Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Verstu heimasíður frambjóðenda til bandarísku þingkosninganna

Gömul seníl gamalmenni þurfa líka sína fulltrúa.jpg

Cnet hefur tekið saman lista yfir 17 verstu heimasíður kosningabaráttunnar - og það er augljóst að smekkur manna og skopskyn er misjafnt. Eða kannski er það frekar að smekkleysi manna er misjafnlega mikið. Besta heimasíðan er þó vafalaust síða Kay Granger, sem er repúblíkani og í framboði í Texas. Kay virðist hafa komist á lista vegna uppskriftar sem hún birtir að einhverju sem hún kallar "Easy, Killer Margaritas".

Uppskriftin er:

     Frozen Limeade (any size)
     Tequila (your choice)
     Beer (your choice)

Empty the limeade into a pitcher. Using the empty can as a measure, add 1 can of tequila and 1 can of beer to the pitcher

Stir and pour over ice. Squeeze wedge of fresh lime on top.

Kannski drekkur fólk svonalagað í Texas, en ég hef aldrei áður heyrt um bjór-tequila kokteila, sérstaklega ekki þegar það eru jöfn hlutföll af tequila og bjór! Mín reynsla er reyndar að bjór og tequila, blandað saman, sé einmitt "killer", og ekki í neinni jákvæðri merkingu.

Listi Cnet er hreinasta unun fyrir áhugafólk um ljótar heimasíður.

M


Bandaríkjaher vill ekki að hermenn séu að skoða "vinstrisinnuð" blogg

vinstripólítík og grín með frambjóðendur repúblíkana er BANNAÐ.jpg

Undanfarna daga hafa orðrómar gengið um veraldarvefina um að bandaríkjaher hafi lokað á aðgang hermanna að fjölmörgum "vinstrisinnuðum" bloggsíðum, og líka bloggsíðum, eins og Wonkette, sem fást aðallega við að flytja fréttir af Macaca Allen og Krazy Kitty Harris, og eru aðallega á móti foráttuheimsku og spillingu. Þegar hermenn í Írak reyna að opna heimasíðu Wonkette birtast eftirfarandi skilaboð:

forbidden, this page (http://www.wonkette.com) is categorized as (Personal Pages) ALL SITES YOU VISIT ARE LOGGED AND FILED.

CNN fjallaði um þetta sérkennilega mál í fyrradag, og Wonkette birti einnig tölvupóst sem þeir fengu frá landgönguliða í Írak:

I  am currently stationed in Al Taqaddam, Iraq with the Marines…you’ve done a short piece about this before, but this is getting ridiculous.

It seems that every non-conservative politics website has been blocked by our firewall guys…including your site. The reason it is blocked is because it is a “personal page.” Which means they don’t have a reason to block it … but they want to block it, so they do. This was done recently, just in time for mid-term elections. As I said, it was not only your website, I have gone through lists of liberal sites and most of them are blocked. I’ve also taken the time to go to some conservative sites….none of which are blocked.

I don’t have the words to describe how I feel. They have sent me to this desert three times…each time saying that we are defending freedom…which is BS and everyone knows it. And on top of that they have taken away many of the freedoms that we are supposedly fighting for….

I don’t think there is much anyone can do about this, but I just wanted you to know that this was still going on.

Þessar skemmtilegu fréttir berast á sama tíma og Worldwide Press Freedom Index kemur út, en samkvæmt því eru Bandaríkin í 53 sæti ásamt Botswana og Króatíu. Ísland fær að sitja í efsta sæti með frændum okkar í Finnlandi, þrátt fyrir að stjórnmálamönnum á Íslandi leyfist að panta hvaða fréttamenn taka við þá viðtöl.

M

ps. ég er hræddur um að ég muni ekkert skrifa þessa helgi - tölvan virðist hafa smitast af einhverjum sérlega íllskeyttum forritsbut, og mér er sagt að eina lækningin við þessum sé að setja allt stýrikerfið upp aftur, sem er bæði leiðinlegt og tímafrekt!


Hryðjuverkamenn kjósa demokrataflokkinn

Rumsfeld prepares to use the sith force lightning.jpg

Ein aumasta röksemdafærslan fyrir því að Repúblíkanar séu þeir einu sem hægt sé að treysta til þess að leiða Bandaríkin í stríðinu gegn hryðjuverkum er að hryðjuverkamennirnir séu allir einhverskonar demokratar, og að hryðjuverk og árásir á bandaríska hermenn í Írak séu allt partur af einhverskonar kosningaherferð Al-Qaeda fyrir Demokrataflokkinn. Ég hef svosem ekki persónulega séð neinar sannanir fyrir því að Abu Musab al-Zarqawi hafi ekki verið meðlimur í Demokrataflokknum, en það getur varla skipt nokkru máli hvort hryðjuverkamennirnir vilji að Demokratar eða Repúblíkanar vinni í kosningunum í nóvember. Kosningar snúast um að velja hæfasta fólkið til þess að stjórna og leiða þjóðir. Þær eru ekki tækifæri til þess að senda skilaboð til fanatíkusa í fjarlægum löndum.

En Repúblíkanar vita auðvitað að það myndi enginn heilvita manneskja sem hefur fylgst eitthvað með fréttum komast að þeirri niðurstöðu að þeir væru réttu mennirnir til þess að stýra Bandaríkjunum. Þá er um að gera að sannfæra kjósendur um að Al-Qaeda yrði ægilega svekkt ef Repúblíkanar vinni. Og fyrst það er ekki hægt að sigra Al-Qaeda og "the insurgents" í Írak er allavegana hægt að ergja þá með því að kjósa Santorum og Conrad Burns?!

Í útvarpsviðtali hjá Scott Hennen, sem er talk radio host í Norður Dakota, lýsti Donald Rumsfeld því yfir að terroristarnir væru allir að vonast eftir sigri demokrata:

MR. HENNEN: I have a source in the Pentagon that has told me that recently there was a website of one of the terrorist groups, and I believe it might even be multiple websites, that are specifically in Arabic talking about influencing our elections in two weeks, about how the next two weeks is very crucial; the violence needs to be ramped up so as to influence the elections. Is that true?

SEC. RUMSFELD: I have seen those reports that there are terrorist websites that say that. It would be logical, obviously. It worked in Spain. And these people are smart. They're vicious. They're determined. And they watch very carefully what's taking place in the United States. They know there's this coming up. And I wouldn't doubt it for a second.

Rumsfeld hélt því fram að það væri "rökrétt" að hryðjuverkamenn væru að reyna að skapa glundroða til þess að demokrötum myndi ganga betur, og tók heilshugar undir analýsu Hennen:

Here they are, getting up every day saying, “We’ve got an election in two weeks in America, gang, and we want to change horses over there because we don’t like the folks we’re having to deal with now; they’re a little tough on us. So let’s get out there and let’s make some noise.

Rumsfeld er ekki einn um þessar kenningar. Dick Cheney, Bush og Tony Snow hafa undanfarna viku allir reynt að halda þessu sama fram:

Dick Cheney:

... the terrorists are actually involved and want to involve themselves in our electoral process, which must mean they want a change

George Bush:

There’s certainly a stepped up level of violence, and we’re heading into an election. … They [Al Qaeda] believe that if they can create enough chaos, the American people will grow sick and tired of the Iraqi effort and will cause government to withdraw.

Tony Snow:

And as Lieutenant General Caldwell said today in his briefing in Baghdad, it is possible, although we don't have a clear pathway into the minds of terrorists, it is possible that they are trying to use violence right now as a way of influencing the elections.

Það er vissulega rétt að við höfum ekki "a clear pathway into the minds of terrorists" og það má guð einn vita hvað þeir eru að hugsa. Hvað þeir ætli að hafa í kvöldmatinn á laugardaginn? Hvað málið sé eiginlega með Madonnu og Malawi ættleiðinguna? Hvort Brad Pitt sé ekki betur settur með Angelínu Jolie, enda hún miklu sætari og flottari en Jennifer Aniston? Hver veit. Kannski eru einhverjir þeirra líka að hugsa um kosningarnar í nóvember.

En þegar Bush er spurður hreint út, hvort hann hafi einhverjar heimildir fyrir því að hryðjuverkamenn eða "the insurgents" séu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar í nóvember, er svarið einfalt: nei!

STEPHANOPOULOS: So they’re trying to influence the elections?

BUSH: It could be. I don’t know. I haven’t - I don’t have any intelligence that says that.

M


Bandaríkjaher sendir hermönnum í Írak ítarlegar leiðbeiningar um hvernig eigi að kjósa frambjóðendur Repúblíkana

Joe Negron er greindarlegur maður.jpg

Þegar Mark Foley sagði af sér þingmennsku, í kjölfar tölvupóstsendinga, þóttust demokratar nokkuð öruggir með að vinna sæti Foley í Flórída. Það var nefnilega of stutt til kosninga til þess að hægt væri að taka nafn Foley af kjörseðlinum. Kjósendur Repúblíkana yrðu því að láta sig hafa að greiða pervertinum Foley atkvæði á kjördag. Að vísu myndu öll atkvæði Foley teljast hafa fallið Joe Negron í skaut - en flokknum tókst að fá Negron til að taka sæti Foley. Semsagt: nafn Foley er ennþá á kjörseðlum, en ekki nafn Joe Negron. Þeir sem vilja greiða Negron atkvæði þurfa því að krossa við Foley.

Þetta er allt mjög, mjög flókið, og herinn, sem þekkir sitt fólk, sá því ástæðu til þess að senda öllum hermönnum frá Flórída nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þeir ættu að kjósa frambjóðanda Repúblíkana þegar þeir gengju að kjörborðum 7 nóvember. Herinn sá hins vegar enga ástæðu til þess að minnast á að það væru aðrir í framboði en Foley, svo Tim Mahoney, frambjóðandi demokrata neyddist til þess að senda annað bréf til hermanna, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að það væri líka hægt að kjósa sig...

Bréf hersins:

Special Instructions for Voters in the 16th Congressional District of Florida

On September 29th, Mark Foley resigned from the United State House of Representatives. He also withdrew as the Republican Candidate for the House of Representatives in Florida's 16 th District.

Pursuant to Florida Law, the Florida Republican Party nominated Joe Negron as the Republican Candidate in the 16th District replacing Foley. Pursuant to Section 100.111(4) of Florida Statute, Foley's name will remain on the ballot for both absentee and regular ballots. Any votes cast for Foley will count towards the total of the substitute candidate.

Voters from Florida's 16th Congressional District should be aware that any votes cast for Mark Foley will be counted toward the total of Joe Negron. Additionally, voters who wish to cast a vote for Joe Negron should cast their vote for Mark Foley.

Foley og Negron eru nefndir á nafn níu sinnum, og Repúblíkanaflokkurinn þrisvar. Það er augljóst hvernig herinn vill að menn kjósi! Myndin að ofan er af Negron.

M


Limbaugh neitar að hafa beðið stofnfrumumorðingjann Michael J Fox afsökunar

Rush.jpg

Rush Limbaugh, sem er hvorki læknir né sérlega vel gefinn, lýsti því um daginn yfir að sjúkdómseinkenni leikarans geðþekka, Michael J Fox, sem þjáist af Parkinsonsveiki, væru eintómur tilbúningur. Fox væri að gera sér upp kippi og ið bara til þess að fá bandaríkjamenn til þess að kjósa frambjóðendur sem hafa stofnfrumumorð á stefnuskrá sinni!

Svo bárust fréttir af því að Limbaugh hefði beðist afsökunar. En allskonar bloggarar og fréttaskýrendur hættu samt ekki að gera grín að læknisfræði Limbaugh, svo hann einfaldlega tók afsökunarbeiðnina til baka!

I stand by what I said. I take back none of what I said. I wouldn’t rephrase it any differently. It is what I believe; it is what I think. It is what I have found to be true.

Og það eru fleiri en Limbaugh sem hafa vit á læknisfræði. Brian Kilmeade þáttarstjórnandi á Fox and Friends hefur nefnilega verið að horfa á sjónvarpið, og Boston Legal þátt sem Michael J. Fox lék í, og hann tifaði og skalf ekkert í Boston Legal! Að vísu man Brian ekki hvað sjónvarpsþátturinn hét, og það er rétt mögulegt að hann hafi verið að rugla Michael J Fox saman við William Shatner?

MANCOW: Hey guys, what you think about this Michael J. Fox thing? I mean, you can’t win. You can’t win attacking that guy. It’s like Cindy Sheehan, her son died. I hate this stuff. You can’t win. Michael J. Fox on TV, he wins. Don’t you agree?

GRETCHEN: Yeah, you know. It’s so tough to watch that commercial and I just think you’re better off not touching the whole thing.

BRIAN: But, that’s an easy way out. You’re talking about - you’re talking about stem cell research. That’s a heated debate, it’s an intellectual debate. And I also think that Michael J. Fox —

MANCOW: You don’t have to vote for his candidate.

BRIAN: Right. Michael J. Fox on “Boston Common” (sic) looked great. I mean, I know they cut it different and edit it different, but he looked fantastic.

MANCOW: I talked to William Shatner about it —

GRETCHEN: Yeah, but there’s no doubt he’s seriously ill.

MANCOW: You’re talking about “Boston Legal,” he was fine.

BRIAN: “Boston Legal,” yeah.

M


Bandaríska tollgæslan má gera ferðatölvur flugfarþega upptækar - án nokkurar skýringar

Customs agents.jpg

Það er því vissara að geyma ekki sannanir um alþjóðlega glæpastarfsemi, njósnir og hryðjuverk á harðadisknum þegar maður ferðast! Herald Tribune fjallaði í morgun um heimild bandarísku tollgæslunnar til að gera ferðatölvur flugfarðega upptækar. Fæstir hafa hugmynd um þessa heimild, en tollgæslan getur án þess að gefa neina skýringu gert tölvur upptækar og svo setið á þeim eins lengi og þeim sýnist meðan þeir eru að fara yfir allt sem tölvan hefur að geyma. Herald Tribune segist hafa heimildir um að saklausir ferðalangar hafi beðið meira en ár eftir því að fá tölvur til baka -

Appeals are under way in some cases, but the law is clear. "They don't need probable cause to perform these searches under the current law," said Tim Kane, a Washington lawyer who is researching the matter for corporate clients. "They can do it without suspicion or without really revealing their motivations." ... Laptops may be scrutinized and subject to a "forensic analysis" under the so-called border search exemption, which allows searches of people entering the United States and their possessions "without probable cause, reasonable suspicion or a warrant," a federal court ruled in July.

Í ljósi þess að tollyfirvöld virðast mega halda tölvum eins lengi og þeim sýnist er sennilega skynsamlegt að taka afrit af öllum gögnum áður en maður tekur fartölvuna með sér til eða frá Bandaríkjunum!

M


Bush, Rumsfeld og Tony Snow ósammála um hvað forsetinn hafi yfirleitt átt við með "stay the course"

Stay the Course.jpg

Um daginn hélt George Bush því fram að hann hefði aldrei sagt að Bandaríkin yrðu að "stay the course" í Írak - og að hann væri altaf opinn fyrir nýjum hugmyndum og væri alltaf að leita að nýjum leiðum til að vinna stríðið í Írak. Þetta fannst öllum sem hafa opnað dagblað eða kveikt á kvöldfréttum undanfarin tvö til þrjú ár vera merkilegar fréttir, því Bush hefur ekki tjáð sig um stríðsreksturinn í Írak án þess annaðhvort lýsa því yfir að stríðið væri unnið, það væri við það að vinnast, eða að það yrði að "stay the course".

Þó Bush og ríkisstjórn hans hafi reyndar gert útúrsnúninga og veruleikaviðsnúning að einkennisorðum sínum, virðist sem þetta seinasta útspil forsetans standi aðeins í nánustu samverkamönnum hans. Tony Snow reyndi að útskýra hvað forsetinn hefur verið að segja:

Q Tony, it seems what you have is not "stay the course." Has anybody told the President he should stop calling it "stay the course" then?
MR. SNOW: I don't think he's used that term in a while.
Q Oh, yes, he has, repeatedly.
MR. SNOW: When?
Q Well, in August, because I wrote a story saying he didn't use it -- and I was quite sternly corrected.
MR. SNOW: No, he stopped using it.
Q Why would he stop using it?
MR. SNOW: Because it left the wrong impression about what was going on. And it allowed critics to say, well, here's an administration that's just embarked upon a policy and not looking at what the situation is, when, in fact, it's just the opposite. The President is determined not to leave Iraq short of victory, but he also understands that it's important to capture the dynamism of the efforts that have been ongoing to try to make Iraq more secure, and therefore, enhance the clarification -- or the greater precision.
Q Is the President responsible for the fact people think it's stay the course since he's, in fact, described it that way himself?
MR. SNOW: No.

Með öðrum orðum, forsetinn hefur ekki notað þetta orðalag í langan, langan tíma, og þess utan er ekki hægt að ætlast til þess að forsetinn taki ábyrgð á því að fólk taki mark á því sem hann segir: Hann meinti aldrei að það ætti að "stay the course" þegar hann notaði það orðalag, og það er ekki honum að kenna að fólk hélt að hann væri að segja "stay the course".

Og það besta er að við eigum ekki heldur að taka mark á því þegar forsetinn heldur því fram að hann hafi aldrei sagt "stay the course"... Donald Rumsfeld sagði í viðtali við Sean Hannity að stefna forsetans væri eftir sem áður "stay the course"...

HANNITY: A lot of debate has no emerged over the phrase “stay the course,” and what that actually means. “Well, the President is backing away from staying the course.”

RUMSFELD: Aww, that’s nonsense.

HANNITY: He’s not backing away from staying the course?

RUMSFELD: Of course not. The concern was that it gave opponents the chance to say, “Well, he’s not willing to make adjustments,” and of course, just the opposite is true.

Semsagt: forsetinn hefur aldrei sagt að stefna Bandaríkjanna væri "stay the course" - Tony Snow segir að það eigi hvort sem er ekki að taka mark á forsetanum, og Rumsfeld segir að það hafi aldrei hvarflað að forsetanum að það ætti ekki að "stay the course"? En svo kemur Tony Snow aftur, og núna er hann búinn að komast að því að forsetinn sagði kannski einhverntímann "stay the course". Nákvæmlega 8 sinnum. Ekki meira! (Think Progress tók saman lista yfir 30 skipti sem forsetinn hefur opinberlega sagt að það yrði að "stay the course".)

Update: DNC (Democratic National Committee) hefur sent frá sér sjónvarpsauglýsingu þar sem Bush, Snow og Cheney skiptast á að segja "stay the course, stay the course, stay the course" og svo er skipt yfir í Bush að segja "we have never been stay the course" - ásamt skilaboðum frá DNC: MR President, America deserves more than a change in rhetoric, America deserves a change in policy". Það er hægt að sjá auglýsinguna á Americablog.

M


Limbaugh segir að Michael J Fox sé að ímynda sér Parkinsonsveikina, Cubin, frambjóðandi repúblíkana í Wyoming hótar að lemja mann í hjólastól...

Limbaugh OxyContin.jpg

Michael J Fox hefur gert nokkrar auglýsingar þar sem hann lýsir yfir stuðningi við frambjóðendur sem styðja stofnfrumurannsóknir. Republíkanar hafa hins vegar bitið það í sig að rannsóknir á stofnfrumum væri einhverskonar reginsynd og að það þurfi að berjast með kjafti og klóm gegn framförum í læknavísindum. Svo er ekki heldur nein ástæða til þess að gera rannsóknir á stofnfrumum, því þessir aumingjar sem þykjast þjást af allskonar ólæknanlegum sjúkdómum, eins og Parkinsonsveiki, eru allir að feika það! Og það í pólítískum tilgangi: Þetta er eitt allsherjar samsæri...

Eða það er allavegana kenning Rush Limbaugh. Á mánudaginn ásakaði Limbaugh Michael J. Fox nefnilega um að gera sér upp sjúkdómseikenni í aulgýsingunni:

LIMBAUGH: Now, this is Michael J. Fox. He's got Parkinson's disease. And in this commercial, he is exaggerating the effects of the disease. He is moving all around and shaking. And it's purely an act. This is the only time I have ever seen Michael J. Fox portray any of the symptoms of the disease he has. ... this is really shameless of Michael J. Fox. Either he didn't take his medication or he's acting, one of the two. (Sjá Media Matters)

Það er hægt að hlusta á upptöku af Limbaugh og horfa á auglýsingu Michael J Fox á Crooks and Liars. Limbaugh er reyndar herramaður, og veit að það er ljótt að ráðast á veikt fólk, svo hann bætti við að hann myndi biðjast afsökunar ef hann væri að bera Fox röngum sökum. Og þá ruku auðvitað upp allskonar fólk sem er í forsvari fyrir samtök fólks með ímyndunarveiki á borð við þá sem Michael J. Fox á að þjást af. Og eitthvað fólk sem þykist vera læknar og vísindamenn:

"Anyone who knows the disease well would regard his movement as classic severe Parkinson's disease," said Elaine Richman, a neuroscientist in Baltimore who co-wrote "Parkinson's Disease and the Family." "Any other interpretation is misinformed."

Limbaugh ákvað að kannski hefði hann gengið aðeins of langt. Hann þarf líka að passa sig á að móðga læknastéttina ekki of mikið, því hann þarf að hafa einhvern til að skrifa upp á Viagra, OxyContin og önnur verkjalyf - en siðgæðispostulinn Limbaugh er nefnilega pilludópisti... 

"Now people are telling me they have seen Michael J. Fox in interviews and he does appear the same way in the interviews as he does in this commercial ... All right then, I stand corrected. . . . So I will bigly, hugely admit that I was wrong, and I will apologize to Michael J. Fox, if I am wrong in characterizing his behavior on this commercial as an act."

En Limbaugh er ekki maður sem gefst upp, og hann var fljótur að fara aftur í sókn: 

"Michael J. Fox is allowing his illness to be exploited and in the process is shilling for a Democratic politician."

Það verður reyndar að segjast að Limbaugh hótaði þó ekki að beita Fox líkamlegu ofbeldi. Repúblíkönum mislíkar nefnilega allt fólk með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma. Sérstaklega ef það er svo ósvífið að vera í hjólastól og hafa aðrar pólítískar skoðanir en foringjinn. Barböru Cubin, frambjóðandi Repúblíkana í Wyoming var svo ofboðið aumingjaskapurinn og hortugheitin í frambjóðanda Frjálshyggjumanna Thomas Rankin, en Rankin þjáist af multiple sclerosis og er bundinn við hjólastól, að hún gekk upp að honum og skoraði hann á hólm - ef hann væri nógu mikill maður til að standa á fætur:

"My aide and I were packing up to leave the debate, and Barbara walked over to me and said, 'If you weren't sitting in that chair, I'd slap you across the face.' That's quote-unquote," Rankin said.

Cubin neitar að hafa gert neitt rangt. Samkvæmt blaðafulltrúa hennar var Cubin í fullum rétti þegar hún hótaði Rankin barsmíðum:

Mr. Rankin misrepresented Mrs. Cubin's positions and insulted her integrity during the debate. When she approached him after the debate, he said something not very complimentary. She responded. It was a private conversation. She's over it.

Akkúrat svona á maður að vinna kjósendur á sitt band. Hóta öryrkjum og sjúklíngum líkamsárásum!

M


Olbermann á MSNBC: Repúblíkanaflokkurinn: "The leading terrorist group in the US"

Olbermann.jpg

Olbermann hefur undanfarnar vikur og mánuði orðið stöðugt beinskeyttari í árásum sínum á Bush stjórnina og Repúblíkanaflokkinn. Reyndar er ekki rétt að kalla umfjöllun Olbermann árásir, því það eina sem hann hefur gert er að benda á óþæilegar staðreyndir og segja það sem flest sæmilega skynsamt og heiðarlegt fólk hefur verið að segja í hljóði undanfarin fimm, sex ár.

Nýjasta dæmið er umfjöllun Olberman um nýja auglýsingu Repúblíkanaflokksins sem notar Al-Qaeda myndskeið til þess að hræða kjósendur til að kjósa repúblíkana í nóvember. Olbermann flettir upp í Websters og kemst að þeirri niðurstöðu að Repúblíkanaflokkurinn sé sjálfur sekur um terrorisma, og sé tvímælalaust "the leading terrorist group in this country".

Sjá myndbandið hér.


Kristilegt sælgæti: Testamints, Noahs Gummy Bears, Bible Bar

biblebar.gif

Kristnir bandaríkjamenn geta farið út í búð og keypt eiginlega allt það sama og við hin, sem erum einhverskonar trúleysingjar, nema að það er búið að stimpla "jesús" eða eitthvað álíka á allan neysluvarninginn þeirra. Þannig þurfa sannkristnir ekki að neita sér um neitt! Ég veit ekki hvort þetta geti flokkast undir "sub-kúltúr", því þessi kristna neyslumenning hefur allt það sama og hefðbundin neyslumenning. Hún er eiginlega nákvæm spegilmynd hversdagsleikans, nema það er búið að sáldra biblíuversum og jesúmyndum yfir alltsaman.

Það eru auðvitað alltaf eitthvað sem er of heiðið eða satanískt til þess að guðrhræddir evangelistar geti tekið þátt í því. Til dæmis Halloween. En núna geta foreldrar andað léttar og tekið þátt í hátíðarhöldunum með góðri samvisku, þökk sé Bible-themed sælgæti sem Belief net mælir með:

Looking for a religious alternative to traditional Halloween candy? Beliefnet's panel of experts spent hours tasting and analyzing several spiritually-minded sweets, so you don't have to.

Mér leist eiginlega best á the Testamints og The Bible bar. Testamintunum er lýst þannig: 

Once you pop, you can't stop! These scripture-wrapped mints are downright addictive. Not too minty, yet soft enough to melt in your mouth. According to the maker, these mints were created to turn "a pagan holiday into something to glorify God."

Samkvæmt guðfræðinni er nefnilega nóg að vefja hvaða vitleysu eða ósóma sem er inní biblíuna, og þá voila: allur ósóminn eða vitleysan farin, og eftir stendur eitthvað sem "glorifies God". Það eru nefnilega pakkningarnar sem skipta öllu máli...

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband