The Rapture Index: Heimsendavísitalan

Rapture

The Rapture Index mælir á 'vísindalegan' máta hversu líklegt það sé að Jesú sé á leiðinni til jarðar, ásamt herskörum engla til að leiða trúaða í heilögu stríði við gegn Satan... Núna stendur 'heimsendavísitalan' á 158, sem er víst nokkuð gott, skv heimasíðunni þýðir það nefnilega að heimsendir sé handan við hornið! (Hæst fór vísitalan í 182, skömmu eftir 9-11 2001) Hæst virðist vísitalan geta farið í 225, því hún er búin til úr 45 liðum, og hver þeirra getur fengið gildi milli 1 og 5.

Rapture Index of 85 and below: Slow prophetic activity

Rapture Index of 85 to 110: Moderate prophetic activity

Rapture Index of 110 to 145: Heavy prophetic activity

Rapture Index above 145: Fasten your seat belts

"Fasten your seatbelts"?! Ætli það breyti miklu hvort maður er með bílbeltin spennt, svona fyrst heimurinn er að fara að farast? 

Það er stórskemmtilegt að skoða hvernig þessi vísitala er búin til, t.d. er hátt olíuverð talið benda til þess að heimsendir sé í nánd, svo er liður 22: "Ísrael", en um það segir "A terrorist group threatens Israel with chemical weapons", 5 fyrir þann lið. Og liðirnir 32 og 33, "Beast Government" og "Mark of the Beast", en þar segja höfundar vísitölunnar, "The possibility of the EU reforming into a smaller group of core nations has updated this category." og "The U.S. Patriot Act has failed to get enough votes for extension", en ég átta mig ekki á því hvort höfundi vísitölunnar þykja þetta vera góðar eða slæmar fréttir, en báðir liðirnir fá gildið 3. Ætli þetta hafi ekki þótt vondar fréttir?

Mér finnst að Bandaríska hagstofan ætti að koma sér upp svona vísitölu, en þá þarf eitthvað vísindalegri mælingar, t.d. fjölda engisprettna á ferkílómetra og fjölda froska sem fallið hafa af himnum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er þetta ekki bara fyndið. Stór hluti fólks trúir því virkilega að heimsendir sé á leiðinni, og þess vegna er til dæmis engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af umhverfinu. Ef heimurinn er að farast, þá þarf maður varla að hafa áhyggjjur af þunnu ósónlagi eða gróðurhúsaáhrifum.

Svo, til gamans má minnast þess að í Left Behind bókunum, sem fjalla einmitt um heimsendann, er antikristur að sjálfsögðu aðalritari SÞ. Þannig get ég ímyndað mér að Beast liðirnir hafi líka eitthvað með SÞ að gera.

brandarakall.blogspot.com (IP-tala skráð) 4.8.2006 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband