Katherine Harris

Það er ekki bara Macaca Allen sem þykist vera einhverskonar kúrekapersóna.jpg

Alveg síðan haustði 2000 hef ég, líkt og svo margir aðrir, verið dyggur aðdáandi Katherine Harris. Í henni sameinast nefnilega svo margir hörmulegir eiginleikar að það hlýtur að vera einsdæmi. Embættisfærsla hennar sem secretary of state í Flórída þegar deilur risu upp um endurtalningu atkvæða í forsetakosningunum, þar sem hún sá til þess að Bush fékk forsetaembættið, var svo ævintýralega ósvífin og ólýðræðisleg að hún hefði sómt sér vel í Mið-Ameríku á níunda áratugnum. Síðan þá hefur Harris flækst í múturmál, vingast við alla spilltustu þingmenn Repúblíkanaflokksins, og almennt sannað að hún væri vitlausasti jesúvitleysingurinn í flokknum. Öll framkoma hennar hefur verið með þeim hætti að hún hefði varla getað verið fáránlegri þó hún væri karakter í einhverju sketsi hjá Jon Stewart.

Og kosningabarátta Harris, sem býður sig fram til öldungadeildarinnar fyrir Flórída, hefur staðið undir þeim háu standördum sem Harris hefur sett sér. Washington Post birtir skemmtilega grein um þingkonuna í morgun, en Harris er víst að skrifa bók um hversu vondur heimurinn hefur verið við aumingja litlu sig:

Katherine Harris, who is trying to become a U.S. senator, says she is writing a tell-all about the many people who have wronged her. This includes, but is not necessarily limited to: the Republican leaders who didn't want her to run, the press that has covered her troubled campaign, and the many staffers who have quit her employ, whom she accuses of colluding with her opponent.

She is vague about what, precisely, makes her a victim, but she says she has it all documented.

Harris fer á kostum í viðtalinu, segist vera fórnarlamb stórfellds samsæris sem teygi anga sína inn í báða stjórnmálaflokkana - og svo leggur hún áherslu á mál sitt með leikrænum tilþrifum:

The way Harris sees it, a vast left- and right-wing conspiracy, encompassing both the "liberal media" and the Republican "elite," is attempting to keep her out of the Senate. She says anyone could see the way the panel of questioners coddled Nelson at their debate last week. Her voice gets all high and mocking as she imitates them.

" Ooooh, Senator Nelson," she says. "I mean, come on."

Greinin er hreinasta snilld - og uppfull af stórfenglegum lýsingum á Harris sem er bæði vitlausari og galnari en villtustu og íllgjörnustu vinstrimenn þorðu að vona.

Former chief adviser Ed Rollins, who managed Ronald Reagan's reelection to the White House in 1984, said working for Harris was like "being in insanity camp."

Og eina leiðin til þess að Harris geti unnið er að andstæðingur hennar verði skyndilega ennþá geðveikar: 

"The only way Bill Nelson could lose this," says Darryl Paulson, a political scientist (and Republican) at the University of South Florida, "is if he got himself in a drug-induced stupor and ran naked down the main street of his home town."

M


Fyrstu fréttirnar af kosningavélum sem flytja atkvæði frá demokrötum til repúblíkana

Harris þakkar almættinu veittan stuðning.jpg

Frá Flórída auðvitað! Kjósendur sem hafa reynt að kjósa demokrata utan kjörfundar hafa ítrekað lent í því að rafrænar kosningavélar tilkynni þeim að þeir hafi kosið frambjóðanda repúblíkana:

Debra A. Reed voted with her boss on Wednesday at African-American Research Library and Cultural Center near Fort Lauderdale. Her vote went smoothly, but boss Gary Rudolf called her over to look at what was happening on his machine. He touched the screen for gubernatorial candidate Jim Davis, a Democrat, but the review screen repeatedly registered the Republican, Charlie Crist.

That's exactly the kind of problem that sends conspiracy theorists into high gear -- especially in South Florida, where a history of problems at the polls have made voters particularly skittish

A poll worker then helped Rudolf, but it took three tries to get it right, Reed said.

Þetta eiga eftir að verða skemmtilegar kosningar! Kannski er það þetta sem Katherine Harris átti við þegar hún hélt því fram að hún væri örugg um að vinna kosninguna, því guð myndi sjá til þess að kjósendur færu ekki að velja trúlausa syndaseli í öldungadeildina?

M


Kattholt í Idaho neitar að leyfa ættleiðingar á svörtum köttum fyrir Halloween - óttast satanisma

Svartir kettir tilbiðja ömmu andskotans en ekki mömmu Jesú.jpg

Af ótta við að kettirnir verði fórnarlömb, eða kannski frekar fórnarkettir, í satanískum fórnarathöfnum hafa kattavinafélög víðsvegar um Bandaríkin neitað að leyfa fólki að ættleiða svarata ketti fram á fimmtudag:

Like many shelters around the country, the Kootenai Humane Society in Coeur d'Alene is prohibiting black cat adoptions from now to Nov. 2, fearing the animals could be mistreated in Halloween pranks _ or worse, sacrificed in some satanic ritual.

Aðrir kattavinir eru mjög ósáttir við þessar aðgerðir, því þær hvetji til frekari fordóma gagnvart svörtum köttum:

"Black cats already suffer a stigma because of their color," said Gail Buchwald, vice president of the American Society for the Prevention of Cruelty to Animals shelter in New York City. "Why penalize them any more by limiting the times when they can be adopted?" Black cats tend to be adopted less often than other felines, Buchwald said.

Fjárans rasismi allstaðar!

M


Dick Cheney undirbýr sig undir sigur Demokrata: byrjar stórfellda skjalaeyðingu

cheney_shredding_docs.jpg

Samkvæmt Wonkette hefur sést til stórra trukka frá The Mid-Atlantic Shredding Services á leið til heimilis Dick Cheney. Þegar Cheney þarf að eyða skjölum er nefnilega ekki nóg að nota venjulega litla pappírstætara, og það tekur of langan tíma að brenna skjölum í arninum...

M


Handhægt yfirlit yfir alla þingmenn Bandaríkjaþings sem sæta lögreglurannsókn

Listi yfir þingskúrka.jpg

Það hefur orðið stöðugt erfiðara að fylgjast með því hvaða þingmenn Bandaríkjaþings hafa verið dæmdir fyrir svik og pretti, og hverjir eru ennþá bara grunaðir um glæpi og svo hverja lögreglan er að rannsaka... Roll Call hefur tekið saman lista yfir helstu lögreglurannsóknir í þinginu - þeir skilja aumingja Katherine Harris utundan, en hún sætir rannsókn eftir að hafa þegið mútur frá MZM inc, fyrirtæki sem framleiddi einhverskonar hugbúnað fyrir herinn, en Duke Cunningham hafði einnig þegið stórfé frá MZM. Það er athyglisvert að á listanum eru aðeins 4 demókratar, en 13 repúblíkanar, 14 ef Harris er talin með.

M

 


Leiðbeiningar: Hvernig maður á að brjótast inn í rafrænar kosningavélar, ákveða útkomu kosninganna

Rafræn kosningavél.jpg

Undanfarnar vikur hef ég lesið hverja færsluna á fætur annarri um að Repúblíkanaflokkurinn hafi undirbúið einhverskonar stórfellt samsæri til þess að vinna kosningarnar í haust - fyrir utan gamlar og klassískar brellur, eins og að ógna og hræða kjósendur úr minnihlutahópum, breyta reglum um kosningaþátttöku með stuttum fyrirvara, neita kjósendum um kosningarétt þegar þeir mæta á kjörstað osfv osfv - hafa áhugamenn um kosningar miklar áhyggjur af því að rafrænar kosningavélar sem búið er að koma upp í fjölmörgum kjördæmum séu úrbúnar þannig að frambjóðandi repúblíkana muni vinna, sama hvernig atkvæðin falla. Þegar NPR (National Public Radio), sem yfirleitt er mjög varkárt í allri umfjöllun sinni, er farið að fjalla um þessar vangaveltur í fréttaskýringaþáttum er það til marks um að áhyggjur af yfirvofandi kosningasvindli sé ekki lengur bundið við einhvert "fringe" úrillra Trotskýista á vinstrivængnum.

Og til að sanna að þetta sé ekki bara ímyndun hafa framtakssamir menn tekið saman leiðbeiningar um hvernig best sé að brjótast inn í rafrænar kosningavélar. Jon Stokes á ars technica:

Over the course of almost eight years of reporting for Ars Technica, I've followed the merging of the areas of election security and information security, a merging that was accelerated much too rapidly in the wake of the 2000 presidential election. In all this time, I've yet to find a good way to convey to the non-technical public how well and truly screwed up we presently are, six years after the Florida recount. So now it's time to hit the panic button: In this article, I'm going to show you how to steal an election.

Now, I won't be giving you the kind of "push this, pull here" instructions for cracking specific machines that you can find scattered all over the Internet, in alarmingly lengthy PDF reports that detail vulnerability after vulnerability and exploit after exploit. (See the bibliography at the end of this article for that kind of information.) And I certainly won't be linking to any of the leaked Diebold source code, which is available in various corners of the online world. What I'll show you instead is a road map to the brave new world of electronic election manipulation, with just enough nuts-and-bolts detail to help you understand why things work the way they do.

Stokes er hins vegar ekki algjör svartsýnismaður:

Right now, the only thing standing in the way of the kind of wholesale undetectable election theft that this article has outlined is the possibility that DREs were forced onto the public too rapidly for election thieves to really learn to exploit them in this cycle.

Leiðbeiningar og umfjöllun Stokes er hægt að finna hér

M


Repúblíkanar kenna fjölmiðlum um minni hagvöxt

Blunt og DeLay.jpg

Meirihluti Bandaríkjamanna telur efnahagsástandíð í Bandaríkjunum slæmt - þrátt fyrir að hlutabréfavísitölur hafi verið að stíga og hagvöxtur hafi verið sæmilegur undanfarin misseri, og þrátt fyrir skattaendurgreiðslur forsetans. Þetta ergelsi hefur kannski eitthvað með það að gera að venjulegt millistéttarfólk hefur ekki efni á að kaupa sjúkratryggingar og senda börnin í háskóla. Vaxandi skuldsetning bandarískra heimila undanfarin ár má að mestu rekja til hækkandi skólagjalda, hækkandi eldsneytisverðs og hækkandi tryggingakostnaðar. Og samkvæmt nýjustu tölum hefur hagvöxtur líka dregist saman, og útlitið er ekki mikið betra

Og hverjum er þetta að kenna? Efnahagsstjórninni? Nei, auðvitað ekki. Þetta er allt fjölmiðlum að kenna! Roy Blunt (R-MO) hélt þessu fram í viðtali hjá Fox news:

But I think a bigger story is that so much of the media - and I don’t put Fox News in this category - has constantly talked down this economy. Believe me, if we were in the mid-90s, Bill Clinton was president, we had the things happening in the economy that are happening today, I am convinced there would be a totally different national media coverage by most of the media of this economy

Hvernig fréttaflutningur getur stjórnað hagvexti er mér hulin ráðgáta. Það sem er athyglisvert við þennan hugsunarhátt er að Repúblíkanar virðast ekki tilbúnir til þess að horfast í augu við raunveruleikann. Í þeirra huga er raunveruleikinn einhvernveginn búinn til í fjölmiðlum: Raunveruleikinn sé búinn til af fólki sem sitji og skrifi greinar, og ræður, fólki sem talar í sjónvarpi og útvarpi. Og ef okkur mislíkar það sem við sjáum í kringum okkur hljóti það að vera vegna þess að ílla innrættir blaðamenn og pólítískir aktívistar einhverstaðar á ritstjórnarskrifstofum eða "inní blogóspherinu" séu að skrifa upp vondan raunveruleika.

Leiðtogar Repúblíkana hafa nefnilega sannfærst um að orðræðan og ídeológían sé það sem skipti öllu máli, að raunveruleikinn sé ekkert annað en afleiða orða. Tilraunir þeirra til þess að þagga niður í hverjum þeim sem leyfir sér að efast um línu flokksins í utanríkismálum eða efnahagsmálum (þ.e. að allt sé í himnalagi) sé einhvernveginn að vinna fyrir óvini Bandaríkjanna eða reyna að grafa undan velsæld Bandaríkjanna.

Irving Kristol, faðir nýíhaldsstefnunnar, sagði eitt sinn að "a neoconservative is a liberal mugged by reality, one who became more conservative after seeing the results of liberal policies". Það er kaldhæðnislegt að nú, þegar nýíhaldsmenn eru loksins búnir að leggja undir sig Hvíta Húsið og náð tökum á þingliði Repúblíkanaflokksins skuli það vera þeir sem neita að horfast í augu við raunveruleikann og ömurlegar afleiðingar sinnar eigin óstjórnar.

M


5 Milljón $ í peningaverðlaun fyrir besta forseta Afríkuríkis

Santos og Bush.jpg

Til þess að hvetja til heiðarlegrar og effektívrar stjórnsýslu hefur súdanski auðmaðurinn Mo Ibrahim heitið að veita árlega 5 milljón dollara í verðlaun til heiðarlegasta og besta forseta Afríkuríkis. Verðlaununum og skilyrðunum sem þarf að uppfylla til að hljóta þau er lýst á heimasíðu Ibrahim.

Each year the winning leader will, at the end of his term, get $5m (£2.7m) over 10 years and $200,000 (£107,000) each year for life thereafter. "We need to remove corruption and improve governance," Mr Ibrahim said.

...The Mo Ibrahim Prize for Achievement in African Leadership will be launched in London on Thursday... It will be available only to a president who democratically transfers power to his successor. Harvard University will do the measuring to see just how well the president has served his or her people during their term in office.

Nelson Mandela, former US President Bill Clinton and UN Secretary General Kofi Annan are among those who have welcomed the initiative.

Gagnrýnisraddir hafa sagt að það sé út í hött að það þurfi að verðlauna menn fyrir að vinna vinnuna sína, ræna ekki samlanda sína, og troða hvorki lýðræði og mannréttindi fótum. Auk þess sé Ibrahim að ýta undir hugmyndina um "big men" - það sé í höndum sterkra leiðtoga og þjóðarfeðra að lyfta Afríkuríkjum upp úr kúgun, borgarastyrjöldum og fátækt.

Það má svosem vel vera. Auðvitað er það undir heiðarlegum almenningi sem vinnur í bönkum og á allrahanda skrifstofum, að sjá til þess að yfirmenn og stjórnmálamenn komist ekki upp með stórfelld rán og gripdeildir. En því miður virðist sem afrískir þjóðarleiðtogar og valdaelítur hafi ákveðið að ríkið væri fyrst og fremst effektív maskína til að ræna samlanda sína. George Ayittey, hagfræðingur frá Ghana lýsti ástandi þannig fyrir nokkrum árum:

"Government", as it is known in the West, does not exist in much of Africa. What exists is a "mafia state" - government captured by gangsters, crooks and scoundrels, who use the instruments of the state to advance their own economic interests, those of their cronies and tribesmen."

Til þess að viðhalda jafnvægi finnst mér að DeBeers og Shell ættu að veita verðlaun fyrir "most business friendly head of African State". Ég tilnefni Eduardo Dos Santos, forseta Angóla.

M


Verstu heimasíður frambjóðenda til bandarísku þingkosninganna

Gömul seníl gamalmenni þurfa líka sína fulltrúa.jpg

Cnet hefur tekið saman lista yfir 17 verstu heimasíður kosningabaráttunnar - og það er augljóst að smekkur manna og skopskyn er misjafnt. Eða kannski er það frekar að smekkleysi manna er misjafnlega mikið. Besta heimasíðan er þó vafalaust síða Kay Granger, sem er repúblíkani og í framboði í Texas. Kay virðist hafa komist á lista vegna uppskriftar sem hún birtir að einhverju sem hún kallar "Easy, Killer Margaritas".

Uppskriftin er:

     Frozen Limeade (any size)
     Tequila (your choice)
     Beer (your choice)

Empty the limeade into a pitcher. Using the empty can as a measure, add 1 can of tequila and 1 can of beer to the pitcher

Stir and pour over ice. Squeeze wedge of fresh lime on top.

Kannski drekkur fólk svonalagað í Texas, en ég hef aldrei áður heyrt um bjór-tequila kokteila, sérstaklega ekki þegar það eru jöfn hlutföll af tequila og bjór! Mín reynsla er reyndar að bjór og tequila, blandað saman, sé einmitt "killer", og ekki í neinni jákvæðri merkingu.

Listi Cnet er hreinasta unun fyrir áhugafólk um ljótar heimasíður.

M


Bandaríkjaher vill ekki að hermenn séu að skoða "vinstrisinnuð" blogg

vinstripólítík og grín með frambjóðendur repúblíkana er BANNAÐ.jpg

Undanfarna daga hafa orðrómar gengið um veraldarvefina um að bandaríkjaher hafi lokað á aðgang hermanna að fjölmörgum "vinstrisinnuðum" bloggsíðum, og líka bloggsíðum, eins og Wonkette, sem fást aðallega við að flytja fréttir af Macaca Allen og Krazy Kitty Harris, og eru aðallega á móti foráttuheimsku og spillingu. Þegar hermenn í Írak reyna að opna heimasíðu Wonkette birtast eftirfarandi skilaboð:

forbidden, this page (http://www.wonkette.com) is categorized as (Personal Pages) ALL SITES YOU VISIT ARE LOGGED AND FILED.

CNN fjallaði um þetta sérkennilega mál í fyrradag, og Wonkette birti einnig tölvupóst sem þeir fengu frá landgönguliða í Írak:

I  am currently stationed in Al Taqaddam, Iraq with the Marines…you’ve done a short piece about this before, but this is getting ridiculous.

It seems that every non-conservative politics website has been blocked by our firewall guys…including your site. The reason it is blocked is because it is a “personal page.” Which means they don’t have a reason to block it … but they want to block it, so they do. This was done recently, just in time for mid-term elections. As I said, it was not only your website, I have gone through lists of liberal sites and most of them are blocked. I’ve also taken the time to go to some conservative sites….none of which are blocked.

I don’t have the words to describe how I feel. They have sent me to this desert three times…each time saying that we are defending freedom…which is BS and everyone knows it. And on top of that they have taken away many of the freedoms that we are supposedly fighting for….

I don’t think there is much anyone can do about this, but I just wanted you to know that this was still going on.

Þessar skemmtilegu fréttir berast á sama tíma og Worldwide Press Freedom Index kemur út, en samkvæmt því eru Bandaríkin í 53 sæti ásamt Botswana og Króatíu. Ísland fær að sitja í efsta sæti með frændum okkar í Finnlandi, þrátt fyrir að stjórnmálamönnum á Íslandi leyfist að panta hvaða fréttamenn taka við þá viðtöl.

M

ps. ég er hræddur um að ég muni ekkert skrifa þessa helgi - tölvan virðist hafa smitast af einhverjum sérlega íllskeyttum forritsbut, og mér er sagt að eina lækningin við þessum sé að setja allt stýrikerfið upp aftur, sem er bæði leiðinlegt og tímafrekt!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband