Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
sun. 5.11.2006
Það veltur allt á því hverjir mæta á kjörstað
Skoðanakannanir í Bandaríkjunum hafa allar komist að þeirri niðurstöðu að demokrataflokkurinn muni sigra í kosningunum á þriðjudaginn. Það er hins vegar ennþá óljóst hversu stór sigur þeirra mun verða, og enn óvíst hvort þeim takist að ná meirihluta í öldungadeildinni. Samkvæmt villtustu spádómum munu Demokratarnir ná 50-60 sætum af Repúblíkanaflokknum - en hógværari spár gera ráð fyrir 20-25 sætum. Flokkurinn þarf ekki að ná nema 15 sætum til þess að ná meirihluta í þinginu.
Niðurstöður kannana byggjast nefnilega á því hverjir eru spurðir - sumar kannanir taka random úrtök, aðrar spyrja bara skráða kjósendur og enn aðrar spyrja bara "líklega kjósendur". Og á þessu veltur niðurstaða kosninganna - ekki því hvort almenningur sé hrifnari af frambjóðendum Demokrata eða Repúblíkana, heldur kjósendur hvors flokksins mæti á kjörstað. Þetta eru svosem engin merkileg vísindi, og sennilega frekar augljóst. En í landi þar sem rétt tæplega helmingur borgaranna mætir á kjörstað skiptir kosningaþáttaka meira máli en annarstaðar.
Ein lykilástæðan fyrir sigri Repúblíkana í undangengnum kosningum hefur verið há kosningaþátttaka meðal stuðningsmanna þeirra, "the base": afturhaldsamra, ihaldssamra og kristinna kjósenda. Í ár virðast þessir kjósendur alls ekki eins æstir að mæta á kjörstað, og hreint ekki eins vissir í sinni sök.
Fyrir um það bil tveimur árum síðan virtist "the christian right" hava náð einhverskonar hálstaki á bandarísku þjóðinni og bandarískum stjórnmálum - dramatískasta birtingarmynd þessa voru auðvitað tilraunir til þess að fá sköpunarsögu biblíunnar kennda í skólum, til jafns við, eða í staðinn fyrir, "liberal-Darwinism" og "vísindi". En þessi undarlega bylgja byrjaði að fjara út seinasta vetur. Hver sem ástæðan var virðist eins og myrkustu martraðir vinstrimanna um að í Washington kæmist til valda einhverskonar klerkastjórn undir handleiðslu Pat Robertson ætli ekki að verða að veruleika!
Í kjölfar kosninganna á þriðjudaginn munu fjölmiðlar og fréttaskýrendur skemmta sér við að svara þessari spurning: hvað varð um "the base" - og sérstaklega: hvað varð um "the values vote". Á föstudaginn var ágæt grein í Slate um þetta, þar sem því er haldið fram að evangelistarnir hafi orðið "mainstream" og að svartnættisspádómar um valdatöku þeirra havi hvort sem er verið frekar óraunhæfar. Þetta er ábyggilega rétt, svo langt sem það nær. Ég er ekki nokkrum vafa um að martraðakennd sýn um zombie-like evangelískar hersvietir, skríðandi útur kornökrum the heartland, til þess að krossfesta skynsama og upplýsta borgarbúa voru alltaf frekar óraunhæfar. En ég er ekki svo sannfærður um að "the evangelical right" sé einhvernveginn orðið "mainstream" og partur af "the political establishment" að þessvegna muni the values voters ekki mæta á kjörstað til þess að styðja frambjóðendur repúblíkana.
The values voters hafa ekki farið neitt - það sem hefur gerst er að þeir hafa áttað sig á því að þeir keyptu köttinn í sekknum þegar þeir kusu Repúblíkanaflokkinn. Rove og leiðtogar flokksins æstu "kristna" kjósendur til þess að mæta á kjörstað 2000, 2002 og 2004 með loforðum um að standa vörð um "hefðbundin" hjónabörn og réttindi fóstra og fósturvísa, og með hótunum um að ef demokratar kæmust til valda myndu arabískir hryðjuverkamenn streyma til Idaho og Iowa og "we would have to fight them in our own streets, rather than over there". Þrát fyrir allt tal um "faith based initiatives" hafa repúblíkanar ekki staðið við þau fögru loforð sem þeir gáfu "kristnum" kjósendum. Og árangurinn í Írak þarf ekki frekari útskýringar.
Pólítískir leiðtogar "kristinna" afturhalds-kjósenda hafa því brugðist. Trúarlegir leiðtogar þeirra hafa ekki staðið sig betur. Hneykslismál Ted Haggard er auðvitað besta dæmið.
En þetta er bara tímabundið ástand. "The value voters" virðast samkvæmt skoðanakönnum ólíklegri en margir aðrir til þess að mæta á kjörstað á þriðjudaginn, og demokrataflokkurinn gæti fyrir vikið unnið 1994 style sigur á Repúblíkanaflokknum. (seinasta skiptið sem þingið skipti um hendur í stórfelldri sveiflu var 1994, þegar Gingrich leiddi "the pitchfork revolution") Ef Demokrataflokknum tekst ekki annað hvort að sjá til þess að "the value voters" sitji heima á þriðjudaginn eftir fyrsta mánudag í nóvember, annað hvert ár héðan í frá, eða að ná einhverju af þessum kjósendum á sitt band, munu repúblíkanar komast aftur til valda.
M
lau. 4.11.2006
Það kannast enginn við Haggard...
Hvorki Jerry Falwell né Bush Bandaríkjaforseti þykjast nokkurntímann hafa heyrt minnst á closeted- meth-fiend/tele-evangelist Ted Haggard. Og það þó mr Haggard hafi verið forseti Landssamtaka Evangelista - sem hafa rétt rúmlega 30 milljón meðlimi, leiði sína eigin megakirkju í Colorado Springs, Colorado með minnst 14.000 meðlimi, sé talinn meðal 25 áhrifamestu trúarleiðtoga Bandaríkjanna, hafi tekið þátt í vikulegum símaráðstefnum með forseta Bandaríkanna. Í viðtali á CNN hélt Falwell því fram að hann hefði aldrei hitt Haggard, sem væri, þegar öllu væri á botninn hvolft, hvort sem er eiginlega ekki alvöru evangelical christian:
ZAHN: The Reverend Ted Haggard, who is the president of the National Association of Evangelicals, a man who represents some 30 million evangelicals in this country, is stepping down after allegations he carried on a three-year affair with a male prostitute. You're reaction?
REV. JERRY FALWELL: Well, I don't know him. I haven't met him, and he's been rather critical of activists like Dr. James Dobson and myself. In pastors' meetings, he's said we shouldn't be aggressive as we have. I certainly sympathize with his family and the great congregation that he pastors there
En hvað með forsetann? Tony Fratto, einn af talsmönnum hvíta hússins þvertekur fyrir að forsetinn hafi haft neitt með Haggard að gera:
Q: This Reverend Haggard out in Colorado, is he someone who is close to the White House? There had been reports that he was on the weekly call with evangelicals. Is that true?
MR. FRATTO: I'm actually told that that's not true, that he has in terms of a weekly call that he has? He had been on a couple of calls, but was not a weekly participant in those calls. I believe he's been to the White House one or two times. I don't want to confine it to a specific number because it would take a while to figure out how many times. But there have been a lot of people who come to the White House .
Það er forvitnilegt að hafa í huga að þetta er sami George W Bush sem finnst það minnsta mál að mæta á kosningafundi fyrir Don "the Pennslylvania Strangler" Swerwood. Það er nefnilega stórmunur á því að sofa hjá karlmönnum eða að lemja og kyrkja konur.
M
ps: Nú um helgina mun Bush heimsækja Colorado - heimafylki Haggard - þar sem hann er að berjast fyrir Marilyn Musgrave. Musgrave hefur lýst því yfir að alvarlegasta ógnin sem steðji að Bandaríkjunum sé "hommaplágan", en hún, er í sama félagi og Santorum og John Hostettler (IN). Musgrave hefur verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum alveg þar til á seinustu vikum, en samkvæmt nýjustu könnun er frambjóðandi demokrata, Angie Paccione, einu prósentustígi á eftir Musgrave: 44% vs 43%. Fyrir tveimur vikum var Musgrave með 48% en Paccione með 38%. Það er vonandi að Methgate Haggard verði til þess að Musgrave tapi!
Samkvæmt nýjustu fréttum ætla öll helstu dagblöð bandaríkjahers the Army Times, Air Force Times, Navy Times and Marine Corps Times, að birta leiðara þar sem þess er krafist að Donald Rumsfeld segi af sér! Þegar haft er í huga að kosningarnar eru á þriðjudaginn - og að stríðsrekstur Rumsfeld og Bush í Írak eru eitt helsta mál kosninganna - er frekar auðvelt að túlka þennan leiðara þannig að herinn hafi lýst yfir vantrausti á núverandi stjórnvöld. Forsetinn sagði fyrir skemstu að hann myndi halda í Rumsfeld og Cheney það sem eftir lifði stjórnartíðar sinnar.
Undanfarnar mánuði. eða alveg síðan seinasta vor, hafa stöðugt heyrst háværari raddir innan hersins um að Rumsfeld væri vanhæfur og bæri ábyrgð á því hversu ílla væri komið fyrir Bandaríkjunum í Írak. Meirihluti bandaríkjamanna er sömu skoðunar - en samt neitar forsetinn að gefa eftir, og Rumsfeld hefur orðið viðskotaverri, ef eitthvað er.
Það er því vel skiljanlegt að herinn sé búinn að fá sig fullsaddan af Rumsfeld - en að krefjast þess að hann segi af sér, daginn fyrir kosningar, geta varla talist góðar fréttir fyrir Repúblíkanaflokkinn!
Editor & Publisher birtu leiðarann í heild sinni eftir að The Ross Report og San Fransisco Chronicle birtu hann á föstudagskvöld - CNN og MSNBC hafa einnig flutt fréttir af leiðaranum á seinasta klukkutíma eða svo:
"So long as our government requires the backing of an aroused and informed public opinion ... it is necessary to tell the hard bruising truth."
That statement was written by Pulitzer Prize-winning war correspondent Marguerite Higgins more than a half-century ago during the Korean War.
But until recently, the "hard bruising" truth about the Iraq war has been difficult to come by from leaders in Washington. One rosy reassurance after another has been handed down by President Bush, Vice President Cheney and Defense Secretary Donald Rumsfeld: "mission accomplished," the insurgency is "in its last throes," and "back off," we know what we're doing, are a few choice examples.
Military leaders generally toed the line, although a few retired generals eventually spoke out from the safety of the sidelines, inciting criticism equally from anti-war types, who thought they should have spoken out while still in uniform, and pro-war foes, who thought the generals should have kept their critiques behind closed doors.
Now, however, a new chorus of criticism is beginning to resonate. Active-duty military leaders are starting to voice misgivings about the war's planning, execution and dimming prospects for success.
Army Gen. John Abizaid, chief of U.S. Central Command, told a Senate Armed Services Committee in September: "I believe that the sectarian violence is probably as bad as I've seen it ... and that if not stopped, it is possible that Iraq could move towards civil war."
Last week, someone leaked to The New York Times a Central Command briefing slide showing an assessment that the civil conflict in Iraq now borders on "critical" and has been sliding toward "chaos" for most of the past year. The strategy in Iraq has been to train an Iraqi army and police force that could gradually take over for U.S. troops in providing for the security of their new government and their nation.
But despite the best efforts of American trainers, the problem of molding a viciously sectarian population into anything resembling a force for national unity has become a losing proposition.
For two years, American sergeants, captains and majors training the Iraqis have told their bosses that Iraqi troops have no sense of national identity, are only in it for the money, don't show up for duty and cannot sustain themselves.
Meanwhile, colonels and generals have asked their bosses for more troops. Service chiefs have asked for more money.
And all along, Rumsfeld has assured us that things are well in hand.
Now, the president says he'll stick with Rumsfeld for the balance of his term in the White House.
This is a mistake.
It is one thing for the majority of Americans to think Rumsfeld has failed. But when the nation's current military leaders start to break publicly with their defense secretary, then it is clear that he is losing control of the institution he ostensibly leads.
These officers have been loyal public promoters of a war policy many privately feared would fail. They have kept their counsel private, adhering to more than two centuries of American tradition of subordination of the military to civilian authority.
And although that tradition, and the officers' deep sense of honor, prevent them from saying this publicly, more and more of them believe it.
Rumsfeld has lost credibility with the uniformed leadership, with the troops, with Congress and with the public at large. His strategy has failed, and his ability to lead is compromised. And although the blame for our failures in Iraq rests with the secretary, it will be the troops who bear its brunt.
This is not about the midterm elections. Regardless of which party wins Nov. 7, the time has come, Mr. President, to face the hard bruising truth:
Donald Rumsfeld must go.
Ég hugsa að það sé óhætt að segja að Rumsfeld sé búinn að vera!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 3.11.2006
Sjónvarpspredíkarinn Haggard viðurkennir að hafa fengið "nudd" frá Michael Jones - gay escort
Haggard er farinn að viðurkenna örlítið meira - ekki bara að "sumt" af því sem hann hafi verið ásakaður fyrir sé satt, heldur séu alveg ákveðin atriði alveg sönn, en samt bara að hluta til... Semsagt: Haggard viðurkennir að hafa þekkt Michael Jones, en Jones segir að sjónvarpspredíkarinn og siðgæðispostulinn Haggard hafi borgað sér fyrir að stunda með sér kynlíf, minnst mánaðarlega, undanfarin þrjú ár. Haggard heldur því hins vegar fram að Jones hafi bara "nuddað" sig.
Og hann viðurkennir líka að hafa keypt amfetamín - en bara af forvitni, og svo hafi hann hent því strax. Kannski eftir að hafa þefað aðeins af því?
"I was tempted. I bought it but I never used it"
En hann neitar semsagt ennþá öllum ásökunum um að hafa sofið hjá Jones. Nú er spurning hvaða reglum Haggard er að fara eftir, þegar hann segist aldrei hafa "sofið hjá" Jones, hvort hann sé að tala um kynlíf á Clintonískan máta? Það má nefnilega skilja flest orð á fleiri en einn máta ef viljinn er fyrir hendi, og hver veit hvað "nudd" þýðir í Colorado? En Haggard þarf kannski ekki að leita í smiðju Clinton til þess að skilgreina kynlíf upp á nýtt, því meðal kristinna unglinga í Bandaríkjunum gildir nefnilega "If it is oral, it is moral".
Á NPR var fjallað um vandræði Haggard og tekin viðtöl við kirkjugesti í New Life Church, sem voru allir mjög efins um að fréttir af samkynhneigð og eiturlyfaneyslu hans gætu verið réttar. Það er hægt að sjá upptöku af Haggard í viðtali við MSNBC á Think Progress, og það verður að segjast að hann virðist nógu djöfulli sannfærður um sjálfan sig - og svo lýkur hann hverri setningu með þessari skuggalegu brosgrettu sinni og glampa í augum. Það er dálítið óþægilegt að hugsa til þess að þessi maður var forseti landssamtaka evangelista, sem eru ein áhrifamesti trúarfélagsskapur í Bandaríkjunum, og náinn ráðgjafi Bush stjórnarinnar í trúarmálum.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2006 kl. 05:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 3.11.2006
Glenda Dawson býður sig fram til þings Texasfylkis - þó hún sé búin að vera dauð síðan í september
Fréttir eins og þessi birtast auðvitað í hvert skipti sem bandaríkjamen halda kosningar, því ef frambjóðendur þurfa einhverra hluta vegna að draga sig til baka stuttu fyrir kosningar, hvort heldur það er vegna þess að þeir séu á leiðinni í fangelsi, eins og Tom DeLay og Maf54 Foley, eða vegna þess að þeir eru dauðir, má ekki fjarlægja nöfn þeirra af kjörseðlum. Glenda Dawson er í framboði fyrir Repúblíkanaflokkinn til þings Texas, og er, samkvæmt nýjustu tölum örugg um kosningu. Dennis Bonnen, annar repúblíkani og fulltrúi á Texasþingi hefur að vísu hertekið kosningaskrifstofuna og hefur ásamt starfsmönnum Dawson verið á fullu að senda út auglýsingabréf og hringja í kjósendur:
A new campaign mailer shows a smiling Republican state Rep. Glenda Dawson meeting with Sen. Kay Bailey Hutchison. It reminds voters of Dawson's many notable achievements in education, economics and politics.
What the ad doesn't say is that Dawson has been dead since September. ... Bonnen said the new flier was prepared as a tribute to Dawson, 65, and did not attempt to conceal her death.
"We don't suggest that there's a great thing she's going to accomplish for the voters in the future," he said. "We had already made it clear to voters in one piece that she had passed away. We didn't think it was necessarily necessary to repeat it."
Dawson fær 100% rating frá "Texas Right to Life" sem metur hversu mikið pólítíkusar í Texas elska fóstur og fósturvísa. Ef Dawson nær kosningu þarf að halda nýjar kosningar þar sem kjósendur velja hver tekur sæti hennar.
M
fös. 3.11.2006
Robocop: Samsung hannar fyrsta vopnaða vélmennið!
Vélmennið er útbúið 5.5 millimetra vélbyssu, myndavélum, og áhugasamir geta keypt fyrstu eintökin seint á næsta ári. Það er hægt að horfa á frábært myndband með dramatískri tónlist á TechEBlog.
M
fös. 3.11.2006
Meiri fréttir af Haggard
Haggard er í öllum dagblöðum, á öllum bloggsíðum og í öllum sjónvarpsfréttum í Bandaríkjunum. ABC flutti í morgun langa frétt um Haggard, ásakanarinar gegn honum og viðurkenningar hans að hafa gert "eitthvað" af sér. ABC birti meðal annars upptökur af símaskilaboðum þar sem Haggard biður Mike Jones, sem sakar Haggard um að hafa keypt af sér kynlíf, um að kaupa fyrir sig spítt fyrir 100 eða 200 dollara. Það er hægt að sjá upptöku af frétt ABC á Americablog.
Demokratar vona auðvitað að þessar uppljóstranir allar verði til þess að "the values voters" mæti ekki á kjörstað, eða kjósi ekki frambjóðendur hins sjálfskipaða siðgæðisflokks. Talsmenn evangelista hafa þungar áhyggjur af því að Demokrötum verði að ósk sinni. Stephen Bennett, sem heldur úti sinni eigin kirkju, og predíkar að biblíulestur geti "læknað" samkynhneigð segist fullur viðbjóðs á framferði Haggard og að fréttir af framferði hans muni fæla frá kristna kjósendur:
Will this affect the elections next Tuesday? Are Republicans disenfranchised with the hypocrisy within their own party - especially the hypocrisy within the driving force - the Christian Conservative base? You better believe it.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 3.11.2006
Tími sem fór í að fjalla um Kerry
Áður en fréttir bárust af extracurricular áhugamálum Ted Haggard voru bandarískir fjölmiðlar undirlagðir af fréttum um skopskyn John Kerry, meðan aðrar fréttir, eins og t.d. að Bandaríkjaher hafi komist að þeirri niðurstöðu að Írak væri "edging towards chaos", fengu litla sem enga athygli eyddu kvöldfréttir sjónvarpsstöðvanna löngum tíma í að tala um hvað Kerry hefði sagt, og hversu ægilega slæmt það væri fyrir demokrataflokkinn, eða til að tala við Repúblíkana sem staðhæfðu að ummæli Kerry sönnuðu, í eitt skipti fyrir öll, að Demokrötum væri ekki treystandi fyrir utanríkispólítík.
Kvöldfréttir NBC:
- Segment One: John Kerry Apologizes For "Botched Joke" About Iraq (Running time: 3:35)
- Segment Two: Democrats Are "Furious And Frustrated" With Kerry's Timing (Running time: 2:20)
- Segment Three: Classified Pentagon Chart Suggests Chaos In Iraq (Running time: 40 seconds)
6 mínútur í Kerry, 40 sekúndur í alvöru fréttir - sem þýðir að brandari Kerry sé um það bil níu sinnum merkilegri frétt en að herinn hafi komist að því að Bandaríkin séu búin að missa stjórn á ástandinu í Írak. Kvöldfréttir CBS eyddu 2 mínútum og 40 sekúndum í Kerry - og 35 sekúndum í Írak, "Iraq Continues To Spiral Out Of Control" - en sú frétt var fjórða í röðinni. ABC eyddi um 3 mínútum í Kerry og 1:45 í að fjalla um ástandið í Írak. Sjá Carpetbagger Report. Myndin sýnir skilaboð meðlima the Minnesota National Guard í Írak til Kerry.
M
fös. 3.11.2006
Sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard, leiðtogi "New Life Church", segir af sér í kjölfar ásakan um samkynhneigð og amfetamínneyslu
Í gær bárust fyrstu fréttir af því að Ted Haggard, sem er einn af leiðtogum "kristinna" repúblíkana, formaður landssamtaka evangelista, stórtækur sjónvarpspredíkari og í forystusveit þeirra sem trúa því að samkynhneigð sé einhverskonar sjúkdómr eða "lífsstíll" sem eigi að uppræta, helst með eldi og brennisteini, hefði í mörg ár keypt kynlífsþjónustu af karlmönnum. Og ekki nóg með það - hann hafi líka keypt og notað amfetamín...
The allegations were made Wednesday on a Denver talk radio station, KHOW-AM. Mike Jones, who described himself as a male escort, said he had a sexual "business relationship" with Haggard for the last three years. Jones, 49, told the Associated Press that he had saved voicemail messages from Haggard, as well as an envelope that he said Haggard had used to mail him cash.
Haggard var hins vegar ötull talsmaður siðgæðis og óvinur alls óeðlis:
Under Haggard's leadership, the National Assn. of Evangelicals, which has 30 million members, reaffirmed a policy statement that describes homosexuality as "a deviation from the Creator's plan" and calls same-sex relations a sin that, "if persisted in excludes one from the Kingdom of God."
Haggard has lobbied for a U.S. constitutional amendment to ban same-sex marriage; he also supports the gay-marriage ban that will go before Colorado voters Tuesday.
Samkvæmt Harpers Magazine þá á Haggard að hafa byggt kirkju sína upp í kringum baráttuna gegn samkynhneigð - á fleiri en einn máta, því Haggard (sem hefur verið giftur í 28 ár, og á fimm! börn) á mörg á að hafa haldið til á gay-börum, til þess að boða trú, auðvitað, og til þess að bjóða afvegaleiddum syndaselum á trúarsamkomur. Haggard hefur augljóslega verið búinn að koma sér upp hinu fullkomna cover!
Þessar fréttir eru allt í senn, stórskemmtilegar og fyndnar, en líka svolítði sorglegar. Sorglegar vegna þess að maðurinn á fimm börn og konu - og ég hálfpartinn kenni líka í brjósti um alla samstarfsmenn hans meðal repúblíkana og evangelista sem hafa passað sig betur, og haldið fjársvikum, framhjáhaldi og kynferðislegu óeðli sínu betur leyndu.
James Dobson, sem er einn af nánustu bandamönnum Haggard, var enda fljótur til þess að ásaka "the liberal media" um samsæri og svik:
It is unconscionable that the legitimate news media would report a rumor like this based on nothing but one man's accusation. Ted Haggard is a friend of mine and it appears someone is trying to damage his reputation as a way of influencing the outcome of Tuesday's election -- especially the vote on Colorado's marriage-protection amendment -- which Ted strongly supports.
Dobson hefur skýrt alla skandala repúblíkanaflokksins sem einhverskonar vinstrisamsæri sem hafi það eitt að markmiði að "suppress the values voters", og Gary Bauer sem er formaður "American Values" bætir við:
Big, liberal media has been engaging in an all-out war on the Christian vote -- to suppress that vote, to discourage faith-based voters, to make them think through distorted polls that the election is already over.
Síðan það komst upp um hann hefur Haggard sagt af sér, og skrifstofa New Life Church - sem er "meagachurch" sem Haggard leiðir, hefur viðurkennt að "eitthvað" af því sem Haggard hefur verið sakaður um eigi við rök að styðjast!
From: Pastor Ross Parsley Mailed-By: newlifechurch.org
Date: Nov 2, 2006 10:59 PM
Subject: Update from Pastor Ross
Dear New Lifers and friends of New Life Church,
Many of you have expressed concern about todays news regarding our pastor. Thank you all for your prayers and support, and for your concern for our church family.
As youve likely heard by now, Pastor Ted has voluntarily placed himself on administrative leave as New Lifes senior pastor to allow our external board of overseers to work effectively. Below is the statement that we released to the media on Thursday afternoon.
Since that time, the board of overseers has met with Pastor Ted. It is important for you to know that he confessed to the overseers that some of the accusations against him are true. He has willingly and humbly submitted to the authority of the board of overseers, and will remain on administrative leave during the course of the investigation.
Þar sem Haggard er sakaður um nokkrar syndir: eiturlyfjakaup og að hafa keypt kynlífsþjónustu af karlmanni, og þar með líka samkynhneigð og framhjáhald, til viðbótar við lygar og hræsni, er af nógu að taka.
Það er alltaf jafn skemmtilegt að fá fréttir af því að sjálfskipaðir siðgæðisverðir repúblíkanaflokksins séu afhjúpaðir sem hræsnarar af verstu gerð. Þessar fréttir minna okkur líka á að háværustu óvinir samkynhneigðar eru allir í einhverskonar vandræðum með eigin kynhneigð. Helmingur þeirra er í skápnum og hinn helmingurinn hatast við eigin samkynhneigð og reynir að friða samviskuna með því að beina hatrinu að öðrum.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 2.11.2006
Pac - Man
Hefur ekkert með Bandaríkin að gera.
Yellow: Part of Chart that resembles Pac Man, Purple: Part of chart that does not resemble Pac Man. (frá BoingBoing)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)