Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Boston Globe flutti í fyrradag (ég var of upptekinn við að grilla og halda upp á þjóðhátíðardaginn til að geta staðið í bloggi og fréttalestri!) fréttir af því að þátttaka Fred Thompson í rannsókninni á Wategate skandalnum sé síst eitthvað sem Thompson eigi að vera að gorta sig af eins og hann gerir á heimasíðu sinni "Im with Fred", þar sem hann segist m.a. hafa átt heiðurinn að því að koma upp um að Nixon hefði hljóðritað samtöl í The oval office. Ekki nóg með að sú saga sé mjög orðum aukin, því eins og Bob Woodward hefur bent á, var það ekki Thompson að þakka að upp komst um hljóðritanirnar - þó Thompson hefði eignað sér heiðurinn af því - heldur virðist Thompson hafa varað Nixon við!
WASHINGTON -- The day before Senate Watergate Committee minority counsel Fred Thompson made the inquiry that launched him into the national spotlight -- asking an aide to President Nixon whether there was a White House taping system -- he telephoned Nixon's lawyer.
Thompson tipped off the White House that the committee knew about the taping system and would be making the information public. In his all-but-forgotten Watergate memoir, "At That Point in Time," Thompson said he acted with "no authority" in divulging the committee's knowledge of the tapes, which provided the evidence that led to Nixon's resignation. It was one of many Thompson leaks to the Nixon team, according to a former investigator for Democrats on the committee, Scott Armstrong , who remains upset at Thompson's actions.
"Thompson was a mole for the White House," Armstrong said in an interview. "Fred was working hammer and tong to defeat the investigation of finding out what happened to authorize Watergate and find out what the role of the president was."
Meira á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni
fös. 6.7.2007
Bandaríkjaher tvídrepur yfirmann Al Qaeda í Írak...
Samkvæmt Examiner hefur Bandaríkjaher tekist að tvídrepa einn af yfirmönnum Al Qaeda í Írak. Áblaðamannafundi á mánudaginn tilkynnti fulltrúi hersins, með töluverðu stolti, að Said Hamza, hættulegasti leiðtogi Al Qaeda í Írak hefði verið drepinn.
Brig. Gen. Kevin Bergner began his Monday news conference with a list of top insurgents either killed or captured in recent operations. He said they had been eliminated "in the past few weeks" and were "recent results."
"In the north, Iraqi army and coalition forces continue successful operations in Mosul," he told reporters. "Kamal Jalil Uthman, also known as Said Hamza, was the al Qaeda in Iraq military emir of Mosul. He planned, coordinated and facilitated suicide bombings, and he facilitated the movement of more than a hundred foreign fighters through safe houses in the area." All told, Bergner devoted 68 words to Uthman's demise.
Þetta væru auðvitað stórfréttir, ef þær væru ekki árs gamlar. Herinn hefur nefnilega áður drepið þennan "Said Hamza"! Fyrir ári síðan var "Hamza" þessi nefnilega á lista yfir Al Qaeda liða sem hefðu verið drepnir.
Uthman was listed in the 2006 news release as "the chief of military operations [in] Mosul."
When The Examiner pointed out that Uthman's death had been announced twice, a command spokesman said in an e-mail, "You are correct that we did previously announce that we killed him. This was a roll up to show an overall effort against [al Qaeda in Iraq]. We can probably do a better job on saying 'previously announced' when we do long-term roll ups to show an overall effort."
Afgangurinn á nýjum heimkynnum FreedomFries á Eyjunni...
Írak | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 3.7.2007
Það er alveg sama hvað það er kallað, náðun eða refsimilding, enginn er ánægður með niðurstöðuna...
21% of Americans familiar with the legal case involving former White House aide Scooter Libby agree with President Bush's decision to commute Libby's prison sentence, according to a SurveyUSA nationwide poll conducted immediately after the decision was announced. ... 17% say Bush should have pardoned Libby completely. 60% say Bush should have left the judge's prison sentence in place.
Það sem meira er, bara 32% repúblíkana eru ósáttir við málalokin. Samkvæmt fyrri könnunum voru aðeins 20% aðspurðra sammála því að Bush ætti að náða Libby, svo það virðist sem þessi refsimilding sé örlítið vinsælli - með 21% fylgi...
Það er samt merkilegt að forsetinn skyldi ekki hafa farið eftir vilja þjóðarinnar og sleppt því alveg að vera að hindra framgang réttvísinnar í þessu máli, því honum virðist ekki hafa tekist það sem maður hefði haldið að myndi vera aðalmarkmiðið í þessu máli: friðþægja stuðningsmenn sína á hægrivæng flokksins. Íhaldsmenn og hörðustu stuðningsmenn forsetans eru nefnilega alls ekki ánægðir. Robert Novak skrifar grein í dag þar sem hann heldur því fram að Libby sé eini maðurinn sem sé ánægður með þessi málalok:
Only Libby smiling today
Bush's decision to commute aide's sentence leaves liberals livid and conservatives still not satisfied
WASHINGTON -- President Bush's commutation of Scooter Libby's sentence pleased but did not fully satisfy restive conservatives, while enraging his liberal critics. Libby himself can breathe a sigh of relief that he does not have to serve prison time, but hardly anybody else is all that happy. ...
By standing apart from the Plame affair and the Libby affair, Bush has subjected himself to abuse from both sides. The abuse from the left certainly will expand thanks to his decision Monday, while praise from the right is a little bit muted.
When he was running for president, George W. Bush loved to contrast his law-abiding morality with that of President Clinton, who was charged with perjury and acquitted. For Mr. Bush, the candidate, politics, after a time of tarnished ideals, can be higher and better. Not so for Mr. Bush, the president. ... Presidents have the power to grant clemency and pardons. But in this case, Mr. Bush did not sound like a leader making tough decisions about justice. He sounded like a man worried about what a former loyalist might say when actually staring into a prison cell.
WASHINGTON - The White House on Tuesday declined to rule out the possibility of an eventual pardon for former vice presidential aide I. Lewis "Scooter" Libby. But spokesman Tony Snow said, for now, President Bush is satisfied with his decision to commute Libby's 2 1/2-year prison sentence.
Snow was pressed several times on whether the president might eventually grant a full pardon to Libby, who had been convicted of lying and conspiracy in the CIA leak investigation. The press secretary declined to say anything categorically.
"The reason I'm not going to say I'm not going to close a door on a pardon," Snow said, "Scooter Libby may petition for one."
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 3.7.2007
Gærdagurinn var merkisdagur...
Gærdagurinn var merkilegur dagur í sögu Bandaríkjanna. Þetta var dagur afmæla, en einnig dagur merkilegra tímamóta.
Fyrir nákvæmlega 75 árum síðan kynnti merkilegasti forseti Bandaríkjanna, fyrr og síðar,* Franklin Delano Roosevelt, hugyndina um "a new deal" fyrir Bandaríkjamönnum. Velferðarríki það sem Bandaríkjamenn búa þó við var skapað í kjölfar þess að Roosevelt benti á leið út úr kreppunni. Roosevelt benti Bandaríkjamönnum - og öllu fólki - á að það eina sem við þurfum að óttast er óttinn. Nokkuð sem Bandaríska þjóðin hefur gleymt "in the post 9/11 era"... Í það minnsta hefur núverandi ríkisstjórn gert sitt besta til að sannfæra þjóðina um að aðalatriðið sé að vera alltaf á varðbergi og alltaf að óttast hryðjuverk og skeggjaða Araba.
Næsta merkisafmælið er fjögurra ára afmæli þeirrar sögufrægu yfirlýsingar núverandi forseta, Bush yngri, "Bring em on". Fyrir nákvæmlega fjórum árum síðan, nokkru eftir að klaufabárðurinn Bush hafði álpast til að leyfa Cheney telja sér trú um að gera innrás í Írak stóð hann frammi fyrir fréttamönnum sem vildu fá svör við því hvort Bandaríkjaher gæti tekist á við einhverskonar mótspyrnu, hemdarverk eða jafnvel hryðjuverk í nýfrelsuðu Írak. Forsetinn þóttist nú alldeilis vita svarið við þessari spurningu. Hann hló að henni - og eggjaði hryðjuverkamennina til dáða:
There are some who feel like -- that the conditions are such that they can attack us there. My answer is, bring them on. We've got the force necessary to deal with the security situation. Of course we want other countries to help us -- Great Britain is there, Poland is there, Ukraine is there, you mentioned. Anybody who wants to help, we'll welcome the help. But we've got plenty tough force there right now to make sure the situation is secure.
Með Úkraínu og Pólland munu Bandaríkin bera sigurorð af Al Qaeda og hryðjuverkaógninni? You got to be fucking kidding me!? Og af hverjú í andskotanum var Bretland með vegna? Vegna þess að Blair, af einhverri óskiljanlegri ástæðu hélt að það væri góð hugmynd að veðsetja pólítískan frama sinn í vafasömu neo-con veðmáli?
En það var nú ekki aðalatriðið - "the coalition of the willing", sem Íslendingar tóku þátt í n.b., var skammarlegur brandari frá fyrstu stundu - það sem var svívirðilegt við þessa yfirlýsingu var að Bush beinlínis hvatti óvini Bandaríkjanna til að reyna að drepa Bandaríska hermenn. Enginn forseti, fyrr eða síðar, hefur sent slíka áeggjun til óvina Bandaríkjanna. Enginn forseti Bandaríkjanna, fyrr eða síðar, hefur komið fram af viðlíka vanvirðingu við Bandaríska hermenn.
En gærdagurinnvar líka dagur merkilegra yfirlýsinga - því forsetinn ákvað í gær að gefa skít í Bandarískt réttarkerfi. Lewis "Scooter" Libby sirkaabout náðaður í gær. Við eigum eftir að heyra meira af þeim atburð, því náðun Libby á eftir að draga dilk á eftir sér.
M
*Þó Roosevelt hefði ekki haft afrekað að leggja grunninn að samfélagsþjónustu í Bandarikjunum hefði hann engu að síður getað talist einhver merkilegasti forseti Bandaríkjanna fyrir það eitt að hafa sigrað her Þriðja Ríkisins í seinni heimsstyrjöldinni. Roosevelt var því, án nokkurs vafa, einn merkilegasti forseti Bandaríkjanna - á eftir Washington og Lincoln, auðvitað! (og fyrst við erum komin út í að telja fram "founding fathers" vil ég benda á Hamilton, sem því miður varð aldrei forseti, en það er önnur saga!)
mán. 2.7.2007
Bush búinn að náða Libby!
Samkvæmt allra nýjustu fréttum er Bush búinn að náða Libby - eða næstum. Bush hefur semsagt gefið út tilskipun um að Libby þurfi ekki að fara í fangelsi. Dómurinn mun standa áfram, borga kvartmilljón í sekt og vera á skilorði í tvö og hálft ár. Politico.com mun hafa spáð fyrir um þessi málalok.
several Republicans, who sense a movement in Libbys favor, said a more likely possibility might be a presidential commutation a reduction or elimination of Libbys 2½-year federal prison sentence. Such a move, they said, would be less divisive for the country.
M
mán. 2.7.2007
Áfrýjanir Scooter, I. Lewis Libby bera engan árangur
Fyrrum starfsmannastjóri "vara" forseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, var, sem frægt er orðið, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ljúgvitni og fyrir að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Libby reyndi að fá fangelsisvistinni frestað meðan hann áfrýjaði dómnum. Þeirri beiðni var fyrst hafnað af dómaranum í málinu, og nú hefur sérstakur áfrýjunardómstóll hafnað beiðninni. Libby þarf því að hefja afplánun dómsins meðan hann bíður eftir niðurstöðu áfrýjunar málsins: (skv. Reuters)
A federal judge last month ruled Libby would have to report to prison in six to eight weeks. His lawyers appealed to a three-judge panel of the U.S. appeals court.
But the appeals court turned down Libby in a one-paragraph order, ruling he has not shown that his appeal "raises a substantial question."
Dómararnir kváðu upp þennan úrskurð samhljóða, enda þótti sannað að Libby hefði haft mjög einbeittan brotavilja og glæpur hans grafalvarlegur, þ.e. að ljúga að alríkislögreglunni og reyna að grafa undan viðkvæmri rannsókn. Stuðningsmönnum forsetans finnst þetta auðvitað frekar ósvífið, því Libby í þeirra huga er Libby "hermaður" í stríðinu gegn hryðjuverkum, eins og fram kom í einu þeirra fjölmörgu bréfa sem stuðningsmenn og vinir Libby skrifuðu dómaranum. Meðan National Review og önnur tímarit og málpípur ný-íhaldsmanna hafa reynt að halda því fram að Libby ætti ekki að fara í fangelsi, vegna þess að ekki hafi tekist að sanna að "undirliggjandi" glæpur hafi verið framinn - rök sem eru haldlaus, því það er glæpur að ljúga að alríkislögreglunni, hvort sem hægt er að sanna "undirliggjandi" glæp eða ekki - þá leggja bréfritarar flestir áherslu á manngæsku Libby.
Ég veit svo sem ekkert um innræti Libby, en hann virðist við fyrstu sýn sympatískari karakter en margir aðrir meðlimir Bush stjórnarinnar. En eitt er víst - hann nýtur gríðarlegra vinsælda meðal bandarískra ný-íhaldsmanna og harðra Repúblíkana, sem hafa þrýst á forsetann að náða Libby. Forsetinn hefur hingað til neitað að blanda sér í málið, m.a. vegna þess að sú hugmynd nýtur lítils stuðnings meðal þjóðarinnar. Skv. Fox news könnun sem ég vitnaði í um daginn telja aðeins 20% kjósenda að forsetinn eigi að náða Libby. En vinsældir forsetans eru litlu meiri, og það er því þeim mun mikilvægara fyrir Bush að halda í stuðning National Review og American Enterprise Institute...