þri. 19.12.2006
Meira um mann ársins, þ.e. bloggarar og blogglesendur: alltsaman djöfuls narssissismi...
Það hafa sennilega flestir blogglesendur tekið eftir því að Time magazine útnenfndi þá "menn ársins" - ritstjórum Time þótti að lesendur veraldarvefjanna væru það mikilvægt fólk að þeir ættu, allir með tölu, rétt á þessari merkilegu nafnbót: maður ársins.
En það eru ekki allir jafn upprifnir yfir þessari útnefningu. George Will, sem er annálaður kverúlant og sjálfhverfungur, og er þessutan dálkahöfundur fyrir Washington Post (ég skrifaði nýlaga þessa færslu um orðhengilshátt Will) lýsti því t.d. yfir á ABC að bloggarar væru upp til hópa frekar ómerkilegt og narssissískt fólk:
Its [blogging] about narcissism, which is why a mirror is absolutely perfect. So much of what is done on the web is people getting on there and writing their diaries as though everyone ought to care about everyones inner turmoils. I mean its extraordinary.
Ég hef svosem lesið eitt eða tvö blogg sem ganga út á narssíska sjálfskoðun, sjálfspeglun og vangaveltur um innra sálarlíf og tilfinningarót á borð við þá sem Will George hatar svona hræðilega mikið. En ég veit ekki hvort það sé endilega rétt að blogospherið allt sé einhverskonar allsherjar egómanía.
Það sem er kannski merkilegast er að bandarískir stjórnmálabloggarar veittu þessu ummælum Will eiginlega meiri athygli en útnefning Time á manni ársins. Og svo virðist sem bloggarar séu frekar sammála Will en hitt! (þ.e. fyrir utan hörðustu liberal bloggerana sem er í nöp við Will af því að hann er Repúblíkani) Yfirleitt hafa bloggarar nefnilega tekið frekar kuldalega, eða kannski frekar kaldhæðnislega, í þessa útnefningu Time. Sjá t.d. Wonkette/Gawker, sem sér í þessari útnefningu Time tilraun til að höfða til sjálfhverfu allra netverja.
Coulmbia Journalism Review fjallar um þessi sérkennilegu viðbrögð blogsphersins í grein í morgun:
Oddly, bloggers don't seem as tickled by the honor as we might have expected. Most write the story off as a cop-out, suggesting that Time is simply pandering to advertisers, and that the story is either old news or just not newsworthy.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.