43% Bandaríkjamanna halda að Saddam hafi verið á bak við 9/11

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_get_a_brain_morans.jpg

Samkvæmt könnun sem CNN gerði standur nærri helmingur bandarísku þjóðarinnar í þeirri trú að Saddam Hussein hafi persónulega verið viðriðinn árásir Al-Qaeda á Bandaríkin fyrir fimm árum síðan!

Asked whether former Iraqi President Saddam Hussein was personally involved in the September 11, 2001, terrorist attacks, 52 percent said he was not, but 43 percent said they believe he was. The White House has denied Hussein's 9/11 involvement -- most recently in a news conference August 21, when President Bush said Hussein had "nothing" to do with the attacks.

Það að forsetinn skyldi viðurkenna að Hussein hafi ekki verið viðriðinn 9/11 þótti bandarískum fjölmiðlum vera mjög merkilegt og mikilvægt skref!

Fyrir mánuði skrifaði ég stutta færslu um að 36% bandarískra kjósenda trúi því að það hafi fundist gereyðingarvopn í Írak. Það er ekki skrýtið að margir bandarískir kjósendur skuli ennþá styðja stríðið - fyrst þeir hafa jafn furðulegar ranghugmyndir um gang mála. Og það er líka skiljanlegt að fjölmiðlum hafi mistekist að gera út um þessar ranghugmyndir - það er varla hægt að ætlast til þess að alverlegir fréttamiðlar flytji fréttir þar sem ráðist er á jafn fráleitar og fáránlegar ranghugmyndir. Og í þessu liggur reyndar snilld Karl Rove. Hitler á að hafa sagt að ef maður lýgur nógu miklu slær maður vopnin úr höndum andstæðinganna - ef lýgin væri nógu stór vissu andstæðingarnir ekki hvar þeir ættu að byrja. En Karl Rove hefur tekið þessa hugmynd um 'stóru lýgina' á alveg nýtt stig, því stefna ný-íhaldsarms republikanaflokksins virðist vera að halda úti nógu fjarstæðukenndum lygum - því ef andtsæðigarnir reyna að hrekja þær lygar hljóma þeir sjálfir fullkomlega fáránlega.

En þrátt fyrir að misskilningur og ranghugmyndir stjórni afstöðu margra bandaríkjamanna til stríðsins í Írak er samt stór meirihluti þjóðarinnar á móti stríðinu! Í sömu könnun CNN kemur fram að 58% bandaríkjamanna eru andvígir stríðinu, og aðeins 39% fylgjandi.

En ef bandaríska þjóðin hefur ranghugmyndir um stríðið í Írak er merkilegt að venjulegir bandarískir hermenn hafa ennþá skuggalegir ranghugmyndir.

  • 72% bandarískra hermanna í Írak vilja að herinn verði kallaður heim innan árs (Herinn vill 'cut and run')
  • 37% hermanna í Írak halda hinsvegar að bandarískur almenningur sem vill að Íraksstríðinu ljúki sé 'unpatriotic'
  • 24% hermanna í Írak trúa því að markmið stríðsins sé að koma á lýðræði í Írak
  • 77% hermanna í Írak trúa því hins vegar að markmið stríðsins hafi verið að stöðva Hússein frá því að vernda og aðstoða Al Qaeda, og 85% (!) hermanna í Írak telja að þeir hafi verið sendir þangað til að hefna fyrir hlut Saddams í árásunum 11 september 2001!

Þessar tölur koma frá Zogby, og það er óhætt að mæla með því að fólk skoði afganginn af greininni, þó hún sé hálfs árs gömul.

Það sem er kannski merkilegast við þessar tölur allar er að þó margir bandaríkjamenn, og enn fleiri hermenn, hafi ranghugmyndir um tengsl stríðsins í Írak og 'stríðsins gegn hryðjuverkum', er samt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að herinn eigi að hörfa frá Írak. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Republikana (og einstaka seníla þingmenn frá Connecticut) sem ætla sér að vinna kosningar á því að stríðið gegn hryðjuverkum útiloki 'cut and run' í írak. En auðir og ógildir þurfa víst líka að eiga sína fulltrúa á þingi.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Má til með að benda þér á grein í NY Post sem mér fannst helv. fín.

ISLAM-HATERS: AN ENEMY WITHIN eftir Ralph Peters.

http://www.nypost.com/seven/09072006/postopinion/opedcolumnists/islam_haters__an_enemy_within_opedcolumnists_ralph_peters.htm

btw.

Hættu nú að trasha Joe.

Friðjón R. Friðjónsson, 8.9.2006 kl. 20:33

2 Smámynd: FreedomFries

Hætta að tala ílla um flokkssvikarann Joe Loserman? Ég ætti ekki annað eftir!

En við getum verið sammála um að vera ílla við marga aðra stjórnmálamenn, t.d. Katherine Harris? George "macaca" Allen? Ted "Bridge to nowhere" Stevens? Mig er reyndar búið að langa til að skrifa um Stevens nokkuð lengi - sérstaklega eftir að það komst upp um að hann stæði á bak við 'the secret hold' sem sett var á lagafrumvarp Coburn og Obama! Þú hefur fylgst með því, er það ekki?

Mér finnst reyndar vera sérkennilegt logn í allri stjórnmálaumræðu þessa daga, það er enginn hiti, eins og republikanarnir séu of hræddir til að láta heyra of mikið í sér, og demokratarnir of hræddir til að eiga fyrsta leikinn. Það eina sem gerist eru svona 'macaca moments' þar sem menn á borð við Allen, og Conrad Burns láta skína í kynþáttafordóma sína og (í tilfelli Burns og þessa Muslim Taxicabdrivers killing people pælingar) geðveilu.

Þess á milli eru það frekar óspennandi umræður um fjárlagahalla... blaah.

Það er reyndar við þessu að búast þegar aðal spennan snýst um þingið, en ekki öldungadeildina - kosningabarátta til öldungadeildarinnar er dýrari og hefur meiri 'national' prófíl, svo hún ratar í fjölmiðla. Hver hefur áhuga á óþekktum þingmönnum aðrir en sveitungar þeirra?

Möo. Þar til einhverjir senatorar og frambjóðendur til öldungadeildarinnar skemmtilegri en Lieberman fara á kreik ætla ég að halda áfram að tala um hann ;)

Þessi grein sem þú linkaðir á var ágæt - svona rhetorík er mjög vinsæl á AM radio.

Magnús

FreedomFries, 9.9.2006 kl. 19:58

3 Smámynd: FreedomFries

Hætta að tala ílla um flokkssvikarann Joe Loserman? Ég ætti ekki annað eftir!

En við getum verið sammála um að vera ílla við marga aðra stjórnmálamenn, t.d. Katherine Harris? George "macaca" Allen? Ted "Bridge to nowhere" Stevens? Mig er reyndar búið að langa til að skrifa um Stevens nokkuð lengi - sérstaklega eftir að það komst upp um að hann stæði á bak við 'the secret hold' sem sett var á lagafrumvarp Coburn og Obama! Þú hefur fylgst með því, er það ekki?

Mér finnst reyndar vera sérkennilegt logn í allri stjórnmálaumræðu þessa daga, það er enginn hiti, eins og republikanarnir séu of hræddir til að láta heyra of mikið í sér, og demokratarnir of hræddir til að eiga fyrsta leikinn. Það eina sem gerist eru svona 'macaca moments' þar sem menn á borð við Allen, og Conrad Burns láta skína í kynþáttafordóma sína og (í tilfelli Burns og þessa Muslim Taxicabdrivers killing people pælingar) geðveilu.

Þess á milli eru það frekar óspennandi umræður um fjárlagahalla... blaah.

Það er reyndar við þessu að búast þegar aðal spennan snýst um þingið, en ekki öldungadeildina - kosningabarátta til öldungadeildarinnar er dýrari og hefur meiri 'national' prófíl, svo hún ratar í fjölmiðla. Hver hefur áhuga á óþekktum þingmönnum aðrir en sveitungar þeirra?

Möo. Þar til einhverjir senatorar og frambjóðendur til öldungadeildarinnar skemmtilegri en Lieberman fara á kreik ætla ég að halda áfram að tala um hann ;)

Þessi grein sem þú linkaðir á var ágæt - svona rhetorík er mjög vinsæl á AM radio.

Magnús

FreedomFries, 9.9.2006 kl. 19:58

4 Smámynd: FreedomFries

Hætta að tala ílla um flokkssvikarann Joe Loserman? Ég ætti ekki annað eftir!

En við getum verið sammála um að vera ílla við marga aðra stjórnmálamenn, t.d. Katherine Harris? George "macaca" Allen? Ted "Bridge to nowhere" Stevens? Mig er reyndar búið að langa til að skrifa um Stevens nokkuð lengi - sérstaklega eftir að það komst upp um að hann stæði á bak við 'the secret hold' sem sett var á lagafrumvarp Coburn og Obama! Þú hefur fylgst með því, er það ekki?

Mér finnst reyndar vera sérkennilegt logn í allri stjórnmálaumræðu þessa daga, það er enginn hiti, eins og republikanarnir séu of hræddir til að láta heyra of mikið í sér, og demokratarnir of hræddir til að eiga fyrsta leikinn. Það eina sem gerist eru svona 'macaca moments' þar sem menn á borð við Allen, og Conrad Burns láta skína í kynþáttafordóma sína og (í tilfelli Burns og þessa Muslim Taxicabdrivers killing people pælingar) geðveilu.

Þess á milli eru það frekar óspennandi umræður um fjárlagahalla... blaah.

Það er reyndar við þessu að búast þegar aðal spennan snýst um þingið, en ekki öldungadeildina - kosningabarátta til öldungadeildarinnar er dýrari og hefur meiri 'national' prófíl, svo hún ratar í fjölmiðla. Hver hefur áhuga á óþekktum þingmönnum aðrir en sveitungar þeirra?

Möo. Þar til einhverjir senatorar og frambjóðendur til öldungadeildarinnar skemmtilegri en Lieberman fara á kreik ætla ég að halda áfram að tala um hann ;)

Þessi grein sem þú linkaðir á var ágæt - svona rhetorík er mjög vinsæl á AM radio.

Magnús

FreedomFries, 9.9.2006 kl. 19:59

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Harris og Burns eiga auðvitað ekki skilið að hljóta kosningu og þess væri óskandi að Stevens þyrfti að hætta sem fyrst. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að Joe sé betri en Ned sem virkar á mig sem ótrúlegur auli. Nýjasta dæmið auðvitað gagnrýni Lamont á gagnrýni Lieberman á Clinton. Það mál er mjög aulalegt og heimskulegt, það litla sem ég hef séð til Lamont þá virkar hann á mig sem ekki mikil mannvitsbrekka. Svo finnst mér virðingarverð afstaða Lieberman að skipta ekki um skoðun á Írak bara vegna óvinsælda eins og svo margir kollegar hans. Svo er tal sumra demókrata um að Lieberman ætti ekki að fá að bjóða sig fram með eindæmum ólýðræðislegt og klént þegar sama liðið heldur því fram að repúblikanar séu andlýðræðislegir og steli kosningum. Þessi pólitík öll er auðvitað oft fáránlega klén og heimskuleg. Þá vil ég frekar biðja um Gingrich ca. 94.

Friðjón R. Friðjónsson, 10.9.2006 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband