Móðursýkinni aflýst: betra að tölvunörd ákveði útkomu kosninganna en ílla- og óupplýstir kjósendur

Dilbert Blog bendir okkur hýsterískum* lýðræðissinnum á að við ættum að vera ánægð með að atkvæði skrílsins telji ekki:

Statistically speaking, any hacker who is skilled enough to rig the elections will also be smart enough to select politicians that believe in . . . oh, let’s say for example, science. Compare that to the current method where big money interests buy political ads that confuse snake-dancing simpletons until they vote for the guy who scares them the least. Then during the period between the election and the impending Rapture, that traditionally elected President will get busy protecting the lives of stem cells while finding creative ways to blow the living crap out of anything that has the audacity to grow up and turn brownish.

Eins og Dilbert bendir svo á er mikilvægast að kjósendur hafi það á tilfinningunni að útkoma kosninganna sé réttlát, og endurspegli vilja kjósenda. Og ég hef á tilfinningunni að almenningi finnist vilji tölvunörda sem brjótast inní kosningavélar ekki endurspegla vilja almennings, hvort sem tölvunördin, eða vinnuveitendur þeirra, séu greindari en meðalkjósandinn.

M

*Ég hef aldrei áttað mig á því hvernig maður á að skrifa þetta orð á Íslensku. Einhvernveginn finnst mér að "höísterískur" líti ekki nógu vel út, þó það hljómi betur en "hýsterískur".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband