Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Bush notar aldrei tölvupóst, en finnst gaman að "googla": "like, I kind of like to look at the ranch on Google"

Bush að tölva.jpg

Forsetinn var spurður að því í viðtali við CNBC hvort hann hefði einhverntímann notað Google. Bush lýsti því yfir að hann hafi ekki mikið vit á tölvum, og sér væri eiginlega frekar ílla við þær, af því að þær eru fullar af allskonar "tölvupósti" sem fólk vilji að hann lesi. Það sama gildir hins vegar ekki um Google - því það sé nefnilega stórskemmtilegt að googla.

"One of the things I’ve used on the Google is to pull up maps. It’s very interesting to see that. I forgot the name of the program, but you get the satellite and you can — like, I kind of like to look at the ranch on Google, reminds me of where I want to be sometimes. Yeah, I do it some."

Aumingja Bush, situr einn í skrifstofunni sinni meðan Cheney, Rumsfeld og Rove eru uppteknir við að stjórna landinu, og googlar kort og gerfihnattamyndir af búgarðinum sínum. En það er þó gott að hann skuli ekki vera búinn að læra á afganginn af "the worldwide intertubes", því í þeim er margt fleira en draumórar um búgarða:

"I tend not to email or — not only tend not to email, I don’t email, because of the different record requests that can happen to a president. I don’t want to receive emails because, you know, there’s no telling what somebody’s email may — it would show up as, you know, a part of some kind of a story, and I wouldn’t be able to say, "Well, I didn’t read the email." "But I sent it to your address, how can you say you didn’t?" So, in other words, I’m very cautious about emailing."

Hvaða póstur nákvæmlega er það sem Bush er hræddur við að fá sendan? Hverskonar bissness eru Bush og aðstoðarmenn hans að reka sem gerir forsetann hræddan við að fá póst?! Maðurinn er of hræddur um að skilja eftir sig "a paper trail" og er svo upptekinn af því að vernda það sem heitir "plausible deniability" til að hann geti notað tölvupóst! En það er gott að Bush og félagar virðast geta lært af sögunni: Nixon lét taka upp allt sem fram fór á forsetaskrifstofunni. Bush er varkárari.

M


Fyrstu fjórar mínúturnar úr úr Boratmyndinni á YouTube

Borat í bíkíníinu.jpg

Á Huffingtonpost er hægt að horfa á fyrstu fjórar mínúturnar úr nýju Boratmyndinni. Við sjáum heimabæ Borat, kynnumst áhugamálum hans (table tennis, disco dancing, photograph watching women do the toilet), og komumst að því að hann var sendur af upplýsingaráðuneyti Kasakstan til Bandaríkjanna til að finna svör við vandamálum Kasakstan. Kasakstan á nefnilega við þrjú vandamál að glíma: Economic, Social and Jew. Sígaunarnir eru augljóslega meira svona almennt nuisance en alvöru vandamál? (Myndbandið er hér)

M


Bush yngri skammar Bush eldri

Bushfeðgar ræða málin.jpg

Í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina á Sunnudaginn skammaði Bush pabba sinn fyrir að hafa lýst yfir áhyggjum af því að Demokratarnir kynnu að vinna í kosningunum í nóvember. Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum hafa, alveg síðan bók Bob Woodward, State of Denial, kom út haft mikinn áhuga á sambandi Bushfeðganna. Woodward byggði nefnilega lykilhluta bókarinnar á samræðum við nánustu samstarfsmenn Bush eldri. Fréttir af erfiðu sambandi þeirra gera fjölmiðlum líka kleift að auka á "persónulega" vínkilinn í "human interest" harmleiknum sem kosningabarátta repúblíkana hefur breyst í. Kjósendur hafa alltaf hrifist af "manninum" Bush, hvernig sem á því stendur.

Aðdragandi þessarar síðustu uppákomu í fjölskylduharmleik Bushfjölskydlunnar var ræða Bush eldri á fjáröflunarsamkomu Repúblíkana í Philadelphiu. Þó það hafi ekki fylgt fréttinni hefur hann sennilega verið að væla út peninga fyrir Rick Santorum, því hver annar í Pennsylvaníu getur kallað á Bush-klanið til að mæta í fjáröflunarboð? Það bárust reyndar engar sögur af því að Bush eldri hefði verið eltur inní kústaskáp eins og Jeb Bush, enda færri stálverkamenn í Phíladelphíu en Pittsburg. En semsagt, Bush eldri sagðist hafa þungar áhyggjur af yfirvofandi valdatöku Demokrata.

"if we have some of these wild Democrats in charge of these (congressional) committees, it will be a ghastly thing for our country."

He was also quoted as saying, "I would hate to think ... what my son's life would be like" if their Republican Party lost its majorities.

Gamli maðurinn hefur augljóslega ekki bara áhyggjur af framtíð þjóðarinnar, heldur líka miklar áhyggjur af sálarheill og líðan sonar síns... En eins og synir almennt, er Bush yngri fullur af þvermóðsku og kann engann veginn að meta umhyggju pabba síns: 

"He shouldn't be speculating like this, because -- he should have called me ahead of time and I'd tell him they're not going to (win)," a smiling Bush told ABC "This Week"

Því Bush veit auðvitað betur en skoðanakannanir. Hann veit að repúblíkanar munu vinna. Þegar ABC spurði hann út í þetta, hvort hann hefði einhverjar áhyggjur var svarið einfalt: "Not really ... I'm a person that believes we'll continue to control the House and the Senate." Bush hefur alltaf gert mikið úr trúarsannfæringu sinni, hann hefði einhverskonar "faith based" afstöðu til veraldarinnar. Meira að segja pabbi hans er farinn að hafa áhyggjur af því að forsetinn hafi endanlega misst veruleikatenginguna.

Þessi staðfasta sannfæring Bush og nánustu samstarfsmanna hans, um að þeir muni ekki missa meirihlutann í þinginu í nóvember veldur reyndar bæði repúblíkönum og sumum vinstrimönnum áhyggjum. Repúblíkönum vegna þess að þeir hafa áhyggjur af því að Bush hafi engin plön um hvernig hann ætli að stjórna landinu ef demokratar vinni - og sumir vinstrimenn vegna þess að þá grunar að sannfæring Bush um sigur skýrist af því að repúblíkanar séu með eitthvað diabolical scheme til þess að snúa kosningunum sér í hag, t.d. að kosningavélarnar séu allar forritaðar til þess að tryggja repúblíkönum nauman sigur, sama hvernig atkvæðin falli...

M


Art-o-meter mælir "suckage rating" listaverka...

artometer.jpg

Gizmodo fjallar um "the Art-o-meter" sem notar hreyfiskynjara til að mæla hversu lengi fólk stoppar til að horfa á listaverk, og gefur verkinu svo frá einni stjörnu til fimm... Gizmodo heldur því reyndar fram að mælirinn mæli "suckage rating", en ekki hversu lengi fólk horfi á listina. 

M


Bush segist aldrei hafa sagt að það þyrfti að "stay the course" í Írak - Tony Snow lemur höfðinu í ræðupúltið

Tony Snow sýnir blaðamönnum að Rogeinið virki - hann sé ekkert að verða sköllóttur.jpg

Í viðtali við ABC sjónvarsstöðina reyndi Bush að halda því fram að hann hefði aldrei sagt að bandaríkin yrðu að "stay the course" í Írak:

STEPHANOPOULOS: James Baker says that he’s looking for something between “cut and run” and “stay the course.”

BUSH: Well, hey, listen, we’ve never been “stay the course,” George. We have been — we will complete the mission, we will do our job, and help achieve the goal, but we’re constantly adjusting to tactics. Constantly.

Þetta eru fréttir. Í fyrsta lagi er það athyglisvert að forsetinn skuli nú hafa einhverja strategíu í írak, og svo er það líka athyglisvert að hann skuli aldrei hafa sagt að það yrði að "stay the course"! Ég man ekki eftir því að hafa heyrt Repúblíkanana segja mikið annað um Írak en að það þurfi að "stay the course", og satt best að segja hélt ég að það væri öll strategía þeirra!

Og fyrir örfáum dögum sagði forsetinn reyndar í viðtali við AP að það kæmi ekki til greina að hann breytti um stefnu í Írak: "Our goal has not changed".  Bob Woodward segir líka að Bush hafi sagt að hann myndi ekki breyta um stefnu í Írak, þó að allir aðrir en Laura og Barney, hundurinn hans, hefðu snúið við hann baki. Úr 60 minutes:

Bob Woodward: Late last year, he had key Republicans up to the White House to talk about the war, and said 'I Will Not Withdraw Even If Laura And Barney Are The Only Ones Supporting Me.' Barney is his dog."

Þetta hefur fram að þessu átt að sýna venjulegum bandarískum kjósendum að Bush væri maður sem hefði sannfæringu, og skipti ekki um skoðun. Fyrr í haust ætluðu republíkanar að heyja kosningabaráttuna á þessari "stay the course" línu: Demokrötum væri ekki treystandi til að stjórna því þeir myndu "cut and run". En því miður eru kjósendur ekki lengur sérstaklega hrifnir af þessari þrjósku forsetans. Það er nefnilega eitt að standa við orð sín og vera ekki einhverskonar vingull sem hefur eina skoðun í dag og aðra á morgu, og annað að neita að horfast í augu við raunveruleikann.

Fyrir vikið hafa frambjóðendur flokksins reynt að forðast alla umræðu um Írak. Frétt í New York Times um daginn fjallaði um þennan merkilega viðsnúning í umræðunni um Írak. Samkvæmt könnun blaðsins voru tveir þriðju kjósenda ósáttir við stefnu forsetans í Írak, og 66% sögðu að stríðið væri "going somewhat or very badly." Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að Demokrötum væri betur treystandi þegar kæmi að Írak. Þegar haft er í huga að stríðið í Írak eða undirbúningur þess, og "stay the course" voru helstu kosningamál Repúblíkana 2002 og 2004, er ljóst að hér er á ferðinni mikilvæg breyting á pólítísku landslagi í Bandaríkjunum:

With three weeks until Election Day, Republican candidates are barely mentioning Iraq on the campaign trail and in their television advertisements.

Even President Bush, continuing to attack Democrats for opposing the war, has largely dropped his call of “stay the course” and replaced it with a more nuanced promise of flexibility.

Það er erfitt fyrir forsetann og repúblíkana að skipta um stefnu, því seinustu ár hafa þeir lagt gríðarlega vinnu í að sannfæra kjósendur um að það væri aðeins um tvennt að velja: stay the course eða cut and run, og að allt tal um "nuances" og "flexibility" væri appeasement.

Þegar menn hafa málað sjálfa sig út í horn með stórkarlalegum yfirlýsingum eða vanhugsaðri orðræðu almennt reyna þeir að snúa sig út úr vandræðunum með því að fara að rífast um merkingu og skilgreiningu orða: það ylti allt á því hvað orðin "alone" eða  "is" þýddu. Clinton varð á sínum tíma frægur fyrir þesskonar orðhengilsröksemdafærslu. En Bush er ekki minni maður en Clinton, og nú síðast hefur hann reynt að fá blaðamenn til þess að rökræða merkingu orðsins "sigur".

QUESTION: Just a simple question: Are we winning?

SNOW: We’re making progress. I don’t know. How do you define winning?

En það er of erfitt að reyna að endurskilgreina sigur, sem er eiginlega of gegnsætt orð til þess að það sé hægt að snúa merkingu þess við. Þess í stað hefur hann ákveðið að reyna að sannfæra kjósendur um að hann myndi ekki breyta um strategíu, en hann myndi vissulega breyta um tactics.

Presidential spokesman Tony Snow said that while Bush might change tactics, he would not change his overall strategy.

En þegar forsetinn segist stöðugt vera "adjusting to tactics" og þegar Snow segir að Bush sé að íhuga að breyta um tactics eru þeir félagar bara að leika sér að orðum. Hvað eiga þeir eiginlega við? Þegar Tony Snow var spurður út í þetta, og beðinn um að útskýra hvað hann ætti við þegar hann talaði um "strategíu" og "tactics", lenti hann í mestu vandræðum þar sem hann var að reyna að endurskilgreina þessi hugtök fyrir nærstöddum:

Q Let me ask you a question to make sure that I have my arms around -- we've been talking tactics and strategy and objectives. Let's get it on the table, and for purposes of future discussion, even, have an understanding of what we're talking about. Strategy, as I understand it, is how war is conducted, it's a plan of action.

MR. SNOW: That's going to fall more -- let me explain --

Q And tactics are how you implement that, right?

MR. SNOW: Let me try to explain the terms I'm using the way I've used, because it's given us all plenty to talk about the last two weeks. 

Og í kjölfarið kom löng útlistun á því hvernig tactics er raunverulega strategía, eða "policy", eða semsagt eiginlega þannig að allt sem Bandaríkjamenn væru að gera í Írak "tactics".

Q Okay, and that's the Snow definition --

MR. SNOW: Yes.

Q Webster's has "tactics" as: the way you implement strategy.

Snow fór svo að tala um að það væru líka "mid level goals", og þau væru stöðugt í endurskoðun. Fréttamennirnir héldu áfram að reyna að fá það á hreint hvað Snow væri eiginlega að reyna að segja:  

Q Tony, what is James Baker doing? What are they looking at, if not trying to change the strategy? It almost seems like you're changing the definition of strategy to fit tactics in the middle --

MR. SNOW: No, what I'm trying to do is to come up with some way in which you and I can talk the same language so that we don't all go cross-eyed in total bewilderment and confusion. And so perhaps -- look, you guys, why don't you email me the labels you want me to use for these various groupings that I've given to you.

Q I just want to know, James Baker is using -- will look at strategy, and you're saying you're going to listen to James Baker and Lee Hamilton and this bipartisan report --

MR. SNOW: Well, I think what they're talking --

Q -- then what's strategy in your definition?

MR. SNOW: I think they will agree with what I described as "strategy," which is --

Að lokum var Snow orðinn svo uppgefinn að hann lamdi höfðinu í ræðupúltið! Í beinni útsendingu, hvorki meira né minna!! "The cross-eyed total bewilderment and confusion" sem Snow var að tala um hefur sennilega náð tökum á honum í smá stund! Það er hægt að sjá vídeóupptöku af Tony Snow að berja höfðinu við ræðupúltið hér, og svo er hægt að sjá upptöku af öllum fundinum, og lesa transcript hér. 

M


Tan Nguyen, frambjóðandi Repúblíkana í Kaliforníu, innflytjandi frá Vietnam, sendir öðrum innflytjendum hótunarbréf

Tan og hver annar en Dennis Hastert.jpg

Repúblíkanara hafa oft verið sakaðir um að reyna að koma í veg fyrir að minnihlutahópar, innflytjendur eða hörundsdökkt fólk almennt, mæti á kjörstað, því ef Kúbanskir flóttamenn eru undanskildir hafa minnihlutahópar yfirleitt kosið demkrata. Nýjasta dæmið um þessa taktík er bréf sem Ted Nguyen, sem sjálfur er innflytjandi frá Víetnam, lét senda til 14.000 skráðra kjósenda (ekki ólöglegra innflytjenda, sem augljóslega hafa ekki kosningarétt) þar sem hann varaði innflytjendur við að mæta á kjörstað. Bréfið var skrifað á spænsku og sent til kjósenda sem voru skráðir demokratar og höfðu nöfn sem litu út fyrir að vera upprunnin í spænskumælandi Suður og Mið Ameríku. Nguyen neitaði því fyrst að hafa haft nokkuð með bréfaskrifin að gera.

En eftir að ljóst var að hann hefði staðið á bak við bréfasendinguna tóku repúblíkanar í Kalíforniu að krefjast þess að hann drægi framboð sitt til baka.

"If it is proven that a candidate was responsible for this action, that candidate is clearly not fit to serve the people of California and should withdraw immediately from his or her race," California GOP Chairman Duf Sundheim said in a statement.

Flokksforystan í sýslunni kaus síðan að krefjast þess að Nguyen drægi sig í hlé. 

County Republican Chairman Scott Baugh, however, said that after speaking with state investigators and the company that distributed the mailer, he believes Nguyen had direct knowledge of "obnoxious and reprehensible" letter. He told the AP that the party's executive committee voted unanimously to Nguyen to drop out of the race against Democratic U.S. Rep. Loretta Sanchez.

Frambjóðandi demokrata, Loretta Sanchez sagðist aldrei hafa talað við Nguyen, en framboð hans hefði aldrei verið nein ógnun við endurkjör hennar:

"If it is in fact this guy (who sent the letter), the most disgusting and saddest thing about it is that it comes from another immigrant," said Sanchez, a congresswoman born in the U.S. to Mexican parents whose 1996 election signaled Orange County's increasing diversification. "These communities have spent years trying to get naturalized immigrants to vote."

Síðan þá hefur lögreglan í Californíu gert húsleit hjá Nguyen, en hann neitar að gefast upp! En ólíkt öðrum hneykslismálum Repúblíkana hafði flokkurinn vit á að varpa Nguyen fyrir borð um leið og það komst upp um hann. Stjórnmálskýrendur búast því ekki við að bréfaskrif hans muni hafa mikil áhrif á gengi annarra repúblíkana í fylkinu. Demokratar eru hins vegar bjartsýnir:

Several state Democrats predicted Friday that fallout from the letter could drive up Hispanic turnout.

"Here is an opportunity for Latinos to prove that the power of numbers can be translated into real votes," said Assembly Speaker Fabian Nunez. "People ought not let the right wing intimidate them."

M


Bill O'Reilly ætlar að fara "inní blogospherið" "með handsprengju" til að stoppa alla vondu bloggarana

svona stór.jpg

Bill O'Reilly sagði í The O'Reilly Factor í gær að hann vissi fyrir víst að forsetinn vissi ekki "hvað væri að gerast á internetinu", og að þar réðu ríkjum dularfullir bloggarar, á háum launum, sem hefðu það markmið eitt að standa í skítkasti og árásum á góða og heiðarlega menn, eins og Bush og O'Reilly. En O'Reilly er með lausnina á hreinu: Hann dreymir um að "fara inní blogospherið" og ráða alla þessa vondu bloggara af dögum, með handsprengju...

I know for a fact that President Bush doesn’t know what’s going on in the Internet. I know that for a fact because I did ask around. ... He is lucky, because these are hired guns. These are people hired — being paid very well to smear and try to destroy people.

I think - I have to say President Bush has a much healthier attitude toward this than I do. Because if I can get away with it, boy, I’d go in with a hand grenade

Kannski hann sjái fyrir sér að hann geti einhvernveginn skriðið inní "the worldwide intertubes", því eins og senator Ted "Bridge to nowhere" Stevens (R-AL) benti á í þingumræðum í sumar, þá er "the internet a series of tubes", og um þessi rör öll flæða einhver "internet", og þau geta flækst, enda "net", og rörin stíflast:

I just the other day got, an internet was sent by my staff at 10 o'clock in the morning on Friday and I just got it yesterday. Why?

Because it got tangled up with all these things going on the internet commercially...

They want to deliver vast amounts of information over the internet. And again, the internet is not something you just dump something on. It's not a truck.

It's a series of tubes.

And if you don't understand those tubes can be filled and if they are filled, when you put your message in, it gets in line and its going to be delayed by anyone that puts into that tube enormous amounts of material, enormous amounts of material.

Veraldarvefirnir eru merkilegir, og dularfullir. Ekki furða að hugsuðir eins og Bill O'Reilly og Ted Stevens eigi í mestu erfiðleikum með að skilja hvað þar fer fram.

M

(Á myndinni er O'Reilly sennilega að sýna hversu lítill maður þarf að verða til að geta skriðið inní veraldarrörin?)


Leynivopn Ísraelshers: Klingon disruptors, Thalaron Cannons - bandarískir vísindamenn hanna "a cloaking device"

star-wars-in-space.jpg

Og hver myndi þá verða hissa á að frétta að Bandaríkjastjórn sé að búa sig undir geimhernað? Í morgun las ég frétt á the Guardian: "Gaza doctors say patients suffering mystery injuries". Samkvæmt the Guardian hafa læknar á Gaza verið að taka á móti mönnum með stórskrýtin skotsár:

Doctors said that, unlike traditional combat injuries from shells or bullets, there were no large shrapnel pieces found in the patients' bodies and there appeared to be a "dusting" on severely damaged internal organs.

"Bodies arrived severely fragmented, melted and disfigured," said Jumaa Saqa'a, a doctor at Shifa hospital, the main casualty hospital in Gaza City. "We found internal burning of organs, while externally there were minute pieces of shrapnel. When we opened many of the injured people we found dusting on the internal organs."

At the Kamal Odwan Hospital, in Beit Lahiya, deputy director Saied Jouda, said he had found similar injuries. "We don't know what it means - new weapons or something new added to a previous weapon," he said. "We had patients who died after stabilisation and that is very unusual."

Kannski ekki Thaleron rays? Ísreaelsher neitar því líka að hafa verið að gera tilraunir með ný vopn. En þá sá ég þessa frétt frá AP: "Scientists create cloak of invisibility" - en AP heldur því fram að vísidamenn í Bretlandi og Bandríkjunum hafi hannað einhverskonar cloaking device, og að í fyrstu tilraun hafi þeim tekist að láta koparhólk hverfa. Vísindamenn eru auðvitað hæst ánægðir með þessar fréttir:

the ideas raised by the work "represent a first step toward the development of functional materials for a wide spectrum of civil and military applications."

En gamanið var ekki búið, því þriðja fréttin sem ég las var frétt Washington Post um nýjustu geimáætlanir Bandaríkjaforseta: "Bush Sets Defence As Space Priority":

Bush's top goals are to "strengthen the nation's space leadership and ensure that space capabilities are available in time to further U.S. national security, homeland security, and foreign policy objectives" and to "enable unhindered U.S. operations in and through space to defend our interests there."

Það er augljóst að Mossad og Bandaríkjaher eru að undirbúa sig undir geimhernað: Cloaking devices, Klingon Disruptors, "Space Defence"! Það vantar samt ennþá transporters og Warp drive. En bíðum við. Fyrir örfáum dögum sá ég þessa frétt hjá Reuters: "Scientists teleport two different objects", og nú voru það danskir vísindamenn við Niels Bohr Institute sem fluttu nokkrar efnisagnir yfir stutta vegalengd:

The experiment involved for the first time a macroscopic atomic object containing thousands of billions of atoms. They also teleported the information a distance of half a meter but believe it can be extended further.

"Teleportation between two single atoms had been done two years ago by two teams, but this was done at a distance of a fraction of a millimeter," Polzik, of the Danish National Research Foundation Center for Quantum Optics, explained. "Our method allows teleportation to be taken over longer distances because it involves light as the carrier of entanglement," he added.

Að vísu er vísindamennirnir ekki alveg nógu sannfærðir um að þeir muni geta flutt fólk og stærri hluti á milli geimskipa alveg í bráð, og segja ekkert um "the development of functional ... military applications" eða hvort þessi tækni muni "enable unhindered U.S. operations in and through space to defend our interests there." En semsagt, nú vantar okkur bara Warp drive!

M


Conrad Burns ætlar ekki að kjafta frá "leyniplani" Bush til að vinna stríðið í Írak...

Burns á góðri stundu.jpg

Conrad Burns, sem er lesendum Freedom Fries að góðu kunnur fyrir uppljóstranir um ægilega andlitslausa Al-Qaeda morðhunda sem þykjast vera saklausir leigubílstjórar á daginn, ljóstraði því upp í fyrradag að hann og Bush væru með topp secret leynilega áætlun til að vinna stríðið í Írak. Og ekki nóg með það, hann og Bush ætluðu sko ekki að segja neinum hvaða frábæra plan þeir væru með, því að Demokratarnir eru allir óttalegar kjaftaskjóður, og myndi hlaupa beint til terroristanna og blaðra öllu!

Burns fór á kostum í kappræðum gegn frambjóðanda demokrata, Jon Tester. Burns reyndi að mála andstæðing sinn sem heigul sem vildi flýja af hólmi í Írak:

"We can’t lose in Iraq ... The consequences of losing is too great. ... I said we’ve got to win ... He wants us to pull out. He wants everyone to know our plan. That’s not smart."

"He says our president don’t have a plan. I think he’s got one. He’s not going to tell everyone in the world."

Þegar hér var komið sögu voru áhorfendur farnir að hlæja! Það er hægt að horfa á vídeóupptöku af hluta viðureignarinnar hjá Think Progress. Það lítur reyndar út fyrir að Burns hafi haldið að áhorfendur væru að hlæja með sér, en ekki að sér, og því ákvað hann að halda áfram:

“We’re not going to tell you what our plan is, Jon, because you’re just going to go out and blow it.”

Eftir kappræðurnar bentu starfsmenn Jon Tester á að "leyniplan" Burns minnti óneitanlega á "leyniplan" Nixon til að enda Víetnamstríðið, en það leyniplan fólst aðallega í að hafa ekkert plan, láta hernum blæða aðeins meira út, og gefast svo upp með skömm... Starfsmenn Burns reyndu hins vegar að bjarga því sem bjargað yrði:

The Burns campaign spokesman Jason Klindt, however, said there is no secret plan. President Bush has said from the start that he wants to empower Iraqis to govern their own country.

Samkvæmt nýjustu könnunum er Burns nokkurnveginn öruggur um að tapa, en ástæðan er ekki sú að það vanti augljóslega nokkrar blaðsíður í Burns. Burns hefur nefnilega verið ásakaður um að hafa haft náin tengsl við Jack Abramoff.

M


Frambjóðendur Repúblíkana í Kansas flýja flokkinn, ganga í demokrataflokkinn

What is the matter with Kansas.jpg

Eitt öruggasta merki þess að stjórnmálaflokkur sé kominn í alvarleg vandræði er að frambjóðendur eða kjörnir fulltrúar séu að flýja yfir í aðra stjórnmálaflokka. Allt síðan 1994 hefur straumurinn í Bandaríkjunum verið frá Demokrataflokknum yfir til Republíkana. Í kosningunum 1994 unnu Republíkanar stórsigur á Demokrötum - í kjölfar kosninganna sögðu fimm þingmenn demokrata skilið við flokksbræður sína og gengu í Republíkanaflokkinn, og sömuleiðis tveir senatorar. Á næstu árum urðu fleiri demokratar liðhlaupar. Svo eru auðvitað flokksmenn eins og Joe Lieberman sem hafa ekki manndóm til að stíga skrefið til fulls, og gerast "independent" frambjóðandi.

Til samanburðar hefur enginn Republíkani, sem einhverju máli skiptir, gengið til liðs við Demokrata.

Í nýlegri grein í National Journal heldur Charles Mahtesian því fram að sigur Demokrata nú í haust gæti snúið þessari þróun við. (Aðgangur að National Journal krefst áskriftar - Hotline on Call er með úrdrátt úr greininni hér.)

However, if the Democrats retake the House this November 7, the self-serving calculus used by a generation of Southern politicians in defecting from the Democratic Party may well begin to make sense for nail-biting, blue-state Republicans across the Northeast and in parts of the Midwest as they begin to ponder a future without chairmanships, a future weighed down by the drag of a socially conservative, Southern- and Western-based national party.

Mahtesian heldur því semsagt fram að sigur Demokrata geti orðið til þess að hógværir Repúblíkanar í Norðaustur- og Miðvesturríkjunum gangi til liðs við Demokrata. Fyrir þessar kosningar hafa Demokratar einbeitt sér að því að vinna sæti af Repúblíkönum í þessum fylkjum. Þessi strategía er skynsamleg: Kerry vann meirihluta atkvæða í þessum fylkjum, sem eru flest "blá", og óánægja með frammistöðu, eða getuleysi, núverandi stjórnar Republíkana er hæst í Norðaustur og Miðvesturríkjunum.

Þróunin virðist hins vegar ætla að verða önnur en Mahtesian og strategistar Demokrata bjuggust við: Republíknar eru þegar farnir að flýja flokkinn - áður en kosningarnar eru yfirstaðnar! Og það eru ekki miðjumenn í Vermont, Connecticut eða upstate New York sem eru að svíkja lit: Samkvæmt frétt Washington Post hafa fjölmargir frambjóðendur Republíkana í Kansas, af öllum stöðum, skipt um flokk seinustu vikur og mánuði. Og þetta eru ekki bara einhver opportunistic hornsíli, því í röðum liðhlaupanna er fyrrverandi formaður flokksins! Kansas hefur verið öruggt vígi Repúblíkanaflokksins enda vann Bush yfirburðasigur á Kerry 2004 í Kansas.

Það eru tvær hugsanlegar skýringar á þessari þróun: Talsmenn Repúblíkana í Kansas segja að liðhlauparnir séu allir tækifærissinnar sem hafi áttað sig á því að Demokrataflokkinn í fylkinu skorti leiðtoga, og séð fyrir sér að þeir yrðu verðlaunaðir af Demokrötum fyrir svikin. Flokkssvikararnir halda því hins vegar fram að þeir hafi flúið Repúblíkanfalokkinn vegna þess að þeim hafi ekki lengur verið líft innan um ofstækismenn sem vilja láta kenna sköpunarsögu biblíunnar í skólum, gleðjast yfir árásum á fóstureyðingarlækna og hafa meiri áhuga á að lækka skatta en að sjá til þess að nauðsynlegasti infrastrúktúr samfélagsins sé í sæmilegu ástandi.

Sennilega eru báðar skýringarnar réttar: "tækifærissinnarnir", sem flestir eru einhverskonar hægrisinnaðir miðjumenn, voru tilbúnir til þess að láta sig hafa að vera í liði með "the social conservatives", þ.e. ofstækissinuðum og óupplýstum afturhaldsmönnum, svo lengi sem hinir síðarnefndu voru við völd. Nú, þegar bæði "the neocons" og "the social conservatives" virðast vera að missa fótanna verður vistin í "stóra tjaldinu" mun minna aðlaðandi. Og það eru góðar fréttir.

Whatever happens, Kansas State University political scientist Joseph A. Aistrup said, the duel between Republican moderates and conservatives will no doubt continue. He said the party switchers represent a "temporary setback" for the state GOP.

"The cultural conservatives have lost before, and they just keep on coming back," Aistrup said. "They don't pick up their marbles and go home."

Auðvitað munu "the social conservatives" ekki hverfa af sjónarsviðinu þó demokratar vinni í kosningunum í nóvember. En ef Demokratarnir ná að sigra Repúblíkanana sæmilega "sannfærandi", og ef þeim tekst að fella nokkra af háværustu talsmönnum "moral values" af þingi, t.d. Rick Santorum, getur það orðið til þess að það verði einhverskonar uppgjör innan Republíkanaflokksins á milli sæmilega skynsamra íhaldsmanna og frjálshyggjuarmsins annarsvegar og svo trúarofstækismannanna og afturhaldsaflanna hins vegar.

Og það eru fleiri merki um "stóra tjaldið" sé í vandræðum, og að hinir mörgu hópar hægrimanna sem Reagan sameinaði á níunda áratugnum séu að fjarlægjast hvorn annan: LA Times var í morgun með frétt þess efnis að Evangelicals séu farnir að starfa með Demokrötum í umhverfismálum, en það hefur verið eitt af helstu áhugamálum margra repúblíkana að halda því fram að gróðurhúsaáhrifin séu einhverskonar ímyndunarveiki í vinstrimönnum.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband