mán. 14.8.2006
Ahmadinejad á internetinu og ísraelskar samsæriskenningar
Heimasíða Ahmadinejad er aftur up and running! Og ég verð að segja að lookið er flottara en hjá FreedomFries! T.d. er Ahmadinejad með 'glamor shots' af sjálfum sér, að pósa hjá Íranska fánanum, klórandi í skeggið í hvítum hörjakka. Ahmadinejad er augljóslega best klæddi skeggjaði harðstóri okkar tíma... Og fyrir okkur sem ekkert skiljum í Farsi, hefur Ahmadinejad sem er heimsmaður, þýtt bloggið á öll helstu menningarmálum Norðurhvels jarðar - Arabísku, Farsí, Frönsku og Ensku.
En það voru ekki fyrr komnar fréttir af því að Ahmadinejad, á milli þess sem hann situr og bíður eftir tortímingu Ísraelsríkis, sitji og bloggi um aðskiljanlegustu hluti, að CBS í North Dakota - flytur fréttir af því að bloggið sé til þess eins gert að dreifa tölvuvírusum. Samkvæmt fréttinni er heimasíða forsetans útbúin þannig að þeir sem heimsækja síðuna frá Ísrael, eða eru með IP addressu sem er skráð í Ísrael) eru samstundis sýktir af trójuhesti sem gefur Írönsku leyniþjónustunni, eða einhverjum álíka íllmennum, aðgang að tölvunni...
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.