Robocop: Samsung hannar fyrsta vopnaða vélmennið!

Robocop.jpg

Vélmennið er útbúið 5.5 millimetra vélbyssu, myndavélum, og áhugasamir geta keypt fyrstu eintökin seint á næsta ári. Það er hægt að horfa á frábært myndband með dramatískri tónlist á TechEBlog.

M


Meiri fréttir af Haggard

ABC news on Haggard.jpg

Haggard er í öllum dagblöðum, á öllum bloggsíðum og í öllum sjónvarpsfréttum í Bandaríkjunum. ABC flutti í morgun langa frétt um Haggard, ásakanarinar gegn honum og viðurkenningar hans að hafa gert "eitthvað" af sér. ABC birti meðal annars upptökur af símaskilaboðum þar sem Haggard biður Mike Jones, sem sakar Haggard um að hafa keypt af sér kynlíf, um að kaupa fyrir sig spítt fyrir 100 eða 200 dollara. Það er hægt að sjá upptöku af frétt ABC á Americablog.

Demokratar vona auðvitað að þessar uppljóstranir allar verði til þess að "the values voters" mæti ekki á kjörstað, eða kjósi ekki frambjóðendur hins sjálfskipaða siðgæðisflokks. Talsmenn evangelista hafa þungar áhyggjur af því að Demokrötum verði að ósk sinni. Stephen Bennett, sem heldur úti sinni eigin kirkju, og predíkar að biblíulestur geti "læknað" samkynhneigð segist fullur viðbjóðs á framferði Haggard og að fréttir af framferði hans muni fæla frá kristna kjósendur:

Will this affect the elections next Tuesday? Are Republicans disenfranchised with the hypocrisy within their own party - especially the hypocrisy within the driving force - the Christian Conservative base? You better believe it.

M


Tími sem fór í að fjalla um Kerry

troops_respond_to_kerry.jpg

Áður en fréttir bárust af extracurricular áhugamálum Ted Haggard voru bandarískir fjölmiðlar undirlagðir af fréttum um skopskyn John Kerry, meðan aðrar fréttir, eins og t.d. að Bandaríkjaher hafi komist að þeirri niðurstöðu að Írak væri "edging towards chaos", fengu litla sem enga athygli eyddu kvöldfréttir sjónvarpsstöðvanna löngum tíma í að tala um hvað Kerry hefði sagt, og hversu ægilega slæmt það væri fyrir demokrataflokkinn, eða til að tala við Repúblíkana sem staðhæfðu að ummæli Kerry sönnuðu, í eitt skipti fyrir öll, að Demokrötum væri ekki treystandi fyrir utanríkispólítík.

Kvöldfréttir NBC:

    1. Segment One: John Kerry Apologizes For "Botched Joke" About Iraq (Running time: 3:35)
    2. Segment Two: Democrats Are "Furious And Frustrated" With Kerry's Timing (Running time: 2:20)
    3. Segment Three: Classified Pentagon Chart Suggests Chaos In Iraq (Running time: 40 seconds)

6 mínútur í Kerry, 40 sekúndur í alvöru fréttir - sem þýðir að brandari Kerry sé um það bil níu sinnum merkilegri frétt en að herinn hafi komist að því að Bandaríkin séu búin að missa stjórn á ástandinu í Írak. Kvöldfréttir CBS eyddu 2 mínútum og 40 sekúndum í Kerry - og 35 sekúndum í Írak, "Iraq Continues To Spiral Out Of Control" - en sú frétt var fjórða í röðinni. ABC eyddi um 3 mínútum í Kerry og 1:45 í að fjalla um ástandið í Írak. Sjá Carpetbagger Report. Myndin sýnir skilaboð meðlima the Minnesota National Guard í Írak til Kerry.

M


Sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard, leiðtogi "New Life Church", segir af sér í kjölfar ásakan um samkynhneigð og amfetamínneyslu

Haggard og tennurnar.jpg

Í gær bárust fyrstu fréttir af því að Ted Haggard, sem er einn af leiðtogum "kristinna" repúblíkana, formaður landssamtaka evangelista, stórtækur sjónvarpspredíkari og í forystusveit þeirra sem trúa því að samkynhneigð sé einhverskonar sjúkdómr eða "lífsstíll" sem eigi að uppræta, helst með eldi og brennisteini, hefði í mörg ár keypt kynlífsþjónustu af karlmönnum. Og ekki nóg með það - hann hafi líka keypt og notað amfetamín... 

The allegations were made Wednesday on a Denver talk radio station, KHOW-AM. Mike Jones, who described himself as a male escort, said he had a sexual "business relationship" with Haggard for the last three years. Jones, 49, told the Associated Press that he had saved voicemail messages from Haggard, as well as an envelope that he said Haggard had used to mail him cash.

Haggard var hins vegar ötull talsmaður siðgæðis og óvinur alls óeðlis:

Under Haggard's leadership, the National Assn. of Evangelicals, which has 30 million members, reaffirmed a policy statement that describes homosexuality as "a deviation from the Creator's plan" and calls same-sex relations a sin that, "if persisted in … excludes one from the Kingdom of God."

Haggard has lobbied for a U.S. constitutional amendment to ban same-sex marriage; he also supports the gay-marriage ban that will go before Colorado voters Tuesday.

Samkvæmt Harpers Magazine þá á Haggard að hafa byggt kirkju sína upp í kringum baráttuna gegn samkynhneigð - á fleiri en einn máta, því Haggard (sem hefur verið giftur í 28 ár, og á fimm! börn) á mörg á að hafa haldið til á gay-börum, til þess að boða trú, auðvitað, og til þess að bjóða afvegaleiddum syndaselum á trúarsamkomur. Haggard hefur augljóslega verið búinn að koma sér upp hinu fullkomna cover!

Þessar fréttir eru allt í senn, stórskemmtilegar og fyndnar, en líka svolítði sorglegar. Sorglegar vegna þess að maðurinn á fimm börn og konu - og ég hálfpartinn kenni líka í brjósti um alla samstarfsmenn hans meðal repúblíkana og evangelista sem hafa passað sig betur, og haldið fjársvikum, framhjáhaldi og kynferðislegu óeðli sínu betur leyndu.

James Dobson, sem er einn af nánustu bandamönnum Haggard, var enda fljótur til þess að ásaka "the liberal media" um samsæri og svik:

It is unconscionable that the legitimate news media would report a rumor like this based on nothing but one man's accusation. Ted Haggard is a friend of mine and it appears someone is trying to damage his reputation as a way of influencing the outcome of Tuesday's election -- especially the vote on Colorado's marriage-protection amendment -- which Ted strongly supports.

Dobson hefur skýrt alla skandala repúblíkanaflokksins sem einhverskonar vinstrisamsæri sem hafi það eitt að markmiði að "suppress the values voters", og Gary Bauer sem er formaður "American Values" bætir við:

Big, liberal media has been engaging in an all-out war on the Christian vote -- to suppress that vote, to discourage faith-based voters, to make them think through distorted polls that the election is already over.

Síðan það komst upp um hann hefur Haggard sagt af sér, og skrifstofa New Life Church - sem er "meagachurch" sem Haggard leiðir, hefur viðurkennt að "eitthvað" af því sem Haggard hefur verið sakaður um eigi við rök að styðjast!

From: Pastor Ross Parsley Mailed-By: newlifechurch.org
Date: Nov 2, 2006 10:59 PM
Subject: Update from Pastor Ross

Dear New Lifers and friends of New Life Church,

Many of you have expressed concern about today’s news regarding our pastor. Thank you all for your prayers and support, and for your concern for our church family.

As you’ve likely heard by now, Pastor Ted has voluntarily placed himself on administrative leave as New Life’s senior pastor to allow our external board of overseers to work effectively. Below is the statement that we released to the media on Thursday afternoon.

Since that time, the board of overseers has met with Pastor Ted. It is important for you to know that he confessed to the overseers that some of the accusations against him are true. He has willingly and humbly submitted to the authority of the board of overseers, and will remain on administrative leave during the course of the investigation.

Þar sem Haggard er sakaður um nokkrar syndir: eiturlyfjakaup og að hafa keypt kynlífsþjónustu af karlmanni, og þar með líka samkynhneigð og framhjáhald, til viðbótar við lygar og hræsni, er af nógu að taka.

Það er alltaf jafn skemmtilegt að fá fréttir af því að sjálfskipaðir siðgæðisverðir repúblíkanaflokksins séu afhjúpaðir sem hræsnarar af verstu gerð. Þessar fréttir minna okkur líka á að háværustu óvinir samkynhneigðar eru allir í einhverskonar vandræðum með eigin kynhneigð. Helmingur þeirra er í skápnum og hinn helmingurinn hatast við eigin samkynhneigð og reynir að friða samviskuna með því að beina hatrinu að öðrum.

M


Pac - Man

c_documents_and_settings_maggi_my_documents_my_pictures_blogmyndir_pacmancharthumor.jpg

Hefur ekkert með Bandaríkin að gera.

Yellow: Part of Chart that resembles Pac Man, Purple: Part of chart that does not resemble Pac Man. (frá BoingBoing)


Kerry og stupidtroops-gate

Kerry didnt get stuck in Iraq, by not being intellectually lazy, but all smart and whatnot.jpg

Í fyrradag reyndi John Kerry að segja brandara. Heimildir segja að brandarinn hafi átt að vera fyndinn, og hafi átt að vera um forsetann, en ekki heimsku hersins. Í staðinn hljómaði Kerry eins og leiðinlegur unglingaráðgjafi í félagsmiðstöð að minna börnin á skaðsemi tóbaks og þess að læra ekki heima:

You know, education -- if you make the most of it, you study hard and you do your homework, and you make an effort to be smart, you can do well. If you don't, you get stuck in Iraq.

Samkvæmt áræðanlegum heimildum átti brandarinn að hljóma þannig:

Do you know where you end up if you don't study, if you aren't smart, if you're intellectually lazy? You end up getting us stuck in a war in Iraq. Just ask President Bush.

Aðeins fyndnara. En af því að demokratar eru allir ílla innrættir og hata Bandaríkin, hlógu viðstaddir. Fyrir vikið fattaði Kerry ekki alveg strax að þetta var alls ekki eins fyndið og til stóð, og að repúblíkanaflokkurinn, eins og hann leggur sig, hafi setið heima og beðið eftir tækifæri eins og þessu, einhverju, bara einhverju, sem þeir gætu notað til þess að vera í sókn. "Brandari" Kerry hefur nefnilega gert þeim kleift að mæta í sjónvarpssali og vera allir ægilega móðgaðir, á "the moral high ground" og þar fram eftir götunum.

Á Fox News lýsti John Boehner, sem er House Majority Leader, því yfir að ef Kerry bæðist ekki afsökunar á brandaranum myndi hann "berja hann til dauða"!

If he is not going to apologize, we are going to beat him to death until he does

Og Tony Snow hefur um fátt annað talað. Snow margendurtók kröfu Hvíta Hússins að Kerry tæki ummælin til baka og bæðist afsökunar - jafnvel þó Kerry hefði bæði beðist afsökunar munnlega og skriflega, og þó allar fréttastofur væru búnar að flytja fréttir af afsökunarbeiðninni.

Afsökunarbeiðni Kerry lítur þannig út:

As a combat veteran, I want to make it clear to anyone in uniform and to their loved ones: my poorly stated joke at a rally was not about, and never intended to refer to any troop.

I sincerely regret that my words were misinterpreted to wrongly imply anything negative about those in uniform, and I personally apologize to any service member, family member, or American who was offended.

It is clear the Republican Party would rather talk about anything but their failed security policy. I don’t want my verbal slip to be a diversion from the real issues. I will continue to fight for a change of course to provide real security for our country, and a winning strategy for our troops.

Það sem er athyglisvert við afsökunarbeiðnina og brandarann er hversu mikla athygli brandarinn fékk. Auðvitað eiga fjölmiðlar að veita ósmekklegum athugasemdum Demokrata athygli - ekkert síður en þeir eiga að veita ósmekklegum athugasemdum Repúblíkana athygli. Ummæli Rush Limbaugh um Michael J Fox fengu t.d. talsverða athygli. Og það er líka skiljanlegt að fjölmiðlar hafi meiri áhuga á ummælum fyrrverandi forsetaframbjóðenda og öldungadeildarþingmanna en ómerkjunga eins og Rush Limbaugh. Það er því kannski ekkert óeðlilegt að Kerry sé í öllum fjölmiðlum.

En það sem ræður samt mestu um alla þá athygli sem ummælli Kerry hafa fengið er að "brandarinn" var var eins og hann hefði verið samin af hugmyndasmiðum Repúblíkanaflokksins: hann var klæðskerasniðin fyrir áróðursmaskínu flokksins sem hamrar á því að Demokratar séu 1) á móti hernum - ekki bara stofnuninni, heldur "the men and women in uniform", 2) elítístar sem fyrirlíta ómenntað og "venjulegt" fólk - "the hard working people of the heartland" 3) repúblíkanaflokkurinn sé einhvernveginn "ábyrgari" en demokratar þegar það kemur að utanríkismálum. Pat Buchanan mætti til MSNBC til að ræða skopskyn Kerry:

I think they realized the impact something like this could have distracting attention, focusing in on, if you will, the antimilitary, you know, bias that is deeply ingrained in some baby boomers, not this generation and certainly not Jack Kennedy's, but some of the baby boomers from the 60s and 70s. They seem to be constantly contemptuous not only of the Vietnam War but of the guys who went over there and fought it.

Joe Scarborough svaraði þessari athugasemd nokkru síðar, "it does come down to elitism, doesn't it?" og Monica Crowley, sem er einhverskonar stjórnmálaskýrandi hjá MSNBC bætti við:

I think Kerry's comments remind the American people, number one, how lucky we were that he was not elected president two years ago, but also, as Mike and Pat were pointing out, the fact that the Republicans still remain, after 60 years of the Cold War and in to this war on terror, the Republicans remain the grown-ups, the responsible ones on national security.  

Það segir hins vegar margt um Repúblíkanaflokkinn að þetta skuli vera það eina sem þeir hafa til að "rally the base" rétt viku fyrir kosningar, eftir að hafa setið við völd í sex ár. Það er eftir að sjá hvort kjósendur sjá muninn á einum mislukkuðum brandara og sex árum af fullkomlega misheppnaðri utanríkispólítík. Það er líka athyglisvert að í huga Buchanan og repúblíkana eru orð mikilvægari en gjörðir. Repúblíkanaflokkurinn hefur með gjörðum sínum sýnt og sannað að hann er allt annað en ábyrgur.

M


Repúblíkanaflokkurinn teflir ekki fram einum, heldur tveimur mönnum sem eru sakaðir um að reyna að kyrkja konur!

Sweeney í partýgír.jpg

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég um Don Sherwood, "the Pennsylvania Strangler", en Sherwood á nú í stökustu vandræðum vegna þess að upp komst að fyrrverandi hjákona hans kærði hann fyrir að hafa reynt að kyrkja sig. Sherwood birtist svo í sjónvarpsauglýsingu þar sem hann grátbað kjósendur að fyrirgefa sér að hafa brugðist trausti þeirra, því hann væri nú samt góður fjölskyldumaður, svona fyrir utan að hafa áhuga á framjáhaldi og ofbeldi.

En nú kemur í ljós að Sherwood er ekki eini þingmaður Repúblíkana sem er ásakaður um að kyrkja konur. John Sweeney, einn þingmanna flokksins fyrir New York fylki, hefur nefnilega líka lent í útistöðum við lögin eftir að hafa verið óþarflega harðhentur. Að vísu er hann meiri fjölskyldumaður en Sherwood - Sweeney fannst nefnilega rétt að halda ofbeldinu innan fjölskyldunnar. Það er hægt að lesa lögregluskýrsluna hér. Samkvæmt The Albany Times Union var lögreglan kölluð heim til Sweeney eftir að kvenmaður hringdi í 911:

The wife of U.S. Rep. John Sweeney called police last December to complain her husband was "knocking her around'' during a late-night argument at the couple's home, according to a document obtained last week by the Times Union. ...

Gaia M. Sweeney, 36, told a trooper that her husband had grabbed her by the neck and was pushing her around the house, according to the document

En svo róaðist frú Sweeney eitthvað og sagði lögreglunni að þetta hefði nú sennilega bara verið einhverskonar leikur, eða grín, þó hún hefði ekki fattað það meðan á stóð. John væri bæði skapheitur og ástríðufullur, en hinn indælasti maður... Kosningaskrifstofa Sweeney, sem er mönnuð fólki sem ekki kann stafsetningu, var líka fljót að bjóða upp á sína eigin skýringu: 

"This barley (sic) legible document that is currently being circulated is a piece of campaign propaganda in the continued smear campaign against Congressman John Sweeney and his family. It is not authentic. It is false and it is a concoction by our opposition.''

En þó Sweeney segi skýrsluna vera einhverskonar kosningaáróður staðfestir lögreglan innihald hennar. Sweeney er vel þekktur meðal repúblíkana í New York, og hefur fram til þessa verið frekar vel liðinn. Hann er meira að segja svo vel liðinn og þykir svo mikill stuðbolti að hann mætir óboðinn í partý hjá tæplega tvítugum háskólanemum þar sem hann heldur uppi fjörinu! Í Apríl varð nefnilega uppi fótur og fit þegar Sweeney, sem er um fertugt, mætti áberandi drukkinn í "frat partý" þar sem hann fór að "ræða stjórnmál" við unglingana. Albany Times Union talaði við gesti sem lýstu þingmanninum:

"[Sweeney was] acting openly intoxicated", "very loud and cursing," og "slurring his words while trying to discuss policy with the students". "If anyone from his district was there, they wouldn’t vote for him"

Ljósmyndi að ofan er af Sweeny í góðum gír. Skrifstofa hans gaf svo út eftirfarandi yfirlýsingu til að útskýra hvað maðurinn hefði verið að gera:

"As a committed representative of the people throughout the area where he lives and works, he enjoyed the discussion he shared with the students from Union College. (Sweeney) was impressed with the energy and enthusiasm displayed by the students - particularly on a Friday evening."

Sweeney er augljóslega hinn yndislegasti maður.

M


Móðursýkinni aflýst: betra að tölvunörd ákveði útkomu kosninganna en ílla- og óupplýstir kjósendur

Dilbert Blog bendir okkur hýsterískum* lýðræðissinnum á að við ættum að vera ánægð með að atkvæði skrílsins telji ekki:

Statistically speaking, any hacker who is skilled enough to rig the elections will also be smart enough to select politicians that believe in . . . oh, let’s say for example, science. Compare that to the current method where big money interests buy political ads that confuse snake-dancing simpletons until they vote for the guy who scares them the least. Then during the period between the election and the impending Rapture, that traditionally elected President will get busy protecting the lives of stem cells while finding creative ways to blow the living crap out of anything that has the audacity to grow up and turn brownish.

Eins og Dilbert bendir svo á er mikilvægast að kjósendur hafi það á tilfinningunni að útkoma kosninganna sé réttlát, og endurspegli vilja kjósenda. Og ég hef á tilfinningunni að almenningi finnist vilji tölvunörda sem brjótast inní kosningavélar ekki endurspegla vilja almennings, hvort sem tölvunördin, eða vinnuveitendur þeirra, séu greindari en meðalkjósandinn.

M

*Ég hef aldrei áttað mig á því hvernig maður á að skrifa þetta orð á Íslensku. Einhvernveginn finnst mér að "höísterískur" líti ekki nógu vel út, þó það hljómi betur en "hýsterískur".


"Macaca" Allen: skyrpir á konur, var handtekinn, og hefur menn í vinnu við að lemja bloggara

Starfsmenn Allen sýna hvað í þeim býr.jpg

Það er langt síðan ég hef skrifað nokkuð um George "the Mysterious Macaca" Allen. Ástæðan er sú að Macaca hefur haft hljótt um sig seinasta mánuðinn. Eftir að frambjóðandinn hafði úttalað sig um júða, surti og svínalundir ákváð kosningastjóri öldungadeildarþingmannsins að biðja hann að "zip it", og hafa sig hægan. Svona fram að kosningum, í það minnsta. Washington Post greindi frá því fyrir um tveimur vikum að séð yrði til þess að Allen myndi ekki segja neitt meira óviðeigandi:

[Allen] has turned to some of his longtime advisers, who have concluded that if Allen simply doesn't talk to the media, he can't make any more of those mistakes.

Þetta er helvíti klókt plan, og virtist líka ætla að virka. Og það besta var að meðan Allen neitaði að tjá sig gat hann forðast að segja nokkuð um ásakanir um 1) að hann hafi verið handtekinn sem unglingur - og enginn veit fyrir hvað, og 2) að hann hafi hrækt á fyrstu eiginkonu sína, og almennt hegðað sér eins og andstyggilegur ruddi.

Lögregluskýrslur um handtöku Allen eru horfnar, svo það veit enginn hvort Macaca hafi verið handtekinn fyrir ógreiddar stöðumælasektir eða að leiða lynchmobs og kveikja í krossum. Það sama gildir um aðdraganda skilnaðar hans og fyrrverandi frú Macaca. Skilnaðarpappírarnir eru innsiglaðir, og þó það gangi allskonar orðrómar um framkomu Allen hefur hann verið ófáanlegur til að leyfa aðgang að þessum pappírum svo alþjóð fái að vita í eitt skipti fyrir öll hversu andstyggilegur hann raunverulega sé.

Allen hefur sjálfur gefið í skyn að hann hafi lenti í útistöðum við lögin því hann hafi gleymt að sækja um veiðileyfi, en hann hefur enn ekki gefið út neina opinbera yfirlýsingu. Og það finnst öllum mjög grunsamlegt. Washington Post gróf upp sannanir um almenna glæpahneigð Allen, sem virðist hafa verið mesti vandræðaunglingur: hann á meðal annars að hafa stolið reiðhjóli og krotað á veggi. 

Það má vel vera að glæpir Allen séu ekki svo alvarlegir. En bloggarar og stjórnmálaskýrendur vilja fá skýringar á dónaskapnum, og botn í það hvort ásakanir um að hann hafi hrækt á fyrrverandi eiginkonu sína séu réttar. Þetta þykir sérstaklega mikilvægt því meðan rétt fimmtungur kjósenda á reiðhjól, er fullur helmingur þeirra konur. Sérstaklega þar sem svo virðist sem Allen sé compulsive skyrpari: Á Daily Kos var svo færsla þar sem sagðar eru sögur af því að Allen fari almennt um og hræki og skyrpi á fólk sem sér líki ekki...

Nýjasti kafli Macaca-gate er svo að einhver liberal bloggari mætti á fund sem Allen boðaði í Charlottesville í Virginíu, var með uppistand og heimtaði að Allen útskýrði mál sitt:

As Senator Allen was exiting a ballroom, coming to talk to the media, a protestor started yelling and asking, "Why did you spit on your first wife?". He wasn't able to get near the senator as he was tackled by three men wearing Allen stickers, presumed to be staffers. He was pushed and manhandled and ended up on the floor, near windows at the Omni.

Daily Kos segir frá þessari viðureign - og aðrir "liberal" bloggarar í Bandaríkjunum hafa skemmt sér konunglega, því það var orðið langt síðan Allen gerði eitthvað fréttnæmt. Það er hægt að sjá upptöku af viðureigninni hér. Samkvæmt nýjustu könnunum hefur Webb rétt 4% forskot á Allen. Það er rétt mögulegt að Macaca nái ekki á þing í haust!

M


Enn af Borat og Kasakstan: Kasakar hóta Borat lifláti: "I'd kill this impostor on the spot"

Hundtyrkinn Borat.jpg

Kasakstanska þjóðin er viti sínu fjær af bræði yfir framferði og uppátækjum Borat. Alþýðunni er nefnilega alveg jafn misboðið og stjórnvöldum, sem keyptu auglýsingar í NYT til að leiðrétta misfærslur Borat. Og kannski er alþýðunni meira að segja misboðnara: Samkvæmt AP er einhver maður með fálka á götu í Almaty sem hatar Borat: "I'd kill this impostor on the spot". (AP lýsir manninum þannig: "Eltai Muptekeyev, who makes his living in Almaty by posing for photos with a blindfolded falcon clinging to a thick leather glove on his hand".)

Og hógværir stjórnmálamenn, meira að segja kurteisir sósíaldemókratar, eru líka móðgaðir:

"If it happened in a country where rules are more strict than ours, there would have been a government decree to destroy Borat," said Zharmakhan Tuyakbai, leader of the opposition National Social-Democratic Party.

Tuyakbai bætti við: "If I see him, I'll hit him in the face". Akkúrat. Í öllum réttarríkjum þar sem einhver virðing er borin fyrir lögum og reglu eru séð til þess að menn eins og Borat séu ekki að spilla almannafrið og sverta orðspor þjóðarinnar. Það sem er samt fyndnast við viðbrögð Kasakstana er ekki að þeim skuli finnast Borat hræðilega ófyndinn, heldur að þeir séu móðgaðir yfir því hvernig hann lítur út, því þeim finnst hann ekki líta út eins og Kasakstani: 

But many Kazakhs still bristle at the way they are being portrayed. Svetlana Chuikina, an anchorwoman on Kazakh television, said Borat didn't even look the part.

"He might look like a Turk, but definitely not like a Kazakh," she said.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband