þri. 7.11.2006
Bush bræðurnir eyða deginum og kvöldinu með Katherine Harris
Það er eitthvað bæði hjartnæmt og líka pínulítið disturbing við að báðir Bush bræðurnir ætli að eyða seinasta deginum fyrir kosningar með Katherine Harris. Samkvæmt Wall Street Journal verða nefnilega bæði George og Jeb Bush Harris innan handar á lokasprettinum:
Appearing with the president instead will be his brother, Gov. Jeb Bush, and Senate candidate Katherine Harris whom White House strategists regarded as so hapless that they tried to ease her out of the race last summer.
Fylgi Harris er einhverstaðar á milli 20-30% lægra en mótframbjóðandans, og ég get ekki alveg séð hvernig nærvera Bushbræðranna getur komið í veg fyrir að hún skíttapi. Það eru aðrir frambjóðendur, eins og "The Pennsylvania strangler" Don Sherwood eða Conrad Burns í Montana sem eiga ennþá smá séns á að ná kosningu, og hafa sóst eftir félagsskap forsetans. En Bush er auðvitað góðhjartaður maður. Að vera viðstaddur pólítískan dauðdaga Harris er það minnsta sem hann gat gert, í ljósi þess að Harris var viðstödd fæðingu Bushstjórnarinnar: hún var secertary of state fyrir Flórída þegar Bush vann, á mjög svo dúbíus hátt, öll atkvæði Flórída í forsetakosningunum 2000. Harris stoppaði endurtalningu atkvæða þegar ljóst var að útkoma endurtalningarinnar myndi verða Al Gore í vil. Harris færði Bush Hvíta Húsið að gjöf, svo örlög hennar og Bush eru mjög svo samtvinnuð!
En það er annað en hugmyndin um Bushbræðurna að hugga Harris eftir niðurlægjandi kosningaósigur sem mér finnst disturbing. Eftir tvö ár þarf W líka að fara að leita sér að nýrri vinnu, og þá þarf Bandaríska þjóðin að leita sér að nýjum forseta. Jeb Bush er að yfirgefa fylkisstjórastólinn, og það er ekkert leyndarmál að sumir repúblíkanar hafa látið sig dreyma um að koma þriðja meðlimi Bush fjölskyldunnar á forsetastólinn.
The White House has been quick to refute suggestions that Bush is losing relevance, however. Asked about how Bush feels about being on his last campaign, spokesman Tony Snow said, I know you guys are desperate for, you know, the President sort of putting on the spurs and walking off into the sunset, but theres also a 2008 campaign to come and two more years of this presidency. Trust me, you guys need to strap on your running shoes, because its going to be a busy two years.
Indeed.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 6.11.2006
Ted Haggard: "það fer enginn til helvítis ef hann býr í Colorado Springs" og nýjasta lag Paul Hipp um Haggard
Paul Hipp er einhverskonar pólítískur tónlistarmaður eða grínisti, ég get ekki alveg áttað mig á hvort - en á myspace síðu hans eru nokkur lög um Cheney, Rumsfeld og Bush. Fyrir þá sem hafa ekkert betra að gera en að lesa veraldarrrörin og hafa sæmilega góða nettengingu er það vel þess virði að heimsækja heimasíðu Hipp. Nýjasta lag hans er um Haggard, og það er hægt að hlusta á það hér. Tekstinn er svo við endann á þessari færslu. Af Haggard virðist hins vegar allt gott að frétta. Hann sendi söfnuði sínum tárvotar ástar- og saknaðarkveðjur á sunnudaginn - baðst afsökunar á að vera syndgari og hvaðeina. Og samkvæmt hans eigin prívat guðfræði er víst alveg öruggt að hann endi ekki í helvíti, hvað sem fyrirgefningu syndanna og persónulegri ábyrgð líður, því með því að láta nógu marga sanntrúaða biðjast nógu mikið fyrir og ákalla jesú nógu hátt er hægt að frelsa heilu borgirnar í einu!
In Ted Haggards book, "Primary Purpose", published in 1995, it is said that the spiritual climate in your city can be changed to such an extent that it will be "hard for people to go to hell from your city ... It happened in Colorado Springs, and it can happen in your city too.
Það hlýtur að koma sér vel fyrir Haggard? Haggard á að hafa hvatt trúaða til þess að keyra um hraðbrautir og götur og biðjast fyrir á meðan, svo íbúar í nágrenninu myndu líka frelsast. Haggard rak líka "worldwide prayer center", sem hann sagði að væri stærasta bænastöð sinnar tegundar - þaðan voru bænir tugþúsunda sanntrúaðra samræmdar. Haggard og sérfræðingar á vegum kirkjunnar rýndu í fréttir til þess að ákveða fyrir hverju ætti að biðja hverju sinni, og svo voru send út fyrirmæli til safnaðarmeðlima um fyrir hverju ætti að biðja. Þetta hefur verið einhverskonar hugarorkuveita?
M
Tekstinn við The Ballad of Haggard:
I been preachifying moralizing every day
Trying to get all lost souls to come my way
Cause I know what you sinners lack
and I know what you need
A back rub from a muscle man and godspeed
(CHORUS)Give me meth and man ass on a sunday morning
Meth and man ass sure as I am born again
Meth and man ass I dont need nothing more
Just meth and man ass and well praise the lord
(CHORUS)This train dont take no sinners
No murderers, no thieves no gays
You ask me what keeps this train running smooth
Well Ill bow my head and softly say
(CHORUS)If a man lays with a man as with a woman
The bible says so shall he be killed
If a man snorts a gram with a male prostitute
Someones collection baskets geting filled
(CHORUS)I'm looking for someone to turn the other cheek
I'll go on Larry King and tell him "Larry, I was weak"
Deliver me from evil and deliver me from greed
Deliver me a hot stud and a couple grams of speed
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og það sem skiptir mestu máli er að vera grannvaxinn, með skýra kjálkalínu og einbeitt augnarráð. Í rannsókninni var fólk látið horfa á tíu sekúndna hljóðlaus myndbandsskeið af frambjóðendum demokrata og repúblíkana í 58 fylkisstjórakosningum 1988-2002, og látið spá fyrir um hvor frambjóðandinn myndi vinna. Ef þátttakendur þekktu annan hvorn frambjóðandann var svarið ógilt - og því hefði niðurstaðan átt að vera fullkomlega random, þ.e. ef útlit skiptir engu máli. En útkoman var sú að spár fólks um hver vann voru nokkuð góðar.
The research did not show that any individual volunteers were exceptionally good at making predictions -- individuals regularly made predictions that were right and wrong. But when the answers were averaged over the whole group, the volunteers were able to spot winners more often than mere chance would dictate.
Curiously, when the sound was on and the volunteers could hear what each candidate said for 10 seconds, the viewers became much more confident in their guesses about who won, but their predictions became worse -- no better than chance. ...
"Economists have focused on the performance of the economy under the incumbent," he said. "Those factors explain at most 10 percent of the variation in the election outcomes and probably much less, whereas the personal factors explain between 20-30 percent." ... My guess is it affects undecided voters, these are the guys who swing the elections at the end," said Alexander Todorov, a psychologist at Princeton University who has conducted similar experiments. He found that when people are shown two photographs of political candidates but given no other information, they usually have a quick feeling about who looks more competent.
Fyrir tveimur vikum flutti Washington Post frétt um að frambjóðendur demokrata væru óvenjulega myndarlegir í ár. Mark Kennedy (sjá mynd að neðan) ætti samkvæmt þessu ekki að ná kosningu, enda með hálf þorskslegt andlitslag og sljótt augnaráð. Möguleikar Macaca Allen virðist hins vegar nokkuð góðir. Og þegar við bætist að Allen á flottari stígvél en Webb (allavegana skv NYT) er útkoma kosninganna nokkurnveginn ráðin!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 6.11.2006
Tvær nýjustu kannanirnar sýna demokrata missa fylgi
Daginn fyrir kosningar virðist sem kjósendur repúblíkana hafi ákveðið að ástandið væri ekki svo slæmt, stríðið í Írak kannski ekki alveg vonlaust (forsetinn hefur vissulega lofað okkur leyniplönum, svo hann hlýtur að vita hvað hann er að gera?), fjárlagahallinn hreint ekki eins slæmur og af er látið, flokksforystan ekki eins spillt og fjölmiðlar hafa gefið í skyn og ríkisstjórnin ekki fullkomlega vanhæf.
Ótti við Nancy Pelosi? Þakklæti fyrir að Saddam hafi verið dæmdur til þess að hanga? Skopskyn Kerry? Eitthvað virðist hafa kynt undir stuðningi við Repúblíkanaflokkinn. Í könnun sem Washington Post og ABC gerðu kemur í ljós að: 43% eru ósáttir við embættisfærslu forsetans, 55% sátt - fyrir tveimur vikum voru þessar tölur 40% og 58%. 53% segjast munu styðja Demokrata, en 43% Repúblílkana - fyrir tveimur vikum voru tölurnar 54% og 41%. Meðal líklegra kjósenda er hlutfallið 51% á móti 43%, en var 54% og 41%. Þegar spurt er hvort landið sé á réttri leið segja 39% já og 59% nei, fyrir tveimur vikum sögðu 32% já og 66% nei.
Í könnun sem Pew birtir í dag, en í henni lítur ástandið eiginlega enn verr út, forskot demokrata meðal kvenna og "óháðra" kjósenda hefur minnkað. Og í þessari könnun kemur fram að Kerrybrandarinn virðist hafa haft áhrif. Bæði Pew og WaPo/ABC gerðu kannanir sínar í lok seinustu viku, þegar umfjöllun um skopskyn Kerry var hvað mest. The Plank efast reyndar um að það sé hægt að túlka niðurstöðurnar þannig:
Nearly 20 percent of independents told Pew that the joke raised doubts in their minds about voting Democratic (versus 36 percent of Republicans and 5 percent of Dems). John thinks that's a disastrously high number. I think it could be bad news, but it need not be. My feeling is that a good quarter to a third of all independents are basically Republicans. And, if you'll permit me a little armchair psychologizing, I think people who call themselves independents but are almost certain to vote Republican typically look for a convenient pretext to justify their vote. My guess is that the Kerry joke has provided that pretext, even though the outcome of their vote was never really in doubt.
Þetta er hugsanlega rétt. Það er ekki svo auðvelt að skipta á milli stjórnmálaflokka, og þó kjósendur sem áður studdu innrásina í Írak, og tóku undir með forsetanum þegar hann lagði allar efasemdir um flokkslínuna og visku foringjas að jöfnu við landráð og hatur við "the men and women in uniform", hafi tímabundið fyllst viðbjóði á GOP getuleysi og spillingu, gátum við ekki reiknað með því að þeir myndu allir haldast vakandi og með fullri meðvitund fram að kjördegi. Þó þessar kananir líti ílla út er nýjasta könnun Gallup aðeins betri, þó hún sýni líka repúblíkana ná öldungadeildinni.
Ef þessar tölur eru réttar - og ef ástandið batnar ekki - er næsta ólíklegt að Demokrötum takist að vinna meirihluta í öldungadeildinni, þó það sé enn næsta öruggt að þeir nái þinginu. Hversu stór sigur þeirra þar verður er svo aftur spurning. En þetta er samt ekki öll sagan, því bandaríkjamenn eru líka að kjósa til fylkisþinga og fylkisstjóra, og það er enn óvíst hvernig þær kosningar allar fara. "The national media" hefur ekki flutt mikið af fréttum af lókal kosningum, og ég hef hreinlega ekki haft tíma eða orku til þess að reyna að setja mig inn í neitt af þeim, nema í Ohio og Minnesota - og í báðum fylkjum lítur ástandið enn vel út.
Svo er auðvitað mikilvægt, hvor sem demokratar vinna meirihluta í öldungadeildinni eða ekki, að flestir ömurlegustu frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til öldungadeildarinnar munu tapa: Mark Kennedy í Minnesota, en hann er sennilega með vitlausustu stjórnmálamönnum síðari ára. Sömuleiðis Katherine Harris í Flórída og Rick Santorum í Pennsylvaníu. Conrad Burns í Montana og Macaca Allen í Virginíu virðast hins vegar eiga séns.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 6.11.2006
Sómalskir leigubílstjórar neita að keyra fólk með duty-free vín frá Minneapolis-St Paul flugvellinum...
Þetta er ein af þessum local fréttum sem eru ekki bara fyndnar, heldur líka stórmerkilegar. Semsagt: í Kóraninum, sem er víst einhverskonar helgirit fyrir sómalska innflytjendur í Minnesota, segir m.a. að áfengi sé stórt no-no. Og furðulega hátt hlutfall sómölsku innflytjendanna í Minneapolis og St Paul hefur fundið sér vinnu við að keyra leigubíla. Að vísu er hægt að finna leigubílstjóra af öðru þjóðerni, og flestir þeirra eru tilbúnir til þess að eiga í löngum samræðum um hversu ómugulegir leibubílstjórar sómalirnir séu. Vegna þess að þeir kunna ekki ensku, kunna ekki á umferðarreglurnar, eða vita ekki hvar neitt sé, og kunni ekki á hraðbrautirnar. Þetta síðasta er að vísu rétt: Ég hef sjálfur þurft að útskýra fyrir leigubílstjóra hvernig hann eigi að finna I 94 - sem er á eftir I 35 mikilvægasta hraðbraut the Twin Cities. I 94 liggur þvert í gegn um bæði St Paul og Minneapolis, og þaðan eins og leið liggur alla leið til Seattle með viðkomu í Fargo.
En það er ekki þetta sem hefur verið að angra farþega á alþjóðaflugvellinum, heldur hitt, að sómölsku leigubílstjórarnir hafa tekið upp á því að horfa eftir því hvort farþegar séu með duty free poka, vínflöskur og spyrja fólk hvort það væri með áfengi. Og ferðamenn sem eru með vín, eða játa í eifeldni sinni að hafa keypt sér viskípela í fríhöfninni þurfa að bíða eftir næsta leigubíl takk fyrir!
Þessi frétt var búinn að birtast í nokkrum lókal blöðum þegar Washington Post fjallaði um ástandið:
Over the past few years, a growing number of Somali taxi drivers in the Twin Cities have been interpreting Koranic prohibitions on carrying alcohol to include ferrying passengers with alcohol in their bags.
"If you are a cabdriver and a practicing Muslim, you can't carry alcohol," said Idris Mohamed, an adjunct professor of strategic management at Metropolitan State University in St. Paul.
"Some people have been refused by driver after driver after driver," said Pat Hogan, a spokesman for the Metropolitan Airports Commission.
Last month, the airports commission proposed putting colored lights on top of cabs to indicate which ones will carry alcohol, a compromise worked out in discussions ongoing since May with the Muslim American Society of Minnesota. But the commission got about 2,000 e-mails opposing the idea and announced this month that it had scuttled the plan.
"Opposition came from both sides politically," Hogan said. "There are people who say, 'If they don't like the job, they should go back to Somalia.' And on the other side people are saying, 'We support diversity, but the Christian right is trying to tell us what to do, and now we're getting it from Muslims, too.' People were saying they wouldn't take a cab at all. . . . There was concern the industry as a whole would suffer."
Það merkilega er að þetta áfengisbann í leigubílum er alls ekki í kóraninum - og múslimskir leigubílstjórar frá öðrum löndum en Sómalíu eru ekki í neinum vandræðum með að flytja áfengi í aftursætinu:
"This is a Somali issue more than a Muslim issue," said Hogan, noting that Muslim drivers from other countries tend not to interpret the Koran the same way.
Eftir að hafa glímt við þetta trúar- eða menningarárekstrarvandamál í dálítinn tíma komust flugvallaryfirvöld að því að leigubílstjórar sem neituðu að flytja farþega, hvort sem þeir þættust hafa trúarlegar ástæður til þess eða ekki, þyrftu að fara aftast í leigubílaröðina. Sómalir í Minneapolis eru þó þeirrar skoðunar að trúbræður þeirra í fólksflutningaiðnaðinum eigi að hafa rétt til þess að neita hverjum sem er um þjónustu:
Somalis interviewed at several late-night coffee shops on a strip of Somali grocery stores, cafes and money-transfer outlets in downtown Minneapolis all thought Muslim drivers should have the right to refuse passengers visibly carrying alcohol.
Í fólksflutningaiðnaðinum má líka finna dæmi um kristna heimsku og fordóma: Strætisvagnabílstjóri í Minneapolis neitaði að keyra vagn sem var með auglýsingu frá gay tímariti. Og hvað með "kristna" lyfsala sem hafa neitað að selja ógiftum konum getnaðarvarnir, eða hafa neitað að selja konum plan B eða daginn eftir pilluna? Þeir vísa í "trúarsannfæringu" sína til þess að réttlæta að þeir geti mismunað viðskiptavinum.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 5.11.2006
Það veltur allt á því hverjir mæta á kjörstað
Skoðanakannanir í Bandaríkjunum hafa allar komist að þeirri niðurstöðu að demokrataflokkurinn muni sigra í kosningunum á þriðjudaginn. Það er hins vegar ennþá óljóst hversu stór sigur þeirra mun verða, og enn óvíst hvort þeim takist að ná meirihluta í öldungadeildinni. Samkvæmt villtustu spádómum munu Demokratarnir ná 50-60 sætum af Repúblíkanaflokknum - en hógværari spár gera ráð fyrir 20-25 sætum. Flokkurinn þarf ekki að ná nema 15 sætum til þess að ná meirihluta í þinginu.
Niðurstöður kannana byggjast nefnilega á því hverjir eru spurðir - sumar kannanir taka random úrtök, aðrar spyrja bara skráða kjósendur og enn aðrar spyrja bara "líklega kjósendur". Og á þessu veltur niðurstaða kosninganna - ekki því hvort almenningur sé hrifnari af frambjóðendum Demokrata eða Repúblíkana, heldur kjósendur hvors flokksins mæti á kjörstað. Þetta eru svosem engin merkileg vísindi, og sennilega frekar augljóst. En í landi þar sem rétt tæplega helmingur borgaranna mætir á kjörstað skiptir kosningaþáttaka meira máli en annarstaðar.
Ein lykilástæðan fyrir sigri Repúblíkana í undangengnum kosningum hefur verið há kosningaþátttaka meðal stuðningsmanna þeirra, "the base": afturhaldsamra, ihaldssamra og kristinna kjósenda. Í ár virðast þessir kjósendur alls ekki eins æstir að mæta á kjörstað, og hreint ekki eins vissir í sinni sök.
Fyrir um það bil tveimur árum síðan virtist "the christian right" hava náð einhverskonar hálstaki á bandarísku þjóðinni og bandarískum stjórnmálum - dramatískasta birtingarmynd þessa voru auðvitað tilraunir til þess að fá sköpunarsögu biblíunnar kennda í skólum, til jafns við, eða í staðinn fyrir, "liberal-Darwinism" og "vísindi". En þessi undarlega bylgja byrjaði að fjara út seinasta vetur. Hver sem ástæðan var virðist eins og myrkustu martraðir vinstrimanna um að í Washington kæmist til valda einhverskonar klerkastjórn undir handleiðslu Pat Robertson ætli ekki að verða að veruleika!
Í kjölfar kosninganna á þriðjudaginn munu fjölmiðlar og fréttaskýrendur skemmta sér við að svara þessari spurning: hvað varð um "the base" - og sérstaklega: hvað varð um "the values vote". Á föstudaginn var ágæt grein í Slate um þetta, þar sem því er haldið fram að evangelistarnir hafi orðið "mainstream" og að svartnættisspádómar um valdatöku þeirra havi hvort sem er verið frekar óraunhæfar. Þetta er ábyggilega rétt, svo langt sem það nær. Ég er ekki nokkrum vafa um að martraðakennd sýn um zombie-like evangelískar hersvietir, skríðandi útur kornökrum the heartland, til þess að krossfesta skynsama og upplýsta borgarbúa voru alltaf frekar óraunhæfar. En ég er ekki svo sannfærður um að "the evangelical right" sé einhvernveginn orðið "mainstream" og partur af "the political establishment" að þessvegna muni the values voters ekki mæta á kjörstað til þess að styðja frambjóðendur repúblíkana.
The values voters hafa ekki farið neitt - það sem hefur gerst er að þeir hafa áttað sig á því að þeir keyptu köttinn í sekknum þegar þeir kusu Repúblíkanaflokkinn. Rove og leiðtogar flokksins æstu "kristna" kjósendur til þess að mæta á kjörstað 2000, 2002 og 2004 með loforðum um að standa vörð um "hefðbundin" hjónabörn og réttindi fóstra og fósturvísa, og með hótunum um að ef demokratar kæmust til valda myndu arabískir hryðjuverkamenn streyma til Idaho og Iowa og "we would have to fight them in our own streets, rather than over there". Þrát fyrir allt tal um "faith based initiatives" hafa repúblíkanar ekki staðið við þau fögru loforð sem þeir gáfu "kristnum" kjósendum. Og árangurinn í Írak þarf ekki frekari útskýringar.
Pólítískir leiðtogar "kristinna" afturhalds-kjósenda hafa því brugðist. Trúarlegir leiðtogar þeirra hafa ekki staðið sig betur. Hneykslismál Ted Haggard er auðvitað besta dæmið.
En þetta er bara tímabundið ástand. "The value voters" virðast samkvæmt skoðanakönnum ólíklegri en margir aðrir til þess að mæta á kjörstað á þriðjudaginn, og demokrataflokkurinn gæti fyrir vikið unnið 1994 style sigur á Repúblíkanaflokknum. (seinasta skiptið sem þingið skipti um hendur í stórfelldri sveiflu var 1994, þegar Gingrich leiddi "the pitchfork revolution") Ef Demokrataflokknum tekst ekki annað hvort að sjá til þess að "the value voters" sitji heima á þriðjudaginn eftir fyrsta mánudag í nóvember, annað hvert ár héðan í frá, eða að ná einhverju af þessum kjósendum á sitt band, munu repúblíkanar komast aftur til valda.
M
lau. 4.11.2006
Það kannast enginn við Haggard...
Hvorki Jerry Falwell né Bush Bandaríkjaforseti þykjast nokkurntímann hafa heyrt minnst á closeted- meth-fiend/tele-evangelist Ted Haggard. Og það þó mr Haggard hafi verið forseti Landssamtaka Evangelista - sem hafa rétt rúmlega 30 milljón meðlimi, leiði sína eigin megakirkju í Colorado Springs, Colorado með minnst 14.000 meðlimi, sé talinn meðal 25 áhrifamestu trúarleiðtoga Bandaríkjanna, hafi tekið þátt í vikulegum símaráðstefnum með forseta Bandaríkanna. Í viðtali á CNN hélt Falwell því fram að hann hefði aldrei hitt Haggard, sem væri, þegar öllu væri á botninn hvolft, hvort sem er eiginlega ekki alvöru evangelical christian:
ZAHN: The Reverend Ted Haggard, who is the president of the National Association of Evangelicals, a man who represents some 30 million evangelicals in this country, is stepping down after allegations he carried on a three-year affair with a male prostitute. You're reaction?
REV. JERRY FALWELL: Well, I don't know him. I haven't met him, and he's been rather critical of activists like Dr. James Dobson and myself. In pastors' meetings, he's said we shouldn't be aggressive as we have. I certainly sympathize with his family and the great congregation that he pastors there
En hvað með forsetann? Tony Fratto, einn af talsmönnum hvíta hússins þvertekur fyrir að forsetinn hafi haft neitt með Haggard að gera:
Q: This Reverend Haggard out in Colorado, is he someone who is close to the White House? There had been reports that he was on the weekly call with evangelicals. Is that true?
MR. FRATTO: I'm actually told that that's not true, that he has in terms of a weekly call that he has? He had been on a couple of calls, but was not a weekly participant in those calls. I believe he's been to the White House one or two times. I don't want to confine it to a specific number because it would take a while to figure out how many times. But there have been a lot of people who come to the White House .
Það er forvitnilegt að hafa í huga að þetta er sami George W Bush sem finnst það minnsta mál að mæta á kosningafundi fyrir Don "the Pennslylvania Strangler" Swerwood. Það er nefnilega stórmunur á því að sofa hjá karlmönnum eða að lemja og kyrkja konur.
M
ps: Nú um helgina mun Bush heimsækja Colorado - heimafylki Haggard - þar sem hann er að berjast fyrir Marilyn Musgrave. Musgrave hefur lýst því yfir að alvarlegasta ógnin sem steðji að Bandaríkjunum sé "hommaplágan", en hún, er í sama félagi og Santorum og John Hostettler (IN). Musgrave hefur verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum alveg þar til á seinustu vikum, en samkvæmt nýjustu könnun er frambjóðandi demokrata, Angie Paccione, einu prósentustígi á eftir Musgrave: 44% vs 43%. Fyrir tveimur vikum var Musgrave með 48% en Paccione með 38%. Það er vonandi að Methgate Haggard verði til þess að Musgrave tapi!
Samkvæmt nýjustu fréttum ætla öll helstu dagblöð bandaríkjahers the Army Times, Air Force Times, Navy Times and Marine Corps Times, að birta leiðara þar sem þess er krafist að Donald Rumsfeld segi af sér! Þegar haft er í huga að kosningarnar eru á þriðjudaginn - og að stríðsrekstur Rumsfeld og Bush í Írak eru eitt helsta mál kosninganna - er frekar auðvelt að túlka þennan leiðara þannig að herinn hafi lýst yfir vantrausti á núverandi stjórnvöld. Forsetinn sagði fyrir skemstu að hann myndi halda í Rumsfeld og Cheney það sem eftir lifði stjórnartíðar sinnar.
Undanfarnar mánuði. eða alveg síðan seinasta vor, hafa stöðugt heyrst háværari raddir innan hersins um að Rumsfeld væri vanhæfur og bæri ábyrgð á því hversu ílla væri komið fyrir Bandaríkjunum í Írak. Meirihluti bandaríkjamanna er sömu skoðunar - en samt neitar forsetinn að gefa eftir, og Rumsfeld hefur orðið viðskotaverri, ef eitthvað er.
Það er því vel skiljanlegt að herinn sé búinn að fá sig fullsaddan af Rumsfeld - en að krefjast þess að hann segi af sér, daginn fyrir kosningar, geta varla talist góðar fréttir fyrir Repúblíkanaflokkinn!
Editor & Publisher birtu leiðarann í heild sinni eftir að The Ross Report og San Fransisco Chronicle birtu hann á föstudagskvöld - CNN og MSNBC hafa einnig flutt fréttir af leiðaranum á seinasta klukkutíma eða svo:
"So long as our government requires the backing of an aroused and informed public opinion ... it is necessary to tell the hard bruising truth."
That statement was written by Pulitzer Prize-winning war correspondent Marguerite Higgins more than a half-century ago during the Korean War.
But until recently, the "hard bruising" truth about the Iraq war has been difficult to come by from leaders in Washington. One rosy reassurance after another has been handed down by President Bush, Vice President Cheney and Defense Secretary Donald Rumsfeld: "mission accomplished," the insurgency is "in its last throes," and "back off," we know what we're doing, are a few choice examples.
Military leaders generally toed the line, although a few retired generals eventually spoke out from the safety of the sidelines, inciting criticism equally from anti-war types, who thought they should have spoken out while still in uniform, and pro-war foes, who thought the generals should have kept their critiques behind closed doors.
Now, however, a new chorus of criticism is beginning to resonate. Active-duty military leaders are starting to voice misgivings about the war's planning, execution and dimming prospects for success.
Army Gen. John Abizaid, chief of U.S. Central Command, told a Senate Armed Services Committee in September: "I believe that the sectarian violence is probably as bad as I've seen it ... and that if not stopped, it is possible that Iraq could move towards civil war."
Last week, someone leaked to The New York Times a Central Command briefing slide showing an assessment that the civil conflict in Iraq now borders on "critical" and has been sliding toward "chaos" for most of the past year. The strategy in Iraq has been to train an Iraqi army and police force that could gradually take over for U.S. troops in providing for the security of their new government and their nation.
But despite the best efforts of American trainers, the problem of molding a viciously sectarian population into anything resembling a force for national unity has become a losing proposition.
For two years, American sergeants, captains and majors training the Iraqis have told their bosses that Iraqi troops have no sense of national identity, are only in it for the money, don't show up for duty and cannot sustain themselves.
Meanwhile, colonels and generals have asked their bosses for more troops. Service chiefs have asked for more money.
And all along, Rumsfeld has assured us that things are well in hand.
Now, the president says he'll stick with Rumsfeld for the balance of his term in the White House.
This is a mistake.
It is one thing for the majority of Americans to think Rumsfeld has failed. But when the nation's current military leaders start to break publicly with their defense secretary, then it is clear that he is losing control of the institution he ostensibly leads.
These officers have been loyal public promoters of a war policy many privately feared would fail. They have kept their counsel private, adhering to more than two centuries of American tradition of subordination of the military to civilian authority.
And although that tradition, and the officers' deep sense of honor, prevent them from saying this publicly, more and more of them believe it.
Rumsfeld has lost credibility with the uniformed leadership, with the troops, with Congress and with the public at large. His strategy has failed, and his ability to lead is compromised. And although the blame for our failures in Iraq rests with the secretary, it will be the troops who bear its brunt.
This is not about the midterm elections. Regardless of which party wins Nov. 7, the time has come, Mr. President, to face the hard bruising truth:
Donald Rumsfeld must go.
Ég hugsa að það sé óhætt að segja að Rumsfeld sé búinn að vera!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 3.11.2006
Sjónvarpspredíkarinn Haggard viðurkennir að hafa fengið "nudd" frá Michael Jones - gay escort
Haggard er farinn að viðurkenna örlítið meira - ekki bara að "sumt" af því sem hann hafi verið ásakaður fyrir sé satt, heldur séu alveg ákveðin atriði alveg sönn, en samt bara að hluta til... Semsagt: Haggard viðurkennir að hafa þekkt Michael Jones, en Jones segir að sjónvarpspredíkarinn og siðgæðispostulinn Haggard hafi borgað sér fyrir að stunda með sér kynlíf, minnst mánaðarlega, undanfarin þrjú ár. Haggard heldur því hins vegar fram að Jones hafi bara "nuddað" sig.
Og hann viðurkennir líka að hafa keypt amfetamín - en bara af forvitni, og svo hafi hann hent því strax. Kannski eftir að hafa þefað aðeins af því?
"I was tempted. I bought it but I never used it"
En hann neitar semsagt ennþá öllum ásökunum um að hafa sofið hjá Jones. Nú er spurning hvaða reglum Haggard er að fara eftir, þegar hann segist aldrei hafa "sofið hjá" Jones, hvort hann sé að tala um kynlíf á Clintonískan máta? Það má nefnilega skilja flest orð á fleiri en einn máta ef viljinn er fyrir hendi, og hver veit hvað "nudd" þýðir í Colorado? En Haggard þarf kannski ekki að leita í smiðju Clinton til þess að skilgreina kynlíf upp á nýtt, því meðal kristinna unglinga í Bandaríkjunum gildir nefnilega "If it is oral, it is moral".
Á NPR var fjallað um vandræði Haggard og tekin viðtöl við kirkjugesti í New Life Church, sem voru allir mjög efins um að fréttir af samkynhneigð og eiturlyfaneyslu hans gætu verið réttar. Það er hægt að sjá upptöku af Haggard í viðtali við MSNBC á Think Progress, og það verður að segjast að hann virðist nógu djöfulli sannfærður um sjálfan sig - og svo lýkur hann hverri setningu með þessari skuggalegu brosgrettu sinni og glampa í augum. Það er dálítið óþægilegt að hugsa til þess að þessi maður var forseti landssamtaka evangelista, sem eru ein áhrifamesti trúarfélagsskapur í Bandaríkjunum, og náinn ráðgjafi Bush stjórnarinnar í trúarmálum.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2006 kl. 05:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 3.11.2006
Glenda Dawson býður sig fram til þings Texasfylkis - þó hún sé búin að vera dauð síðan í september
Fréttir eins og þessi birtast auðvitað í hvert skipti sem bandaríkjamen halda kosningar, því ef frambjóðendur þurfa einhverra hluta vegna að draga sig til baka stuttu fyrir kosningar, hvort heldur það er vegna þess að þeir séu á leiðinni í fangelsi, eins og Tom DeLay og Maf54 Foley, eða vegna þess að þeir eru dauðir, má ekki fjarlægja nöfn þeirra af kjörseðlum. Glenda Dawson er í framboði fyrir Repúblíkanaflokkinn til þings Texas, og er, samkvæmt nýjustu tölum örugg um kosningu. Dennis Bonnen, annar repúblíkani og fulltrúi á Texasþingi hefur að vísu hertekið kosningaskrifstofuna og hefur ásamt starfsmönnum Dawson verið á fullu að senda út auglýsingabréf og hringja í kjósendur:
A new campaign mailer shows a smiling Republican state Rep. Glenda Dawson meeting with Sen. Kay Bailey Hutchison. It reminds voters of Dawson's many notable achievements in education, economics and politics.
What the ad doesn't say is that Dawson has been dead since September. ... Bonnen said the new flier was prepared as a tribute to Dawson, 65, and did not attempt to conceal her death.
"We don't suggest that there's a great thing she's going to accomplish for the voters in the future," he said. "We had already made it clear to voters in one piece that she had passed away. We didn't think it was necessarily necessary to repeat it."
Dawson fær 100% rating frá "Texas Right to Life" sem metur hversu mikið pólítíkusar í Texas elska fóstur og fósturvísa. Ef Dawson nær kosningu þarf að halda nýjar kosningar þar sem kjósendur velja hver tekur sæti hennar.
M