Óvinsældir íraksstríðsins aldrei meiri - Bush jafn óvinsæll og Nixon

Samkvæmt nýrri könnun Gallup hefur fylgi við Georg W. Bush og stríðið í Írak aldrei verið minna meðal Bandarísks almennings:

  • "Approval rating" forsetans er lægra en nokkru sinn, aðeins 29%
  • Yfir 70% Bandaríkjamanna vilja að herinn verði að kvaddur heim - fyrir apríl 2008

Aðrar niðurstöður könnunarinnar eru á sama veg:

  • Sixty-two percent say the United States made a mistake in sending troops to Iraq, the first time that number has topped 60%.
  • Two-thirds say Bush shouldn't have intervened in the case of former White House aide Lewis "Scooter" Libby, who was sentenced to 2½ years in prison for perjury and obstruction of justice in the investigation of who leaked a CIA operative's identity. Bush voided Libby's prison sentence but let his conviction stand.
  • Six in 10 say the economy is worse than it was five years ago, and the same number predict that economic conditions are getting worse.

USA Today lýkur forsíðufrétt sinni af þessum niðurstöðum á "jákvæðum" nótum, og bendir á að 62% kjósenda séu á móti "impeachement" - þ.e. að þingið lýsi vantrausti á forsetann og ýti honum frá völdum. Þá staðreynd má þó lesa á tvo vegu, því 36% eru fylgjandi þeirri hugmynd, þar af 9% repúblíkana. Semsagt: Nærri einn af hverjum tíu repúblíkönum telur að þingið eigi að bola honum frá með íllu!

Það sem er magnað við óvinsældir Bush er að hann er núna jafn óvinsæll og Nixon, þegar hann lét af störfum. Samkvæmt þessari nýjustu könnun Gallup segjast 66% kjósenda ósátt við frammistöðu Bush - nákvæmlega jafn margir og sögðust ósáttir við frammistöðu Nixon í könnun Gallup í ágústbyrjun 1974. Miðað við að vinsældir Bush hafa verið á stöðugri niðurleið síðan í september 2001 má því búast við að hann muni hrökklast úr embætti sem óvinsælasti forseti fyrr og síðar!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er vitað með vissu að þessi innrás var ólögleg og byggð á vísvitnadi blekkingum og brotum á alþjóðasamþykktum og lögum.  Standa þessir menn utana alþjóðlegs refsiramma einir þjóða?  Eða þorir kannski enginn að stefna ofbeldisseggnum á skólalóðinni af ótta við pintingar?

Ég næ bara ekki utan um það hvernig þessi lögbrot eru látin hjá líða, ólögleg vopnabeitning, pyntingar og aftökur án dóms og laga, blekkingar, rányrkja og lygar, mannréttindanauðganir etc...  Við eru öll blóðsek með þessum andskotum á meðan ekkert er að gert.  Ráðamenn okkar eru heiglar og undirlægjur.  Ég skammast mín fyrir að vera talin til svona mannkyns.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.7.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband