Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Al-Zarqawi giftist hreinum meyjum á himnum

Það er hálf ósmekklegt að gleðjast yfir dauða nokkurs manns, en það virðast allir sammála um að það sé ástæðulaust að syrgja Abu Musab heitinn. Meira að segja samherjar hans gleðjast - í opinberri tilkynningu Al Qaeda í Írak er dauða hans fagnað, enda hafi hann látist sem píslarvottur, og hafi nú fengið himnesk laun fyrir, þyngd sína í fíkjum og döðlum. Allir nema Hamas - þeir hafa ákveðið að syrgja Zarqawi, þrátt fyrir að Sheikh Omar Bakri, Líbanskur klerkur, segi að giftingarathafnir milli Zarqawi og hreinna meyja séu þegar hafnar á himnum... Sennilega er Hamas að með þessu að sýna eftirlifandi eiginkonu Zarqawi og fjórum börnum stuðning?

Ég vil reyndar benda fólki á frábæra umfjöllun the Slate um 'andlát Zarqawi'.

En fyrst ég er farinn að nota PC orðfæri held ég að Bandaríkjaher hljóti að hafa vinninginn - þegar þeir voru að lýsa því hvernig dauða Zarqawi bar að höndum sögðu þeir að "The F-16 then engaged the building with a 500 pound bomb." Ég skil ekki hvernig tæki getur 'egage' dauðan hlut, eins og hús, og sérstaklega hvernig það getur gerst fyrir tilverknað sprengju. Af hverju herinn segir ekki "The F-16 dropped a 500 pound bomb" eða, "The pilot carried out his mission, dropping a..." nú eða "The F-16 released its payload", ef það þarf að vera jargon í svona yfirlýsingum er mér hulin ráðgáta. Ef einhver kann útskýringu á þessari þöngulhauslegu notkun á orðinu "engage" langar mig endilega að heyra hana!

M


Hríflujónas og Markos 'Kos' Moulitsas

Það var aldrei að bandaríkjamenn föttuðu að Libertarian Sósíaldemokratar væru framtíðin! Markos (Kos) Moulitsas, stofnandi The Daily Kos hefur verið að velta fyrir sér þeim möguleika að demokratar myndi nánari bandalög við frjálshyggjumenn - en hinir síðarnefndu eru ein af meginstoðum Republikanaflokksins.

Það hefur verið áhugaverð umræða um þetta mál á Cato-at-liberty, Samizdata og svo auðvitað The Daily Kos. Færsla Markos um þetta er að finna hér. Ég held að ef Kos, eða öðrum, tekst að blása saman þessa stjórnmálahreyfingu væri það bæði hollt og gott fyrir Bandaríkin. En sagan hefur sýnt að tilraunir andstæðinganna til þess að kljúfa stóra íhaldsflokka, eftir línum eins og þeim sem Kos dreymir um, mistakast yfirleitt. Markos Moulitsas frá Kos getur þar lært ýmislegt af Jónasi Jónssyni frá Hriflu, en sá síðarnefndi gekk með það í maganum mestanpart ársins 1938, og vorið 1939, að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, kljúfa útgerðararminum undir handleiðslu Ólafs Thors, frá því sem Jónas taldi íhaldssamari hluta flokksins.

En þó draumur Kos verði ekki að veruleika er þó ógnin af þessari hugmynd vonandi nóg til þess að hrista aðeins upp í stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum - sérstaklega með því að slá aðeins á djöfulsins ofríkisöflin í republíkanaflokknum, og um leið minna demokratana á að þeir geta hæglega gert persónufrelsi, virðingu fyrir mannréttindum og réttarríkið að kosningamálum. Svona hreyfing gæti verið effektíft andsvar við þjóðernisofstæki og vænisýki núverandi stjórnvalda - andsvar sem væri ekki hægt að ásaka um að spretta af einhverskonar "andameríkanisma".

Ef viðbrögð þeirra blogga sem ég hef lesið um þetta gefa einhverja vísbendingu um hvernig 'the libertarian rank and file' bregst við svona hugmyndum, er það líklega óvinnandi verk að munstra marga þeirra í Demokrataflokkinn...

M


Prófessor í bókhaldsfræði afkomandi Genghis Khan

Þessi frábæra frétt var á NYT í gær

The first American to be able to claim descent from Genghis Khan has been discovered. He is Thomas R. Robinson, an associate professor of accounting at the University of Miami in Coral Gables, Fla.

Dr. Robinson's descent from Genghis Khan emerged in a roundabout way. The Y chromosome of that Mongol emperor was identified in 2003 by geneticists at the University of Oxford in England. Surveying the chromosomes of Asian men, they noticed a distinctive genetic signature in populations from Mongolia to Central Asia. Their common feature was that all but one lay within the borders of the former Mongol empire.  

Afganginn af greininn má lesa hér.


Flótti yfir í ídeológíuna

Það er virkilega skemmtilegt að fylgjast með skipulagslausu undanhaldi republikanaflokksins undanfarnar vikur - sérstaklega örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að snúa vörn í sókn. Fyrst í innflytjendamálum, og nú seinast með stjórnarskrárbreytingum til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra.

Það er ágæt grein um þetta á New York Times í dag - þar sem bent er á að tilraunir flokksforystnnar til að ná aftur athygli kjósenda með ídeológískum málum getu hæglega snúist í hödunum á henni. Kjósendur vilji sjá árangur í alvöru málum - og allir viti að þessi "gay marriage" vitleysa öll sé ekkert nema sýndarmennska.

Það sem mér finnst mest spennandi við kosningarnar í haust er að sjá hvort að "the base" og "values" kjósendurnir sem Karl Rove ákvað að flokkurinn skyldi höfða til séu öruggur og áræðanlegur kjósendahópur og verið hefur hingað til. Ég ber ekki mikla virðingu fyrir "values" á borð við hómófóbíu, en ég er ekki endilega viss um að þröngsýnt og fordómafullt fólk séu reginfífl, og séu endalaust tilbúin til að láta hafa sig að fífli og mæta á kjörstað til að greiða atkvæði með augljóslega vanhæfum frambjóðendum.  

M


Ann Coulter og Satan

Ann Coulter

Það þekkja kannski ekki allir Ann Coulter - en hún er sennilega einna frægust fyrir ummæli sín eftir 9/11 "We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity" sem hún lét falla á National Review. (Sjá grein Coulter á National Review í fullri lengd sinni hér. Það er vel þess virði að lesa hana alla - því þetta komment er löngu orðið klassískt.) Coulter ver einnig í framvarðasveit þeirra sem börðust gegn Dixie Chicks, eftir að þær lýstu yfir vanþóknun sinni á forsetanum. Coulter var að gefa út nýja bók - 'Godless. The Church of Lieralism', og útgáfudagurinn 6.6.6. Media Matters er með frábæra umfjöllun um Coulter og bókina "Godless".

Ég var að hugsa um að fara og sjá The Omen í bíó í kvöld. Mér finnst viðeigandi að halda uppá Coulter á þessum merkisdegi...

(myndin er af Ann Coulter)

M


Tvö stórmál bandríkjaþings

Það eru tvö mál til umræðu í Bandaríkjaþingi um þessar mundir - tillögur republikana um að afnema stór-erfðaskatt og breytingartillaga á stjórnarskránni sett til höfuðs giftingum samkynhneigðra. Bæði málin verða sennilega felld - og bæði málin ætti auðvitað að fella! Það þarf varla að hafa mörg orð um stjórnarskrármálið. Það er upphugsað til þess að æsa upp hörðustu stuðningsmenn forsetans, og koma þannig í veg fyrir algert skipbrot í kosningunum í haust. Það er vitað mál að lögin njóta ekki nægilegs stuðnings til að komast í gegn um þingið, og því engin önnur ástæða fyrir að bera þau upp en að gleðja "social conservatives" í flokknum.

Erfðaskattsmálið er pínulítið merkilegra - "The estate tax" leggst aðeins á allra stærstu dánarbú í bandaríkjunum - færri en eitt prósent allra dánarbúa greiða neinn skatt - og þrátt fyrir sorgarsögur republikana um bændafjölskyldur sem hafi orðið að selja búið til að greiða fyrir skattinn hefur ekki tekist að finna eitt einasta! dæmi þar sem 'the federal estate tax' er um að kenna. Venjulegir bandaríkjamenn greiða þennan skatt ekki - hann leggst eingöngu á auðmenn sem eiga milljónir dollara í eignum.

Það hefur verið reiknað út, að verði skatturinn afnuminn muni það kosta ríkið yfir þúsund milljarða dollara á næstu tíu árum.

Eins og Boston Globe benti á um helgina er ekki hægt að sjá hvernig kjósendur republikanaflokksins gætu mögulega hagnast á þessari lagasetningu - þeir sem fjármagna kosningabaráttu flokksins hagnast auðvitað - en venjulegt fólk, sem margt hvert er í hnút yfir því að kynvillingar allavegana vaði uppi í kvikmyndum og sé að leggja undir sig menninguna, og vilji grafa undan hjónabandinu með því að vera að giftast sjálft, getur ekki með nokkru móti hagnast á því að auka fjárlagahallann um trilljón til að lækka skatta hjá ríkasta 1% bandaríkjanna. Ég get skilið að "values" á borð við hómófóbíu geti ráðið því hvernig fólk kýs, og að stjórnmálamenn spili með það. Í sjálfu sér er bara mjög eðlilegt að forsetinn og flokksbræður hans bjóðist til þess að vera fulltrúir þessa fólks á þingi. En ég get ekki skilið, hvernig venjulegir skattgreðendur, fólk sem þarf að passa upp á heimilisfjárhaginn til þess að borga af húsnæðislánum og bílalánum, vilji styðja skattapólitík sem þýðir það eitt að skuldir ríkisins aukast - lánsfjárþörf þess eyks, og við það vextir og afborganir.

Til þess að tala máli hómófóbíu þurfa stjórnmálamenn bara að vera fordómafullir, en þeir geta ímyndað sér að þeir séu að gera þjóðinni allri gagn.

M


Genfarsáttmálinn afnuminn af bandaríkjaher

Rakst á þetta hjá LA Times:

Army Manual to Skip Geneva Detainee Rule

The Pentagon's move to omit a ban on prisoner humiliation from the basic guide to soldier conduct faces strong State Dept. opposition.
WASHINGTON — The Pentagon has decided to omit from new detainee policies a key tenet of the Geneva Convention that explicitly bans "humiliating and degrading treatment," according to knowledgeable military officials, a step that would mark a further, potentially permanent, shift away from strict adherence to international human rights standards.

The decision could culminate a lengthy debate within the Defense Department but will not become final until the Pentagon makes new guidelines public, a step that has been delayed. However, the State Department fiercely opposes the military's decision to exclude Geneva Convention protections and has been pushing for the Pentagon and White House to reconsider, the Defense Department officials acknowledged.
Afganginn af frétinni er að finna hér. Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt, sérstaklega í ljósi þeirrar gagnrýni og uppljóstrana um tilgangslaus grimmdarverk hersins...
M

Ógnin af Kína?

Um daginn ver þessi grein á Slate um mikilvægi kínverskrar hernaðaruppbyggingar fyrir bandaríska herinn.

The China Syndrome: Why the Pentagon keeps overestimating Beijing's military strength.

 Every day and night, hundreds of Air Force generals and Navy admirals must thank their lucky stars for China. Without the specter of a rising Chinese military, there would be no rationale for such a large fleet of American nuclear submarines and aircraft carriers, or for a new generation of stealth combat fighters—no rationale for about a quarter of the Pentagon's budget. In Secretary of Defense Donald Rumsfeld's Quadrennial Defense Review, released this past February, the looming Chinese threat is the explicit justification for all the big-ticket weapons systems that have nothing to do with fighting terrorists or insurgents.

Vegna þess augljóslega, að Íran er engin ógn við Bandaríkin. Kannski geta rússarnir mannað sig upp í að verða almennileg ógn aftur? Þá fengjum við Íslendingar kannski herinn til baka? Kannski væri það best. Mér finnst einhvernveginn að íllmenni þurfi að tala þýsku eða rússnesku.

Annars hef ég fylgst svolítið með umræðum um hvort Kína sé, eða sé ekki, einhverskonar ógn við "vesturlönd". Það var merkileg grein í Foreign Affairs fyrir nokkrum árum um þetta efni. George Gilboy, "The Myth behind China's miracle" Foreign Affairs júlí/ágúst 2004.

M

 

 


Veruleikafirring og ný-íhaldsstefna

herra nýíhald

Veruleikafirring, öðru fremur hefur verið helsta einkenni einkenni "núverandi stjórnvalda" í Bandaríkjunum, (mér hefur alltaf fundist þetta orðalag, "the current administration" í stað þess að segja "the Bush administration" djöfulli sniðugt). Stríðsrekstur, hernaðaruppbygging, innanríkisnjósnir, þjónkun við stórauðvaldið, allt eru þetta stefnumál sem nánast allar ríkisstjórnir bandaríkjanna hafa haft. Reyndar held ég að öll meiriháttar ríki reki þessháttar pólitík. Það er því varla hægt að segj að stríðsrekstur og stórmennskubrjálæði einkenni núverandi ríkisstjórn einhvernveginn sérstaklega. Það er hins vegar annað sem ríkisstjórnir hafa mismikið af - og það er veruleikafirring

Stjórnvöld þurfa held ég öll að vera haldin smá veruleikafyrringu, þ.e. vera tilbúin til þess að halda því fram að allt hljóti að fara á besta veg, t.d. Það hefur í það minnsta sýnt sig í bandarískum stjórnmálum, að "bjartsýnir" stjórnmálamenn eru mun vinsælli en svartsýnir stjórnmálamenn. Og almenningur virðist kunna að meta að leiðtogarnir sjái möguleika og bjarta framtíð þegar öll merki eru uppi um hið gagnstæða. Slíkir stjórnmálamenn "trúa á Bandaríkin".

Núverandi stjórnvöld hafa gert þetta að höfuð, ef ekki eina, slagorði sínu. Þannig að Ameríka og það sem Ameríku er fyrir bestu, er það sem þau gera og segja, og allar athugasemdir um að það þjóðin sé kannski ekki á réttri braut, eru einhverskonar árásir á þjóðina, og þá ó-amerískar. Þannig hefur allri gagnrýni á núverandi stjórnvöld verið mætt - efasemdir um stríðið í Írak eru mótiveraðar af einhverju hatri á hernum, ást á óvinum bandaríkjanna, og djúpstæðu hatri á bandaríkjunum - gagnrýni á forsetann og efnahagsstefnu hans eru mótiveraðar af hatri á forsetanum, hatri á fyrirtækjum og stéttastríði, sem er, vel að merkja fullkomlega ó-amerískt.

Allt frá því að stjórnin tók við völdum, og þó sérstaklega eftir að undirbúningur að Íraksstríðinu hófst, hefur ríkisstjórnin látið gagnrýnendur fá það óþvegið - og gilti þá einu hvort það voru háttsettir herforingjar, starfsmenn fjármálaráðuneytisins, eða aðrir. Það er þessvegna sem þessi frétt sem birtist á Washington Post í gær vakti athygli mína.

Það virðist vera sem einhver hafi bent forsetanum á að fyrst yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri þeirrar skoðunar að þjóðin væri á rangri leið, hann óhæfur forseti, og stríðið í Írak vitleysu, væri kannski kominn tími til að láta af hrokanum og veruleikafyrringunni. Það er ágætt, svosem. En það sem er forvitnilegt í þessu öllu er að veruleikafyrring forsetans, og nánustu samstarfsmanna hans, virðist vera nokkuð merkilegt stef í stjórnmálasögu bandaríkjanna.

"Núverandi ríkisstjórn" er fyrst og fremst hægt að kenna við ný-íhaldsstefnuna svokölluðu (Neo-conservatism). Ný-íhaldsstefnan varð til á sjöunda áratugnum, sem andsvar við því sem margir héldu fram að væri veruleikeafyrring vinstrimanna. Hún heitir ný, ekki vegna þess eingöngu að hún væri ný í haldsstefna, heldur vegna þess að margir af ný-íhaldsmönnunum væru nýir íhaldsmenn. Fylgi sitt sótti hún fyrst og fremst til miðjumanna og vinstrimanna, kjósenda demokrataflokksins sem blöskruðu hugmyndir og pólitík vinstrimanna. (það er nauðsynlegt að benda á að sumt af þessari pólitík, sem vakti ergelsi margra vinstrimanna voru réttindahreyfingar kvenna og minnihlutahópa - enda eru og voru ný-íhaldsmenn fyrst og fremst hvítir karlmenn... nokkuð square eins og Herra ný-íhald sem fylgir með þessari grein!). Ný-íhaldsstefnan hefur samt aldrei verið rasísk, hún er mjög karllæg, en alls ekki rasísk. Miklu fremur vilja ný-íhaldsmenn halda því fram að það sé enginn rasismi, og allt tal um slíkt, kynþáttakvótar og kvennakvótar, séu þessvegna rugl.

En aftur að raunveruleikanum, eða réttara sagt firringu. Irving Kristol, einn af hugmyndasmiðum ný-íhaldsstefnunnar sagði eitt sinn að "a neoconservative is a liberal who has been mugged by reality." Ný-íhaldsmenn þóttust sjá að vinstrimenn væru veruleikafirrtir - það væri ekki hægt að lækna öll vandamál heimsins með því að senda út félagsstofnunartékka eða búa í kommúnum. Aumingjar og glæpamenn væri ekki hægt að lækna. Þá fyrrnefndu ætti að neyða til að verða sér út um vinnu, og hina síðarnefndu ætti að setja í fangelsi. Aðrir voru ósáttir við friðþægingar og friðarhugmyndir og þá hugmynd að það væri svosem enginn grundvallarmunur á vestrænum lýðræðisríkjum og alræðisríkjum Austur Evrópu, Bandaríkin væru íllt heimsveldi, "alveg eins og Sovétríkin", og allt tal um vestræn gildi, lýðræði etc væri lítið annað en "menningarlegur imperíalismi". Enn aðrir voru að bregðast við því sem þeim sýndist vera upplausn "hefðbundinna gilda", og sögðu þá sem svo - vinstrimenn virðast allir búa í einhverju la-la landi þar sem lögmál raunveruleikans, hagfræðinnar, utanríkis og öryggismála gilda ekki.

Í sem stystu máli - ný-íhaldsmenn þóttust varðmenn ískalds raunveruleika.

Síðan ný-íhaldsstefnan kom fram, og síðar nýfrjálshyggjan, (sem eru ólíkar stefnur, þó þær liggi hlið við hlið, og séu saman leiðandi hugmyndafræði republikanaflokksins), hafa margar af hugmyndum hennar náð nokkuð öruggri fótfestu í samfélaginu. Ný-íhaldsstefnan er, ásamt nýfrjálshyggjunni, sú stjórnmálastefna sem hefur einkennt vesturlönd öðru fremur seinustu tvo til þrjá áratugi, eða allt frá upphafi níunda áratugarins.

En reynsla seinustu ára í Bandaríkjunum virðist vera sú að sagan sé búin að fara einn hring. Ný-íhaldsmenn forsetans hafa, síðan stríðið í írak komst á dagskrá, ekki virst í miklum tengslum við raunveruleikann. Hið sama er að segja um fjárlagahallann og efnahagspólitík forsetans. Það þarf nú sennilega ekki að hafa mörg orð um stuðning hans og ný-íhaldsmanna við æðstupresta veruleikafirringarinnar, það fólk sem vill láta kenna sköpunarsögu biblíunnar í stað þróunarkenningarinnar. Hvar sem maður ber niður, fjárlagahallinn, írak, efnahagspólitíkin, olíupólitíkin - stjórnvöld virðast halda að það sé nóg að trúa því nógu djöfulli mikið að hlutirnir séu eins og þau vilja, og þá verði þeir þannig. Stephen Colbert á Comedy Central hefur gert þetta stef af meginkjarna persónu sinnar í The Colbert Show.

Þegar raunveruleikinn bítur menn í rassinn vakna þeir stundum - og raunveruleikinn virðist loksins hafa mannað sig upp í að bíta forstann í rassin. Það var ekki fyrr en fylgi hans fór niður fyrir 40% að hann sá ástæðu til þess að segja að það hefði nú kannski verið gerð einhver mistök við undirbúning stríðsins í Írak. Það sem hefur þó helst vakið athygli mína er að bush stjórnin virðist hafa skipt um taktík gagnvart þeim sem gagnrýna hana, eða hafa gagnrýnt hana. Síðasta dæmið eru tilraunir stjórnarinnar til að rétta út vinarhönd til herforingja sem gagnrýndu stríðið fyrir þremur árum. Það er auðvelt að afskrifa þetta sem sýndarmennsku, en það er samt sönnun þess, sem við hin sáum fyrir löngu - að "núverandi stjórnvöld" hefðu tapað tengslum sínum við raunveruleikann. Og þegar stjórnmálastefna virðist hafa tapað tengslum sínum við raunveruleikann er þess stutt að bíða að hún veslist upp - eða gangi í gegn um grundvallarbreytingu. Í fyrra tilfellinu verða kosningarnar núna í haust og svo næst 2008 til þess að demokratar komast til valda og við siglum inn í ca. tuttugu ára tímabil bandarískra "vinstristjórna" - ef hið síðara gerist, munu kosningarnar verða til þess að demokratar vinna kosningarnar í haust, en republikanaflokkurinn, nú innblásinninn nýrri-ný-íhaldsstefnu snýr að valdastólum innan tíðar.

Ég kýs fyrri kostinn - það er óhollt að láta sama fólk sitja of lengi við völd - en ég hef því miður ekki kosningarétt í þessum kosningum.

M


Samkynhneigðar ofurhetjur

Um daginn var frétt í Mogganum um að nýja leðurblökukonan ætti að vera samkynhneigð. Talsmenn DC Comics sögðu í þessari frétt "Við erum að reyna að ná betri þverskurði af lesendahópi okkar og heiminum." Lesbískar konur, með stór brjóst, í latex og háum hælum... Ég held nú að það höfði bara til sama lesendahóps og aðrar myndasögur, ungra karlmanna! Þeir á DC eru nú ekkert beinlínis að brjóta stór tabú. Það er ekki fyrr en Batman verður gerður gay að hægt sé að segja að teiknimyndaheimurinn sé að gera eitthvað virkilega ögrandi... Og þá las ég þessa frétt í LA Times:

How will it fly?

Superman appeals to gays. Should that be a selling point? Or could it be kryptonite?

... No one suggests that Superman in "Superman Returns" is, in fact, gay. But, as several entertainment and cultural writers have noted, superheroes hold obvious — and growing — gay appeal. In addition to being strikingly good-looking, the characters often are portrayed as alienated outsiders, typically leading double lives. In the case of Superman, the beefcake character historically has struggled with romance, all the while running around in a skin-tight suit.

... An informal poll of six veteran Hollywood marketing executives at rival studios revealed sharply divided opinions over how — or even if — "Superman's" gay attention would affect the film. Two of the executives said the focus could actually expand the film's audience, much as gay moviegoers have responded to the "X-Men" superhero series, which has been praised for its metaphorical plots about acceptance. The first two "X-Men" movies were directed by Bryan Singer, the openly gay filmmaker who also made "Superman Returns." Singer did not respond to an interview request.

... Though "Brokeback Mountain's" gay love story proved to be a Hollywood breakthrough, unequivocally selling a ton of tickets and winning three Oscars, it was essentially an adult drama, which courts a very different audience than the high-octane action crowd that "Superman" needs to attract.

Öll fréttin er hérna. Ef það verður eitthvað meiri umræða um samkynhneigð súperman getum við átt von á stórfenglegum siðgæðisumræðum í Bandaríkjunum! Það voru allir á Fox og á AM-útvarpstöðvunum í hnút útaf því að kúrekar gætu verið gay, hvað gera þeir þá þegar "the gay conspiracy" rænir Súperman af þeim!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband