Stríðið gegn fíkniefnum er fullkomlega marklaust, sóun á skattpeningum, og reyndar fyndið líka!

Samkvæmt nýrri skýrslu hefur kerfisbundin sóun almannafjár í áróður gegn fíkniefnaneyslu meðal bandarískra ungmenna ekki borið neinn árangur - nema ef vera skyldi að auka fíkniefnaneyslu (jú, og skapa móðursjúkum skriffinnum vinnu...). The Government Accountability Office leggur því til að bandaríkjaþing hætti að ráðstafa peningum í slíkar áróðursherferir.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá GAO hefur bandaríkjaþing eytt samtals 1.2 milljörðum bandaríkjadala í auglýsingar sem eiga að draga úr eiturlyfjaneyslu - mikið af þeim peningum var sérstaklega varið til að berjast gegn neyslu kannabisefna. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa - en samkvæmt athugun sem GAO lét gera var árangurinn, surprise surprise, akkúrat enginn...

the evaluation provides credible evidence that the campaign was not effective in reducing youth drug use, either during the entire period of the campaign [1998 til 2004] or during the period from 2002 to 2004 when the campaign was redirected and focused on marijuana use.

Það besta við þett er að svo virðist sem herferðin hafi haft öfug áhrif!

exposure to the advertisements generally did not lead youth to disapprove of using drugs and may have promoted perceptions among exposed youth that others' drug use was normal... evaluation indicates that exposure to the campaign did not prevent initiation of marijuana use and had no effect on curtailing current users' marijuana use, despite youth recall of and favorable assessments of advertisements.

Það er augljóst mál að stjórnvöld í bandaríkjunum þurfa að stórauka fjáraustur í gagnslausa auglýsingagerð og helst fjármagna, mjög rausnarlega, fullt, fullt af vinnuhópum og skýrslum og ályktunum um fíkniefnalaus Bandaríki fyrir árið 2000.

Það er reyndar ólíklegt að stjórnvöld sem hafa sérstakt dálæti á gagnslausum (eða jafnvel skaðlegum) verkefnum sem kosta skattgreiðendur stórfé taki mark á svona skýrslum. Og skattgreiðendur krefjast þess að peningum sé varið í svona húmbúkk! Reyndar, ef ég fengi að velja, myndi ég frekar láta eyða mínum skattpeningum í heimskulegar auglýsingar en gagnslaus gagneldflaugakerfi...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband