Núna um helgina var haldinn einhverskonar samkoma á vegum Family Research Council, "Value voters summit", og þar voru samankomnir allir helstu hugmyndasmiðir og lýðskrumarar þessa arms republikanaflokksins, Sean Hannity, Ann Coulter, Newt Gingrich, Bill Bennett, Fylikisstjórarnir Mitt Romney og Mike Huckabee, Senatorarnir George Allen og Sam Brownback, auk allskonar presta og predíkara. Í stuttu máli allir helstu talsmenn þess að ríkisvaldinu sé breytt í siðgæðisvörð.
Samkvæmt Marilyn Musgrave (R-CO), er alvarlegasta og mest áríðandi málið sem bandaríska þjóðin stendur frammi fyrir, ekki stríðið, hryðjuverk eða fjárlagahallinn, nei, það eru allir hommarnir! Þetta sagði hún um hjónabönd samkynhneigðra:
"This is the most important issue that we face today. She told the audience that when youre in a cultural war like this, you have to respond with equal and hopefully greater force if you want to win, and warned that the future is grim if gay marriage is not banned.
Aðrir fundargestir höfðu samskonar áhyggjur af samkynhneigð - sem er víst einhverskonar satanískt samsæri, kokkað upp í dýpstu pyttum vítis af lúsífer sjálfum... McKissic prestur við Cornerstone Baptist Church í Texas sagði að "the gay rights movement was inspired from the pit of hell itself, and has a satanic anointment. Það vantar ekki! Og þegar maður er að fást við svona andstæðinga dugar ekkert annað en guðlegur innblástur. Wellington Boone, sem er víst einhverskonar biskup í sinni eigin kirkju, "Wellington Boone Ministries":
I want the gays mad at me. Boone said that while the gays are saying a few things about him, theyre not coming at me strong. ... Back in the days when I was a kid, and we see guys that dont stand strong on principle, we call them faggots. [People] that dont stand up for whats right, we say, Youre sissified out! Youre a sissy! That means you dont stand up for principles.
Meðal gesta voru aðrir merkismenn, meðal annars George "Macaca" Allen, en í hans ungdæmi voru menn eins og Boon víst kallaðir surtir, og fengu afskorin dýrshöfuð í póstinum... (sjá þessa færslu mína fyrr í vikunni) En Allen og Boone geta ábyggilega verið sammála um andstyggilegheit samkynhneigðar? Þessi fagri félagsskapur mannvina telur sig vera fulltrúa hins þögla meirihluta siðprúðra og sannkristinna "value voters".
Þetta er orðinn gamall, og frekar leiðinlegur söngur. Ég hef lesið ótal greinar og bloggfærslur, og tekið þátt í óteljandi samræðum þar sem fárast er yfir því að republikönum detti aldrei neitt nýtt í hug: Helstu kosningamál þeirra séu alltaf þau sömu. Fánabrennur, hommaógnin hræðilega og fóstureyðingafaraldurinn. Og stundum hugsa ég með mér að blaðamenn og bloggarar hljóti að fá leið á því að skrifa um hversu furðulegt það sé að annar af stærstu stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna - flokkur sem nýtur stuðnings nærri helmings þjóðarinnar - skuli virkilega bjóða kjósendum upp á svona pólítík. Það er auðvelt að hrista hausinn og segja sem svo að þetta fólk sé ekki alveg í lagi í höfðinu, það sé of heimskt til að geta tekið þátt í samfélagi siðaðra manna, það sé leitt áfram af lýðskrumurum og eiginhagsmunapoturum á borð við Allen og Santorum.
Vandræði Allen í Virginíu og Santorum í Pennsylvaniu benda hins vegar til þess að það séu takmörk fyrir því hversu langt stjórnmálamenn komist á því að höfða einvörðungu til hómfóbískra trúarofstækismanna. Þó við sem fylgjumst með stjórnmálum vitum fullvel hvaða skoðanir Allen og Santorum hafa - virðist meðalkjósandinn hins vegar fullkomlega blindur. En viti menn, þegar dagblöð og sjónvarp byrjuðu að flytja fréttir af rasisma Allen tók fylgi hans að hríðfalla. Meðan hann gat haldið uppi einu andliti gagnvart venjulegum, óupplýstum kjósendum, og öðru gagnvart skítaelementinu í flokknum, var endurkjör hans nokkurnveginn tryggt.
Ég var eiginlega búinn að komast á þá skoðun að það væri tímaeyðsla að vera að velta sér uppúr hómófóbíu, rasisma og öðrum andstyggilegum skoðunum þingmanna republikana - því ég hafði látið blekkjast af áróðursmaskínu flokksins, sem heldur því fram að meirihluti bandarísku þjóðarinnar hefði velþóknun á svoleiðis tali, og hafi ekki áhuga á öðru en fóstureyðingum og samkynhneigð. Fylgistap Santorum, og nú Allen, virðist hins vegar benda til þess að bandarískum almenningi sé ekki alls varnað.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Satanismi | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.