessu nafni, og þar sem fólk smellir oft á tengilinn sem fylgir kommentum, finnst mér rétt að benda þeim sem lenda einhverra vegna á þessari síðu að núverandi bloggheimili mitt er:
Og efni bloggsins hið sama og áður: Ekkert nema bandarísk stjórnmál!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 19.7.2007
Barack Obama involveraður í vændisskandölum repúblíkana...?
Minni á að Freedomfries er flutt á Eyjuna - þannig að ef lesendur eru enn að villast hingað inn í leit að vangaveltum um siðferðisbresti og bjánaskap (svo er þessi líka frábær)bandariskra pólítíkusa vil ég enn og aftur minna á að þetta er alltasama hér! ...semsagt, með því að smella á "hér" opnast nýr gluggi með nýjum heimkynnum Freedomfries. Eins og galdrar ekki satt?! Svona er nú veraldarvefstæknin öll mögnuð ;)
Af nýlegum færslum mínum þar má nefna "hookergate" sem hefur snarað David Vitter, öldungadeildarþingmann repúblíkana frá Louisiana, og orðróma um að Vitter sé haldinn bleyjufetisma - sömuleiðis undarlegar getgátur (aðallega mínar...) um að Barack Obama sé bendlaður við sama skandal. (Hooker-gate, þ.e., ekki Diaper-gate...)
Reyndar skrifa ég líka stundum um alvarlegri mál... en þar sem ég á afmæli í dag finnst mér að ég eigi ekki að þurfa að vera að brjóta heilann um leiðinlega hluti eins og Írak, fjárlög eða eitthvað þaðan af þurrara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 13.7.2007
Freedomfries flytur...
Glöggir lesendur hafa ábyggilega tekið eftir því að ég er búinn að flytja mig um set yfir á Eyjuna.is. Að vísu hef ég enn um sinn tvípóstað flestum, þó ekki alveg öllum, færslum sem ég skrifa. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég geri við þetta blogg hér. Kannski ég breyti því í klassískt kattablogg? Að vísu á ég enga ketti, svo kattablogg eftir mig yrði sennilega frekar óspennadi. En ég ætla ekki að drepa þetta blogg í bráð. Flestar eldri færslur mínar eru ennþá hérna, því einhverra hluta vegna fluttist ekki nema rétt þriðjungurinn af þeim með mér yfir á Eyjuna. Svo veit ég ekki alveg hvort allir lesendur mínir hafi flust með - svo mér fannst ég þurfa að setja miða á hurðina hér: "Fluttur"
Ég hvet alla lesendur freedomfries til að halda áfram að lesa mig á nýu heimkynnunum. Það eru líka aðrir bloggarar þar sem eru þess virði að lesa. Ég mæli sérstaklega með nýlegri færslu Andrésar Magnússonar um hryðjuverkaógnina og vangaveltum Össurar um olíu og ofstjórn. Svo skrifar Pétur Gunnarsson bráðgóðar fréttir á aðalsíðunni! Mogginn og moggabloggið eru líka ágæt, og eru ekki að fara neitt, en við höfum öll gott af smá tilbreytingu og fjölbreytileika!
Bestu kveðjur! Magnús
Magnús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 23.5.2007
Carl Linnaeus 300 ára
Í dag eru 300 ár síðan Carl Linnaeus fæddist í Svíþjóð. Þó það þekki kannski ekki allir til Linnaeus finnst mér samt við hæfi að minnast hans, því Linnaeus fann upp það flokkunarkerfi sem við notum enn þann dag í dag til þess að flokka allar lífverur. Kerfið setti Linnaeus fyrst fram í smáriti, 14 blaðsíðna löngu, sem bar titilinn Systema Naturae. Hann var aðeins 28 ára að aldri.
Afrek Linnaeus er ekki lítið, því hann bjó til lógískt kerfi til þess að flokka alla náttúruna á samræmdan og kerfisbundinn máta. Þegar allt kemur til alls er þetta nefnilega grundvallarhugmynd alls vísinda og fræðastarfs: Að skilja veröldina í kringum okkur, gefa hlutum nöfn og skilgreina samband þeirra við hvorn annan. Og fyrsta skrefið í þekkingarleit er alltaf flokkun: Hvað er eins og hvað annað? Og hvaða einkenni réttlæta að flokka fyrirbæri saman? Gildir þá einu hvort það eru skordýr eða skjöl.
Dr Matthew Cobb skrifar skemmtilega grein um Linnaeus í LA Times í morgun:
Linnaeus proposed a hierarchical scheme in which each organism could be described in terms of its kingdom, class, order, genus and species from the broadest category to the narrowest. By using Latin the common scientific language of the time Linnaeus was able to bypass the myriad folk names for animals and plants that made comparison of information from one country to another so difficult. He also integrated the growing conviction that like bred like, putting species at the heart of the natural world.
Above all, Linnaeus argued that organisms should be classified on the basis of a small number of physical characteristics rather than, say, their habits (this animal flies, that one swims) or their use (these plants can be eaten, those are good for medicine). In the case of plants, Linnaeus used their sexual organs to distinguish one species from another. This not only led to a more effective classification, it also inadvertently provided 18th and 19th century ladies with a discreet way of initiating themselves in the facts of life. ...Curiously, the content of the book was as dry as this description suggests there were no glorious prints identifying wild and wonderful creatures; it was simply a list of names.
But its simplicity was what made it so successful. "Systema Naturae" was effectively an index to all those books that did have marvelous pictures of animals and plants. Linnaeus provided natural historians with a way to compare and integrate all previous knowledge and to build on that knowledge when new, bizarre animals, such as the duckbilled platypus, were discovered.
Linnaeus' objective was to reveal the order in God's creation. Contemporary scientists use Linnaeus' system to understand something that would have been deeply shocking to the young Swede: how species have evolved. ...Humans have an obsession with classification and connections hence the perpetual reorganizing of Linnaeus' system that has gone on over the last 270 years. But the only groupings that have any biological meaning are species and individuals. Kingdoms, phyla, genera and all the other categories beloved by Linnaeus' descendants are merely a description of the pattern we think evolution followed, rather than something linking organisms in today's world. The only thing that links lions and humans as mammals is that we have a common ancestor somewhere deep in the evolutionary past.
The magic of evolution is that the massive differences that exist between the organisms we can now see on the planet between bacteria and humans, between dogs and snakes all began with tiny changes, as one individual showed a slight advantage over another. Over the immense expanse of geological time, amplified by the power of natural selection, these tiny differences gradually led to the myriad varied life-forms we see today.
Where Linnaeus saw order and logic, we now see a dynamic endless process, and certainly no insight into the mind of God. That is the fate of many influential discoveries they become important not for what their discoverer intended but for what we can do with them. On his 300th birthday, Linnaeus would no doubt be surprised, but proud, of the use we make of his system of classification.
M
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 19.4.2007
Fjöldamorðin í Virginíu sanna að ÉG hef á réttu að standa!
Í framhaldi af skrifum mínum í gær og fyrradag um tilraunir sumra fréttaskýrenda til þess að kenna fjölmenningarlegu samfélagi Bandaríkjanna og umburðarlyndi um að hafa valdið fjöldamorðunum í Virginíu fannst mér við hæfi að endurbirta þessa grein sem ég fann á Boing Boing. Greinin var skrifuð í tilefni hryðjuverkaárásanna 2001, en á jafn vel við núna, maður þarf bara að skipta út bombing fyrir shooting og World Trade Center fyrir Virginia Tech.
Why the Bombings Mean That We Must Support My Politics
Of course the World Trade Center bombings are a uniquely tragic event, and it is vital that we never lose sight of the human tragedy involved. However, we must also consider if this is not also a lesson to us all; a lesson that my political views are correct. Although what is done can never be undone, the fact remains that if the world were organised according to my political views, this tragedy would never have happened.
Many people will use this terrible tragedy as an excuse to put through a political agenda other than my own. This tawdry abuse of human suffering for political gain sickens me to the core of my being. Those people who have different political views from me ought to be ashamed of themselves for thinking of cheap partisan point-scoring at a time like this. In any case, what this tragedy really shows us is that, so far from putting into practice political views other than my own, it is precisely my political agenda which ought to be advanced.
Not only are my political views vindicated by this terrible tragedy, but also the status of my profession. Furthermore, it is only in the context of a national and international tragedy like this that we are reminded of the very special status of my hobby, and its particular claim to legislative protection. My religious and spiritual views also have much to teach us about the appropriate reaction to these truly terrible events.
Countries which I like seem to never suffer such tragedies, while countries which, for one reason or another, I dislike, suffer them all the time. The one common factor which seems to explain this has to do with my political views, and it suggests that my political views should be implemented as a matter of urgency, even though they are, as a matter of fact, not implemented in the countries which I like.
Of course the World Trade Center attacks are a uniquely tragic event, and it is vital that we never lose sight of the human tragedy involved. But we must also not lose sight of the fact that I am right on every significant moral and political issue, and everybody ought to agree with me. Please, I ask you as fellow human beings, vote for the political party which I support, and ask your legislators to support policies endorsed by me, as a matter of urgency.
It would be a fitting memorial.
Ég veit ekki alveg hversu oft ég hef lesið variasjónir á þessa grein í gegn um tíðina, í tilefni mismunandi voðaverka, en þetta virðist vera frummynd þeirra allra. Svo las ég nýlega náskylda grein, skrifaða í tilefni dauða einhvers rithöfundar, nema inntak hennar var að deila með umheiminum, af þessu tilefni, hversu vel lesinn og svalur greinarhöfundur væri. Þetta er alveg sérstök tegund blogg og blaðaskrifa: "Nú skrifa ég grein um eitthvað merkilegt listaverk/bók/kvikmynd, en bara til að minna alla á hversu klókur ég sé." Inntakið er alltaf það sama: ég ég ég. Jæja, það er líka kominn tími til að fara að tala aftur um Alberto Gonzales. Það er ekki með nokkru móti hægt að hlusta á þessar þingyfirheyrslur, svo ég læt mér nægja að lesa um aðalatriðin einhverntímann í kvöld - vegna þess að svona yfirheyrslur taka allan helvítis daginn og Gonzales fer undan öllum spurningum í vesældarlegum flæmingi.
Og svo er fátt leiðinlegra en að hlusta á senatora "spyrja spurninga" við svona uppákomur. Inntak flestra spurninga er "ég, ég, ég - nú er ég að tala..."
M
Update: Fyrir þá sem hafa áhuga á yfirgengilegum pólítískum bloggnördisma og geta ekki beðið eftir alvöru fréttum af því hvaða afsakanir Gonzales reynir að selja þingmönnum er bent á að The Blue State er a "liveblogga" Gonzalesyfirheyrsluna - og fyrir þá sem vilja lesa aðeins vandaðari blogg er bent á TPM sem er líka að liveblogga Gonzales, með vídeóupptökum og alles!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 11.4.2007
Komin til baka úr sólinni í Mexico í snjóinn í Minnesota
Eftir nærri tveggja vikna ferðalag komum við aftur til Minnesota. Eftir sumar og sól á Yucatanskaga beið okkar snjókoma og kuldi í Minnesota. Og svo hafði öryggið farið af í eldhúsinu, svo ísskápurinn náði að mygla. Hálfgerður antíklímax.
Seinustu dögunum eyddum við í Cancun, á einhverskonar "all included resort". Eftir að hafa verið í Playa del Carmen og í sumarhúsi fjarri túristavitfirringunni get ég ekki mælt með Cancun við nokkurn mann - nema bara til að keyra í gegn um "Zona Hoteleria" sem er um það bil 17 kílómetra langur vegur eftir einhverskonar mjórri eyju, eða eyði, sem er þéttsetið risavöxnum hótelbyggingum, verslunarmiðstöðvum og Amerískum keðjuveitingahúsum. Börnin skemmtu sér að vísu vel - sonur minn skemmti sér konunglega í öldunum á ströndinni meðan dóttir mín svamlaði í hótelsundlaugunum. Seinasta kvöldið var ég svo að keyra með dóttur minni, en gleymdi að kveikja á ljósunum og var stoppaður af lögreglumanni sem talaði enga ensku, en gerði mér þó ljóst að ég væri í mjög alvarlegum málum - hefði brotið allskonar umferðarlög, og gæti gleymt því að fljúga heim daginn eftir ef ég borgaði sér ekki 350 pesos, í "sekt" á staðnum. Sem hann svo breytti í 200 eftir að hann var búinn að sjá að ég var ekki með meira í veskinu... Mér fannst það vel sloppið.
Konan mín fékk líka einhverja matarsýkingu á hótelinu - eftir að hafa borðað á allskonar lókal veitingastöðum suður eftir ströndinni, sem sannar að maður á bara "eat what the locals eat - not what they feed the turists" regluna. Sem betur fer vorum við búin að gera flest allt sem við ætluðum okkur að gera: Meðal annars að klífa hæsta Mayapíramída Mexico, Nohoch Mul, sem þýðist víst sem "stóri hóllinn" eða eitthvað álíka.
Það sem mér fannst merkilegast við Coba, þar sem þessi píramídi er, og reyndar alla staði sem við komum á aðra en Cancun, var hversu lítið "túristavæddir" þeir voru - þó Cancun sé engan veginn frábrugðin túristastöðum í Ameríku, t.d. sundlaugagarðaborginni Wisconsin Dells í Wisconsin (sem við höfum heimsótt þrisvar með krakkana), er afgangurinn af Yucatan frekar lítið snortinn af öllum bandarísku ferðamönnunum. Sem betur fer.
M
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 2.4.2007
Sandkastalar
Afsakið blogglesið undanfarna daga! Ég eyddi deginum í gær í að byggja sandkastala og sigla með börnunum á kajak. Mig hefur alltaf dreymt um að byggja sandkastala úr alvöru skeljasandi við Karíbahafið. Við byggðum nokkur risavaxin Maya musteri, virkisveggi og turna. Netsambandið virðist hins vegar bara virka á kvöldin - ekki daginn, sem er auðvitað allt í lagi, því ég hef annað að gera meðan sólin skín!
Sem betur fer virðist stjórnmálaveröldin í Washington hafa farið í sumarfrí á sama tíma og ég, því það virðist ekkert mjög marktækt hafa gerst undanfarna daga.
Alberto Gonzales er enn dómsmálaráherra - þó fleiri þingmenn repúblíkana hafi lýst því yfir að hann verði að segja af sér (Terry Lee, þingmaður repúblíkana frá Omaha sagði reyndar að Bush ætti að reka Gonzales)
McCain haldi áfram að hafa sig að fífli og mála sjálfan sig sem marklaust og elliært gamalmenni, (McCain hélt því fram að það væru "neighborhoods in Baghdad where you and I could walk through those neighborhoods, today" - og til að sanna mál sitt fór karlinn í hemsókn til Bagdad og labbaði, í heilan klukkutíma, í fylgd: 100 vopnaðra hermanna úr landher bandaríkjanna, þremur fullbúnum Black Hawk þyrlum hersins og tveimur Apache árásarþyrlum... og til þess að tryggja að þessi göngutúr væri nógu "safe" ákvað McCain að vera í skotheldu vesti... Ég veit ekki með ykkur, en ég myndi ekki treysta mér til að labba um í íbúðarhverfi þar sem ég þyrfti á slíkum viðbúnaði að halda til að geta talist öruggur.
M
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 1.4.2007
Playa del Carmen - Riviera Maya
Það er eitthvað mjög fullnægjandi við að sjá Mexíkana gera annað en að skúra gólf eða vinna garðvinnu. Það er líka eitthvað mjög fullnægjandi við að vera sloppinn úr yfirsiðmenningu Minnesota - hér ríkir mátulegt anarkí í umferðarmenningunni, það má ganga með bjór úti á gangstétt, fólk leyfir sér að reykja á veitingastöðum og það eru ekki allir komnir í háttinn klukkan átta... Playa del Carmen þar sem við eyddum fystu tveimur nóttunum er stórkostlegur bær - þar sitja hlið við hlið fancy hótel og kofahreysi úr grjóti og bárujárnsplötum. Við hliðina á hótelinu sem við gistum á (Casa de la Flores - sem ég mæli eindregið með, nóttin kostaði 65$ fyrir rúmgott herbergi) var ein slík kofabyggð - börnin héldu því fram að það væri "þorp" - íbúarnir héldu allanvegana heilmikið af dýrum. við vöknuðum báðar næturnar við hanagal klukkan 3:00.
Síðan keyrðum við til Tulum, og ætlum að eyða næstu viku í strandhúsi með vinafólki okkar - ég sit akkúrat núna með blátt karíbahafið fyrir framan mig og drekk "greyhound", sem er vodka með greipsafa. Eftir að hafa flett í gegn um kapalsjónvarpið sem var búið að lofa mér komst ég að því að það var allt á spænsku, svo ég verð að láta mér nægja að fylgjast með heimssfréttunum á netinu. Í ljósi þess að ég hef ekki heimsótt eina einustu bloggsíðu, opnað dagblað eða horft á sjónvarp undanfarna þrjá daga er ég samt sannfærður um að það sé ekkert markvert búið að gerast!
M
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 2.3.2007
Sviss gerir óvart innrás í Liechtenstein
Stundum geta fréttir af vanhugsuðum innrásum og herjum sem gera innrásir í vitlaus lönd verið stórskemmtilegar. Samkvæmt New York Times í morgun urðu íbúar Liechtenstein varir við að Svissneski herinn væri búinn að gera innrás - þar sem bæði Sviss og Liechtenstein eru í EFTA með okkur íslendingum finnst mér að utanríkisráðherra bjóðist til að hafa milligöngu um að leysa þessa deilu. Þetta eru utanríkismál sem hæfa diplómatískum hæfileikum utanríkisráðuneytisins!
ZURICH, Switzerland (AP) -- What began as a routine training exercise almost ended in an embarrassing diplomatic incident after a company of Swiss soldiers got lost at night and marched into neighboring Liechtenstein.
According to Swiss daily Blick, the 170 infantry soldiers wandered 2 kilometers (1.2 miles) across an unmarked border into the tiny principality early Thursday before realizing their mistake and turning back.
A spokesman for the Swiss army confirmed the story but said that there were unlikely to be any serious repercussions for the mistaken invasion.
''We've spoken to the authorities in Liechtenstein and it's not a problem,'' Daniel Reist told The Associated Press.
Officials in Liechtenstein also played down the incident.
Af Liectenstein er hinsvegar það að frétta að furstinn, sem er milljarðamæringur, eins og allir almennilegir aðalsmenn, hefur hótað að "selja" furstadæmið - eða fara í sjálfskipaða útlegð, ef þing landsins lætur ekki að vilja hans. Prinsinn er hins vegar líka góður við alþýðuna, því öllum íbúum landsins, 32.000 að tölu, er boðið í heimsókn í höllina einusinni á ári, á þjóðhátíðardegi Liectenstein.
M
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að hafa horft á báðar Star Wars trílógíurnar óþarflega oft tóku Jedi-riddararnir og allt djöfuls múnklífið og sjálfumgleðiruglið í þeim að fara meira og meira í taugarnar á mér. Í fyrstu myndunum er ekki það mikið af jedi-riddurum að maður geti látið þá pirra sig, en í nýju myndunum er Jedi-riddarareglan allan tímann í aðalhlutverki. Og það er eitthvað mjög óþægilegt við þá og allt þeirra baktjaldamakk, eins og senator Palpatine bendir réttilega á. Ef ég væri óbreyttur borgari í Star Wars heiminum fyndist mér mjög óþægilegt að vita af þessari leynilegu og vopnuðu munkareglu. Hver veit hvað þeir vilja? Eru þeir ábyrgir gagnvart einhverjum öðrum en litlum gömlum frosk í náttslopp?!
Það eru fleiri sem hafa áhyggjur af Jedi-reglunni, því um daginn birti Boing Boing tengil á gamla grein af Marginal Revolution,* sem er skrifað af hagfræðiprófessor við George Mason University, um Jedi-regluna. Þó þetta sé gömul frétt og hafi ábyggilega áður farið nokkrum sinnum um veraldarvefina fannst mér hún það góð að ég stóðst ekki freistinguna að endurbirta hana:
The core point is that the Jedi are not to be trusted:
1. The Jedi and Jedi-in-training sell out like crazy. Even the evil Count Dooku was once a Jedi knight.
2. What do the Jedi Council want anyway? The Anakin critique of the Jedi Council rings somewhat true (this is from the new movie, alas I cannot say more, but the argument could be strengthened by citing the relevant detail). Aren't they a kind of out-of-control Supreme Court, not even requiring Senate approval (with or without filibuster), and heavily armed at that? As I understand it, they vote each other into the office, have license to kill, and seek to control galactic affairs. Talk about unaccountable power used toward secret and mysterious ends.
3. Obi-Wan told Luke scores of lies, including the big whopper that his dad was dead.
4. The Jedi can't even keep us safe.
5. The bad guys have sex and do all the procreating. The Jedi are not supposed to marry, or presumably have children. Not ESS, if you ask me. Anakin gets Natalie Portman; Luke spends two episodes with a perverse and distant crush on his sister Leia, leading only to one chaste kiss.
6. The prophecy was that Anakin (Darth) will restore order and balance to the force. How true this turns out to be. But none of the Jedi can begin to understand what this means. Yes, you have to get rid of the bad guys. But you also have to get rid of the Jedi. The Jedi are, after all, the primary supply source and training ground for the bad guys. Anakin/Darth manages to get rid of both, so he really is the hero of the story. (It is also interesting which group of "Jedi" Darth kills first, but that would be telling.)
7. At the happy ending of "Return of the Jedi", the Jedi no longer control the galaxy. The Jedi Council is not reestablished. Luke, the closest thing to a Jedi representative left, never becomes a formal Jedi. He shows no desire to train other Jedi, and probably expects to spend the rest of his life doing voices for children's cartoons.
8. The core message is that power corrupts, but also that good guys have power too. Our possible safety lies in our humanity, not in our desires to transcend it or wield strange forces to our advantage.
What did Padme say?: "So this is how liberty dies, to thunderous applause."
Addendum: By the way, did I mention that the Jedi are genetically superior supermen with "enhanced blood"? That the rebels' victory party in Episode IV borrows liberally from Leni Riefenstahl's "Triumph of the Will"? And that the much-maligned ewoks make perfect sense as an antidote to Jedi fascism?
Og þó Palpatine hafi látið þróa klónaherinn vafðist það ekkert mjög lengi fyrir Jedi-riddururnum að beita honum, enda voru óvinirnir skordýr, sem über-mennirnir ásamt stormsveitum sínum gátu útrýmt að vild. Allt þetta reyndar eykur bara á ágæti Star Wars sem fyrsta flokks Sci-Fi.
*BoingBoing og Marginal Revolution eru með bestu bloggsíðum í Bandaríkjunum. Boing Boing er líka útnefnt í nokkrum flokkum í "Annual Weblog Awards, 2007 Bloggies" - meðal annars sem besta bloggsíða ársins. Ég mæli eindregið með þeim báðum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)