mán. 15.10.2007
Um hvað snýst S-Chip og árás Bush á almannatryggingar?
Um daginn skrifaði ég færslu um "S-Chip", sem er eitt mikilvægasta hitamálið í bandarískum stjórnmálum þessa dagana. Í sunnudagsblaði New York Times er síðan fjallað um viðbrögð þingmanna Repúblíkana við nýlegri ákvörðun George Bush um að beita neitunarvaldi á lög um áframhaldandi ríkisstuðning við verkefnið.
Þingmenn sem blaðið ræðir við telja að forsetinn geri sér enga grein fyrir því hversu óvinsæl akvörðunin sé, og hversu mikil vandræði hún muni skapa flokknum í komandi kosningum. Vandamálið, samkvæmt þingmönnum Repúblíkana sem New York Times ræðir við, er að forsetinn eða flokkurinn hafi ekki boðið kjósendum upp á neina valkosti - eina sem forsetinn hafi fram að færa í heilbrigðis og almannatryggingamálum sé að beita neitunarvaldi á verkefni sem gagnast fátækum og veikum börnum, og nýtur stuðnings mikils meirihluta kjósenda OG þingmanna!
John Stewart benti líka á að það væri eins og Bush væri að reyna að breyta sér í teiknimyndasöguíllmenni, og að hugmyndir hans um velferðarmál eða samfélagsskipan væru fengnar að láni frá Charles Dickens... Á fimmtudaginn birti dagblaðið Roll Call (sem er lókaldagblað í Washington DC, og fjallar um innanbúðarfréttir úr þinginu) grein um sama mál. Blaðið ræddi við Repúblíkana sem töldu að ákvörðun forsetans myndi reynast flokknum dýrkeypt. Þingmaður sem blaðið ræddi við taldi ákvörðunina vera heimskulega pólítík:
Its stupid politics. The leadership is putting pressure on Members [to sustain the veto], promising to rebuild the brand. I dont know why our guys are following [Bush] into the sea like lemmings.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.