Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
fim. 22.6.2006
40% bandaríkjamanna trúa á heimsendi...
Los Angeles Times birti í dag áhugaverða grein um heimsendatrúarfólk og millenerianista fólk sem trúir því í alvörunni að heimsendir sé í nánd, og að himnarnir opnist og þá muni Jesú, og herskarar engla streyma til jarðar og berjast við Satan og hans kóna... Fyrir skynsamt fólk, sem ekki þjáist af ranghugmyndum eða djúpstæðri veruleikafirringu er erfitt að trúa því að til sé fólk sem trúi bókstaflega á heimsendalýsingar biblíunnar.
Vitleysistrúarbrögð af þessu tagi eru oft annað hvort grátleg eða hlægileg oft bæði í einu. Um áramótin 2000 voru margir Mormónar í Utah sannfærðir um að Jesú myndi birtast í kvöldmat á gamlárskvöld... og dekktu borð með humar og ný-afskornum blómum. Þó Jesú hefði ekki látið sjá sig var fólkið tregt til að hreinsa af borðum, ef ske kynni vera að frelsarinn væri bara seinn á ferð. Það var ekki fyrr en farið var að slá í humarinn og blómin farin að visna að hinir trúuðu ákvaðu að kannski hefði heimsendir ekki átt að koma 2000... kannski bara aðeins seinna?
Fræðimenn töldu að slá myndi á heimsendatrú eftir aldamótin, en reynslan hefur verið önnur og benda kannanir nú til þess að 40% bandaríkjamanna trúi því að heimurinn muni farast bráðlega...M
mið. 21.6.2006
The Value Crowd
Ritstjórinn skrifaði stuttan pistil um fyrisjáanlegar tilraunir Republikanaflokksins (GOP) til að höfða til þess sem þeir hafa kosið að kalla 'the base' - sem þeir hafa ákveðið að séu fólk sem hægt sé að flokka sem 'value voters'. Og samkvæmt kokkabókum áróðursmeistara flokksins er þetta fólk allt hýsterískt fylgist ekki með fréttum, og er líka auðblekkt...
Ég segi þetta ekki í einhverri misheppnaðri tilraun til að vera fyndinn. og ég var ekki að reyna að vera fyndinn, eða til að spila á klassískar stereótýpur um heimska og auðtrúa bandaríkjamenn. Ég var bara að benda á hið augljósa, sé málflutningur republikanaflokksins skoðaður örlítið.
Í fyrsta lagi er strategía republikana að spila á að kjósa eigi núverandi valdhafa vegna þess "að við erum í stríði". Þetta stríð er bandaríkjamönnum nokkuð vel kunnt... og þó stór hluti þjóðarinnar trúi því ennþá að Saddam Hussein hafi átt gereyðingarvopn og verið á mála með Bin Laden, vita allir að stríðið er klúður frá upphafi til enda, og þessir kjósendur eru þó nógu klókir til að fatta að þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri eru þeir sem sitja við völd - ekki pólitískir andstæðingar þeirra!
Í öru lagi hafa republikanar lofað þessum patríotísku values kjósendum allskonar lagasetningar á undanförnum árum. Bush var kosinn árið 2000 á því, meðal annars að hann væri "kristinn", og "kristnu" kjósendurnir héldu að "þeirra maður" væri kominn í hvíta húsið - sami leikur var spilaður 2002 og 2004, og á að virka 2006 og aftur 2008... Vandamálið er þetta - þessir "kristnu" kjósendur hafa enn ekki séð neitt af því sem þeir virkilega vildu: Bann við samböndum samkynhneigðra, kennslu á sköpunarsögu biblíunnar í skólum, bann við fóstureyðingum... Bush og republikanarnir hafa þó í það minnsta svikið þessa kjósendur sína!
Vandamálið fyrir GOP er að þessir kjósendur hafa líka fattað að það var leikið á þá! Ef þessir kjósendur sitja heima í nóvember er úti um GOP í þinginu - ef þeir mæta á kjörstað eiga republikanarnir ennþá séns - því þetta fólk kýs ekki demokrata.
Varðandi auðblekkinguna... Það vissu allir að uppistand republikana um daginn í öldungadeildinni útaf stjórnarskrárbreytingu til 'varnar hjónabandinu' væri ódýrt bragð til þess eins gert að höfða til afturhaldssamra kjósenda, og það sama gildir um fánabanns vitleysuna. Eini munurinn er sá að republikanarnir geta ekki einu sinni gert það að almennilegu flokksmáli, það er svo vitlaust!
Republikanaflokkurinn hefur í undangengnum kosningum ítrekað höfðað til afturhldssamasta vængs flokksins - og það hefur skilað þeim atkvæðum og völdum fram að þessu. Það er rétt séns að sú strategía gangi ekki upp í þetta skipti...
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 20.6.2006
Stórsigur Demokrata í haust
Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig fréttaskýrendur og aðrir hafa fjallað um möguleika demokrata í kosningunum í haust. Fyrir um mánuði eða tveimur byrjuðu fréttaskýrendur að tala um möguleika demokrata á að vinna á í kosningunum í Nóvember, en smátt og smátt fór þessi umræða að snúast um að demokratar væru nánast öruggir um að vinna, ekki bara sigur, heldur stórsigur í kosningunum.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að taka þessum fréttum varlega. Ekki vegna þess að það sé ekki góður séns á að demokratar geti unnið á í kosningunum, eða að það væri eftirsóknarvert.
Í fyrsta lagi er alls ekki ljóst að demokratar geti unnið neina stórsigra í nóvember. Meirihluti Bandaríkjamanna er á móti forsetanum, og fylgjandi því að demokratar nái meirihluta í þinginu - en Bandaríkin eru ekki eitt kjördæmi, heldur er kosningakerfið byggt upp á einmenningskjördæmum. Til þess að koma í veg fyrir að mismörg atkvæði búi á bak við hvern þingmann er kveðið á um að kjördæmakortið skuli endurskoðað eftir hvert manntal, sem heitir "redistricting". Þetta ferli er hins vegar í höndum fylkisþinganna, og eru því pólitísk. Í þeim fylkjum þar sem demokratar hafa verið lengi við völd hafa kjördæmin því verið dregin með það fyrir augum að tryggja sem flest þingsæti fyrir demokrata, og þar sem republikanar hafa verið lengi við völd hefur hið gagnstæða verið uppi á teningnum. Tom DeLay varð frægur fyrir að tryggja Republikönum um tíu auka þingsæti fyrir Texas með mjög svívirðilegum endurteikningum á kjördæmakorti fylkisins. (Þetta ferli heitir "Gerrymandering" - og vísar til Elbridge Gerry, fylkisstjóra Massachussets í upphafi nítjándu aldar - en Gerry teiknaði upp kosningaumdæmi fyrir sjálfan sig, sem leit út eins og Salamandra á korti... eða Gerry-mandra.)
Vegna "the Gerrymandering" eru því mjög fá kjördæmi raunverulega "competitive", því í mörgum þeirra eru yfirburðir annars flokksins slíkir að eitthvað mjög stórfenglegt þarf að gerast til að kjördæmið skipti um hendur, og ólíklegt að sigur þeirra verði einhverskoanar "landslide". (fyrst ég er að tala um bandarísk stjórnmál hlýt ég mega nota bandarískt stjórnmála-lingó!)
Það sem er þó verra er að með því að vera stöðugt að segja að demokratarnir muni ábyggilega bursta republikanana í kosningunum, og með því að bera kosningarnar í haust saman við þingkosningarnar 1994, þegar Republikanar unnu þingið af demokrötum í fyrsta skipti í háa herrans tíð - er verið að setja markið of hátt. Það er næstum útilokað að kosningarnar í haust verði einhverskonar endurleikur á kosningunum 1994, en með því að láta eins og þær muni verða það, geta Republikanar gert tvo hluti: 1) móbíliserað stuðningsmenn sína til þess að mæta á kjörstað eða gefa peninga, til að afstýra þessu ægilega syndafalli sem kosningasigur demokrata yrði, og 2) snúið niðurstöðu kosninganna upp í sigur fyrir sjálfa sig. Eftir kosningarnar eigum við nefnilega eftir að heyra eftirfarandi söng: "það bjuggust allir við því að demokratar myndu vinna stórsigra, en það er augljóst að þeir hafa bara rétt nauman meirihluta í þinginu... þetta verður að teljast mikilvægur varnarsigur fyrir republikana..." og í bandaríkjunum munu republikanar nota niðurstöðuna (eða réttara sagt að hún sé ekki eins slæm og þeir eru að reyna að sannfæra okkur um að hún gæti orðið) til þess að halda því fram að þjóðin hafi alls ekki verið að lýsa vantrausti á forsetanum eða flokknum...
M
lau. 17.6.2006
Ron Paul, einn sex Republikana sem er á móti stríðinu í Írak
Ég hef alltaf haft gaman af því að fylgjast með Ron Paul, sem er í þingliði Republikana frá Texas - aðallega vegna þess að Paul er alvöru frjálshyggjumaður - og þó hann sé fulltrúi republikana á þingi hafa þeir jafn mikið gagn af honum og eins og hann væri á þingi fyrir Málfundafélag Maóista. Þar að auki eru ekki mjög margir alvöru ídeólógískir þingmenn á Bandaríkjaþingi - flestir veifa ídeólógískum flöggum, en eru, þegar allt kemur til alls fyrst og fremst í valdabisness. Frægastur þeirra er auðvitað Tom DeLay, sem var í þingliði Texas, ásamt Paul, og segir sagan að það hafi ekki farið neitt of vel með þeim. Reyndar hataðist nánast öll frjálshyggjudeild Republikanaflokksins við 'the hammer'.
Ég skil samt ekki ennþá af hverju menn eins og Paul eru í þessum hörmulega stjórnmálaflokki sem Republikanaflokkurinn er - allavegana undir núverandi forystu er þessi flokkur eins fjarri því að vera lógískt heimil frjálshyggjunnar og Málfundafélag Maóista!
M
"Saving the GOP from itself: Congressman fights to restore party's traditions"
By SAMANTHA LEVINE | HOUSTON CHRONICLE
June 15, 2006
WASHINGTON - It's not that Rep. Ron Paul, one of only six Republicans publicly against the war in Iraq, is estranged from the party, he said Thursday, it's that the party is estranged from its ideals. "The Republican leadership is not in sync with Republican traditions" that have historically valued a non-interventionist foreign policy, said Paul, the Lake Jackson lawmaker who voted against the 2002 resolution authorizing the use of force in Iraq.
Even Bush, Paul noted, had once been critical of former President Clinton's involvement of U.S. troops in Kosovo and Somalia. "Now, I think Republicans have slipped and become more like Democrats," Paul said Thursday. "Not only have they drifted into a conflict overseas, but it was a pre-emptive war." "I am doing my best," Paul added, "to save the Republicans from themselves."
The nine-term lawmaker is a Republican by registration and a Libertarian by philosophy. He is known for voting against most legislation on the grounds that it oversteps constitutional limits. His comments came as the House debated a GOP resolution that linked support for the Iraq war with support for the global war on terror.
Paul, who represented Galveston and a suburban/rural swath of southeast Texas, deemed the proceedings little more than a political sham designed to bully members of Congress into backing the war. The American people "will see through it as a resolution with no substance," he said. "It's pretty clear that the country is much more in my camp now. They are not happy with Iraq."
The resolution essentially advocates "endless war and endless occupation," Paul said. He tried unsuccessfully to persuade GOP leaders to include in the debate consideration of a resolution that would pressure Bush to develop a plan to bring troops home.
Paul has little hope that the United States will succeed in spreading democracy in Iraq as long as U.S. forces remain in the struggling nation. "Our presence there is one of the sources of the problem," he said. "Occupation rallies the (opposing) troops and undermines any overtures towards the West."
Like the rest of the House, Paul is up for re-election this fall. He faces Democratic cattleman Shane Sklar of Edna, a former congressional aide. Paul said his anti-war stance gets a good deal of support from Democrats and Independents in his district, though some Republicans question his loyalty to the GOP. "I don't think about what's best for the Republican party," Paul said. "I think about what is best."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 16.6.2006
Staðfesta í Írak
Ég veit ekki hvort maður á að vera hissa eða ekki yfir því að Republikanaflokkurinn ætli sér að byggja kosningastrategíu sína fyrir Nóvember á Íraksstríðinu, sérstaklega í ljósi þess að það er þetta fáránlega stríð þeirra, eða kannski frekar hversu ótrúlega ílla þeir hafa haldið á því, sem hefur verið að reyta af þeim fylgið undanfarna mánuði.
En, eins og LA Times bendir á í grein í dag, byggist stefna þeirra á því að hafa stefnu, þetta fræga "stay the course", meðan Demokratar hafa ekki upp á mikið annað að bjóða en að stríðið sé ómugulegt, og þurfi að ljúka sem fyrst. Og svo geta republikanarnir líka bent á að fyrst þjóðin sé komin út í þetta kviksyndi, og hafi í leiðinni tekist að koma öllu í kaldakol í írak, sé það í hæsta máta óábyrgt að flýja út fyrr en búið er að koma á einhverskonar ordnúng í Írak. Ég var ekki fylgjandi innrásinni, og er ekki, frekar en nokkur sæmilega vitiborin manneskja 'fylgjandi stríði', en ég held að það sé rétt að ef kanarnir pakka sínu dóti saman á morgun og hafa sig á brott, væri heimsbyggðin verr stödd. En það er makalaust að republikanarnir geti látið kjósa sig til valda á svoleiðis lógík.
Ég vona reyndar að demokratarnir hafi vit á því að leyfa republikönunum ekki að skilgreina um hvað umræðurnar snúast - republikanarnir vilja láta umræðuna snúast um 'immediate withdrawal' (sem á víst að vera lína demokrata) og 'staying the course' sem er lína forsetans. Besti leikur demokratanna væri reyndar að neita að ræða málið á svona forsendum, heldur snúa þessu upp í að hersetan í írak sé of kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur, og að herinn geti ekki brugðist við öðrum ógnum, eða eitthvað anað álika "patriotic".
Ég er reyndar farinn að trúa því að demokratar ættu að fara að fordæmi Nixon, þegar hann lofaði því að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann vinna Vietnamstríðið, því hann væri með "a secret plan"... Það virkaði fyrir Nixon!
M
mið. 14.6.2006
Nýtt kjarnorkukapphlaup
Það var aldrei að maður gæti ekki lesið fréttir um stórkostlegar nýjar tegundir af kjarnorkusprengjum! Í barnaskap mínum hélt ég að fréttir af kjarorkuvígbúnaði stórveldanna hefðu heyrt sögunni til í lok níunda áratugarins - en það er auðvitað augljóst að það er hægt að gera mikilvægar tæknilegar viðbætur og útbúa kjarnorkuvopn með nýjum fídusum, alveg eins og DVD spilara eða fjölskyldubíla.
Rival U.S. Labs in Arms Race to Build Safer Nuclear Bomb
The new warhead could help reduce the nation's stockpile, but some fear global repercussionsIn the Cold War arms race, scientists rushed to build thousands of warheads to counter the Soviet Union. Today, those scientists are racing once again, but this time to rebuild an aging nuclear stockpile.
Scientists at Los Alamos National Laboratory in New Mexico are locked in an intense competition with rivals at Lawrence Livermore National Laboratory in the Bay Area to design the nation's first new nuclear bomb in two decades.The two labs have fiercely competed in the bomb trade with technologies as disparate as Microsoft's and Apple's.
The new weapon, under development for about a year, is designed to ensure long-term reliability of the nation's inventory of bombs. Program backers say that with greater confidence in the quality of its weapons, the nation could draw down its stockpile, estimated at about 6,000 warheads.
Scientists also intend for the new weapons to be less vulnerable to accidental detonation and to be so secure that any stolen or lost weapon would be unusable.
By law, the new weapons would pack the same explosive power as existing warheads and be suitable only for the same kinds of military targets as those of the weapons they replace. Unlike past proposals for new atomic weapons, the project has captured bipartisan support in Congress.
...
mán. 12.6.2006
Hernaðarútgjöld fara vaxandi
Nýlega gaf SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, út skýrslu um stöðu hernaðaruppbyggingar í heiminum, og kennir þar margra grasa - meðal annars að Bandaríkin ein og sér standa á bak við um helming allra hernaðarútgjalda í heiminum - og næstu lönd á eftir eru Bretland, Frakkland, Japan og Kína, hvert um sig með um 4-5% af heildarhernaðarútgjöldum veraldarinnar.
Það er eiginlega ótrúlegt að lesa þessar tölur - ég þóttist vita að Bandaríkin eyddu meira í vígbúnað en aðrar þjóðir, en gerði mér ekki grein fyrir því að þeir eyða jafn miklu og afgangurinn af heiminum til samans... Og spurningin sem vaknar er auðvitað þessi: Hvernig stendur á því að kanarnir eru að tapa Írak? Ef peningaaustur leysti vandamál, ætti Bandaríkjaher að geta átt í fullu tréi við hvern sem er - allan heiminn samanlagt, ef niðurstöður hernaðar réðust eftir því hversu miklu væri eytt í hann. Og Bandaríkin eru í stríði - maður hefði haldið að fjáraustur til varnarmála myndi þá beinast fyrst og fremst að því að vinna það stríð?
Ég get ekki séð nema tvö svör: 1) Herinn er að eyða peningum í eitthvað allt annað en að vinna stríðið í Írak, enda hergagnaiðnaðurinn eitt risavaxið ríkisstyrkjakerfi við stórfyrirtæki 2) Það er ekki hægt að vinna sum stríð, sama hversu miklum peningum er eytt í þau... Ekki frekar en það er hægt að leysa sum vandamál með því einu að dæla í þau almannafé. Sum "vandamál" eru betur látin óleyst...
M
sun. 11.6.2006
Myspace hættulegt starfsframa...
Þessi frétt var í NYT í morgun:
For Some, Online Persona Undermines a Résumé
When a small consulting company in Chicago was looking to hire a summer intern this month, the company's president went online to check on a promising candidate who had just graduated from the University of Illinois.
At Facebook, a popular social networking site, the executive found the candidate's Web page with this description of his interests: "smokin' blunts" (cigars hollowed out and stuffed with marijuana), shooting people and obsessive sex, all described in vivid slang.
It did not matter that the student was clearly posturing. He was done.
Ætli þetta sé gert hér á landi? Eða er það kannski óþarfi, því það þekkja hvort sem er allir alla?
M
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 10.6.2006
Er Ann Coulter "klæðskiptingur sem þykist vera fasisti"?
Ann Coulter hefur verið töluvert í umræðunni eftir að nýjasta bók hennar kom út um daginn. Ritstjórinn, fjallaði um Coulter í gær, og svo hefur hún auðvitað verið í nokkuð stöðugri spilun á öllum helstu bloggum í bandaríkjunum - málið snýst samt eiginlega ekki um bókina sjálfa heldur lítið kaflabrot þar sem eiginkonur manna sem fórust í hryðjuverkaárásunum 2001 fá það óþvegið:
These broads are millionaires, lionized on TV and in articles about them, reveling in the status as celebrities and stalked by grief-arazzis. I´ve never seen people enjoying their husbands' deaths so much.
Þetta kaflabrot las Matt Lauer á Today Show hjá NBC upp úr bókinni um daginn, og síðan þá hefur Coulter fengið gríðarlega athygli...
Önnur athyglisverð komment Coulter:
These self-obsessed women seemed genuinely unaware that 9/11 was an attack on our nation and acted as if the terrorist attacks happened only to them
They believed the entire country was required to marinate in their exquisite personal agony. Apparently, denouncing Bush was an important part of their closure process
(Allar þessar tilvitnanir eru á blaðsíðu 103 í bókinni, ef einhver hefur áhuga)
Það sem hefur verið merkilegast er hins vegar hvernig fjölmiðlar, sérstaklega hægrisinnaðir fjölmiðlar, og svo talsmenn republikana hafa verið tilbúnir til þess að taka upp hanskan fyrir Coulter - sem sannar að Coulter er ekki einhverskonar fígúra, skemmtikraftur, sem segir outrageous hluti, heldur alvöru þátttakandi í stjórnmálaumræðunni!
Media Matters hefur gert þessu góð skil um helgina - og sú umfjöllun veitir manni ágæta innsýn í hugsanaheim margra þessara fjölmiðlafígúra á hægrivængnum í bandaríkjunum. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á þessu - ég skil að Coulter, og aðrir Fox-verjar, eru ergilegir yfir því að einhverjir af eftirlifendum 9/11 séu ekki eldheitir republikanar og vogi sér að tala opinberlega gegn, eða setja spurningarmerki við, stefnu forsetans - en ég skil samt ekki hvernig það ergelsi getur komið af stað jafn furðulegum árásum og yfirlýsingum og Coulter hefur staðið fyrir.
Ég skil líka að þessi stétt manna og kvenna, sem hefur atvinnu sína af því að mala út áróður fyrir ofstækis og vitleysispólitík núverandi stjórnvalda, finni sig knúin til að "circle the wagons" í kring um Coulter.
Mér finnst samt ekki alveg nógu sannfærandi að þetta séu allar skýringarnar. Er Coulter bara galin og afgangurinn af þessu fólki líka? Og hvað er það nákvæmlega sem fer svona i taugarnar á henni og Foxmönnum? Að 9/11 sé ekki einkaeign þeirra? Að það séu alvöru eftirlifendur sem eigi kannski meira tilkall til minningarinnar en Bush, Guiliani, Coulter og O'Reilley?
Ég spyr, vegna þess að ég er algjörlega ósammála Sullivan sem Ritstjórinn vitnar í - Það er of auðvelt að afskrifa Coulter sem 'drag queen impersonating a fascist' - hún er augljóslega fígúra, en ég held ekki að hún sé að grínast.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 9.6.2006
Greenpeace grínar með heimsendi
Þessi ótrúlega frétt var í Washington Post um daginn - og áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég er umhverfissinni og hef ekkert á móti Greenpeace, bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning! En fréttin er fyndin, hvernig sem á það er litið...
Greenpeace Just Kidding About Armageddon
Friday, June 2, 2006; Page A17
The environmental activist group Greenpeace wanted to be prepared to counter President Bush's visit last week to Pennsylvania to promote his nuclear energy policy.
"This volatile and dangerous source of energy" is no answer to the country's energy needs, shouted a Greenpeace fact sheet, decrying the "threat" posed by the reactors Bush visited in Limerick.
But after that assertion, the Greenpeace authors were apparently stumped while searching for the ideal menacing metaphor.
"In the twenty years since the Chernobyl tragedy, the world's worst nuclear accident, there have been nearly [FILL IN ALARMIST AND ARMAGEDDONIST FACTOID HERE]," the sheet said.
The Greenpeace spokesman who issued the memo, Steve Smith, told the Web site that a colleague was making a joke in a draft that was then mistakenly released.
The final version did not mention Armageddon; instead it warned of plane crashes and reactor meltdowns.
M