Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Walter Reed: Hermenn, rottur og kakkalakkar

Jeremy Duncan slasaðist í Írak og eyddi mánuðum í niðurníddu spítalaherbergi á Walter Reed, með flagnandi málningu, rottum og dauðum kakkalökkum, Walter Reed málið heldur áfram að vinda upp á sig, því Bandaríkjamönnum finnst auðvitað frekar óþægilegt að frétta að hermenn sem snúi heim særðir skuli látnir dúsa í niðurníddum vistarverum þar sem rottur hlaupa um ganga, og skortur á læknum og hjúkrunarfólki verður til þess að þeir fá legusár og ekki er skipt á sárabindum. Hermönnum með skotsár í höfði er sagt að finna sjálfir sín eigin sjúkrarúm, og menn eru útskrifaðir áður en þeir hafa jafnað sig. Ástandið á Walter Reed virðist í stuttu máli sagt skelfilegt. Cafferty, á CNN kallaði Walter Reed "A National Disgrace", og jafnaði því á við fellibylinn Katarínu.

Fjölmiðlar hafa spurt hvort þetta sé enn eitt dæmið um slælegan undirbúning forsetans fyrir stríðið, og Army Times, og bloggarar hafa bent á að hluti reksturs Walter Reed hafi verið einkavæddur af Bush - og að þessi einkaævðing, eða réttara sagt sá "rekstraraðili" sem fenginn var til að sjá um spítalann beri hugsanlega ábyrgð á ástandi máal. og spjótin beinast að Halliburton, auðvitað! Þessi Halliburton tenging virðist reyndar vera ein skringilegasta fléttan í þessu máli, því bloggarar hafa haldið því fram að yfirmenn hersins séu að reyna að hylma yfir hlut Halliburton í skandalnum. (Það er lygasögu líkast hversu oft Halliburton virðist koma upp þegar spurningar vakna um óstjórn og spillingu stjórnarinnar...)

Þetta skammarlega mál virðist ekki heldur vera einskorðað við þennan eina stað, því svo virðist sem ástandið sé álíka ömurlegt á öðrum herspítölum. Og meðan yfirmenn hersins reyna að halda því fram að þetta sé einangrað mál bendir allt til þess að ráðamenn hafi vitað af ástandinu í mörg ár.

Það kemur reyndar engum sem hefur fylgst með Bush stjórninni á óvart að hún passi ekki upp á óbreytta hermenn. Það vissu allir sem eitthvað skildu að allt píp repúblíkana um "support the troops" þýddi raunverulega "support the president and our awesome military might". Eins og bandaríkjamenn orða það, við vissum alveg að "they didnt give a rats ass about the troops". Að vísu fengu hermennirnir rottur að launum fyrir fórnir sínar, svo kannski vorum við full harðorð...

M


Ann Coulter segir að Edwards sé hommi...

Edwards var líka myndarlegur þegar hann var í menntaskóla og spilaði fótbolta... Í seinustu viku var haldinn fundur CPAC, Conservative Political Action Conference, sem er nokkurskonar samkoma íhaldssamra grasrótarhreyfinga. Samkomur CPAC er reyndar vel til hægri við það sem við Íslendingar köllum hægrimennsku, og oft íhaldssamara en svo að hægt sé að kalla þá íhaldsmenn. Þetta var semsagt samkoma þeirra sem repúblíkanar vísa til sem "the base" - hörðustu afturhalds og íhaldsmanna flokksins.

Þessi fundur komst í fréttirnar, meðal annars vegna þess að Ann Coulter kallaði John Edwards "faggot", sem átti víst að vera einhverskonar grín. Think Progress lýsti ummælunum og viðbrögðum við þeim:

“I was going to have a few comments on the other Democratic presidential candidate John Edwards, but it turns out you have to go into rehab if you use the word ‘faggot,’ so I — so kind of an impasse, can’t really talk about Edwards.” Audience members said “ohhh” and then cheered.

Fjölmiðlum var hins vegar nóg boðið, og þegar Coulter var beðin að útskýra hvað hún hefði átt við sagði hún að það hefði aldrei verið meining sín að móðga samfélag samkynhneigðra með því að líkja þeim við Edwards...

Coulter hefur áður sagt merkilega hluti - MyDD tók saman lista yfir nokkur af þekktari ummælum hennar:

  • 2005: "[Bill Clinton] was a very good rapist,"
  • 2004: Íslam gengur út á að "'kill everyone who doesn't smell bad,"
  • 2002: "my only regret with Timothy McVeigh is he did not go to the New York Times building"
  • 2001: "we should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity", "the presumption of innocence only means you don't go right to jail."

Coulter hefur líka áður haldið því fram að forsetaframbjóðendur og forsetar Demokrata séu samkynhneigðir, því í fyrra haust ásakaði hún Hillary Clinton um að vera lesbísk, en í fyrra sumar hélt hún því fram að bæði Bill Clinton og Al Gore væru hommar... (Bill Clinton átti að vera hommi vegna þess að hann væri kynóður: I think that sort of rampant promiscuity does show some level of latent homosexuality., en Al Gore, "a total fag".) Það getur vel verið að þessi hommaþráhyggja hennar eigi að vera einhverskonar grín, en sumt grín þykir sem betur fer óviðeigandi.

Meðan Repúblíkanar geta æst sig yfir því að John Edwards hafi ráðið bloggara í vinnu sem hafa einhverntímann sagt eitthvað um Kaþólsku kirkjuna er merkilegt að þeir skuli voga sér að leyfa manneskju eins og Coulter að vera einhverskonar málsvara sinn. En þeim er ekki alls varnandi, því Captains Quarters fordæmir Coulter og varar flokkinn við því að fá fólk eins og hana til að tala opinberlega á fundum sínum:

First, criticizing Coulter's use of the word "faggot" is not a suppression of free speech; it is an exercise of free speech. We're not advocating her arrest for using the word. We're just saying it was stupid, unnecessary, and hateful. This is no different than Melissa McEwan calling Christians "Christofascist Godbags" and Amanda Marcotte's incendiary hate speech about Catholics. We howled about that when John Edwards hired them; why do we defend Coulter's appearance at CPAC?

Also, if CPAC continues to invite Coulter to these events, then unfortunately, these little rhetorical bombs reflect on conservatives. We just spent most of the week criticizing John McCain for not meeting the conservative base at CPAC. If Coulter said this in an interview on her own, it would not have reflected on CPAC or conservatives but on herself. Yesterday, though, she used our platform for that little nugget of vileness -- and some in the audience cheered her for it. Conclusions can reasonably be drawn from that.

Ef Repúblíkanaflokkurinn myndi hætta að bjóða Coulter fyrir að mæta á þessar samkomur myndi hún fljótlega hætta að geta selt bækur eða að birtast í sjónvarpi, því hún kemst ekki bara í sjónvarpið vegna þess að hún sé "fyndin" eða "próvókerandi", heldur vegna þess að fólk lítur á hana sem "legitimate" þátttakanda í stjórnmálaumræðunni. En ef Repúblíkanar sýndu að þeir hefðu einhverja lágmarks sómakennd myndu þeir sverja hana af sér og hún myndi verða atvinnulaus.

M


Endurkoma Ku Klux Klan

KKK manUndanfarnar vikur hefur töluvert verið talað um endurvakninug Ku Klux Klan. AP flutti frétt í byrjun febrúar um að Klanið hefði vaxið og bætt við sig nýjum meðlimum sökum vaxandi ótta við innflytjendur og samkynhneigð. Að baki þessarar fréttar var skýrsla "The Anti Defamation League". Samkvæmt talsmanni ADL:

Klan groups have witnessed a surprising and troubling resurgence by exploiting fears of an immigration explosion, and the debate over immigration has, in turn, helped to fuel an increase in Klan activity, with new groups sprouting in parts of the country that have not seen much activity

Og eins og eðlilegt má teljast er sæmilega skynsamt fólk mjög æst yfir þessu. Nokkurnveginn allir liberal bloggarar hafa skrifað eitthvað um þessa frétt. Það er mjög skiljanlegt að við óttumst endurvakningu Ku Klux Klan - því af öllum "socially conservative" hópum í Bandaríkjunum er Klanið sennilega hættulegast. Afstaða Klansmanna til "félagslegra vandamála" er yfirleitt sú sama og margra talsmanna repúblíkana, eini munurinn er auðvitað sá að Klansmönnum finnst allt í lagi að þetta fólk allt sem talsmenn repúblíkana telja "félagsleg vandamál", sé drepið. Sumir bandarískir vinstrimenn geta því auðveldlega ímyndað sér einhverskonar martraðar-scenario þar sem Repúblíkanaflokkurinn, hefur hrifsað til sín öll völd, með hjálp NRA, evangelista og Ku Klux Klan.

Það er hins vegar full ástæða til að efast um að þessi martröð muni rætast. Um daginn skrifaði sagnfræðingurinn David Garrow, sem kennir við Cambridge, grein í LA Times þar sem hann heldur því fram að þessi ótti við endurkomu Ku Klux Klan sé órökréttur og, jafnvel hættulegur.

So is it time to be worried? Is the ADL correct in warning of a dangerous resurgence of the dreaded and widely hated organization that committed so many acts of terror against African Americans during Reconstruction and the civil rights era? ...

There's no doubt that what Klan members there are scattered across the U.S. do manifest a hateful hostility toward Latino immigrants. I have no illusions about how dangerous these people can be, and I have no doubt that leaders of the various Klan organizations would like to use the growing hostility as a way to resuscitate their discredited ideology and rebuild their weakened, fragmented structure.

Garrow bendir á að það sé nánast ómugulegt að finna neinar haldbærar sannanir fyrir vexti Klansins - allir þeir Klanhópar sem ADL bendi á sem "í vexti" virðist dauðir: forsprakkar þeirra í fangelsi eða á leiðinni í fangelsi. Fundir í "stærstu" Klanhópunum séu frekar sorglegar samkomur. The Empire Knights, sem ADL heldur t.d. fram að séu í hröðum vexti og séu alvarleg ógn við lýðræði og frelsi, hafi haldið vel auglýstan "fjöldafund" með 20 meðlimum. Garrow kemst enda að þeirri niðurstöðu að þessi vöxtur Klansins sé mjög orðum aukinn:

But it's difficult to find public evidence of many violent or terrorist acts committed by the allegedly swelling ranks of Klan members. (A cross-burning on the lawn of a Salvadoran family in Kentucky, like an assault on a Latino teenager in Houston by assailants who screamed "white power," appear to top the list for 2006, but the actual perpetrators remain unidentified.)

It can be dangerous and counterproductive to hype the threat of racist hate groups. Anti-immigrant sentiment is an undeniable feature of today's world, and immigration issues no doubt merit more media coverage. But based on present evidence, the efforts of both KKKers and their opponents to publicize the Klan's supposed importance should be debunked rather than embraced.

Tilfellið er að með því að vera að tala um vitfirringa eins og KKK erum við að veita þeim ákveðna viðurkenningu - að þeir séu einhverskonar "legitimate" rödd, eða sjónarhorn, í umræðunni um innflytjendamál. Það sama gildir um evangelista sem afneita þróunarkenningunni og vilja láta kenna sköpunarsögu biblíunnar. Með því að tala við það fólk, eða fjalla um það í fjölmiðlum, erum við að gefa þeim ókeypis auglýsingu og láta eins og þau hafi einhverskonar sjónarhorn sem sé þess virði að tala um. Getur ekki verið að sköpunarsögutrúin myndi deyja út ef bandarískir fjölmiðlar hættu allir sem einn að tala um hana?


Bandarískir evangelistar lýsa yfir stríði gegn umhverfisverndarmönnum!

Dobson hugsar bara um homma, homma, homma allan daginn og vill ekki að aðrir evangelistar séu að hugsa um neitt annað heldur!Ég get vel skilið af hverju þingmenn Repúblíkana eru andsnúnir umhverfisvernd. Margir þeirra þiggja háar upphæðir í fjárframlögum frá stórfyrirtækjum sem kæra sig ekki um reglugerðir, boð og bönn, sem umhverfisverndarmenn telja (með réttu, að því er virðist) að séu nauðsynlegar til þess að fá bílaframleiðendur, stóriðju og orkufyrirtæki til að eyðileggja ekki umhverfið. Svo eru auðvitað margir repúblíkanar sem trúa ekki á reglugerðir og lagasetningu af prinsippástæðum. Ég ber virðingu fyrir þessum síðarnefndu, eins og ég ber virðingu fyrir öllu fólki sem hefur einhverja trú, er samkvæmt sjálfu sér og byggir ekki afstöðu sína til veraldarinnar á eiginhagsmunapoti, hræsni eða fordómum og mannhatri.

En ég get því ekki með neinu móti skilið af hverju "trúaðir" bandaríkjamenn virðast margir óttast umhverfisvernd meira en nokkuð annað, því svo virðist sem margir leiðtogar "the moral majority" telji að alvarlegasta ógnin sem steðji að bandaríkjunum séu ekki aðeins fóstureyðingar og samkynhneigð, heldur líka Al Gore!

New York Times í morgun greinir frá því að hópur leiðtoga trúarleiðtoga hafi krafist þess af landssambandi evangelista að félagsskapurinn banni sínu fólki að tala um gróðurhúsaáhrifin!

Leaders of several conservative Christian groups have sent a letter urging the National Association of Evangelicals to force its policy director in Washington to stop speaking out on global warming.

The conservative leaders say they are not convinced that global warming is human-induced or that human intervention can prevent it. And they accuse the director, the Rev. Richard Cizik, the association’s vice president for government affairs, of diverting the evangelical movement from what they deem more important issues, like abortion and homosexuality.

Þetta furðulega útspil er reyndar hluti af stærri átökum meðal evangelista, annarsvegar milli karldurga á borð við Jerry Falwell og Pat Robertson sem hafa kynlíf á heilanum og vilja að "trúaðir" Bandaríkjamenn eigi einvörðungu að hafa áhyggjur af "siðferðislegum vandamálum" á borð við samkynhneigð og kynlíf, og hinsvegar örlítið skynsamara fólks sem gerir sér grein fyrir því að það eru aðrir og alvarlegri hlutir sem við eigum að hugsa um.

The letter underlines a struggle between established conservative Christian leaders, whose priority has long been sexual morality, and challengers who are pushing to expand the evangelical movement’s agenda to include issues like climate change and human rights.

“We have observed,” the letter says, “that Cizik and others are using the global warming controversy to shift the emphasis away from the great moral issues of our time.”

Those issues, the signers say, are a need to campaign against abortion and same-sex marriage and to promote “the teaching of sexual abstinence and morality to our children.”

Sem betur fer er ekki allt trúað fólk, og ekki einu sinni allir evangelistar, einhverskonar veruleikafirrtir jólasveinar sem halda að fóstureyðingar og samkynhneigð séu alvöru samfélagsleg vandamál.  

Evangelicals have recently become a significant voice in the chorus on global warming. Last year more than 100 prominent pastors, theologians and college presidents signed an “Evangelical Climate Initiative” calling for action on the issue. Among the signers were several board members of the National Association of Evangelicals; Mr. Anderson, who has since been named its president; and W. Todd Bassett, who was then national commander of the Salvation Army and was appointed executive director of the association in January.

Ef evangelistar og trúaðir Bandaríkjamenn, sem flestir eru gott fólk sem vill vel, er frelsað úr fjötrum fordómafullra hræsnara og mannhatara á borð við James Dobson, forseta Focus on the Family, sem hafa talið þeim trú um að hommar og femínistar séu hættulegasta ógn samtímans, er von til þess að það sé hægt að virkja þá til þess að breyta samfélaginu til betri vegar.

M


Hver var þræll hvers? Fjölskylda Strom Thurmond átti forfeður Al Sharpton - og formóðir Obama átti líka þræla...

Sharpton og ThurmondUm daginn bárust fréttir af því að forfeður Strom Thurmond, sem voru auðvitað þrælahaldarar, hafi átt forfeður Al Sharpton. Þetta fannst fólki auðvitað mjög sniðugt, enda Thurmond þekktur fyrir að vera rasískur hræsnari, og Sharpton er þekktur fyrir baráttu sína fyrir réttindum svartra. En það eru fleiri svartir menn í stjórnmálum: Barry Hussein Obama. Obama hefur verið ásakaður um að vera "ekki nógu svartur", því pabbi hans var frá Kenya - og Obama því ekki alvöru "african-american" - hann er African-africanamerican... Þetta hefur vakið alvöru deilur, og margir hafa haldið því fram að Obama deili ekki menningarlegum arfi svartra bandaríkjamanna sem eru afkomendur þræla. Obama er hins vegar eins og hver annar innflytjandi - þó hann sé svartur sé hann ekki bona-fide "african american"!

Þetta merkilega mál hefur náð nýum hæðum, því Baltimore Sun skýrir frá því að formóðir Obama hafi átt þræla! Svo það mætti halda því fram að Obama og Thurmond eigi meira sameiginlegt en Obama og Sharpton?

Many people know that Democratic presidential candidate Barack Obama's father was from Kenya and his mother from Kansas.

But an intriguing sliver of his family history has received almost no attention until now: it appears that forebears of his white mother owned slaves, according to genealogical research and Census records.

The records -- which had never been addressed publicly by the Illinois senator or his relatives -- were first noted in an ancestry report compiled by William Addams Reitwiesner, who works at the Library of Congress and practices genealogy in his spare time. The report, on Reitwiesner's Web site, carries a disclaimer that it is a "first draft" -- one likely to be examined more closely if Obama is nominated.

According to the research, one of Obama's great-great-great-great grandfathers, George Washington Overall, owned two slaves who were recorded in the 1850 Census in Nelson County, Ky. The same records show that one of Obama's great-great-great-great-great-grandmothers, Mary Duvall, also owned two slaves.

The Sun retraced much of Reitwiesner's work, using Census information available on the Web site ancestry.com and documents retrieved by the Kentucky Department for Libraries and Archives, among other sources. The records show that Overall, then 30, owned a 15-year-old black female and a 25-year-old black male, while Mary Duvall, his mother-in-law, owned a 60-year-old black man and a 58-year-old black woman.

hvítinginn Barry ObamaKynþáttasamskipti í Bandaríkjunum er merkileg og flókin. Það gefur auga leið að í æðum ansi margra, ef ekki allra svartra bandaríkjamanna, rennur eitthvað "hvítt" blóð - kynþættirnir hafa blandast það mikið á seinustu nokkur hundruð árum. Þessi blöndun er reyndar einnig partur af sögu niðurlægingar og kúgunar svartra bandaríkjamanna, því mikið af þessari blöndun var þröngvað upp á formæður svartra bandaríkjamanna. Það er því líklegt að það renni eitthvað þrælaeigendablóð í æðum annarra svertingja en Obama.

En bandarískir fjölmiðlar hafa nánast sjúklegan áhuga á forfeðrum Obama og það líður varla sá dagur að það sé ekki einhver fjölmiðlakarakter eða fréttamiðill að velta Obama og kynþætti hans fyrir sér. Er Obama svartur eða hvítur? Er hann múslimi eða kristinn? Hversu kristin er kirkjan hans? Þrátt fyrir alla Obamamaníu virðist þessi umfjöllun öll sýna hversu erfitt Bandaríkjamenn virðast enn eiga með að horfast í augu við að þeir búa bæði í samfélagi sem er múlti-kúltúral og múlti-racial.

M


Sviss gerir óvart innrás í Liechtenstein

Hans-Adam II, furstinn af Liechtenstein og frúStundum geta fréttir af vanhugsuðum innrásum og herjum sem gera innrásir í vitlaus lönd verið stórskemmtilegar. Samkvæmt New York Times í morgun urðu íbúar Liechtenstein varir við að Svissneski herinn væri búinn að gera innrás - þar sem bæði Sviss og Liechtenstein eru í EFTA með okkur íslendingum finnst mér að utanríkisráðherra bjóðist til að hafa milligöngu um að leysa þessa deilu. Þetta eru utanríkismál sem hæfa diplómatískum hæfileikum utanríkisráðuneytisins!

ZURICH, Switzerland (AP) -- What began as a routine training exercise almost ended in an embarrassing diplomatic incident after a company of Swiss soldiers got lost at night and marched into neighboring Liechtenstein.

According to Swiss daily Blick, the 170 infantry soldiers wandered 2 kilometers (1.2 miles) across an unmarked border into the tiny principality early Thursday before realizing their mistake and turning back.

A spokesman for the Swiss army confirmed the story but said that there were unlikely to be any serious repercussions for the mistaken invasion.

''We've spoken to the authorities in Liechtenstein and it's not a problem,'' Daniel Reist told The Associated Press.

Officials in Liechtenstein also played down the incident.

Af Liectenstein er hinsvegar það að frétta að furstinn, sem er milljarðamæringur, eins og allir almennilegir aðalsmenn, hefur hótað að "selja" furstadæmið - eða fara í sjálfskipaða útlegð, ef þing landsins lætur ekki að vilja hans. Prinsinn er hins vegar líka góður við alþýðuna, því öllum íbúum landsins, 32.000 að tölu, er boðið í heimsókn í höllina einusinni á ári, á þjóðhátíðardegi Liectenstein.

M


Snakk og samsæriskenningar

því samsæri eru mannvirki og félagslega byggðÞessa dagana er ég að halda upp á snakk og samsæriskenningarviku á Freedom Fries. Og þar sem þetta er gott þema, og fer vel saman, snakk og samsæriskenningar þ.e.* ákvað ég því að taka saman fáeinar samsæriskenningar sem ég hef verið að rekast á undanfarna daga:

Skemmtilegasta samsæriskenningafrétt gærdagsins voru sannanir fyrir því að World Trade Center 7, Goldman Sachs byggingin, hafi verið sprengt í loft upp af CIA, og að BBC hafi verið viðriðið íllvirkið! BBC flutti allavegana fréttir af því að byggingin væri þegar hrunin heilum sjö mínútum áður en hún hrundi... samsæriskenningaáhugamenn eru líka sannfærðir um að BBC hafi reynt að hylma yfir þetta, því vídeóupptökur "hurfu á grunsamlegan hátt" af heimasíðu BBC! (Infowars)

Fox news flutti svo fréttir af því að FBI gei breytt öllum farsímum í hlerunarbúnað - þó það sé slökkt á farsímanum! Áhorfendur Fox news þurfa nefnilega bæði að trúa því að 1) Ríkið sé næstum almáttugt, og þessvegna eigi að treysta því, 2) Ríkið geti á hverri stundu farið að njósna um þá, og því betra að "stay in line"? (Fox news)

Jerry Falwell heldur því fram að gróðurhúsaáhrifin séu samsæri vinstrimanna, "vísindaelítunnar" og Al Gore til að þagga niður í trúmönnum, eins og honum sjálfum - og dreifa athygli kristinna kjósenda frá mikilvægari málum, eins og fórsturást, kven- og hommahatri. Þessi kenning verður þó fyrst skemmtieg þegar Falwell útskýrir hver sé raunverulega á bak við samsærið: Satan - auðvitað! (CBS, AP)

LYNCHBURG, Va. The Reverend Jerry Falwell says global warming is "Satan's attempt to redirect the church's primary focus" from evangelism to environmentalism.

Falwell said the Bible teaches that God will maintain the Earth until Jesus returns, so Christians should be responsible environmentalists, but not what he calls ... quote ... "first-class nuts."

Af þessum þremur samsæriskenningu er kenning Falwell eiginlega best, því hún inniheldur bæði samsæri og heimsendi - ekki að samsærið snúist um að kalla fram heimsendi - en flestar samsæriskenningar vinstrimanna snúast um að hægrimenn, heimsvaldasinnar og hergagnaiðnaðurinn séu að undirbúa heimsendi - first-class nuts eins og Falwell eru sannfærðir um að það séu nefarious samsæri til að koma í veg fyrir heimsendi! Og sem gott sannkristið trúfólk er það skylda okkar að stöðva þetta samsæri og flýta fyrir heimsendi, svo Jeesus geti komið aftur?!!

M

* Það er eitthvað alveg sérstakt hugarástand sem kallar fram bæði þörf fyrir snakk og áhuga á samsæriskenningum, sem mér finnst benda til þess að þetta séu nátengd fyrirbæri. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband