Meðan Bill Clinton var forseti fundu fréttaskýrendur og stjórnmálaspekúlantar í Bandaríkjunum upp hugtakið "soccer-moms" til að lýsa heimavinnandi, hvítum millistéttakonum á miðjum aldri. "Soccer moms" bjuggu í úthverfum, og fengu þetta klókindalega nafn af því að þær eyða stórum hluta dagsins í að snattast með börn á milli fótboltaæfinga og fiðlutíma. Stjórnmálaskýrendur komust nefnilega að því að þessar konur voru öðrum fremur óflokksbundnar og óákveðnar í stjórnmálaskoðunum. Til þess að vinna kosningar í bandaríkjunum þarf að vinna "the swing vote" - og "the soccer moms" virtust vera stór hluti þess.
Eftir 9/11 breyttust hins vegar "the soccer moms" í "security moms" - sem var eitt af þessum furðulegu hugtökum sem republikanaflokkurinn reyndi að innleiða (önnur, og mun heimskulegri voru "homicide bomber" - í stað "suicide bomber" og "freedom fries"...). Þessar "security moms". En hvað sem við köllum hvítar millistéttakonur á miðjum aldri, velta úrslit kosninga mjög á atkvæðum þeirra - Sigur Bush 2004 byggðist t.d. mikið til á yfirburðum hans í úthverfum stórborga, þar sem millistéttakonur búa. Það eru því stórar fréttir að Republikanar séu að missa stuðning þessa kjósendahóps. Samkvæmt frétt í Washington Post í morgun.
50 percent to 38 percent. That is nearly a mirror-image reversal from a similar period in 2002, when this group backed Republicans 53 percent to 36 percent. In 2004, exit polls showed, Bush won a second term in part because 56 percent of married women with children supported him.
Það sem gerir þessa breytingu áhuagverðari er að giftar konur með börn virðast hafa meiri áhyggjur af því að stríðið í Írak taki engan endi, en því að Demokratar séu "weak on terror":
David Winston, a Republican pollster who advises GOP leaders on election strategy, said married women in particular are often spooked more by the uncertainty of Iraq than the threat of terror. "They are increasingly unwilling to sustain the sort of sacrifices that we have to make over there," even though many support the mission, Winston said.
Þetta bendir til þess að tilraunir republikana til að vinna kosningarnar í haust á sama handriti og þeir notuðu 2002 og 2004 gætu mistekist. Sú strategía byggðist einmitt mikið til á því að höfða til móðursýki og órökvísi Bandarísku þjóðarinnar... og hverjir betri en einmitt heimavinnandi húsmæður til að vera helsti markhópur svoleiðis stjórnmála?! Eina stundina 'soccer mom' næstu stundina 'security mom'... En það er kannski það sem mér finnst athyglisverðast við þessa þróun - af hverju þarf að uppnefna þennan kjósendahóp öðrum fremur?
Skýringin held ég að sé sú að stjórnmálamönnum finnst sú tilhugsun að pólítísk framtíð þeirra byggist mikið til á atkvæðum kvenna óþægileg - því konur þykja afskapega órökvísar og óskynsamar verur. Til þess að friða samvisku sína þarf því að finna upp einhverskonar merkimiða sem réttlætir að flokkurinn höfði sérstaklega til þessara kjósenda. Karlmannlegir Republikanar geta ekki verið þekktir fyrir að sækjast eftir atkvæðum "soccer moms" - ónei, þeirra kjósendur eru sko "security moms"!
Ég þori að veðja að þetta furðulega hugtak "security mom" hverfur úr notkun um leið og giftar hvítar millistéttarkonur á miðjum aldri með börn hætta að kjósa republikana.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.