Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Rumsfeld og listin að halda því fram að fólk sé fasistar

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_olbermannblastsrumsfeldonfacism_0001.jpg

Undanfarna daga hafa Rumsfeld og aðrir pro-war-and-qaugmire Repúblíkanar haldið úti harðri gagnrýni á demokrata og aðra sem hafa efasmedir um stríðið í Írak. Og Rumsfeld, sem þykist vita allt um söguna og lærdóm hennar, heldur því blákalt fram að andstæðingar stríðsins séu einskonar landráðamenn, og að frið-mang þeirra jafnist á við aðstoð við nasistaflokkinn.

En fyrst Rumsfeld, sem eins og allir vita elskar lýðræðislega umræðu, opna stjórnsýslu og pólítiska gagnrýni (eins og Valgerður Sverrisdóttir, ef marka má Steingrím J Sigfússon), er farinn að tala um nasista, er ekki úr vegi að andstæðingar stríðsins og stjórnarhátta Rumsfeld dusti rykið af þessu hugtaki. Að vísu hafa evrópskir vinstrimenn og græningjar haldið því fram í mörg ár að Bush og stjórnarhættir hans væru "fasískir" - en það er fyrst núna sem bandarískir fjölmiðlamenn leyfa sér að nota þetta hugtak til að lýsa Rumsfeld og Bush stjórninni.

Keith Olberman, sem er þáttastjórnandi á MSNBC og nokkuð virtur í bandaríska fjölmiðlaheiminum lauk þætti sínum í fyrradag með vangaveltum um Rumsfeld og dylgjur hans. Lokaorð Olberman eru nokkuð góð, og ég ákvað því að birta þau í heild sinni:

The man who sees absolutes, where all other men see nuances and shades of meaning, is either a prophet, or a quack. Donald S. Rumsfeld is not a prophet.

Mr. Rumsfeld’s remarkable comments to the Veterans of Foreign Wars yesterday demand the deep analysis - and the sober contemplation - of every American.

For they do not merely serve to impugn the morality or intelligence - indeed, the loyalty — of the majority of Americans who oppose the transient occupants of the highest offices in the land;

Worse, still, they credit those same transient occupants - our employees — with a total omniscience; a total omniscience which neither common sense, nor this administration’s track record at home or abroad, suggests they deserve dissent and disagreement with government is the life’s blood of human freedom; And not merely because it is the first roadblock against the kind of tyranny the men Mr. Rumsfeld likes to think of as "his" troops still fight, this very evening, in Iraq.

It is also essential. Because just every once in awhile… it is right — and the power to which it speaks, is wrong. In a small irony, however, Mr. Rumsfeld’s speechwriter was adroit in invoking the memory of the appeasement of the Nazis.

For, in their time, there was another government faced with true peril - with a growing evil - powerful and remorseless. That government, like Mr. Rumsfeld’s, had a monopoly on all the facts. It, too, had the secret information. It alone had the true picture of the threat. It too dismissed and insulted its critics in terms like Mr. Rumsfeld’s - questioning their intellect and their morality.

That government was England’s, in the 1930’s. It "knew" Hitler posed no true threat to Europe, let alone England.

It "knew" Germany was not re-arming, in violation of all treaties and accords.

It "knew" that the hard evidence it received, which contradicted policies, conclusions - and omniscience — needed to be dismissed.

The English government of Neville Chamberlain already "knew the truth."

Most relevant of all - it "knew" that its staunchest critics needed to be marginalized and isolated. In fact, it portrayed the foremost of them as a blood-thirsty war-monger who was, if not truly senile - at best… morally or intellectually confused.

That critic’s name… was Winston Churchill.

Sadly, we have no Winston Churchills evident among us this evening. We have only Donald Rumsfelds, demonizing disagreement, the way Neville Chamberlain demonized Winston Churchill.

History - and 163 million pounds of Luftwaffe bombs over England - taught us that all Mr. Chamberlain had was his certainty - and his own confusion. A confusion that suggested that the office can not only make the man, but that the office can also make the facts.

Thus did Mr. Rumsfeld make an apt historical analogy.

Excepting the fact that he has the battery plugged in backwards.

His government, absolute - and exclusive - in its knowledge, is not the modern version of the one which stood up to the Nazis. It is the modern version of the government… of Neville Chamberlain.

But back to today’s Omniscients. That about which Mr. Rumsfeld is confused… is simply this: This is a Democracy. Still. Sometimes just barely. And as such, all voices count — not just his. Had he or his President perhaps proven any of their prior claims of omniscience - about Osama Bin Laden’s plans five years ago - about Saddam Hussein’s weapons four years ago - about Hurricane Katrina’s impact one* year ago - we all might be able to swallow hard, and accept their omniscience as a bearable, even useful recipe, of fact, plus ego.

But, to date, this government has proved little besides its own arrogance, and its own hubris.

Mr. Rumsfeld is also personally confused, morally or intellectually, about his own standing in this matter. From Iraq to Katrina, to the entire "Fog of Fear" which continues to enveloppe this nation - he, Mr. Bush, Mr. Cheney, and their cronies, have - inadvertently or intentionally - profited and benefited, both personally, and politically.

And yet he can stand up, in public, and question the morality and the intellect of those of us who dare ask just for the receipt for the Emporer’s New Clothes.

In what country was Mr. Rumsfeld raised?

As a child, of whose heroism did he read?

On what side of the battle for freedom did he dream one day to fight?

With what country has he confused… the United States of America?

—–

The confusion we — as its citizens - must now address, is stark and forbidding. But variations of it have faced our forefathers, when men like Nixon and McCarthy and Curtis LeMay have darkened our skies and obscured our flag. Note - with hope in your heart - that those earlier Americans always found their way to the light… and we can, too.

The confusion is about whether this Secretary of Defense, and this Administration, are in fact now accomplishing what they claim the terrorists seek: The destruction of our freedoms, the very ones for which the same veterans Mr. Rumsfeld addressed yesterday in Salt Lake City, so valiantly fought.

—-

And about Mr. Rumsfeld’s other main assertion, that this country faces a "new type of fascism."

As he was correct to remind us how a government that knew everything could get everything wrong, so too was he right when he said that — though probably not in the way he thought he meant it.

This country faces a new type of fascism - indeed.

—-

Although I presumptuously use his sign-off each night, in feeble tribute… I have utterly no claim to the words of the exemplary journalist Edward R. Murrow.

But never in the trial of a thousand years of writing could I come close to matching how he phrased a warning to an earlier generation of us, at a time when other politicians thought they (and they alone) knew everything, and branded those who disagreed, "confused" or "immoral."

Thus forgive me for reading Murrow in full:

"We must not confuse dissent with disloyalty," he said, in 1954.

"We must remember always that accusation is not proof, and that conviction depends upon evidence and due process of law.

"We will not walk in fear - one, of another. We will not be driven by fear into an age of un-reason, if we dig deep in our history and our doctrine, and remember that we are not descended from fearful men;

"Not from men who feared to write, to speak, to associate, and to defend causes that were - for the moment - unpopular."

M


Stríðið gegn fíkniefnum er fullkomlega marklaust, sóun á skattpeningum, og reyndar fyndið líka!

Samkvæmt nýrri skýrslu hefur kerfisbundin sóun almannafjár í áróður gegn fíkniefnaneyslu meðal bandarískra ungmenna ekki borið neinn árangur - nema ef vera skyldi að auka fíkniefnaneyslu (jú, og skapa móðursjúkum skriffinnum vinnu...). The Government Accountability Office leggur því til að bandaríkjaþing hætti að ráðstafa peningum í slíkar áróðursherferir.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá GAO hefur bandaríkjaþing eytt samtals 1.2 milljörðum bandaríkjadala í auglýsingar sem eiga að draga úr eiturlyfjaneyslu - mikið af þeim peningum var sérstaklega varið til að berjast gegn neyslu kannabisefna. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa - en samkvæmt athugun sem GAO lét gera var árangurinn, surprise surprise, akkúrat enginn...

the evaluation provides credible evidence that the campaign was not effective in reducing youth drug use, either during the entire period of the campaign [1998 til 2004] or during the period from 2002 to 2004 when the campaign was redirected and focused on marijuana use.

Það besta við þett er að svo virðist sem herferðin hafi haft öfug áhrif!

exposure to the advertisements generally did not lead youth to disapprove of using drugs and may have promoted perceptions among exposed youth that others' drug use was normal... evaluation indicates that exposure to the campaign did not prevent initiation of marijuana use and had no effect on curtailing current users' marijuana use, despite youth recall of and favorable assessments of advertisements.

Það er augljóst mál að stjórnvöld í bandaríkjunum þurfa að stórauka fjáraustur í gagnslausa auglýsingagerð og helst fjármagna, mjög rausnarlega, fullt, fullt af vinnuhópum og skýrslum og ályktunum um fíkniefnalaus Bandaríki fyrir árið 2000.

Það er reyndar ólíklegt að stjórnvöld sem hafa sérstakt dálæti á gagnslausum (eða jafnvel skaðlegum) verkefnum sem kosta skattgreiðendur stórfé taki mark á svona skýrslum. Og skattgreiðendur krefjast þess að peningum sé varið í svona húmbúkk! Reyndar, ef ég fengi að velja, myndi ég frekar láta eyða mínum skattpeningum í heimskulegar auglýsingar en gagnslaus gagneldflaugakerfi...

M


Bókaormurinn Bush

Íllgjarnir vinstrimenn hafa haft skemmt sér við að gera grín að gáfnafari Bandaríkjaforseta. Bush hefur fram að þessu hins vegar gert fátt til þess að afsanna kenningar um greindarskort. Í Janúar 2005 lýsti hann því meðal annars stoltur yfir að hann læsi suma daga allt að 20 til þrjátíu blaðsíður af teksta, með engum myndum! Í viðtali við Brian Lamb á C-Span sjónvarpsstöðina sagði Bush þetta:

“I read, oh, gosh, I’d say, 10, maybe, different memoranda prepared by staff.” When Lamb clarified that he was asking specifically about books, the president explained, “I'm reading, I think on a good night, maybe 20 to 30 pages,”

Nú, það er að vísu ekkert sem segir að menn verði gáfaðir af því að lesa, en blaðafulltrúum Hvíta hússinsu hefur samt fundist að þeir þyrftu að sannfæra umheiminn um að forsetinn væri ægilegur lestrarhestur - og að hann gæti alveg lesi meira en 10 blaðsíður á kvöldi, áður en hann dottaði. Þannig á forsetinn nú að liggja yfir Camus og öðrum höfuðspekingum vestrænnar menningar. Hér er hægt að sjá lista yfir bækur sem forsetinn á að hafa lesið í sumar.

En vinstrimenn eru ekki dottnir af baki - og nú þykjast þeir kunna betur á stærðfræði en Hvíta húsið. Á American Prospect er því t.d. haldið fram að leslistar forsetans séu einfaldlega ótrúverðugir það sé nánast útilokað að maðurinn hafi lesið allar þær bækur sem hann á að hafa rennt sér í gegnum - þær séu einfaldlega of langar. 

Exaggerated reading lists and a phony presidential interest in books, however, are hardly going to help. For one thing, the White House’s claims about the notches on Bush’s literary bedpost are almost certainly false. Using lists provided by the White House, the 60 books the president is alleged to have read since January total tens of thousands of pages. (The Stranger may be fairly short, but many of the titles on the list were lengthy treatises. Kai Bird’s American Prometheus: The Triumph and Tragedy of J. Robert Oppenheimer, for example, is almost 800 pages.)

The boasts simply strain credulity. We’re talking about a man who, by his own admission, likes to get to bed early, insists on a two-hour midday exercise break, and reads maybe 30 pages of book text a day. 

American Prospect veltir því fyrir sér hvort þessi tilraun Hvíta hússins til að spinna upp nýja persónu fyrir forsetann - sem fram að þessu hefur þóst vera 'venjulegur maður' og gert mikið úr því að hann lesi ekki mikið (hann viðurkenndi í Fox viðtalið að hann læsi ekki einu sinni dagblöðin) - sé til marks um örvæntingu.

M


Katherine Harris hatar alls ekkert alla trúvillinga

c_documents_and_settings_initial_user_desktop_harris.jpg

Um daginn skrifaði ég um Katherine Harris, sem er þeirrar skoðunar að guð velji stjórnmálamenn til forystu fyrir þjóðum, og að það þurfi að kjósa sannkristna á þing, því annars verði öll löggjöf synd. Orðrétt sagði Harris:

If you are not electing Christians, tried and true, under public scrutiny and pressure, if you'e not electing Christians then in essence you are going to legislate sin. They can legislate sin. They can say that abortion is alright. They can vote to sustain gay marriage.

Nú þetta er svosem augljóst, ef við kjósum ekki góða kristna stjórnmálamenn munu löggjafarsamkomur breytast í hórukassa? En það virðast ekki allir skilja hversu tímalaus sannleikur þetta er, og því hefur skömmum ringt yfir Harris greyið, meðal annars frá gyðingum.

Kosningaskrifstofa Harris gaf því út yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að orð hennar megi ekki taka út úr samhengi, því hún var "speaking to a Christian audience" en það vita auðvitað allir að maður lýgur rugli og vitleysu þegar maður talar við kristna kjósendur? En til að sanna hversu góð og full af ást á öllu fólki, og hversu djúpa virðingu hún ber fyrir öllum trúarbrögðum leggur Harris áherslu á að hún þekki sjálf persónulega gyðinga, hafi stutt löggjöf sem gagnist Ísraelsríki, og hafi meira að segja ráðið gyðinga í vinnu... (Rudnick, kosningastjóri hennar tekur skýrt fram að hann sé sjálfur gyðingur)

STATEMENT OF CLARIFICATION

TAMPA—In a recent article published in the Florida Baptist Witness, Congresswoman Katherine Harris was asked to comment on the interplay of faith and politics in the public square. In the interview, Harris was speaking to a Christian audience, addressing a common misperception that people of faith should not be actively involved in government. Addressing this Christian publication, Harris provided a statement that explains her deep grounding in Judeo-Christian values.

Bryan Rudnick, Harris for Senate Campaign Manager stated, “I joined this campaign because Congresswoman Harris is a passionate supporter of Israel, the Jewish people and always has the best interests of all Floridians at heart. As the grandson of Holocaust survivors, I know that she encourages people of all faiths to engage in government so that our country can continue to thrive on the principles set forth by our Founding Fathers, without malice towards anyone.”

In Congress, Katherine Harris has consistently supported pro-Israel legislation. Representative Harris co-sponsored numerous resolutions including: H. Con. Res. 248, to honor the life and work of Simon Wiesenthal and to reaffirm Congress’ commitment to the fight against anti-Semitism and all forms of intolerance; H.Con.Res. 392, to recognize the 58th anniversary of the independence of the State of Israel; H.Con.Res. 101, to push for the European Union to add Hezbollah to its list of terrorist organizations; and H.Res. 575, to stress that Hamas and other terrorist organizations should not take part in elections held by the Palestinian Authority.
As a Florida State Senator, Katherine Harris co-sponsored S. 3062, the Holocaust and Yom Hashoah Victims Resolution, encouraging observation of the day to remember the horrific tragedy of the Holocaust. While serving as Secretary of State, Congresswoman Harris advocated for funding for the Florida - Israel Linkage Institute to promote business/ cultural/educational/technological exchanges, and she traveled to Israel for personal and professional purposes. As Harris frequently reminds voters in her campaign speeches for the U.S. Senate, she is committed to standing by Israel.

Það gefur auga leið að ást Harris á Ísraelsríki hlýtur að afsanna allar ásakanir um fordóma gagnvart öðrum trúarbrögðum... 

Það lítur hins vegar ekki út fyrir að Harris komist á þing í haust - allar kannanir sýna að hún hefur minna fylgi en frambjóðandi demokrata, Bill Nelson. Til þess að toppa leiðindin fyrir aumingja Harris hafa republíkanar í fylkinu, þeirra á meðal Jeb Bush, neitað að styðja hana!

M


Kristnir kjósendur og vandamál Republikanaflokksins

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_christian_conservatives.jpg

Samkvæmt nýrri könnun virðast evangelistar og aðrir kristnir kjósendur vera að yfirgefa Republikanaflokkurinn. Hlutfall Bandarískra kjósenda sem telur flokkinn hliðhollan "vinsamlegan trú" hefur fallið úr 55% í 47%. Þó það sé slæmt, dylja þessar tölur þó mun athyglisverðari þróun sem ætti að hræða Karl Rove: fallið meðal hvítra evangelista og kaþólikka, sem eru kjarninn í 'the base' mun stærra, en tiltrú þessara hópa hefur fallið um 14 prósentustig. 

Religious voters have been a key voting bloc in recent elections with the most devout Protestant, Catholic and evangelical voters leaning strongly toward Republicans."The Republicans had done a good job of mobilizing those two groups in 2004 and that may be cooling a bit now," said Scott Keeter of the Pew Research Center said, referring to white evangelicals and white Catholics

Bush got 78 percent of the white evangelical vote and 56 percent of the white Catholic vote in 2004, according to exit polls.

Sigrar republikana í kosningum undanfarin misseri hafa að miklu leyti byggst á atkvæðum kristinna kjósenda, og því er það mjög alvarlegt mál fyrir flokkinn ef þessir kjósendur hætta að mæta á kjörstað. New york times veltir fyrir sér hvort stuðningur sumra republikana við stem cell research hafi grafið undan trú heittrúaðra á flokkinn...

Hver sem ástæðan er, virðast "kristnir" kjósendur í auknu mæli hafa misst trú á republikana.

Sjá umfjöllun NYT hér, aðeins styttri grein Washington Post hér.

Þessar niðurstöður eru mjög forvitnilegar, en þær vekja upp spurningar um hvaða hlutverk kristnir kjósendur, og trú, muni spila í bandarískum stjórnmálum.

Flestir Evrópubúar og frjálslyndir Bandaríkjamenn ganga út frá því sem vísu að áhrif trúariðkunar og trúhita á bandarísk stjórnmál séu af hinu ílla - og að vaxandi þátttaka trúarleiðtoga í stjórnmálaumræðunni hér vestra séu alvarlegt áhyggjuefni. Ég er í grundvallaratriðum sammála því. Maður þarf ekki að hlusta lengi á bandaríska sjónvarpspredíkara til að átta sig á því að þeir hafi sennilega gleymt að taka lyfin sín. Mann- og kvenhatrið sem skín í gegn um hómófóbíuna og karlrembuna er líka oft nóg til þess að fá hárin til að standa á sæmilega skynsömu fólki.

Ef við göngum út frá því að allir kristnir bandaríkjamenn hafi ekki áhuga á neinu öðru en hommum og fóstureyðingum, eins og Karl Rove og hugmyndasmiðir ný-íhaldsstefnu Bush-stjórnarinnar, ætti repúblíkanaflokkurinn að vera hið eina rétta pólítíska skjól kristinna kjósenda. En þó margir kristnir Bandaríkjamenn séu ílla upplýstar, fordómafullar pöddur sem hata homma og eru með einhverja morbid fixation á fóstureyðingar, er auvðitað mikið af fólki sem er í alvörunni trúað - trúir á jesú krist og allan kærleiksboðskap nýja testamentisins... þó það sé auðvelt að gleyma því þegar maður hlustar á Pat Robertson eða Jack Van Impe, er kristin trú hreint ekki einhverskonar satanismi sem snýst um það eitt að andskotast í því hvað fullorðið fólk gerir í svefnherberginu. Stjórnmálaflokkur sem þykist höfða til "trúaðra kjósenda", en hefur ekki upp á neitt annað að bjóða en löggjöf um samkynhneigð og fóstureyðingar getur varla notið velgengni til lengdar.

Republikanaflokkurinn hefur meira að segja tekist að svíkja þessi einu "kristnu" kosningamál sín. Stjórnarskrá bandaríkjanna var ekki breytt til að banna hjónabönd samkynhneigðra, og Bush stjórnin hefur ekki lagt til beinnar atlögu gegn fóstureyðingum. Þekking þingmanna republikana á biblíunni og grundvallarsetningum kristinnar trúar er reyndar svo léleg að það er vel skiljanlegt að þeir skuli ekki kunna að höfða til kristinna kjósenda.

Það er reyndar margt sem bendir til þess að "kristnir" kjósendur hafi áhuga á fleiru en þessum baráttumálum republikana. Eftir að fellibylurinn Katarína lagði New Orleans í rúst kom fram umræða meðal kristinna bandaríkjamanna um að það væri skylda okkar sem "kristinna manna" að hjálpa þeim sem minna mættu sín - og að samfélag sem umbæri fátækt og eymd á borð við þá sem Katarína afhjúpaði, gæti ekki staðið undir nafni sem "kristið". Ríkið, í kristnu samfélagi, yrði að standa sig... Nú er það löngu þekkt að ný-íhaldsmenn hafa litla trú á því að ríkið eigi að gera nokkuð annað en að útdeila skattaívilnunum til stórfyrirtækja og standa í stríðsrekstri í þriðjaheimslöndum. Karl Rove veðjaði á að það væri hægt að sjanghæa kristna kjósendur í republikanaflokkinn með því að lofa þeim að ríkið myndi líka vasast í kynlífi og prívatmálum fólks. Vandamálið er að "kristnir kjósendur" virðast hafa áhuga á fleiri málum, þar á meðal fátækt og umhverfismálum. Og, eins og könnun Pew sýnir, virðast þeir í auknu mæli vera að komast á þá skoðun að þessi mál verði ekki leyst nema með hjálp ríkisvaldsins.

In the poll, a large majority (79 percent) said there is “solid evidence” of global warning, and 61 percent said it is a problem that requires “immediate government action.”

Ef maður horfir á Fox news, og hlustar á AM talk radio, gæti maður haldið að allir bandaríkjamenn, fyrir utan fáeina íllgjarna kommúnista, femínista og kynvillinga, hötuðu ríkisafskipti og umhverfisvernd meira en pestina.

Það er þó ekkert sem bendir til þess að þessi þróun muni valda einhverjum vatnaskilum alveg á næstu misserum - samkvæmt könnun Pew eru ekki nema rétt 26% Bandaríkjamanna sem telja Demokrataflokkinn vinsamlegan trúuðum - og meðan svo er geta demokratar ekki nýtt sér óánægju kristinna kjósenda. Í millitíðinni hafa þeir ekki önnur hús að venda en Republikanaflokkinn.


Aðskilnaður ríkis og kirkju rugl, því það er guð sem velur hverjir fá að stjórna

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_katherineharris.jpg

Einn af uppáhaldstjórnmálamönnum mínum er tvímæallaust Katherine Harris, sem gat sér verðskuldaða frægð haustið 2000 þegar hún var innanríkisráðherra Flórídafylkis og lagði ekki lítið af mörkum til að tryggja að Bush ynni kosningarnar. Harris tókst að vinna sér inn hatur allra andstæðinga Bush, og ást Republikana. Að vísu snérust umræður í fjölmiðlum þá um haustið ekki svo mikið um persónu eða stjórnmálaskoðanir Harris - það vissu allir að hún væri eldheitur Republikani. Og meðan það var ekki annað bitastæðara til að fjalla um var töluvert talað um hversu ílla máluð Harris væri - en á fréttamyndum var ást hennar á kinnalit og augnskugga nokkuð augljós. Síðan þá virðist Harris hafa lært að mála sig. Eða ráðið förðunarfræðinga.

Síðan þá hefur Harris, sem var í millitíðinni kosin á þing fyrir Flórída, líka ákveðið að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Og þó það séu nokkurnveginn allir sammála um að hún eigi ekki mikinn séns, þar sem republikanar í Flórída neita að styðja hana opinberlega, hefur henni tekist að vera næstum stöðugt í fréttum, og fastur liður í blogospherinu undanfarnar vikur og mánuði.

Skemmtilegasta uppátæki Harris er hins vegar viðtal þar sem hún lýsir því yfir að:

  • Aðskilnaður ríkis og kirkju sé rangur, vegna þess að,
  • Það er guð sem velur stjórnendur okkar...

The Bible says we are to be salt and light. And salt and light means not just in the church and not just as a teacher or as a pastor or a banker or a lawyer, but in government and we have to have elected officials in government and we have to have the faithful in government and over time, that lie we have been told, the separation of church and state, people have internalized, thinking that they needed to avoid politics and that is so wrong because God is the one who chooses our rulers.

Við sem héldum að það væru spilltir stjórnmálamenn í Flórída með hjálp hæstaréttar sem ákvæðu hverjir fengju að verða forsetar.

M


CIA hefur alltaf á röngu að standa um Íran

Cato-at-liberty voru með forvitnilegan póst um Íran og CIA í gær. Í gær skrifaði ég stutta færslu um þingmenn republikana, sem hafa með Peter Hoekstra í broddi fylkingar, gagnrýnt leyniþjónustu Bandaríkjanna fyrir að vera of hógværa í heimsendaspádómum sínum um Íran - og jafnvel haldið því fram að leyniþjónustan geri vísvitandi lítið úr hættunni sem stafar af Írönum og kjarnorkuvopnaáætlun þeirra.

Nú eru það varla fréttir að Íranir séu að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum - ekkert frekar en að það séu fréttir að bloggarinn Ahmadinejad, (sem er líka forseti Íran), hatist við Ísrael. Það þurfti ekki bækling/skýrslu Republikana til að sannfæra mig um hættuna sem stafar af stríðsæsingamönnum! Ekki frekar en að það séu fréttir að bandaríska leyniþjónustan geti ekki skaffað almennilegar og áræðanlegar upplýsingar um gang mála í miðausturlöndum.

Það sem kom mér á óvart var að CIA hefur allt síðan í upphafi tíunda áratug síðustu aldar haft á röngu að standa um kjarnorkuvopnaáætlanir Írana - síðan 1992 hefur CIA verið sannfært um að Íranir séu tvö til fimm ár frá því að framleiða kjarnorkuvopn! Með öðrum orðum - CIA hefur kerfisbundið ofmetið getu Írana til að smíða kjarnorkuvopn.

En það er kannski ekki svo skrýtið að Hoekstra, Bill Kristol og aðrir stríðsæsingamenn í röðum ný-íhaldsmanna séu alveg sannfærðir um að það sé ekki hægt að treysta CIA, sem hefur alltaf á röngu að standa - og um leið er ekki heldur skrýtið að þeir skuli iða af hræðslu yfir kjarnorkuvopnum Írana - því CIA og aðrir eru búnir að vera að segja þeim seinustu fimmtán árin að Íranir séu alveg rétt næstum búnir að smíða kjarnorkusprengjur...

Late 1991: In congressional reports and CIA assessments, the United States estimates that there is a ‘high degree of certainty that the government of Iran has acquired all or virtually all of the components required for the construction of two to three nuclear weapons.’  A February 1992 report by the U.S. House of Representatives suggests that these two or three nuclear weapons will be operational between February and April 1992.”

February 24, 1993: CIA director James Woolsey says that Iran is still 8 to 10 years away from being able to produce its own nuclear weapon, but with assistance from abroad it could become a nuclear power earlier.”

January 1995: The director of the U.S. Arms Control and Disarmament Agency, John Holum, testifies that Iran could have the bomb by 2003.”

January 5, 1995: U.S. Defense Secretary William Perry says that Iran may be less than five years from building an atomic bomb, although ‘how soon…depends how they go about getting it.’”

April 29, 1996: Israeli prime minister Shimon Peres says ‘he believes that in four years, they [Iran] may reach nuclear weapons.’”

October 21, 1998: General Anthony Zinni, head of U.S. Central Command, says Iran could have the capacity to deliver nuclear weapons within five years.  ‘If I were a betting man,’ he said, ‘I would say they are on track within five years, they would have the capability.’”

January 17, 2000: A new CIA assessment on Iran’s nuclear capabilities says that the CIA cannot rule out the possibility that Iran may possess nuclear weapons.  The assessment is based on the CIA’s admission that it cannot monitor Iran’s nuclear activities with any precision and hence cannot exclude the prospect that Iran may have nuclear weapons.”

 


CIA fær skammir fyrir að útbúa ekki nógu skelfilegar skýrslur um Íran

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_skyrsla.jpg

Republikanar í Bandaríkjaþingi hafa gagnrýnt CIA harðlega fyrir að neita að taka undir skoðanir Bill Kristol og "the neo-con hawks" um að Bandaríkin þurfi að steypa sér í stríð við Íran. Samkvæmt New York Times í morgun hafa háttsettir republikanar um nokkurt skeið kvartað sáran undan því að sérfræðingar CIA og annarra njósnastofnana bandaríkjanna séu ekki nógu herskáir. NYT hefur eftir ónefndum starfsmanni stjórnarinnar að "The people in the [intelligence] community are unwilling to make judgement calls and don't know how to link anything together". Nú auðvitað vita þessir pointy headed intellectuals ekkert í sinn haus! Þeir eru augljóslega ekki að fylgjast með hemsmálunum eða þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafs, ekki jafn vel og fréttaskýrendur FOX í það minnsta! Newt Gingrich t.d. veit hvernig heimurinn virkar

When the intelligence community says Iran is 5 to 10 years away from a nuclear weapon, I ask: "If North Korea were to ship them a nuke tomorrow, how clase would they be then?

Og ef þú getur ekki fengið aðra til að kokka upp þær skýrslur sem þú vilt að séu samdar verðurðu að barasta að skrifa þær sjálfur! Og það gerðu republikanar í þinginu. Samkvæmt skýrslu sem Peter Hoekstra og aðrir republikanar hafa sjálfir sett saman, stendur heimsbyggðinni mikil og vaxandi hætta af Íran og kjarnorkuvopnum þeirra. Þá er CIA sendur tónninn:

Intelligence community managers and analysts must provide their best analytical judgements about Iranian W.M.D. programs and not shy away from provocative conclusons or bury disagreements in consensus assessments.

Skýrslan er annars hin athyglisverðasta, svona sem dæmi um powerpoint föndur. (Myndin hér að ofan er af forsíðu hennar)

Það er athyglisvert að republikanar skuli ekki átta sig á því að CIA og aðrar "foreign intelligence" stofnanir skuli vilja fara varlega í heimsendaspádóma og "worst case scenario" bollaleggingar, sérstaklega í ljósi þeirrar gagnrýni sem þær hafa þurft að sæta vegna innrásarinnar í Írak. Forysta republíkanaflokksins hefur þverneitað að taka nokkra einustu ábyrgð á því að hafa villt fyrir almenningi í undirbúningi innrásarinnar - en Bush, Rumsfeld og félagar héldu því stöðugt fram að það væru skotheldar sannanir fyrir því að Írakar væru að koma sér upp gereyðingarvopnum.

Misræmið milli raunveruleikans og málflutningsins fyrir innrásina hafa Republikanar svo skýrt með því að kenna um "faulty intelligence", og í kjölfarið voru skipaðar nefndir og vinnuhópar til að sjá til þess að slíkt "intelligence failure" endurtæki sig ekki. En það sem þessi gagnrýni sýnir vel er að leiðtogalið Republikanaflokksins vill ekki að CIA og njósnastofnanir Bandaríkjanna afli áræðanlegra upplýsinga, greini þær og komist að skynsamlegum niðurstöðum. Í þeirra huga skiptir raunveruleikinn mun minna máli en ídeólógískar bollaleggingar - niðurstöður byggðar á áræðnlegustu upplýsingum eru engu betri en samsæriskenningar um ímynduð gereyðingarvopn.

M


Republikanar kunna ekki á getnaðarvarnir - vilja fleiri börn

Á Wall Street Journal blogginu er merkileg frétt um barneignir vinstri- og hægrimanna í Bandaríkjunum. Samkvæmt greininni virðast Republikanar mun líklegri en Demokratar til að eignast börn. Liberal hjón eiga að jafnaði 1.47 börn, meðan íhaldssamari hjón eiga 2.08 börn.

According to the 2004 General Social Survey, if you picked 100 unrelated politically liberal adults at random, you would find that they had, between them, 147 children. If you picked 100 conservatives, you would find 208 kids. That's a "fertility gap" of 41%. Given that about 80% of people with an identifiable party preference grow up to vote the same way as their parents, this gap translates into lots more little Republicans than little Democrats to vote in future elections. Over the past 30 years this gap has not been below 20%--explaining, to a large extent, the current ineffectiveness of liberal youth voter campaigns today.

Þetta er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir vinstrimenn! Það sem er eiginlega furðulegast er að þessi munur hverfur ekki þótt tekið sé tillit til þátta eins og tekna, þjóðfélagsstöðu, menntunar eða trúar:

The fertility gap doesn't budge when we correct for factors like age, income, education, sex, race--or even religion. Indeed, if a conservative and a liberal are identical in all these ways, the liberal will still be 19 percentage points more likely to be childless than the conservative.

Með öðrum orðum - það er ekki hægt að skýra þennan mun með því að Republikanar séu allir ómenntað sveitafólk, trúarofstækismenn eða fátæklingar í Suðurríkjunum. Hvernig sem á því stendur eru vinstrimenn í Bandaríkjunum ólíklegri til að eignast börn en hægrimenn!

M


Pat Robertson, the Christian Right, skítfúlir yfir vopnahléi í Líbanon

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_patrobertson.jpg

Eins og við öll vitum er bráðnauðsynlegt að Miðausturlönd séu logandi ófriðarbál til þess að frelsaranum þóknist að koma aftur til jarðar og steypa okkur syndurunum til helvítis og hefja hina fáeinu útvöldu upp til himna (semsagt þau okkar sem höfum verið dugleg að senda peninga til Pat Robertson og annarra sendimanna almættisins...)

Pat Robertson, sem í seinustu viku hitti Ehud Olmert til að biðja fyrir sigri Ísraels í stríði þeirra gegn Hezbollah, og óbreyttum borgurum Líbanon, lýstu því yfir í útsendingu "the 700 club" að vopnahlé Ísraels og Líbanon væri hið versta mál - hafi gert að verkum að stríðið allt hafi verið gagnslaust:

Back from Israel to resume hosting his "700 Club" broadcast, Robertson quoted a Bible passage from the prophet Isaiah: "We were with child. We writhed in pain, but we gave birth to wind."

Suggesting that the invasion of Lebanon failed to achieve its objective, Robertson said, "Israel went in, but what have they done? Is the word of Isaiah true? -- 'We writhed in pain but we gave birth to wind' -- I'm afraid so." 

Robertson er ekki að segja að stríðið hafi verið tilgangslaust, vegna þess að Ísraelsher hafi ekki tekist annað en að eyðileggja infrastrúktúr í suður Líbanon, að flest allir sem féllu hafi verið óbreyttir borgarar og að Hezbollah hafi komið tvíelfdir út úr átökunum... nei, hann er svekktur yfir því að Ísraelsher hafi stoppað í miðjum klíðum.

En þetta er svosem ekkert mjög merkilegt - það eru gamlar fréttir að ofstækismenn og jólasveinar í röðum evangelícal kristinna séu að bíða eftir heimsendi - og það er svosem ekki heldur neitt nýtt að svoleiðis menn séu svekktir þegar blíðsúthellingum lýkur. Það sem er hinsvegar athylgisvert er að Robertson talar um "we" - "okkur". Hann og áhorfendur hans, og Ísraelsher, eru í huga Robertson saman í liði - áhorfendum the 700 club er sagt að þeir og Ísraelsher séu í sama báti.

Þetta er bara eitt af mörgum dæmum um nýlega, og mjög skuggalega, tilhneygingu kristinna öfgaafla að sjá sig sem einhverskonar varðmenn Ísraelsríkis. Bandaríkin hafa alltaf haft tilhneygingu til að styðja Ísrael, en fram til þessa hefur sá stuðningur fyrst og fremst ráðist af atkvæðum gyðinga í Bandaríkjunum, og þörf Bandaríkjanna að hafa áræðanlega bandamenn í Miðausturlöndum. Stuðningur heimsendatrúaraflanna við Ísrael er hins vegar nýtt fyrirbrigði og mun alvarlegra, kannski aðallega vegna þess að þegar fólk sem í alvörunni trúir á heimsendi, og bíður hans með óþreyju, er farið að hafa áhrif á utanríkispólítík stórveldis er voðinn vís.

M


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband