Klósettdóninn Larry Craig á NBC í kvöld

Fyrr í haust skrifaði ég nokkrar færslur um ævintýri öldungardeildarþingmannsins og klósettdónans geðþekka Larry Craig. (Hér, hér, hér, hér, hér, hér og hér!) Craig var, eins og frægt er orðið, handtekinn fyrir að reyna að stofna til kynferðislegra skyndikynna við lögreglumann á almenningssalerni á flugvellinum í Minneapolis/St Paul.

Að yfirheyrslu lokinni ákvað Craig að játa og greiða smávægilega sekt. Hann ákvað hins vegar að segja engum frá uppákomunni - ekki kjósendum eða kollegum sínum í Washington. Ekki einu sinni frú Craig. Sú hegðun var í góðu samræmi við augljósa sjúkdómsgreiningu á Craig, sem inniskápuðum og kynferðislega frústreruðum miðaldra manni sem vildi halda tvöföldu lífi sínu leyndu frá umheiminum.

En það er erfitt að halda því leyndu að maður sé handtekinn, sérstaklega ef maður er þingmaður! Og bloggarar, grínarar og blaðamenn skemmtu sér því konnglega við að gera grín að aumingja Craig þegar upp komst um salernisvenjur hans. Svo við vitnum í Craig sjálfan, "bad boy, a naughty boy... probably even a nasty, bad, naughty boy..."

Lesa afganginn HÉR, m.a. þrjú tónlistarmyndbönd um ævintýri Craig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband