Trent Lott segir að repúblíkanar sem hafi efasemdir um stríðið í Írak eigi að halda kjafti

Trent Lott sýnir okkur hversu lítill hann vill að repúblíkanaflokkurinn verðiÁ þriðjudaginn fór hópur "hófsamra" repúblíkana á fund forsetans og bar honum þær fréttir að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur íraksstefnu hans, og að þeir hefðu áhyggjur af því að ná ekki endurkjöri í næstu kosningum ef þátttöku Bandaríkjahers í stríðinu í Írak færi ekki að ljúka, takk fyrir. Þessir þingmenn áttu allir sameiginlegt að koma frá kjördæmum þar sem hlutfall demokrata og óflokksbundinna kjósenda er hátt, og þeir þurfa því að sýna kjósendum sínum að þeir hafi einhverskonar sjálfstæða hugsun og fylgi ekki foringjanum og flokkslínunni í einu og öllu.

The message from the lawmakers was "we're all with you now, but we have concerns about where we will be next year," a House GOP leadership aide said.

Einn þingmannanna var Ray LaHood (R-IL) og hann lýsti fundi sínum með forsetanum á CNN þannig:

“He listened very carefully. I think he was a little — I don’t know if surprised is the right word, probably maybe sobered, ... The fact is that, I don’t know if he’s gotten that kind of opinion before in such a frank and no holds barred way but he was very sober about it and he listened very intently.”

Hefur enginn sagt forsetanum að hann og utanríkisstefna hans sé óvinsæl meðal almennings? Eða að flokknum sé að blæða út vegna stuðnings við tapað stríð? Greinilega ekki. Skýringin er auðvitað að í Repúblíkanaflokknum virðist öll gagnrýni bönnuð. Það er allavegana erfitt að túlka viðbrögð Trent Lott, sem er "minority whip", við fundinum og fréttum af honum. Í viðtali við CNN fyrir nokkrum klukkutímum sagðist Lott hafa áhyggjur af þessum fundi, og sérstaklega að þeir skyldu hafa farið að blaðra um þennan fund við fjölmiðla (og kjósendur sína):

“they broke one of the cardinal rules, in my opinion. If they’d have kept their mouths shut, their value of speaking candidly would have been worth a lot more.

Ég veit ekki hvort að Lott gerir sér grein fyrir kaldhæðninni í þessari heimskulegu yfirlýsingu. Ástæða þess hversu ílla er komið fyrir flokknum er einmitt að flokksmenn hafa fram til þessa ekki verið tilbúnir til að láta í sér heyra heldur treyst leiðtogum flokksins og ríkisstjórn til þess að móta stefnu, og þó allt hafi bent til þess að forsetinn og foringjalið flokksins (Lott þar með talinn) væru að taka heimskulegar ákvarðanir, ákváðu þingmenn að þegja og fylgja eftir. Ég efast nefnilega ekki um að í röðum repúblíkana séu, og hafi alla tíð, verið stór hópur manna sem höfðu efasemdir um leiðtogahæfileika forsetans og ágæti ákvarðana hans, sérstaklega þegar kom að utanríkisstefnu. Þessir menn, og konur, hefðu átt að láta í sér heyra. En betra seint en aldrei.

Þar fyrir utan er augljóst að þessi fundur með forsetanum var tilraun þessara "hófsömu" repúblíkana til að sýna kjósendum heima í kjördæmi að þeir ættu enn erindi á þing - ef þeir færu að ráðum Lott myndu þeir ekki gera neitt annað en að tryggja að þeir muni tapa næstu kosningum. Kannski væri það samt best? Þá gætu Lott og aðrir taglhnýtingar Bush setið eftir í "hreinum" repúblíkanaflokki sem í væru eintómir jámenn?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta bunker mentality er farið að minna óþægilega mikið á Berlín árið 1945.

Annars er Trent Lott alveg svakalega líkur Stephen Colbert á þessari mynd!  

Róbert Björnsson, 11.5.2007 kl. 03:44

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Því lengur sem þeir draga það að fara út úr Írak þess verra fyrir alla.

Ester Sveinbjarnardóttir, 11.5.2007 kl. 04:08

3 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takið endilega þátt í æsispennandi kosningagetraun:

http://www.sigfus.blog.is/blog/sigfus/entry/207012/

 Glæsilegir vinningar í boði.....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.5.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband